Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 39
39 .
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
Margrét Kristjáns
dóttir - Minning
Fædd 16. júlí 1915
Dáin 18. ágúst 1993
í dag verður til moldar borin
tengdamóðir mín, Margrét Krist-
jánsdóttir, sem kvaddi þennan heim
18. ágúst síðastliðinn. Andlát
Grétu, eins og hún var alltaf köll-
uð, kom varla á óvart eftir erfið
veikindi hennar, en þó er manni
ætíð brugðið við andlát einhvers
nákomins og upp í hugann streyma
minningar um þessa glæsilegu
konu.
Gréta var fædd í Vestmannaeyj-
um 16. júlí 1915 og ólst þar upp.
Ætíð bar hún hlýjan hug til æsku-
stöðvanna. Eftirlifandi systir Grétu
er Sólveig, húsfrú í Mýrdal.
Árið 1938 giftist Gréta Gunnari
Hannessyni ljósmyndara, en hann
lést árið 1976. Voru þau hjón ákaf-
lega smekkleg og samrýnd og bar
heimili þeirra á Miklubraut 7 vott
um það. Eins og margir vita var
Gunnar heitinn ákaflega áhuga-
samur ferðalangur, sérstaklega inn-
anlands, og var Gréta yfirleitt með
í þeim ævintýraferðum, og gilti einu
hvort ferðast var eftir þjóðvegum
landsins eða hinar dýpstu óbyggðir
kannaðar. Ég var svo lánsamur að
eiga þess kost að fara nokkrar ferð-
ir með þeim hjónum, og voru þær
hver annarri skemmtilegri og
hverfa seint úr minningunni.
Gréta og Gunnar eignuðust þrjú
böm, Gunnar Kristján, sem kvænt-
ur er Rúnu Marsveinsdóttur, og
eiga þau þijá syni; Hannes, sem
kvæntur er Björgvinu Magnúsdótt-
ur, og eiga þau einn son; og Krist-
rúnu, sem gift er undirrituðum, og
eiga þau tvö böm.
Síðustu tæpu tvö árin dvaldist
Gréta á Hrafnistu í Hafnarfirði og
naut hún sérstakrar umhyggju og
hjálpar starfsfólksins þar.
Blessuð sé minning hennar.
Egill Ingólfsson.
Miðvikudaginn 18. ágúst sl. and-
aðist Margrét Kristjánsdóttir hús-
móðir í Reykjavík eftir langvarandi
veikindi. Ársgömul kom hún, ásamt
móður sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur,
á heimili móðurforeldra minna,
Gunnars Ólafssonar, kaupmanns og
útgerðarmanns í Vestmannaeyjum,
og Jóhönnu Eyþórsdóttur. Guðrún
móðir Grétu starfaði í tæp 30 ár
sem ráðskona á heimili Gunnars og
Jóhönnu. Börn þeirra voru fímm
að tölu og heimilið gestkvæmt. Jó-
hanna amma mín var heilsuveil, og
rekstur heimilisins því alfarið í
höndum Guðrúnar.
Gréta ólst upp í hópi móðursystk-
ina minna, sem nú eru öll látin.
Náin vináttutengsl mynduðust milli
Grétu og systkinanna og entust
Minning
Anna María
Ingimars-
dóttir,
Stöðvar-
firði
Nú er hún frænka dáin, svona
ung og efnileg stúlka. Hún hefði
orðið 19 ára 12. október.
Hún var alltaf svo dugleg í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur. Það
er sárt þegr svona ungt fólk fer frá
okkur.
Elsku Anna María frænka, ég
þakka þér allar samverustundirnar
og bið góðan guð að geyma þig.
Svo vottum við ykkur elsku Ingi-
mar, Guðmunda, Jón Ingi, ívar,
Ingibjörg og Siguijón samúð okkar.
Jóhanna, Snorri og börn.
ævilangt. I þein-a huga var Gréta
ein af systkinahópnum.
23 ára gömul giftist Gréta Gunn-
ari Hannessyni verslunarmanni, er
síðar varð þekktur sem einn besti
landslagsljósmyndari sem við höf-
um átt. Gréta var myndarleg .hús-
móðir. Um það bar heimili þeirra á
Miklubraut fagran vott. Gunnar var
snillingurj garðrækt og garðurinn
á Miklubraut 7 margsinnis verð-
launaður sem fegursti garður í
Reykjavík. Gunnari tókst að rækta
í garði sínum ýmsar tegundir rósa,
sem ekki höfðu verið ræktaðar utan
húss áður hér á landi.
Gréta og Gunnar eignuðust þrjú
börn, Gunnar Kr., Hannes og
Kristrúnu, sem öll hafa erft góða
kosti foreldra sinna.
Gréta tengist mínum fyrstu
bernskuminningum sem heima-
gangur á æskuheimili mínu. Á
seinni árum átti hún það til að segja
sögur af strákapörum undirritaðs,
sem annars voru löngu gleymd.
