Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Morgunblaðið/Kristinn Skarphéðinsgata í gamla farið ÞEIR sem leið hafa átt um Skarphéðinsgötu að undanförnu taka eftir því að gatan er nú moldarlögð yfir malbikinu. Þetta er gert vegna töku myndarinnar Bíódaga og miðar að því að færa götuna í það horf sem hún var í fyrir rúmlega þremur áratugum. Jafnframt því að vegfarendur geta gengið á moldargötu eins og í gamla daga má bera augum ýmsar tegundir bifreiða frá þessum tíma við götuna. Island þungamiðjan í álframleiðslu Alusuisse ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁLIÐNAÐUR svissneska ál- og efnafyrirtækisins Alusuisse- Lonza (A-L) var rekinn með verulegum halla fyrri hluta þessa árs. Hallinn á fjórum álverksmiðjum í Þýskalandi var 42 milljónir sv. franka eða yfir tveir milljarðar ísl. kr. Framtíðarrekstur þessara verksmiðja er nú í endurskoðun. Rekstri álversins í Straumsvík og álvera A-L í kantónunni Wallis í Sviss verður hins vegar haldið óbreytt áfram. Dr. Theodor M. Tschopp, forstjóri A-L, sagði að framleiðslan þar væri þungamiðjan á álsviði fyrirtækisins í ræðu sinni á blaðamannafundi í gær. „Nú væri rétti tíminn til að auka framleiðsluna á íslandi," sagði hann eftir fundinn. „En markaðsaðstæður leyfa það því miður ekki.“ Efnahagskreppan í heiminum hefur haft áhrif á rekstur A-L fyrri hluta þessa árs. Heildarvelta fyrir- tækisins er 6% minni en á sama tíma í fyrra. Efnasvið hefur staðið í stað, vöxtur hefur orðið á pakkn- ingasviði en álsviðið hefur dregist saman. Offramboð og ríkisaðstoð Tschopp kenndi offramboði á áli um erfiðleikana á álsviði. Ohag- stæðum álverum í Evrópu er hald- ið gangandi með ríkisaðstoð, ál frá Rússlandi flæðir yfir markaðina og ál úr nýjum verksmiðjum í öðr- um heimsálfum mun fljótlega bæt- ast við. Edward A. Notter, fram- kvæmdastjóri hráefnasviðs, sagði Arekstur í Borgarfirði LADA fólksbíll og jeppi lentu í árekstri á þjóðveginum norð- an við Borgarnes laust eftir hádegi í gær. Fólksbíllinn fór þijár veltur og hafnaði við vegarbrún um 130 metra frá árekstursstað. Ökumaður fólksbílsins var flutt- ur á Sjúkrahúsið á Akranesi og var líðan hans talin eftir atvikum í gærkvöldi. Jeppinn skemmdist lítið og ökumann hans sakaði ekki en fólksbíllinn er talinn ónýtur. að tímabundin takmörkun inn- flutnings rússnesks áls á Evrópu- markaði skipti engu máli. „Það var pólitískt skref sem hefur engin áhrif á markaðinn." A-L mun minnka umsvif sín á álsviði í Þýskalandi i framhaldi af erfiðleikunum þar. Samningavið- ræður við starfsmenn í Reheinfeld- en um að þeir taki við rekstrinum eru í gangi, rekstur Martinsverk- smiðjunnar í Bergheim og Lonza í Waldshut verður endurskipulagð- ur og dregið verður úr framleiðslu í Essen. Afköstin þar hafa verið skorin niður um helming og Tschopp taldi ekki útlokað að framleiðslunni yrði hætt á næstu tveimur til þremur árum. Nýr framkvæmdastjóri Notter, sem tók þátt í Atlantal- samningunum á íslandi áður en Alusuisse dró sig út úr þeim, flytur heim til Ástralíu um áramótin og mun hafa yfirumsjón með viðskipt- um A-L í Austurlöndum fjær. Dr. Heinrich Holtmann hefur verið skipaður framkvæmdastjóri álsviðs og tekur við starfinu 1. janúar. Hann hóf störf hjá A-L nú um mánaðamótin og mun heimsækja álverið í Straumsvík í lok mánaðar- ins. Utanríkisráðherra