Morgunblaðið - 26.08.1993, Page 52
WhpI hewlett
1"HM PACKARD
------------UMBOÐIÐ
HPÁ ÍSLANDI H F
Höfdabakka 9, Reykjayík, sími (91) 671000
Frá möguloika til vcruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, SlMBSÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Fangaverðir í hættu í uppþoti í fangelsinu á Litla-Hrauni
Tannlækn-
ar leita að
atvinnu
erlendis
ÞRIÐJUNGS samdráttur hefur
orðið hjá tannlæknum á þessu ári
að sögn formanns Tannlæknafé-
lags íslands, Jóns Ásgeirs Eyjólfs-
sonar. Samdrátturinn er rakinn
til ahnenns samdráttar í þjóðfé-
laginu auk þess sem tannlæknum
hafi fjölgað of mikið á sama tíma
og þeim hafi orðið mjög ágengt í
baráttunni við tannskemmdir.
„Tannlæknafélagið hefur verið
að fylgjast með þessari þróun og
þá höfum við unnið í því að reyna
að skapa atvinnutækifæri erlendis
fyrir hina ungu tannlækna sem eiga
eftir að koma undir sig fótunum."
Félagið hefur í því sambandi m.a.
verið að kanna möguleikana í Norð-
ur-Noregi, Hollandi, Spáni, Kúveit
og Saudi-Arabíu.
Sjá: „Tannlæknar bíta á jaxl-
inn“, bls. B4-B5.
Morgunblaðið/Júlíus
Ur uppþoti í einangrun
EINN forsprakka uppþotanna færður úr fangelsinu á Litla-Hrauni í lögreglubíl sem flutti hann og fjóra aðra í Síðumúlafangelsið.
Fangar voru undir áhrifum
lyfja og með vopn í klefum
FANGAUPPÞOTI á Litla-Hrauni lauk síðdegis í gær án
þess að nokkur úr hópi fanga eða fangavarða yrði fyrir
teljandi meiðslum. Við klefaleit eftir uppþotið fannst tals-
vert af bareflum og vopnum sem fangarnir höfðu útbúið.
Þeir sem mest höfðu sig í frammi í uppþotinu voru, að
sögn Gústafs Lilliendahls, forstjóra fangelsisins, undir
áhrifum lyfja eða efna sem þeir höfðu fengið utan fangels-
isins. Að sögn Haralds Johannessen fangelsismálastjóra
voru starfsmenn fangelsisins í nokkurri hættu um tíma.
Fangarnir hættu óeirðum þegar
komið var á staðinn um 30 manna
lögreglulið frá Reykjavík og Sel-
og
fossi, þar á meðal menn úr víkinga-
sveit lögreglunnar og slökkvilið.
Einnig voru allir fangaverðir fang-
elsisins að störfum, um 25 manns,
og höfðu sumir þeirra verið við störf
í rúman sólarhring þegar um hægð-
ist.
Uppþotið hófst á þriðjudagskvöld
þegar nokkrir fangar losuðu félaga
sinn úr höndum fangavarða, sem
talið höfðu nauðsynlegt að taka
manninn úr umferð, þar sem hann
var æstur og talinn í lyfjavímu.
Um kvöldið fóru fangarnir til
Brunaboð frá
Herkastala
Slökkviliðið í Reykjavík var í
gærkvöldi kallað að húsi Hjálp-
ræðishersins við Kirkjustræti.
Þar hafði brunaboði farið í
gang.
Allt tiltækt lið var sent á stað-
inn en í ljós kom að um bilun í
kerfinu var að ræða og hvorki
reykur né eldur í Herkastalanum.
klefa sinna en þegar ljóst varð dag-
inn eftir að þeir sem hindrað höfðu
störf fangavarðanna yrðu beittir
agaviðurlögum urðu uppþot. Fang-
elsið var þó aldrei „á valdi“ fang-
anna, en að sögn Gústafs er talið
að 40 af 52 föngum hafi tekið þátt
í því. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins gengu 8-10 fanga-
verðir um á milli þeirra og reyndu
að róa þá en var svarað með pústr-
um og hótunum.
