Morgunblaðið - 27.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1993, Blaðsíða 1
Aulaimg i félags- legum lánum Almenn byggingarlán voru lengst af miklu meiri en félagslegu byggingarlánin, en á því hefur orðið mikil breyting á síðustu árum. Árið 1987 voru aimennu lánin liðlega 70% á móti tæpl. 30% f félagslega byggingakerfinu. Síðan hefur hlutfall félagslegra byggingar- lána verið að aukast jafnt og þétt á kostnað hinna. í fyrra voru almennu byggingarlánin rúml. 50% en félagslegu bygg- ingarlánin tæpl. 50% og mun- urinn því nánast enginn. Fram til júlfloka á þessu ári höfðu félagslegu lánin enn sótt á og voru þá 57,8% á móti 42,2 % í almenna kerfinu. Tekið skal fram, að nú nær almenna kerf- ið til húsbréfakerf isins. Samanlögð fjárhæð bygg- ingarlána íbáðum kerfunum varð hæst 1991, þegar hún nam 10,2 milijörðum kr. í fyrra varð hún aðeins lægri eða tæp- lega 9,7 milljarðar og á fyrstu 7 mánuðum þess árs varð hún rúml. 4,5 milljarðar. Með sama áframhaldi ætti hún að verða tæplega 8 milljarðar kr. á þessu ári. FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST1993 Meiraum makaskipti Makaskipti á fasteignum verða stöðugt algengari. Æ fleiri eru reiðubúnir til að þess að skipta á minni eignum fyrir stærri og öfugt. Þetta kemur m. a. fram íviðtali við Franz Jezorski, lögfræðing og fasteignasala, sem fyrir skömmu setti á fót nýja fast- eignasölu, er ber heitið Fast- eignasalan Hóll. í viðtali við Guðiaug Þorsteinsson, sölu- mann og leigumiðlara, kemur fram, að verzlunarsvæðið fyrir innan Skeifuna hafi verið mjög eftirsótt, en nú sé vaxandi eftir- spurn eftir atvinnuhúsnæði í gamla miðbænum. — Ég spái því, að Miðbærinn eigi eftir að ná sér á ný, segir Guðlaugur. 2 Laugarnes Borgarskipulag Reykjavíkur hefur nú auglýst tillögu að deiliskipulagi á athafnasvæð- inu á Laugarnesi. Þetta svæði er um 11,5 ha að stærð og nær til suður- og vesturhluta at- hafnasvæðisins næst Sæ- braut. Það hefur verið í upp- byggingu alit frá árinu 1947, þegar Olís hóf þar starfsemi sína, fram á þennan dag. Mörg stór fyrirtæki eru á svæðinu. Uppdrættir að deiliskipulaginu og greinargerð verða til sýnis í Borgarskipulagi fram til 17. september. Fjallað er um þetta nýja skipulag í grein hér f blað- inu idag. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.