Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
mnmn
*
Ast er...
Með
morgnnkafiinu
3-2C
að deila sama hengirúmi
TM Reg. U.S Pat Otl.—all rights reserved
° 1993 Los Angeles Times Syndicate
HÖGNI HREKKVISI
// TAKTU/€•£>!SKAST... ASTÆPAN BfZ
RJÓMAÍS..."
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Athugasemd
Frá Herbert V. Baldurssyni:
í grein eftir Hrafn Gunnlaugs-
son í Morgunblaðinu 14. ágúst síð-
astliðinn koma fram nokkrar rang-
færslur um fjármál Ríkisútvarps-
ins sem ég vil leiðrétta:
1. Tölur sem Svavar Gestsson
vitnar í í sinni grein um rekstrarn-
iðurstöðu og samanburð við
rekstraráætlun innlendrar dag-
skrárdeildar undir stjóm Hrafns
Gunnlaugssonar voru útbúnar að
beiðni Útvarpsráðs í mars síðast-
liðnum af undirrituðum. Þær era
eftirfarandi:
Áætlun og rauntölur IDD,
í þús. kr. á verðlagi 1992
Ár Raun- Áætlun Mism.í Mism.
tölur % þús.
1986 149.398 125.307 -19,2 24.091
1987 205.832 141.075 -45,9 64.757
1988 219.625 202.692 -8,4 16.933
Þessar tölur era m.a. byggðar
á ársreikningi og öðrum gögnum
Hagdeildar um fjárhag og fjár-
hagsáætlanir Ríkisútvarpsins. Töl-
ur í skýrslu Hugverks hf. um sama
efni eru á misskilningi byggðar
og standast ekki. Þetta hafði und-
irritaður leiðrétt við Hugverk hf.
sem viðurkenndi að skýrsla þess
var ekki rétt. Þetta vissi Hrafn
Gunnlaugsson einnig áður en hann
ritaði þessa grein.
2. í skýrslu Hugverks hf. sem
Hrafn vitnar í, er gengið út frá
því sem vísu að sú rekstraráætlun
IDD sem undirritaður notar til
samanburðar við rekstramiður-
stöðu sé upphafleg og óendurskoð-
uð áætlun ársins og að eftir sé
að taka tillit til breytinga á rekstr-
arforsendum innan ársins. Þetta
er rangt. Við gerð íjárhagsáætlun-
ar í upphafi árs er gert ráð fýrir
þeim afnotagjaldahækkunum sem
líklegt er að verði á árinu og búið
er að samþykkja í fjárlögum. Inn
í fjáhagsáætlunina er einnig reikn-
að með áætluðum verðlagsbreyt-
ingum ársins í rekstraráætlun ein-
stakra deilda. Ef hins vegar for-
sendur breytast, í verðlagsmálum
sem öðram, era gerðar breytingar
á íjárhagsáætluninni, í tekjum og
í gjöldum og til hækkunar eða ’
lækkunar eftir því sem við á. Við
þessa endurskoðuðu áætlun er
auðvitað miðað við uppgjör ársins
og þegar samanburður var gerður
á rekstrarniðurstöðu og ijárheim-
ild Innlendrar dagskrárdeildar
undir stjórn Hrafns Gunnlaugs-
sonar. Fullyrðingar um að átt hafi
eftir að reikna inn verðlagsbreyt-
ingar og afnotagjaldshækkanir til
hækkunar á fjárheimild IDD og
fullyrðing um að IDD hafi verið
innan ramma árið 1988 era því
rangar.
3. í greininni segir Hrafn að
Hugverk hf. hafi sinnt þeim störf-
um sem Hagdeild sér um nú, áður
en Hagdeild var stofnuð. Þetta er
rangt. Hugverk hf. hefur unnið
að einstökum, afmörkuðum verk-
efnum fyrir Ríkisútvarpið. Hag-
deildin var stofnuð við Ríkisút-
varpið árið 1982 og Hugverk hf.
hefur auðvitað ekki sinnt störfum
hennar frá þeim tíma.
4. í greinargerð Hugverks hf.
sem fylgir með grein Hrafns er
reynt að láta Iíta svo út að ákvarð-
anir yfírstjórnar um breytingar á
dagskrár hafí gefið dagskrárstjóra
heimild til að fara umfram sam-
þykktar fjárheimildir sinnar deild-
ar. Þetta er rangt. Engar slíkar
heimildir til að fara fram úr fjár-
hagsáætlun lágu fyrir á þessum
tíma.
5. Eins er í greinargerð Hug-
verks hf. látið að því liggja að fjár-
hagur Ríkisútvarpsins hafi verið
með blóma eftir þetta tímabil
umbyltinga, árin 1986 og 1987.
Þetta er einnig rangt. Þessi tvö
ár fóra saman mun minni tekjur
en árin á undan vegna samkeppni
á auglýsingamarkaðnum og um-
framkeyrsla dagskrárdeilda, og
þar fór fremst í flokki IDD. Út-
koman var gríðarlegt tap þessi tvö
ár, tap sem enn í dag er verið að
greiða niður, m.a. með minni fram-
lögum til innlendrar dagskrárgerð-
ar en ella.
HERBERT V. BALDURSSON,
deildarhagfræðingur Ríkisútvarps-
ins, Efstaleiti 1, Reykjavík.
