Morgunblaðið - 27.08.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1993 Gömul tímburhus hafa mlkiö aödráttarafil Gömul timburhús hafa verið eftirsótt undanfarin ár og margir, sem eru að leita sér að litlu einbýli, taka þau fram yfír allt annað. Kom þetta fram í viðtali við Magnús Einarsson, fasteignasala í Eignasöl- unni, en þar er nú auglýst til sölu timburhús við Smyrlahraun í Hafnarfirði. Húsið er byggt 1925 og er hæð, ris og kjallari. A það eru settar 8-8,5 millj. kr. etta hús er allt mikið endumýj- að, sagði Magnús Einarsson. — Á því er nýtt járn og ný einangr- un undir járninu og ennfremur nýjar vatns- og skolplagnir, ný miðstöðvarlögn og nýjar raflagnir. Húsið er nýkomið í sölu, en það stendur neðarlega við Smyrlahraun skammt fyrir ofan Hverfisgötu. Magnús kvað miklar fyrirspumir hafa komið um þetta hús og marg- ir hefðu sýnt því áhuga og væru þegar búnir að skoða það. — Það er garður á bak við húsið með hraundröngum og að sögn eigand- ans býr þar mikið af góðu huldu- fólki, sagði Magnús. Hann kvað Hafnarfjörð vera eftirsóttan nú og hefðu vinsældir hans verið að auk- ast undanfarin ár. — Það er viss hópur, sem vill hvergi annars staðar búa en í Hafn- arfirði. Það em bæði gamlir Hafn- firðingar en einnig fólk annars staðar að. Bærinn hefur breytzt mikið á undanförnum ámm. Hann er orðinn vinsamlegri og skemmti- legri og mörgum finnst eins og þar sé minni streita. — Gömlu timburhúsin hafi visst aðdráttarafl, sem þau nýju hafa ekki náð, sagði Magnús ennfrem- ur. — Timburhús, sem er hæð, ris og kjallari, er það sem svo margir sækjast eftir og þau þurfa helzt að vera í gömlum og grónum hverf- um til þess vera í réttu umhverfi. Einnar hæðar timburhús i nýju hverfunum em að sjálfsögðu ágæt- is hús, en þau hafa ekki sama að- dráttarafl. Magnús Einarsson sagði að lok- um, að fasteignamarkaðurinn hefði tekið mjög vel við sér eftir verzlun- armannahelgina en verið fremur daufur þar á undan. — Það er miklu fleira fólk úti á markaðnum nú og eftirspurn hefur aukizt verulega, sagði Magnús. — Ég geri mér von- ir um, að það skili sér í meiri sölu. En það er meiri eftirspum eftir minni eignum en þeim stærri og sala á eignum er gjarnan mjög þung, þegar verðið er komið upp í 20 millj. kr. og þar yfir. — Mörgum fínnast timburhúsin hlýlegri en steinhúsin, segir Magnús Einarsson, fasteignasali í Eignasölunni. Þar er nú auglýst til sölu timburhús við Smyrlahraun í Hafnarfirði. Húsið er byggt 1925 og er hæð, ris og kjallari. Á það eru settar 8-8,5 millj. kr. Fasteignasalan Hóll hefur göngu sína — Legg áherzlu á skjóta og ábyrga þjónustu, segir Franz Jezorski, lögfræóingur og fasteignasali. Ný fasteignasala, Fasteignasalan Hóll, hóf göngu sína í síðustu viku og er aðsetur hennar að Borgartúni 18 í húsi Sparisjóðs vélstjóra. Eigandi er Franz Jezorski, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali — Við hér erum ekki hræddir við samdráttinn í þjóðfélaginu, sagði Franz í viðtaii við Morgunblaðið. — Við munum leggja okkur fram við að veita skjóta og ábyrga þjónustu byggða á reynslu. Franz Jezorski er þrítugur lög- fræðingur. Lokaritgerð hans fyrir embættispróf fjallaði um galla á fasteignum. Að loknu prófi starf- aði hann í tvö ár á fasteignasölunni Gimli og vann samhliða á lögmanns- stofu, en fékk sjálfur löggildingu sem fasteignasali sl. vor. Auk Franz starfa tveir sölumenn á