Morgunblaðið - 26.08.1993, Síða 40

Morgunblaðið - 26.08.1993, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 fclk f fréttum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sigurveig ásamt sonum sínum og tengdadóttur. Frá vinstri: Þorsteinn, Sigurveig, Jón Þór, Birna og Bjöm. MANNFAGNAÐUR Utihátíð á fimmtugsafmæli Frá vinstri: Úlfur Sigurmundsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Magnús Tryggva- son og Guðrún Beck. Sigurveig Jónsdóttir á Stöð 2 hélt upp á fimmtugsafmæli sitt með nokkuð óvenjulegum hætti fyrir skömmu. Hún efndi til eins konar útihátíðar við sum- arbústað fjölskyldu sinnar í Mos- fellssveit. Þar var komið fyrir stóru tjaldi, þar sem fram var borinn matur og aðrar veitingar. Vinnufélagar Sigurveigar stóðu fyrir skemmtiatriðum og marg- víslegum uppákomum, auk þess sem vinir hennar og samstarfs- menn fyrr og nú héldu ræður tii heiðurs afmælisbaminu. Sigmundur Ernir var veizlustjóri og er hér ásamt Agli Eðvarðs- syni og Bjarna Kristjánssyni TISKA að er margt undarlegt sem erlendum tískuhönnuðum dettur til hugar að klæða sýningar- stúlkumar í pg spuming hvort sumt af því hafí annan tilgang en að vekja athygli og umtal. Undir það flokkast þær „flíkur“ sem módelið Anna Moody sýnir á þess- um myndum, en þetta er hönnun eftir Samuele Mazza, sem er ítalsk- ur hönnuður eins og nafnið reynd- ar bendir til. „Fatnaðurinn" var hluti af nýrri útstillingu í meiri háttar tískubúð í Suður Kensington í Lundúnum. Til nánari útlistingar, þá eru önnur bijóstahöldin fram- lugtir af Fíat og hin eru að uppi- stöðu tveir drullusokkar sem hing- að til hafa fremur verið notaðir til að losa stíflur úr klósettum heldur en til að hylja konubrjóst. Ekki er þó talið líklegt að mikill fjöldi kvenna kunni að meta þetta tvð- falda notagildi drullusokksins, enda er oftast aðeins einn til á hveiju heimili. FRÆGÐ Sótt í stjörnumar Menn taka sér ólíklegustu hluti fyrir hendur í henni Amer- íku. Missisippibúinn Frank Culpep- per Martin hefur til dæmis eytt síð- ustu átján árum ævi sinnar í að nálgast frægt fólk. Lætur hann mynda sig með stjörnunum og geymir myndirnar sem nokkurs konar sönnunargagn. Myndabunki Martins inniheldur nú um 6.000 stjömur af ýmsum toga' rokkara, leikara, stjórnmálamenn og mafíu- foringja. Martin ferðast landa á milli til að hitta frægðarfólk og hann vílar ekki fyrir sér að laumast í gegnum hóteleldhúsið til að kom- ast í tæri við stjörnurnar. Hann hefur hitt Arnold Schwartzenegger, Kevin Costner og Marlon Brando. Donald Trump tók honum vel, Kenny Rogers hafði ekkert á móti því að vera með á mynd og ekki heldur Hugh Hefner. Þá komst Martin lífs af frá því að biðja mafíu- foringjann John Gotti um að vera með á mynd. Flestir hafa tekið honum vel, utan kvikmyndaleikar- inn Jack Palance sem fannst lítið til koma. Fyrsta myndin sem tekin var af Frank Culpepper Martin með frægðarfólki var af honum og Cary Grant fyrir átján árum. Efst á óska- listanum nú eru Paul McCartney og Anita Hill. Eins og sjá má var Martin klædd- ur við hæfi þegar hann hitti Jack Nicholson. Martin lætur nær ekkert tæki- færi ónotað til að nálgast stórstjörn- urnar. Fyrir fimm árum skildi hann við eiginkonu sína og seldi verslan- akeðju sína til að geta einbeitt sér af fullum krafti að stjörnunum. Hann þefar þær uppi á íþróttamót- um, við verðlaunaafhendingar, jafn- vel minningarathafnir. En sitji fræga fólkið að snæðingi lætur Martin það í friði. Grundvallarregl- urnar við það að nálgast stjörnunar eru aðeins þijár: mæta snemma, vera klæddur á viðeigandi hátt og gæta þess að virðast meinleysis- grey. Frank Culpepper Martin með Axl Rose úr Guns ’n’ Roses. Svo að Martin rugli Axl ekki saman við hinar 6.000 stjörnurnar hefur hann merkt myndina kyrfilega. Cher lét sig hafa það að sitja fyrir með Martin. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson um... AKRANES Stoltur sigurvegari Ahveiju sumri eru haldin fjölmörg knattspymumót fyrir unglinga víða um land. Nokkur þeirra eru geysifjölmenn og eru orðin árviss Anna Moody sýn- ir nýju linuna í bijóstahöld- viðburður í sumum bæjarfélögum. Á Akranesi eru fjögur slík mót haldin í sumar og er aðstaða til slíks móts- halds mjög góð. Allir leikir fara fram á grasvöfium og önnur aðstaða tii afþreyingar bæði fjölbreytt og góð. Mörg þessara móta eru kennd við fyrirtæki sem taka að sér að vera stuðningsaðilar við framkvæmd þeirra. Á dögunum fór fram á Akranesi Lottó-mótið í 7. flokki en þar kepptu börn yngri en 10 ára og í sumum liðum voru bæði drengir og stúlkur. Umboðsaðili Lottó-íþróttafatnaðar, E.G. heildverslun hf., er annar af tveim aðalstuðningsaðilum knatt- spyrnunnar á Akranesi og voru öll verðlaun mótsins gefin af fyrirtæk- inu. Á meðfylgjandi mynd er stoltur ungur knattspymumaður úr liði íþróttafélagsins Fylkis, Hlynur Gunnarsson, fyrirliði, að taka við sig- urlaunum mótsins úr hendi formanns Knattspyrnufélags ÍA, Gunnars Sig- urðssonar, og ánægjan með laun erfiðisins leynir sér ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.