Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 1
64SIÐUR B 201. tbl. 81.árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Volvo og Renault sameinast um áramótin Sameiningin mun ekki leiða til fækk- Reuter. Borinn til grafar unar starfsmanna Billancourt. Reuter. SÆNSKA bifreiðafyrirtækið Volvo og franska bifreiðafyrirtækið Renault tilkynntu í gær að þau hygðust sameinast í eitt fyrirtæki 1. janúar nk. Verður hið nýja fyrirtæki sjötta stærsta bifreiðafyrir- tæki veraldar og tuttugasta stærsta fyrirtæki í heimi. 65% af hluta- fé fyrirtækisins verður í eigu franska ríkisins og 35% í eigu Volvo. Carl Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, fagnaði þessum tíðindum í gær og sagði að nú hefði sænski bílaiðnaðurinn öðlast nauðsyn- lega evrópska tengingu. Forystumenn verkalýðsfélaga voru einnig jákvæðir í garð samein- ingarinnar og sögðu hana auka sam- keppnishæfni fyrirtækisins og tryggja atvinnuöryggi starfsmanna. „Samkeppnishæfnin er það sem skiptir máli og þar höfum við for- skot á Frakkana. Líklega höfum við aldrei verið eins vel undir þetta bún- ir og einmitt nú,“ sagði Olle Ludvigs- son, fulltrúi verkalýðsfélags iðnaðar- manna hjá Volvo. „Við stefnum að því að verða eitt arðbærasta fyrirtækið í þessum iðn- UNGUR palestínskur drengur lætur sorg sína í ljós er hann fylgir hinum sextán ára gamla Chazina Itah til grafar á Gaza-svæðinu í gær. Itah var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum er til uppþota kom í EI Bureij-flóttamannabúðunum. Talsmaður Frelsissamtaka Palestínu í Túnisborg vongóður Vænta viðurkenningar á næstu sólarhringxim Túnisborir, Damaskus, Jcrúsalcm. Reuter. aði,“ sagði Pehr G. Gyllenhammar, stjórnarformaður Volvo, á blaða- mannafundi í Frakklandi þar sem tilkynnt var um sameininguna. Lagði hann áherslu á að áfram yrðu fram- leiddar bifreiðar undir vörumerkjum jafnt Volvo sem Renault. Með sam- einingunni áforma fyrirtækin hins vegar að spara um 300 milljarða króna fram til aldamóta. Hagnaður Renault á fyrri helmingi þessa árs nam 7,3 milljörðum króna og hagn- aður Volvo 3,8 milljörðum króna. Gyllenhammar sagði að starfs- fólki yrði ekki fækkað vegna samein- ingarinnar og að engin hætta væri á að Volvo myndi hætta starfsemi sinni í Svíþjóð. Að mati sérfræðinga hefur sam- eingin mesta þýðingu fyrir Volvo en án hennar hefði framtíð fyrirtækis- ' ins verið í óvissu. Ein helsta ástæða þess að samein- ingin á sér stað nú eru áform frönsku ríkisstjórnarinnar um að einkavæða Renault og sagði Gerard Longuet, iðnaðarráðherra Frakklands, að nú hefði verið tekið nauðsynlegt skref til þess að hægt væri að selja hluta- bréf í fyrirtækinu. ISRAEL og Frelsissamtök Palestínu, PLO, munu undirrita samning um gagnkvæma viðurkenningu innan tveggja sólarhringa, að sögn ónefnds talsmanns PLO í Túnis í gær. ísraelar krefjast breytinga á stofnskrá PLO, vilja að samtökin hætti að boða eyðingu Ísraelsríkis og mæla með hryðjuverkum. Er talsmaður PLO í Kaíró var spurður hvort þjóðarráðið, útlagaþing samtakanna, þyrfti að koma saman til að samþykkja slíkar breytingar svaraði hann að Yasser Arafat, leiðtogi PLÓ, hefði fullt vald til að staðfesta breytingu á stofnskránni. Deiluaðilar munu skiptast á bréf- um þar sem viðurkenningin verður staðfest. „Við erum að leggja síð- ustu hönd á orðalag þessara bréfa,“ sagði Yoel Zinger, lögfræðilegur ráðgjafi ísraelsstjómar í Jerúsalem. Sendiherra ísraels í Bandaríkjun- um, Itamar Rabinovitch, sagði í viðtali