fasteignasölunni Hóli. Annar þeirra er Guðlaugur Þorsteinsson, 35 ára gamall rekstrarverkfræðing- ur, en hann mun einkum annast sölu á atvinnuhúsnæði. Guðlaugur lærði vélaverkfræði við Washington- háskólann í Seattle og síðan rekstr- arhagfræði við tækniháskólann í San Luis Obipo í Kaliforníu. Eftir heimkomuna starfaði hann fyrst sem ráðgjafi hjá félagi Iðnrekanda en síðan sem framkvæmdastjóri Hulu hf., plastiðnaðarfyrirtækis á Flúðum. Hinn sölumaðurinn er Finnbogi Kristjánsson, sem er 34 ára gamall og m. a. búfræðingur. Hann starf- aði um árabil sem sölumaður á fast- eignasölunni Húsvangi og hefur undanfarin tvö ár sótt námskeið við Háskóla íslands til löggildingar sem fasteigna- og skipasali. Mikill sölutími framundan — Móttökur hafa farið fram úr björtustu vonum, síðan við opnuð- um, sagði Franz Jezorski. — Það hefur verið mikið um fyrirspumir og nýskráningar á fasteignum hjá okkur. Fólk vill gefa okkur tæki- færi. Margir gera sér grein fyrir því, að það er mikill sölutími fram- undan og sér, að hér eru ungir menn á fe'rðinni, sem eru reiðubúnir til þess að spreyta sig. Þeir félagar hafa ákveðið að taka ekkert skoðunargjald af þeim eign- um, sem þeir fá í sölu, en það er nú 9.089 kr. með virðisaukaskatti. — Þetta er samkeppnisgrein og við ætlum að halda kostnaði í lágmarki fyrir viðskiptavini okkar, sagði Franz. — Við ætlum ennfremur að bjóða upp á helgarþjónustu og lengri opn- unartíma. Þannig verður opið hjá okkur til kl. átta á föstudögum, en þann dag kemur fasteignablað Morgunblaðsins út. Síðan ætlum við Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L Landsbanki íslands Banld allra landsmanna & LANDSBRJÉF HF. Löggilt veröbrélafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. Landsbróf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. að hafa opíð frá kl. 9-3 á laugardög- um. Eftir lokun á laugardögum og sunnudögum verður hér símavakt fram til kl. sjö, þar sem fólk getur fengið upplýsingar um eignir, sem hér eru til sölu og látið skrá nýjar eignir á söluskrá. — Við ætlum að halda varanlegu sambandi við þá, sem við seljum fyrir og leggja mikla alúð við kaup- endur og hjálpa þeim að finna réttu eignirnar, sagði Franz Jezorski að síðustu. — Fasteignasala er að breytast mikið í makaskipti. Þeir verða æ fleiri, sem eru reiðubúnir til að þess að skipta á minni eignum fyrir stærri og öfugt. Við ætlum að leggja mikla áherzlu á að aðstoða þetta fólk. Leigumiðlun á atvinnuhúsnæði Samhliða fasteignasölunni rekur Guðlaugur Þorsteinsson leigumiðl- un, sem hefur aðsetur á sama stað og ber hún heitið Leigulistinn. Þjón- ustugjaldið er sem svarar eins mán- aðar leigu, en Guðlaugur einbeitir sér að atvinnuhúsnæði. — Það er mikið framboð á at- vinnuhúsnæði og því mikil þörf á leigumiðlun, segir Guðlaugur. — Eftirspum er einkum eftir ca 100 fermetra atvinnuplássum. Margir Fasteignasalan Hóll hefur aðsetur að Borgartúni 18 í Reykjavík, húsi Sparisjóðs vélstjóra. Á myndinni eru talið frá vinstri: Finnbogi Kristjánsson sölumaður, Guðlaugur Þorsteinsson sölumaður og Franz Jezorski, lögfræðingur og fasteignasali. eru að minnka við sig og aðrir eru að fara út í nýjan rekstur. Þeir hafa kannski þurft að hætta störfum annars staðar vegna samdráttar í þjóðfélaginu og þar sem það em þrengingar á vinnumarkaðnum, þá láta þeir drauminn rætast og fara út í nýjan atvinnurekstur. Hjá okkur er