Morgunblaðið - 26.08.1993, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
Jóhann Magnús Magn
ússon - Minning
Fæddur 21. mars 1926
Dáinn 18. ágiist 1993
Jóhann Magnússon var fæddur á
Siglufirði hinn 21. mars 1926. For-
eldrar hans voru Salbjörg Jónsdótt-
ir og Magnús Magnússon. Jóhann
ólst upp á Siglufirði, en fluttist til
Reykjavíkur á fímmta áratugnum.
Þar kynntist hann systur okkar,
Halldóru Einarsdóttur, og gengu
þau í hjónaband i nóvember árið
1947.
Á Siglufirði stundaði Jóhann
ýmis störf bæði til sjós og lands
en eftir að hann kom til Reykjavik-
ur hóf hann störf í kjötiðn. Þar við
sat fram á sjöunda áratuginn er
Jóhann sneri sér að sjónum á ný
og starfaði þar sem matsveinn allt
til hinstu stundar.
Jóhann var mikill áhugamaður
um íþróttir. Á Siglufírði áttu skíða-
íþróttir hug hans allan og varð
hann ungur keppnismaður í þeirri
grein. Eftir að Jóhann fluttist til
Reykjavíkur hélt hann áfram skíða-
iðkun sinni og keppni.
Þau hjónin, Jóhann og Halldóra,
eignuðust sex börn og auk þess
áttu þau uppeldisdóttur þannig að
heimili þeirra við Efstasund í
Reykjavík var oft mannmargt. Jó-
hann lést á heimili sínu 18. ágúst
síðastliðinn.
Við mágar Jóhanns heitins áttum
með honum Qölmargar ánægju-
stundir og vorum allir sem bræður
jafnt við leik og störf. Eftir lifir
minning um einhvern mesta dugn-
aðarfork sem uppi hefur verið og
minningin er ljúf.
Ánton og Hörður.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Nú hefur hann Jói afi kvatt okk-
ur. Þótt fráfall hans komi ekki á
óvart er söknuðurinn sár.
Á kveðjustund kemur margt upp
í hugann. Afi var upphafsmaður
margra gleðistunda sem við áttum
saman á heimili hans og ömmu í
Efstasundi, sem er að sönnu hús
gleðinnar.
Afi var til sjós í mörg ár sem
matsveinn á Helgu II RE og var
því oft langdvölum að heiman. Þeg-
ar hann kom í land þá var hann
ekki í rónni fyrr en öll fjölskyldan
var samankomin á heimili hans.
Okkur eru ofarlega í huga öll
matarboðin, grillveislurnar á sumr-
in í fallega garðinum þeirra og
rabbstundirnar fjölmörgu þar sem
skipst var á skoðunum og atburðir
líðandi stundar ræddar.
Jólin eru okkur sérlega minnis-
stæð. Á aðfangadagskvöld var farið
til afa og ömmu. Þar var gengið í
kringum jólatréð, sungið og trallað.
Þótt fríin væru stutt á milli túra,
gaf afi sér alltaf tíma til að gera
margt með okkur. Meðal annars
vakti hann áhuga okkar á skíða-
íþróttinni og útiveru. í skíðabrekk-
unni var hann fremri en við í anda
og atorku. Enda hafði hann unnið
til margra verðlauna á skíðum sem
ungur maður. •
En það sem gerði afa svo sér-
stakan í huga okkar, var að hann
gaf sér ávallt tíma fyrir hvert og
eitt okkar. Var hann óþreytandi við
að snúast í kringum okkur. Ef okk-
ur lá eitthvað á hjarta, gátum við
leitað til hans, því að hann kom
ávallt fram við okkur sem jafningja.
En af okkur öllum stóð Jóhann
Torfi honum næstur og bar hann
mikla umhyggju fyrir honum til
hinstu stundar og er missir hans
mikill.
Þrátt fyrir að við vitum öll að
þetta er gangur lífsins og söknuður
mikill, mun minning afa ávallt lifa.
Elsku amma okkar, megi guð
styrkja þig í sorginni. Við verðum
ávallt til staðar fyrir þig.
Þó ég sé látinn
harmið mig ekki með tárum
hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta
ég er svo nærri
að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur
þó látinn mig haldið
en þegar þér hlæið og
syngið með glöðum hug
sál mín lyftist upp í mót til ljóssins
verið giöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur
og ég þó látinn sé tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu.
