Morgunblaðið - 26.08.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
41
Hermes Massimo, heimspekingur frá Austurríki Morgunbiaðið/Þorkeii
FERÐAMENN SKA
Alltaf einn og
alltaf að skoða
Ahverju sumri undanfarin 20
ár hefur mátt sjá fáskipt-
inn, lágavaxinn mann á gangi
um landið með bakpoka og
Ijald. Síðan sést hann kvölds og
morgna ganga úr Fossvoginum
upp í Háskólabókasafn og til
baka. Þar fer Austurríkismað-
urinn Hermes Massimo, doktor
í heimspeki, nú kominn á eftir-
laun, enda er hann orðinn 78
ára gamall. Aldrei hefur ár fall-
ið úr síðan 1974 og það vekur
forvitni hvað dregur hann hing-
að. Þegar maður hittir hann svo
á Háskólabókasafninu þá getur
samtalið farið fram á íslensku.
Og hann notar hér skírnarnafn-
ið sitt, eins og íslendingur.
“Þegar ég var 9-10 ára gamall
fékk ég jólabók frá móður minni.
Það var Nonni. Svo las ég allar
Nonnabækurnar. Og ég ákvað að
þegar ég yrði stór og ríkur þá
skyldi ég fara til íslands. Ég varð
stór, en ekki ríkur“, segir hann.
Nægilega þó til að geta látið
drauminn rætast.
Þegar hann kom hingað fyrst
1974 þá gekk hann bara af stað
frá Keflavík. Og síðan hefur hann
á hverju sumri komið og gengið
um landið, þvert yfir það og hring-
inn í kring. Alltaf einn og alltaf
að skoða.“Að fara í bíl er of hratt
fyrir mig. Þá get ég bara séð pínu-
lítið af landinu út um bílglugga.
Það er ekki nóg fyrir mig. Stund-
* um er ég að skoða fjall, stundum
mosa á steini og stundum hraun-
hellur. Jú, það er svolítið erfitt,
en mjög fallegt“ útskýrir hann.
En veður geta orðið býsna vond á
íslandi. Nei, segir hann.“Mér líkar
stormur og mér líkar rigning. Ég
var á Látrabjargi í rigningu. Berg-
ið er svart, en það er líka rautt
og gult. Það er engu líkt. Land-
mannalaugar líka og... ísland er
svo skemmtilegt og fallegt, en þó
svo stórkostlegt.“ Hann hefur
gengið um allt landið, frá Reykja-
vík til Hornstranda, tvisvar sinn-
um yfir Kjöl, Kaldadal og allar
byggðir. Þegar hann ætlaði
Sprengisand réðu allir íslendingar
honum frá því og svo sá hann í
sumar, þegar hann í fyrsta skipti
ferðaðist með áætlunarbíl þar yfir;
að það var hreinasta fjarstæða. I
sumar kom með honum frænka
Ófárir
dúítar
I
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
hans með 9 ára gamlan son sinn,
svo þau fóru um landið með rútu-
bílum í tvær vikur og voru í svefn-
pokaplássi í Edduhótelum. Enda
kvaðst Hermes hafa fengið tvö
hjartaáföll og fara sér svolítið
hægar.
Varla hefur hann lært íslenskuna
af því að ganga einn um landið?
Ekki er það nú svo. Hann segir
að þegar hann kom 1986 og 1987
hafí hann reynt að læra málið á
íslenskunámskeiði fyrir útlendinga
í Háskólanum.“Og lærði bara
pínulítið. Norsku gat ég lært á 3
mánuðum, en íslenskan er erfið.