Óánægja með aukna gæzlu
Talið er að uppþotin megi rekja
til óánægju fanganna með stórherta
gæslu í fangelsinu í kjölfar endur-
tekinna stroka þaðan í sumar, en
engar kröfur voru settar fram af
föngunum. Að sögn Gústafs Lill-
iendahls hefur áður orðið vart við
urg hjá föngum og þeir m.a. hótað
að kveikja í fangelsinu þótt mál
hafí ekki fyrr þróast með þeim
hætti sem gerðist í gær.
Sjá: „Mikið af vopnum..., bls 18.
EGG hafði verið sorfin í glerbrot-
ið og handfang gert úr grisju á
þessu vopni sem fannst bak við
gossjálfsala við leit í fangelsinu
á Litla-Hrauni í gær.
I bígerð
að flokka
unnar kjöt-
vörur eft-
ir gæðum
MIKILL munur er á verði
áleggs samkvæmt skyndi-
könnun Morgunblaðsins.
Svo virðist sem gæðamun-
ur sé einnig talsverður og
í bígerð er að setja reglur
um flokkun á unnum kjöt-
vörum eftir gæðum.
Yfír 200% verðmunur var á
dýrustu skinkunni og þeirri
ódýrustu þar sem blaðið aflaði
upplýsinga. í innihaldslýsingu
kemur að einhverju leyti fram
munur á hráefni 'og því hugs-
anlega gæðum, en Jóhannes
Gunnarsson formaður Neyt-
endasamtakanna segir það
„óþolandi að gerólíkar vörur
skuli seldar undir heitinu
skinka."
Sjá nánar „Úrval af
kjötáleggi" bls. 20.
Átta íslenskir togarar voru að veiðum í Smugunni í gærkvöldi
Birgðaskip á vegnm Olís
á svæðinu en lítil viðskipti
OLÍUFÉLÖGIN festu sér 700 þúsund lítra af olíu hjá erlendu fyrir-
tæki sem sérhæfir sig í því að þjónusta skip á hafi úti og hugðust
selja íslenska togaraflotanum sem hefur verið staðsettur í Smugunni
svonefndu í Barentshafi. Oliubirgðaskip átti að vera á svæðinu í lok
þessarar viku en nú er Ijóst að ekki verður þörf fyrir þessa þjónustu
nema að litlu leyti þar sem 20 af 28 togurum hafa snúið heim á leið.
Nokkrir af viðskiptamönnum 01-
íuverslunar Islands gerðu fyrirspurn
um hvort félagið gæti útvegað þeim
olíu á hafi úti í Smugunni. Olís útveg-
aði birgðaskip í gegnum fyrirtæki
sem Olís hefur átt gott samstarf við
til að geta þjónustað skipin með 700
þúsund lítrum. í framhaldi af því
buðu þeir hinum olíufélögunum að
eiga þátt í þessu sem þau þáðu.
Forsvarsmenn Olís útiloka ekki
að boðið verði upp á þessa þjónustu
á ný ef til þess kæmi að flotinn héldi
til veiða á fjarlægum slóðum á ný.
Hörður Helgason, aðstoðarfor-
stjóri Olís, sagði að fyrirtækið myndi
ekki bera skarðan hlut frá borði
vegna þessara viðskipta en það segði
sig sjálft að viðskiptin hefðu orðið
minni en efni stóðu til. „Það getur
ekki lengi gengið í viðskiptum að
menn panti olíu en kaupi hana svo
ekki. Það getur ekki orðið hin al-
menna regla en við björgum þessu
máli fyrir hom,“ sagði Hörður.
Átta skip voru enn á veiðisvæðinu
í Smugunni í gær en aflabrögð voru
lítil. Annars voru litlar fregnir af
flotanum og ekki ljóst hvort skipin
yrðu mikið lengur á svæðinu.