(Höf. óþekktur)
Barnabörn.
Hann Jóhann mágur minn er
dáinn eftir erfiða sjúkdómsbaráttu.
Ég kynntist Jóhanni Magnússyni,
eða Jóa eins og hann var alltaf
kallaður, fyrir meir en 47 árum,
þegar hann giftist Halldóru systur
minni. Jói og Dóra bjuggu alla sína
hjúskapartfð heima í Efstasundi, í
húsinu sem mamma og pabbi höfðu
góðir félagar allt frá barnæsku
enda á svipuðum aldri.
Ég ætla ekki að reyna að rekja
ævi Jóa eða hjúskaparsögu hans,
enda eru aðrir mér hæfari til þess.
Þó hygg ég að hjónaband hans og
Dóru systur hafi alla tíð verið gott
og þau háfi staðið vel saman. Þeim
varð sex barna auðið, en árið 1981
urðu þau fyrir þeirri þungbæru sorg
að Hafsteinn, yngstur sonur þeirra,
tók út af skipi og drukknaði.
Þau Jói og Dóra ólu upp dóttur-
dóttur sína sem var Jóa alla tíð
mikill sólargeisli. Þessar fáu línur
eru aðeins hugsaðar til að þakka
Jóa fyrir vináttu hans og velvild í
minn garð. Hann var mér alltaf
góður og þar fannst mér ég alltaf
eiga vin.
Jói minn, ég þakka þér okkar
góðu kynni. Megi minningin um þig
lifa hjá þeim sem nú eiga um sárt
að binda. Guð varðveiti sál þína.
Dóru systur og bömum þeirra,
tengadabömum og bamabörnum
votta ég mína innilegustu samúð.
Kristín Einarsdóttir.
Hinn 18. ágúst andaðist móður-
bróðir minn, Jóhann Magnússon, á
heimili sínu Efstasundi 6 eftir erfiða
baráttu við illvígan sjúkdóm. Aldrei
gaf hann þó upp vonina um bata
og vom orð hans eins og „þetta er
að koma, ég fer á sjóinn eftir 2-3
vikur“ nokkuð sem heyrðist oft.
Þegar ég heimsótti hann fársjúkan
á Landakotsspítala í júní sl. sagðist
hann ætla að koma til Siglufjarðar
á Síldarævintýrið um verslunar-
mannahelgina. Ekki var ég eins
viss um að hitta hann þar, en þetta
var hans heitasta ósk og erfitt fyr-
ir ástvini að ákveða hvað honum
væri fyrir bestu. Norður kom hann,
en heilsan leyfði ekki langa dvöl,
aðeins eina nótt, þá var hann tilbú-
inn að halda aftur heim, takmarkinu
var náð.
Jóhann var sonur hjónanna Sal-
bjargar Jónsdóttur og Magnúsar
Magnússonar. Þau eignuðust þijú
börn, Kristínu, Jóhann og Vigdísi.
Einnig ólu þau upp undirritaða sem
er dóttir Vigdísar. Gömlu hjónin
bjuggu áfram á ísafirði þó að böm-
in flyttust suður. Samgöngur vom
erfiðar við Siglufjörð og þótti nóg
að fara eina ferð til Reykjavíkur á
ári, það var að haustinu eftir síldar-
vinnuna um sumarið. Lengi vel var
gist hjá Jóa og Dóm. Mín fyrsta
bemskuminning er frá heimili
þeirra. Heimili Jóa og Dóm var al-
veg sérstakt í mínum augum, þar
var alltaf líf og fjör enda bömin sex
og þeim fylgdi hópur leikfélaga,
alltaf var nóg pláss og Dóra óþreyt-
andi við að hafa stjóm á liðinu.
Þegar ég var bam kom Jói til
Siglufjarðar þar sem hann keppti í
skíðastökki á íslandsmóti. Ég fór
að horfa á hann stökkva og fannst
mér mikið til hans koma.
Jói var kjötiðnaðarmaður og vann
um árabil hjá kjötiðnaðarstöðinni
Búrfelli. Á þeim ámm fylgdi jóla-
hangikjötið með í jólapakkanum til
ömmu og afa. Ég minnist þess þeg-
ar pakkinn var opnaður og hangi-
kjötslyktin ilmaði um eldhúsið. Svo
var skorin smá flís af kjötinu til
að smakka áður en það var hengt
upp í þvottahúsinu þar sem það
beið fram að jólum. Þetta var boð-
beri jólanna í mínum augum, alveg
eins og epla- og appelsínulyktin í
búðunum.