um GATT-tilboð Samþykkt að leggja fram til kynningar JON Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra segir það misskilning, sem fram kom I frétt Morgunblaðinu sl. laugardag, að tilboð íslands í GATT-viðræðunum, sem landbúnaðarráðherra lagði fram á minnis- blaði á ríkisstjórnarfundi sl. föstudag, hefði verið samþykkt í ríkis- sljórninni. „Afgreiðsla ríkissljórnarinnar var sú, að við féllumst á að þetta yrði lagt fram til kynningar og jafnframt kynnt í tvíhliða viðræðum við aðrar þjóðir sem vinnuskjal og með fyrirvara um endanlega niðurstöðu ríkisstjórnar," sagði Jón Baldvin. Halldór Blön- dal landbúnaðarráðherra segir að það sé alveg ljóst frá sinni hálfu að þetta sé það tilboð sem íslendingar settu fram í GATT-viðræðun- um'og þetta væri ekkert sýndarplagg. Halldór sagði að sér kæmi á óvart ef athugasemdir væru gerðar við afgreiðslu málsins í ríkisstjórn. Til- boðið hefði verið lagt fyrir ríkis- stjórn með eðlilegum fyrirvörum um tæknileg atriði. Engar efnislegar athugasemdir hefðu komið fram og tilboðið hefði síðan verið lagt fram í viðræðum sem sjónarmið íslenska ríkisins í viðræðunum við Banda- ríkjamenn sem hófust í gær. Fulltrúar landbúnaðarráðuneyt- isins í viðræðunum voru í Genf í gær til að taka þátt í viðræðunum sem þar fara fram. Athugasemdir við tæknileg atriði „Þetta er unnið af landbúnaðar- ráðuneytinu í samráði við fjármála- ráðuneytið vegna tollamála. Utan- ríkisráðuneytið fékk þetta til skoð- unar á miðvikudag í fyrri viku og er það enn til skoðunar," sagði ut- anríkisráðherra. Jón Baldvin sagði aðspurður að þessi meðferð gæfi í sjálfu sér ekki tilefni til ágreinings um efnisatriði málsins. Nú væri m.a. verið að skoða hvort þær tölur um tolialækk- anir og tollígildi sem fram kæmu á listunum væru í samræmi við GATT-reglur og einnig þær leiðir sem farnar væru varðandi lág- marksinnflutning á landbúnaðar- vörum á lágum tollum, auk þess sem framkvæma þyrfti ákveðinn samanburð á því hvemig þetta til- boð væri í samanburði við tilboð annarra þjóða. Þetta yrði m.a. til skoðunar hjá fastanefnd íslands í Genf og sagði Jón að þegar hefðu verið gerðar athugasemdir við eitt og annað sem þó væri ástæðulaust að ræða á þessu stigi og væri tækni- legs eðlis. Svínakjötið enn á hafnarbakkanum Hæpið að innflutn- ingur verði bannaður TVÖ og hálft tonn af dönsku svínakjöti, sem Hagkaup hf. hyggst selja í verzlunum sínum á lágu verði, bíða enn á hafnarbakkanum. Ráðherr- ar bíða eftir áliti lögfræðinga um það hvort heimila skuli innflutning- inn. Davíð Oddsson forsætisráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra og Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra áttu fund um málið á laugardag, en fjármála- og landbúnaðarráðherra eru ekki sammála um hvort ráðuneytið eigi að hafa forræði á innflutningnum. Forsætis- ráðherra sker úr ágreiningi ráðherra skv. stjórnarráðslögum. „Við bíðum eftir lögfræðiálitum Þarna er m.a. vísað til 41. greinar ríkislögmanns og annarra lögfræð- inga og þegar þeir hafa skilað áliti munum við skoða málið,“ sagði Frið- rik Sophusson. Hann sagði niður- stöðu að vænta á morgun. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er því haldið fram af hálfu landbúnaðarráðuneytis að í greinar- gerð með nýju lögunum um innflutn- ing, sem Hagkaup vísar meðal ann- ars til, komi fram að ætlun löggjaf- ans hafi ekki verið að breyta fyrir- komulagi innflutnings. I greinar- gerðinni segir m.a.: „Lagt er til að einungis verði unnt að víkja frá meginreglunni um innflutningsfrelsi með stoð í lögum eða milliríkjasamn- ingum sem Island er aðili að. Dæmi um þetta eru ákvæði um innflutn- ingstakmarkanir á búvöru og dýrum í lögum nr. 46/1985, um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á bú- vörum. . .“ búvörulaga, en samkvæmt henni á ekki að leyfa innflutning, telji Fram- leiðsluráð landsbúnaðarins að nægar birgðir af sambærilegri vöru* séu í landinu. Á móti hefur verið bent á, samkvæmt upplýsingum blaðsins, að 41. greinin eigi aðeins við leyfis- bundinn innflutning búvara, t.a.m. á grænmeti, sveppum og kartöflum, en leyfisveitingar séu nú að mestu aflagðar. Er vísað til fyrri álitsgerða ríkislögmanns í þessu tilliti, um inn- flutning ostlíkis, frosins grænmetis og smjörlíkis. Samkvæmt þessu er hæpið að banna innflutning kjötsins, en til greina kemur að leggja á það jöfnunargjald. Til þess þarf fjár- málaráðuneytið að sýna fram á að um undirboð sé að ræða. Telji inn- flytjandinn gjaldið of hátt, mun hann jafnvel hafa möguleika á að kæra til stofnana GATT, Almenna sam- komulagsins um tolla og viðskipti. McDonald’s Innheimta ekki gjöld til stéttarfé- laga 22 Olíufélögin Gætu selt olíu til erlendra skipa 25 Erlent Leiðari Marseille vikíðúrj Evrópukeppninni ^ Óþægilegar æviminningar KGB- hershöfðingja 26 Frelsisvindar við Eystrasalt 28 Iþróttir ► Evrópumeisturum Marseille vikið úr Evrópukeppninni í knattspymu - Kvennalandslið- ið sigraði í Wales - Morceli bætti heimsmetið í míluhlaupi Óskir um tónlelkahald streyma til Sinfóníunnar SINFÓNÍUHLJÓMSYEITIN hefur þegið boð um þátttöku í Europa Musicale-tónleikahátíðinni sem haldin verður í Miinchen í Þýska- landi í næsta mánuði. Nokkrar helstu sinfóníuhljómsveitir heimsins taka þátt í hátíðinni, meðal annarra Oslóarfílharmónían, Vínarfíl- harmónían og Konunglega fílharmóníuhljómsveitin í London. Á efnisskrá Sinfóníuhljómsveit- mörg tilboð um hljómleikahald er- annnar, á tónleikunum þann 14. október, verða verk eftir íslensk tónskáld, Hafliða Hallgrímsson, Jón Ásgeirsson, Jón Leifs og Jón Nor- dal. Sigrún Eðvaldsdóttir leikur ein- leik með hljómsveitinni og nýr aðal- stjórnandi, Osmo Vánská, stjórnar. Að sögn Runólfs Birgis Leifsson- ar, framkvæmdastjóra Sinfón- íuhljómsveitarinnar, berast nú lendis. Þannig hefur erlend umboðs- skrifstofa lýst áhuga á að fá hljóm- sveitina í tónleikaferð um Þýska- land 1995 og bandarískir og bresk- ir aðilar hafa lýst áhuga á að fá hljómsveitina í heimsókn. Runólfur Birgir telur að velgengni hljóðrit- ana, sem Chandos-útgáfan hefur gefið út með ieik Sinfóníunnar, eigi þátt í þessum aukna áhuga á hljóm- sveitinni erlendis. Þess er skemmst að minnast er hið virta tónlistar- tímarit Grammophone valdi hljóm- disk Sinfóníunnar, með verkum eft- ir Sibelius, einn afTO bestu diskum júlímánaðar. Flogið með Lufthansa Skipuleggjendur Europa Music- ale-hátíðarinnar standa straum af öllum kostnaði vegna ferðalags Sinfóníuhljómsveitarinnar til Þýskalands. Runólfur Birgir segir að Þjóðveijarnir hafi kannað verð hjá Flugleiðúm en komist að betri kjörum hjá flugfélaginu Lufthansa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.