Ég veit hvernig málfræðin á að
vera, en það er svo erfítt að nota
hana. Þegar ég kom fyrst til ís-
lands og heyrði fólk tala, þá hljóm-
aði það eins og miðaldaþýska, sem
ég hafði lært hjá góðum kennara
í skólanum heima. En það reynist
alls ekki þannig, ég heyri ekki
muninn á ð,s og f þegar íslending-
ar tala hratt.“
Hvernig ætli standi þá á því að
hann hefur alltaf viðdvöl í Há-
skólabókasafninu og vinnur við að
gera við gamlar bækur. Hann gef-
ur þá skýringu á því að hluti af
námi hans í menntaskóla heima í
Tyrol hafi verið verklegt. Þá lærði
hann að binda inn bækur, sem
varð til þess að hann keypti mikið
gamlar bækur og batt þær inn
sjálfur. Þegar hann svo vann hjá
útgáfufyrirtæki í Innsburg eftir
stríð, þá bauð menningarfulltrúi
Frakka honum að fara til Parísar
til að velja og sækja franskar
bækur þýddar á þýsku. Þá dvaldi
hann á menningarstofnun í Frakk-
landi, þar sem var unnið mikið
með tæknibækur og þar fullkomn-
aði hann sig í bókbandslist. Og
það er ástæðan fyrir því að hann
hefur síðan 1987 gert við bókband
í Háskólabókasafni á íslandi.“Nú
er ég kominn á eftirlaun og get
stansað hér í þijá mánuði á ári
við að binda bækur og gera við
þær. Mér þykir svo notalegt að
vinna hér. Allir eru svo elskulegir
og vinalegir“, segir Hermes Mas-
simo að lokum. Og þegar hann er
spurður hvort hann komi aftur
næsta sumar segir hann það áreið-
anlegt, hann fái aldrei nóg af ís-
landi.
Kripalufóga
Opið hús fró kl. 20.30-22.00.
Allir velkomnir - enginn oðgangseyrir.
Geshir næstu fimmtudaga verður Ken Bnxter,
kennari írá Kripalumilstöðinni.
Hann man m.a. kynna væntanleg kvöld- og
helgornámskeið, sem hefjast i næstu viku.
Hánari upplýsingar hjá JógasWðinni Heimsljósi
í sima 679181 alla virka daga
frákl. 17.00-19.00.
Jógastöðin Heimsljós
Skeifunni 19,2. hæð.
Nú er 65 milljóna ára bið á enda.
Vinsælasta mynd allra tíma.
Bönnuð börnum innan 10 ára en getur valdið ótta hjá börnum upp að 12 ára aldri.
____.1
HASKÓIABIÖ
Sýndkl. 5,7,9 og 11.10.
SAMmj
B í Ó H Ö L L I N
Sýndkl. 5,7,9 og 11.15.
FLJU<fPi
FURÐUH
I HASKOLABIOI LAUGAfflP
28.ÁGÚST 1993, KL.10:30 -1
ELDUR
RAÐSTEFNA
ÁVEGUM
SNÆFELLSÁS
DAGSKRÁ:
10.30 Setning ráðstefnunnar.
10.40 Inngangur. Helstu svid geimverurannsókna.
11.00 Hugmyndir manna um geimverur
11.20 Voru guðirnir geimfarar
11.40 AMI, barn stjarnanna
12.00 Matarhlé
13.00 Eldur á himni. Tilurð myndarinnar, og sýnishorn
13.20 Alþjóðleg ráðstefna um geimverurannsóknir, haldin í Reykjavík,
og við Snæfellsjökul, dagana 4.- 6. nóv. Aðdragandi og framkvæmd.
13.40 Huglægt samband
14.10 Eru ferðalög milli sólkerfa möguleg ? Eru til óþekktar viddir
14.30 Kenningar Dr. Helga Péturs
14.50 Kynni af geimvetum
15.10 Kaffihlé
15.30 Reynslusögur um geimverur
15.50 Umræður og fyrirspurnir
Miðasalan
hefst kl. 9.30
Aðgangseyrir kr. 700.-, sama verð allan tímann.Ráðstefnan er öllum opin,
og ágóði rennurtil uppbyggingará andlegri miðstöð við Snæfellsjökui.