Elsku faðir minn, Sverrir Ingi-
mundarson, lést 6. janúar síðastlið-
inn. Hann var giftur Ljósbjörgu
Guðlaugsdóttur og eignuðust þau
sjö böm. Þau heita Dagný Elín,
gift Jóni Björgólfssyni; Ingimundur,
dó aðeins 19 ára gamall, það var
mikil sorg; Áróra María, gift Sigur-
birni Stefánssyni; Jóhanna Sigríður,
í sambúð með Snorra Árnasyni;
Rannveig Sigrún, gift Ragnari Ey-
mundssyni; Lúðvík, í sambúð með
Fjólu Karlsdóttur; og Sveinbjörn, í
sambúð með Andreu Katz.
Pabbi átti 17 barnabörn og sjö
barnabarnabörn. Hann átti fimm
systkini. Þau heita Lovísa, Rann-
veig, Dagný, Sveinn og Jón Lúðvík.
Svo átti hann tvær fóstursystur,
Sigríði og Borghildi. Afi dó ungur
frá börnunum. Pabba var komið
fyrir á Berunesi á Berjufjarðar-
strönd til Jóhönnu og Sigurðar. Þau
reyndust pabba vel. Eins systkini
hans og móðir.
Pabbi var búinn að vera veikur
Gréta var glæsileg kona og hélt
reisn sinni þótt árin færðust yfir
og heilsu hrakaði. Síðustu árin þjáð-
ist hún af Alzheimer-sjúkdómi og
dvaldist á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Þar fékk hún frábæra umönnun.
Gunnar Þormar.
í mörg ár og hugsaði mamma vel
um hann.
Sveinbjörn bróðir var duglegur
að koma með hann heim til mín í
heimsókn á sumrin. Ef pabbi hefði
lifað lengur hefði hann orðið 75 ára
26 ágúst.
Guð geymi þig, elsku pabbi. Far
þú í friði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hinsta keðja frá Jóhönnu,
Snorra og börnunum.
+
Eiginmaður minn,
SVEINN BJÖRNSSON
frá Fossi á Síðu,
Dvergabakka 12,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 24. ágúst.
Laufey Pálsdóttir.
i
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VILBORG JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
írafossi,
lést í Vífilsstaðaspítala þann 24. ágúst.
Jón Þorvarðarson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu,
KARITASAR KRISTINSDÓTTUR,
Árhóli,
Dalvík,
verður gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 28. ágúst kl. 14.00.
Jarðsett verður að Upsum.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
María Jónsdóttir, Sigurjón Sigurbjörnsson
og barnabörn.
Minning
Sverrir Ingimundarson,
Bræðraborg, Stöðvarfirði
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞORBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR
frá Önundarfirði,
síðasttil heimilis
á Skúlagötu 40a,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 27. ágúst
kl. 15.00.
Guðmundur Ólafsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir,
Þorvaldur Ólafsson, Brynja Jóhannsdóttir,
Kristfn Á. Ólafsdóttir, Óskar Guðmundsson,
Eggert Ólafsson, Sigrún Þorvarðardóttir,
Snjólfur Ólafsson, Guðrún S. Eyjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR HANNESSON,
fyrrverandi bifreiðastjóri frá ísafirði,
til heimilis í Vallargerði 34,
Kópavogi,
sem lést sunnudaginn 22. ágúst sl., verður jarðsunginn frá
ísafjarðarkapellu mánudaginn 30. ágúst nk. kl. 14.00.
Minningarathöfn verður í Kópavogskirkju föstudaginn 27. ágúst
nk. kl. 13.30.
Anna Málfriður Sigurðardóttir,
Hafsteinn Sigurðsson, Kristfn Anna Bjarkadóttir,
Eiríkur Hans Sigurðsson, Sigrún Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför móður okkar, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
FILIPPÍU JÓNSDÓTTUR,
Suðurgötu 109,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til Þórarins Sveinssonar,
yfirlæknis, starfsfólks göngudeildar
krabbameinslækninga og deildar 11E á
Landspftalanum.
Guðjón B. Ólafsson, Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir,
Ásgerður Ólafsdóttir, Sigurður Rúnar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðýnda samúð við andlát og útför systur okkar,
KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR
frá Oddastöðum.
Guðriður Halldórsdóttir,
Kjartan Halldórsson.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
EMELÍU LÁRUSDÓTTUR,
Suðurgötu 24,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Skagfirðinga fyrir
frábæra umönnun.
Sveinn Brynjólfsson,
Stefaníá Brynjólfsdóttir,
Jóhanna Brynjólfsdóttir,
Brynjólfur Dan Halldórsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát elsku-
legrar eiginkonu, móður okkar, dóttur
og tengdadóttur,
KRISTRÚNAR
GUÐMUNDSDÓTTUR,
Helgafelli,
Helgafellssveit,
Hjörtur Hinriksson, t
Jóhanna Kristín Hjartardóttir,
Ástríður Hjartardóttir,
Guðmundur Helgi Hjartarson,
Hinrik Hjartarson,
Ragnheiður Hjartardóttir,
Óskar Hjartarson,
Ósk Hjartardóttir,
Jóhanna Sigmundsdóttir,
Ragnheiður Þorgeirsdóttir, Hinrik Jóhannsson.