við CAW-sjónvarpsstöðina í gær að báðir deiluaðilar gerðu sér grein fyrir þvi að framtíð hernumdu svæðanna væri óráðin. Ekki væri víst að niðurstaðan yrði sjálfstætt ríki Palestínumanna „en það gæti gerst“. Það hefur verið opinber stefna ísraels um langa hríð að vísa á bug hugmyndinni um sjálfstætt Palestínuríki. Arafat hélt til Egyptalands í gær og mun eiga fund með Hosni Mu- barak forseta í dag. Hann ræddi við Hafez al-Assad, forseta Sýr- lands, á sunnudag og mistókst að fá hann til að lýsa yfir stuðningi við samninginn. I yfirlýsingu stjórn- valda í Damaskus sagði aðeins að Palestínumenn hefðu rétt til að taka þær ákvarðanir sem þeim sýndist. Sýrlendingar og fleiri arabaþjóðir hafa gagnrýnt leiðtoga Palestínu- manna harðlega fyrir að hafa engin samráð um samninginn við ísraela. Assad hefur þó forðast að gagnrýna sjálfan samninginn. Ýmis harðlínusamtök Palestínu- manna, er vilja enga samninga við ísraela og telja Arafat hafa svikið málstaðinn, hafa aðalstöðvar í Damaskus. Fulltrúar þeirra neituðu að ræða við Arafat sem vildi út- skýra sjónarmið sín. Leiðtogar sex arabaríkja við Persaflóa, þ. á m. Saudi-Arabíu, lýstu í gær yfir fullum stuðningi við samninginn og sögðu að með þessu væri stigið fyrsta skrefið til þess að frelsa öll hernumdu svæðin, einnig Jerúsalem. Flóaríkin hafa að mestu hundsað Arafat síðan í Persaflóastríðinu er PLO studdi Saddam Hussein íraksforseta gegn bandamönnum. Enn er óljóst hvort ríkin sex, sem flest hafa miklar tekjur af olíu muni styðja við bakið á væntanlegum sjálfstjórnarsvæð- um með fé. í dag heldur Yasser Arafat til flóaríkisins Óman til að leita eftir fjárhagslegum stuðningi við vænt- anlegt sjálfsstjórnarsvæði Palest- ínumanna. Reuter. Páfi í Litháen JÓHANNES Páll páfí er nú á ferð um Eystrasaltsríkin og er þetta fyrsta heimsókn hans til fyrrum Sovétlýðvelda. Á sunnudag mess- aði hann í Vilnius, höfuðborg Litháen, og hlýddu 100 þúsund manns á messu hans þrátt fyrir hráslagalegt veður. Páfi vottaði þeim 20 Litháum, sem létu lífið er sovéskir hermenn reyndu að beija niður sjálfstæðisbaráttu Litháa í janúar 1991, virðingu sína. Sagði hann þá hafa sýnt mikið hugrekki í baráttunni gegn kommún- isma, sem væri hugmyndafræði er „virti Guð að vettugi og van- virti hið mannlega". í gær messaði páfi í borginni Kaunas og hlýddu aftur á annað hundrað þúsund manns á messu hans. Beindi hann orðum sínum til yngri kynslóða og varaði þær við þeim hættum sem fylgdu öfgakenndum trúarhópum og því nútíma samfélagi sem leyfði allt. Kasparov með hvítt í fyrstu skákínni London. Frá Margeiri Péturssyni. GARY Kasparov heimsmeistari í skák stýrir hvitu mönnunum í fyrstu einvígisskákinni gegn Eng- lendingnum Nigel Short sem hefst hér í London í dag. Þeir tefla 24 skákir í Savoy-Ieikhúsinu í hjarta borgarinnar. Mikið er fjallað um einvigið i enskum fjölmiðlum. Þeir Kasparov og Short tefla ein- vígið á vegum eigin skáksambands atvinnumanna sem þeir nefna svo. Alþjóðaskáksambandið FIDE hefur svipt Kasparov heimsmeistaratitlin- um og Short áskorunarréttinum og gengst fyrir eigin heimsmeistaraein- vígi sem hófst í Hollandi í gær. Það heyja þeir Jan Timman, Hol- landi, og Anatólí Karpov, fyrrum heimsmeistari frá Rússlandi, en Short sigraði þá báða í einvígjum er hann vann sér réttinn til að skora á Ka- sparov. Fyi-stu skák þeirra í bænum Zwolle lauk með sigri Karpovs, sem hafði svart. Sjá skákskýringu á bls. 55.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.