Yíkveiji skrifar
Víkverji í gær fjallaði um um-
sögn aðstoðarlandlæknis hér
í blaðinu sl. sunnudag um auka-
verkanir vegna geðlyfsins Fontex
í tóntegund, sem ekki hæfir og er
aðstoðarlandlæknir beðinn velvirð-
ingar á því. Umíjöllun í ijölmiðlum
um mál af þessu tagi er vandasöm.
Annars vegar hvílir á ijölmiðlum
sú skylda að segja frá fréttum, sem
kunna að berast eins og í þessu
tilviki um hugsanleg alvarleg áhrif
af töku þessa lyfs. Hins vegar verð-
ur að gæta þess, að valda ekki svo
mikilli hræðslu hjá því fólki, sem
hugsanlega notar þessi lyf að það
valdi tjóni. í þessu tilviki taldi
Morgunblaðið óhjákvæmilegt að
ijalla um fréttir, sem höfðu borizt
um tilgátur um alvarlegar auka-
verkanir hins umrædda lyfs, þótt
blaðinu væru vissulega ljósar hugs-
anlegar afleiðingar slíkrar umfjöll-
unar.
xxx
Almennt talað er æskilegt að
fólk, sem notar lyf sé vel
upplýst um aukaverkanir lyfja. Að
því er varðar geðlyf geta þau haft
margvíslegar aukaverkanir. í sum-
um tilvikum fylgir þeim mikill
munnþurrkur, skjálfti í höndum,
jafnvel titringur í andliti og ógleði,
svo að dæmi séu nefnd. Þá er vara-
samt að drekka áfengi ofan í geð-
lyf og stundum beinlínis hættulegt.
Nú er hægt að fá í apótekum
lyijahandbækur, sem veita upplýs-
ingar um einstök lyf, áhrif þeirra
og aukaverkanir og er full ástæða
til að benda þeim, sem nota lyf
reglulega, hvort sem það eru geð-
lyf eða önnur lyf á að kynna sér
efni þessara handbóka. I sumum
tilfellum fylgja lyijum upplýsingar
um aukaverkanir. Æskilegt er að
slíkar upplýsingar fylgi öllum lyfj-
um og á íslenzku vegna þess, að
ekki er víst, að allir notendur lyija
geti lesið erlend tungumál. Er ekki
óeðlilegt að gera þá kröfu til lyfja-
fyrirtækjanna eða umboðsmanna
lyijanna, að þeir sjái til þess að
upplýsingar fylgi með á íslenzku.
Þá gera læknar sjúklingum sínum
oft grein fyrir hugsanlegum auka-
verkunum og er auðvitað æskilegt,
að læknar geri það kerfisbundið.
I raun og veru á læknir ekki að
gefa sjúklingi nýtt lyf án þess að
upplýsa hann um það, hvaða áhrif
lyfið getur haft. Víkveiji hefur
heyrt getið um lækna, sem prófa
lyf á sjálfum sér til þess að geta
sagt sjúklingum af eigin reynslu
frá því, hver áhrif þeirra eru.
Þeir, sem taka geðlyf fá gjarnan
sérstök lyf með sem eiga að draga
úr aukaverkunum.
xxx
ótt fréttir komi í fjölmiðlum
bæði hér og erlendis um
hugsanleg neikvæð áhrif ein-
stakra lyfja hljóta sjúklingar þó
fyrst og fremst að byggja á um-
sögn lækna sinna um lyfin. Sjúk-
lingur verður að treysta því, að
læknir ráðleggi ekki töku ákveðins
lyfs nema að vandlega athuguðu
máli. í raun og vera á sjúklingur
ekki annan kost en að fylgja ráðum
læknis síns og treysta honum í
þessum efnum.
Heilbrigðisþjónustan hér á Is-
landi er þrátt fyrir allt svo fullkom-
in að ætla verður að lyf séu ekki
tekin hér í sölu nema að vandlega
athuguðu máli. En enginn er alfull-
kominn. Það á bæði við um heil-
brigðisþjónustuna -og einstaka
lækna. Umræður hljóta að koma
upp um lyf og áhrif þeirra, en
máli skiptir að ijölmiðlar fjalli um
þessi málefni af ábyrgð og var-
kárni.
x x x
*
Ur því að hér er fjallað um lyf
á annað borð er ástæða til
að fagna því framtaki að kaupandi
lyija fái yfírlit yfir það, hvað lyfið
raunverulega kostar, þótt hann
sjálfur greiði margfalt lægra verð
fyrir. Víkveiji hefur ekki kynnzt
öðra en því, að apótek prenti út
miða, sem sundurliðar kaupverðið
á milli sjúklings og hins opinbera.
Hins vegar hefur verið haft orð á
því, að þetta sé ekki gert í öllum
apótekum. Ef einhveijar undan-
tekningar era frá því er ástæða til
að hvetja þau apótek, sem ekki
hafa tekið upp þennan hátt að
gera það. Fátt er meira upplýsandi
fyrir fólk en einmitt það að sjá
hvað lyf geta verið óheyrilega dýr.
Þá sjá menn a.m.k. hvert skatt-
greiðslur þeirra renna.
Hið sama mætti gera í öðrum
greinum heilbrigðisþjónustunnar.
Það er ekki úr vegi, að fólk, sem
þarf á margvíslegri þjónustu að
halda í heilbrigðiskerfinu og greið-
ir ákveðna upphæð fyrir fái afhent-
an reikning, þar sem tilgreint er
hvert raunverulegt verð þjón-
ustunnar er.