Fyrir u.þ.b. 25 ámm fór Jói að
vinna hjá útgerðarfyrirtækinu Ingi-
mundi, hann var kokkur á Helgu
II. Helga II kom nokkuð oft til
Siglufjarðar með loðnufarm til lönd-
unar. Alltaf hafði Jói samband, oft-
ast kom hann í heimsókn og var
þá ekki tómhentur. Börnin mín
fylgdust grannt með því hvort
Helga II kæmi til Siglufjarðar, því
að þá var von á Jóa og hann var
vís til að koma með gott í poka.
Ef hann hitti þau í bænum stakk
hann að þeim aur. Hann hlustaði
lítið á okkur hjónin þegar við báðum
hann að láta þetta vera. Þegar nýja
skipið Helga II kom til Siglufjarð-
ar, bauð hann okkur um borð til
að skoða þetta glæsilega skip,
þama var hann kóngur í ríki sínu.
Jói lét sér mjög annt um bömin
mín og fylgdist vel með því hvað
þau vom að gera. Hann tók það
mjög nærri sér þegar við misstum
lítinn dreng af slysförum árið 1980,
nokkmm mánuðum síðar var hann
staddur hjá okkur þegar Dóra
hringdi til að láta hann vita að
Hafstein, yngsta son þeirra, hefði
tekið út af togara og dmkknað.
Þetta var erfið stund, það er ekki
alltaf auðvelt að skilja tilganginn
með því, þegar ungt og efnilegt
fólk er tekið frá okkur.
Núna á þessari kveðjustund
minnumst við Jóa frænda og þökk-
um samfylgdina. Ég og fjölskylda
mín vottum eiginkonu hans Hall-
dóm Einarsdóttur og fjölskyldu
hennar innilega samúð.
Magna Sigbjörnsdóttir.
Miðvikudaginn 18. þ.m. hringdi
síminn, það var verið að tilkynna
mér að hann Jói bróðir minn væri
dáinn eftir afar erfiða baráttu við
óvæginn sjúkdóm. Hann var fæddur
á Siglufirði 21. mars 1926, sonur
hjónanna Magnúsar Magnússonar,
vélstjóra í síldarverksmiðjunni
Rauðku, og konu hans Salbjargar
Jónsdóttur.
Á uppvaxtarámm okkar heima á
Siglufirði var Jói þrekmikill ung-
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
P E R L A N sími 620200
oyggt. ryrsuu njussaparar sin
leigðu þau neðri hæð hússins, en
keyptu hana svo. Ég bjó lengi heima
hjá pabba og mömmu og þar ólst
Einar sonur minn upp en hann og
Skúli, elsti sonur þeirra hjóna, vom
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞORBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR
frá Önundarfirði,
sfðast til heimilis
á Skúlagötu 40a,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. ágúst
kl. 15.00.
Guðmundur Ólafsson,
Þorvaldur Ólafsson,
Kristín Á. Ólafsdóttir,
Eggert Ólafsson,
Snjólfur Ólafsson,
Sigurrós Þorgrfmsdóttir,
Brynja Jóhannsdóttir,
Óskar Guðmundsson,
Sigrún Þorvarðardóttir,
Guðrún S. Eyjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar,
RANNVEIG STEFÁNSÐÓTTIR,
Dalbæ,
Dalvfk,
verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 27. ágúst
kl. 14.00.
Gunnar Stefánsson,
Gerður Steinþórsdóttir,
Atli Gunnarsson,
Svava Gunnarsdóttir,
Auðun Gunnarsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ANTON GUÐLAUGSSON,
Vík,
Mýrdal,
sem lést 22. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugar-
daginn 28. ágúst kl. 15.00.
Charlotte Guðlaugsson,
Dorothea Antonsdóttir, Þorsteinn Árnason,
Edda Guðlaug Antonsdóttir, Halldór Óskarsson,
Agnes Antonsdóttir, Bergur Pálsson,
Guðlaugur Valdimar Antonsson, Hróðný Edda Þorvaldsdóttir
og barnabörn.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
h.
lingur, og oft varð hann að koma
systur sinni til aðstoðar ef henni
þótti á sig hallað í leikjum. Jói var
kunnur skíðamaður eins og mörg
önnur ungmenni þar á þeim ámm
þegar Siglfirðingar voru fremstu
skíðastökkvarar landsins. Þar
reyndi á kraft hans og áræði, sem
einkenndi hann svo mjög.