töluvert úrval af leiguhúsnæði á boðstólum og yfir- leitt hefur gengið vel að koma því út. En það er mikil samkeppni um leigjendur og því fer húsleiga lækk- andi. Sem dæmi get ég nefnt verzl- unarhúsnæði miðsvæðis í Reyjavík, sem leigðist á tæpar 1.000 kr. á fermetra árið 1990 fermetrinn. Nú er það leigt á 550 kr. hver fermetri. — Oll þjónusta er að færast til í borginni austur á bóginn og það hefur leitt til þess að atvinnuhús- næði hefur farið hækkandi á vissum svæðum eins og í Skeifunni og Fenj- unum, en er nú sennilega að ná hámarki, sagði Guðlaugur Þor- steinsson að lokum. — Verzlunar- svæðið fyrir innan Skeifuna hefur verið mjög eftirsótt, en nú finnst mér sem vaxandi eftirspurn sé eftir atvinnuhúsnæði í gamla miðbænum og ég spái því, að hann eigi eftir að ná sér á ný. Margir, sem hafa verið í úthverfunum, leita nú inn í miðborgina með starfsemi sína og sækjast þá eftir verzlunarhúsnæði í hliðargötum út frá Laugavegi, Hafn- arstræti, Lækjargötu eða annars staðar, þar sem verzlunarumferð er. Skoitur á lltíum ein- býllshúsum á einni hæö - scgir Svcrrir Kristjánsson fiasteignasali — ÞAÐ er skortur á litlum einnar hæðar einbýlishúsum með bílskúr á markaðnum nú, enda gengur vel að selja þau. Við hér erum búin að selja fjögur slík hús í þessum mánuði. Þar af voru þijú í Rima- hverfí en eitt í Garðabæ. Þetta er kannski ekki mikið, en sýnir samt, að það er hreyfing á nýsmíðinni. Þessi hús eru á bilinu 140-180 ferm með bílskúr og þau hafa verið seld ýmist fokheld eða tilbúin undir tréverk. Þannig komst Sverrir Kristjáns- son fasteignasali i fasteigna- miðluninni Suðurlandsbraut 12 að orði, þegar hann var spurður, hvort eftirspurn væri eftir nýju íbúðarhús- næði í smíðum. Að sögn Sverris er algengt verð á slíkum húsum fok- heldum tæplega 8 millj. kr., en síðan má gera ráð fyrir, að það kosti um 2 millj. til þess að gera þau tilbúin undir tréverk og 2-3 millj. kr. til þess að fullklára þau. Fullbúin með frágenginni lóð ættu þau að kosta 12,5-14,5 millj. kr., allt eftir stærð og frágangi. — Það gengur hins vegar ekki eins vel að selja stór hús í smíðum nú, sagði Sverrir ennfremur. — Það sem máli skiptir í fasteignasölunni núna eru verðin. Þeir sem ætla að spenna verðin upp, þeir selja einfald- lega ekki. Sverrir kvað þó nokkra hreyfingu vera á atvinnuhúsnæði. — Við hér erum nýbúin að selja húsið að Aust- urstræti 3, sem er um 750 fermetr- ar, en þar er m. a. aðsetur lögfræði- deildar Búnaðarbankans. Einnig höfum við selt tvær hæðir að Lauga- vegi 26, sem Félag heyrnleysingja keypti. Þessar eignir fóru á mjög eðlilegu verði. Sverrir starfrækir 100 ferm sýn- ingarsal í fasteignasölu sinni að Suðurlandsbraut 12, þar sem hann sýnir myndir af þeim eignum, sem hann hefur til sölu hverju sinni. Sagði hann, að þessi salur hefði komið að mjög góðu gagni fyrir marga, sem væru í fasteignahugleið- ingum. Þessi salur hefði verið opinn frá kl. 9-7 á virkum dögum í sumar en frá 1. september yrði hann opinn til kl. 8,30 á kvöldin. Á sunnudögum værii hann opinn til kl. 4, en yrði opinn til kl. 5 eftir 1. september og sömuleiðis á laugardögum. — Ég tel, að ástandið á fasteignamarkaðn- um sé gott miðað við ástandið í þjóð- félaginu, sagði Sverrir Kristjánsson að lokum. — Það er til staðar stór hópur af fólki, sem er að leita sér að húsnæði og getur keypt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.