Jóhann fór tiltölulega ungur að
heiman, fyrst til Akureyrar, síðan
til Reykjavíkur þar sem hann vann
um tíma hjá heildverslun Garðars
Gíslasonar, síðan starfaði hann um
árabil í kjötiðnaðarstöðinni Búrfelli,
fyrst sem almennur starfsmaður en
síðan sem lærður kjötiðnaðarmað-
ur. Kringum 1968 réðst hann til
útgerðar Ingimundar þar sem hann
starfaði sem matsveinn á skipum
þeirra útgerðar, nú síðast á Helgu
II þar til í mars sl. er þrekið þraut.
Árið 1947 steig Jói eitt mesta
gæfuspor lífs síns er hann kvæntist
eftirlifandi konu sinni, Halldóm
Einarsdóttur, sem verið hefur hon-
um sú stoð og stytta, sem sjómanni
er nauðsynlegt að hafa að bak-
hjarli. Þau stofnuðu heimili sitt í
Efstasundi 6 og hafa búið þar alla
tíð. Jói og Dóra eignuðust sex börn,
þau eru: Skúli, fæddur 6. júní 1947,
búsettur í Reykjavík; Inga Birna,
fædd 11. júlí 1950, búsett í Banda-
ríkjunum; Kristinn Steinar, fæddur
1. júlí 1951, búsettur í Bandaríkjun-
um; Hjördís, fædd 4. júní 1953,
búsett í Reykjavík; Ásdís, fædd 9.
október 1956, búsett í Þýskalandi;
Hafsteinn, fæddur 19. mars 1958,
en hann lést af slysförum 17. nóv-
ember 1981. Auk þess ólu þau upp
dótturdóttur sína, Svanhildi.
í dag kveðja ættingjar og vinir
Jóhann Magnús Magnússon hinstu
kveðju. Það er mjög erfitt á slíkri
kveðjustund að tína til allt það sem
maður vildi segja því að minning-
amar hrannast upp í huganum og
það er af svo mörgu að taka. Ég
minnist sjómannsins, sem aldrei
missti dag úr vinnu, né túr á sjó
meðan nokkurt þrek var eftir. Eg
minnist íþróttamannsins, sem fór
til fyalla á skíði með barnabömum
sínum við hvert tækifæri meðan
nokkurt þrek var eftir. Ég minnist
gleðimannsins, sem var hrókur alls
fagnaðar meðal vina og kunningja,
meðan nokkurt þrek var eftir.
Það var alltaf gott að koma í
Efstasundið, þótt oft væri þar
þröngt í litlu íbúðinni. Alltaf var
þar nóg pláss og gestrisnin ávallt
söm hjá Dóru og Jóa. Þess minnast
börn okkar og bamabörn, og þakka
fyrir allar ánægjustundirnar með
Jóa, Dóru og börnunum.
Já, hann Jói er dáinn, vinir og
ættingjar spyija ekki lengur um
aflabrögð Helgunnar, eða hvenær
Jói kom í land. Fyrir hann er sjó-
ferðum þessa heims lokið, og nú
er siglt í eilífðinni, og þangað fylgja
honum minningar bama og barna-
barna okkar Halls. Þótt Helgan sé
að landa er ekki lengur von á Jóa
í heimsókn með gott í poka eða
leikfang handa smáfólkinu, sem Jóa
einum var svo lagið að gleðja. Fyr-
ir það þökkum við öll.
Elsku Dóra, missir þinn og barna
ykkar er mikill, en minningin lifir.
Við Hallur og fjölskylda okkar send-
um þér og fjölskyldu þinni okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um þess að algóður Guð styrki ykk-
ur og varðveiti í sorg ykkar.
Vigdís Magnúsdóttir.
Erfidrykkjur
Glæsilq» kalli-
hlaðlxirð íallegir
salir og mjög
góð þjómistíL
Upplýsingar
ísíma22322
FLUGLEIDIR
HÍTCL LIFTLEIIIt