Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga verði breytt Framfærsluskylda í óvígðri sambúð verði gagnkvæm FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkurborgar hefur samþykkt, að beina því til borgarráðs, að það beiti sér fyrir því að lögum um félags- þjónustu sveitarfélaga verði breytt þannig að fólk í óvígðri sam- búð hafi gagnkvæma framfærsluskyldu á sama hátt og hjón. Sam- þykktin er til komin vegna nýlegs úrskurðar Úrskurðarnefndar félagsþjónustu. Þar er hnekkt synjun Félagsmálaráðs Reykjavík- ur, um fjárhagsaðstoð við atvinnulausan einstakling í sambúð, þar sem tekjur fjölskyldunnar voru talsvert yfir þeim mörkum sem miðað er við. í greinargei'ð félagsmálastjóra til borgarráðs kemur fram, að ákvörð- un Félagsmálaráðs byggi á þeirri venju að líta á sambúðarfólk sem maka í skilningi laga, sérstakiega þegar um viðvarandi sambúð er að ræða og sem sérstaklega hefur verið tilkynnt um. Niðurstaða Úrskurðar- nefndar byggi á því að sambúðar- fólk falli ekki undir hugtakið maki. Þar með ná rnargvísleg réttaráhrif sem talin eru bundin við hjúskap ekki til sambúðar. Þá segir: „Sambúðarfólk er því eins sett og tveir einstaklingar, nema löggjafinn hafi sett lög þar sem viss réttaráhrif eru bundin við óvígða sambúð." Félagsmálastjóri bendir á að þessi úrskurður muni hafa fordæmisgildi. Héðan í frá verði að telja, að karl og kona sem búa í óvígðri sambúð hafí ekki gagnkvæmar framfærslu- skyldur hvort gagnvart öðru. Vakin er athygli á að þó fólk, sem búi í óvígðri sambúð hafi ekki fram- færsluskyldu þá hafi þau sameigin- lega framfærsluskyldu með bömum sínum samkvæmt barnalögum. Þessi skylda nái ekki eingöngu til foreldra heldur einnig til stjúpforeldris og sambúðarforeldris. Gegn hjónabandi Kemst félagsmálastjóri að þeirri niðurstöðu að við framkvæmd laga um félagsþjónustu sveitarfélaga verði að telja óviðunandi að svo mik- ill munur sé gerður á framfærslu- skyldu fólks í hjónabandi og þeirra sem búa í óvígðri sambúð, enda gangi það beinlínis gegn hjónaband- inu. Mælt er með að lögum um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga verði breytt á þann veg, að gagnkvæm framfærslulskylda nái til karls og konu sem búa saman og eru bæði ógift, ef þau hafi átt saman barn eða konan er þunguð, eða sambúðin varað í tvö ár. Slíkt ákvæði væri mjög til sam- ræmis við lög um almannatrygging- ar, lög um tekju- og eignarskatt og úthlutunarreglur Lánasjóðs ísi. námsmanna. VEÐURHORFUR í DAG, 7. SEPTEMBER YFIRLIT: Yfir landinu og suðausturundan er 1.020 mb hæð sem þokast austsuðaustur, en suðvestur af Irlandi er alldjúp og víðáttumikil lægð sem hreyfist austsuðaustur. SPÁ: Hægviðri eða vestan- og suðvestangola eða kaldi víða á landinu. Skýjað en að mestu úrkomulaust um vestanvert landið en bjartara suð- austan- og austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Hæg breytileg átt og áfram milt í veðri á landinu öllu. Víðast skýjað en þurrt. HORFUR Á FÖSTUDAG: Útlit er fyrir fremur hæga austlæga átt, vætu með suðaustur- og austurströndinni en vestanlands ætti að létta til. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað r r r * r * * * * r r * r * * r r r r * r * * * Rigning Slydda Snjókoma FÆRÐÁ VEGUM: Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka itíg.. (Kl. 17.30ígær) Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulsgi og greiðfærir. Víða er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabílum, Gæsavatna- leið fær austur frá Sprengisandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni línu, 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hitl 13 12 ifí Bergen 12 léttskýjað Helalnki 13 skýjað Kaupmannahöfn 15 héifskýjað Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 5 alskýjað Ósló 16 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Þórshöfn 9 alskýjað Algarve 23 skýjað Amsterdam 18 skýjað Barcelona 25 þokuméða Berlín 14 skúrir Chicago 13 rigning Feneyjar 21 alskýjað Frankfurt 18 léttskýjað Glasgow 14 skýjað Hamborg 13 rígning London 18 skýjað LosAngéles 19 alskýjað Lúxemborg 17 léttskýjað Madrtd 24 hálfskýjað Malaga 30 skýjað Mallorca 27 skýjað Montreal 14 skýjað NewYork 21 léttskýjað Orlando 23 akýjað Parfa 19 skýjað Madelra 24 léttekýjað Róm 25 léttskýjað Vín 16 léttekýjað Washington 22 þokumóða Winnípeg 5 léttskýjað Kúalubbi KÚALUBBI er góður ætisveppur. Maðkur sækir mjög á kúalubb- ann og verður því að ná honum nýjum til þess að hann sé ætur. Sveppatímabil- inu senn að ljúka SVEPPATÍMABILINU er nú senn að ljúka og fer hver að verða síðastur að ná sér í sveppi úti í náttúrunni. Sveppi verður helst að tína nýja og sveppir sem hafa frosið eru ekki ætir. Auðvelt er að finna sveppi í skóglendi um þetta leyti en þeir spretta hratt eftir vætutíð. Að sögn Guðríðar Gyðu Eyj- ólfsdóttur sveppafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Noðurlands á Akureyri er auðveldast að tína sveppi sem vaxa með trjám, svo sem sveppi sem vaxa með lerki og furu og kúalubba, sem vex með birki og fjalldrapa. Ætisveppir Hún sagði að maðkur sækti mjög á kúalubbann og yrði helst að ná honum alveg nýjum. Guð- ríður sagði að einnig sé ullarblek- sveppur, sem vex víða í stórum þyrpingum á grasflötum og með- fram vegum, prýðis matsveppur meðan hann er hvítur. Meðfram fjölförnum vegum geti hann þó orðið mengaður. Skurðaknippl- inga, brúna og gráa sveppi er vaxa víða í tiltölulega nýgröfnum skurðum í knippum, sagði hún einnig góða matsveppi. Guðríður sagði að nú liði að lokum sveppatínslutímabilsins. Hún sagði að kúalubbinn kæmi upp í byijun ágúst, lerkisveppur- inn á hæla hans en furusveppur- inn yfirleitt ekki fyrr en um miðj- an ágúst. Matsveppavertíðinni lýkur svo venjulega í bytjun sept- ember eða með fyrstu næturfrost- um. Guðríður sagði að lítil hætta væri á að útrýma sveppum með því að tína þá. Hún sagði að aðal- hluti sveppsins væri á rótum tjánna eða ofan í moldinni en upp kæmi aðeins æxlunarfræið, sem er það sem tínt er af sveppnum. Þannig gæti sveppurinn sent upp nýtt aldin nokkrum dögum eftir að það fyrsta hefði verið tínt. Hún sagði að mesta verkið við svepp- atínslu væri hreinsun sveppanna og frágangur fyrir geymslu. Það flýtti mjög fyrir að grófhreinsa sveppina um leið og þeir væru tíndir og spara ekki að skera í þá til að kanna ástand þeirra. Guðríður sagði að best væri að byija á því að læra þessar fáu tegundir góðra matsveppa sem hægt væri að safna í miklu magni og eta ekki aðra sveppi. Nokkrar tegundir sveppa væru mjög eitr- aðar og hefðu orðið dauðsföll vegna neysiu þeirra erlendis. 200 branduglu- pör hér á landi NÁBÝLI við manninn kann að eiga sinn þátt í viðgangi branduglu- stofnsins hér á landi, að sögn Ævars Petersens, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Uglurnar nærast meðal annars á músum, sem oft er að finna nálægt híbýlum manna, og lenda þær stundum í sjálf- heldu í hlöðum eða útihúsum í ætisleit. Að sögn Ævars hafa branduglur verpt hér á landi síðan 1912, svo vitað sé. Erfitt er þó að meta stofn- stærð, en reiknað er með að hann sé stöðugur, kringum 200 varppör. Kjörlendi uglanna eru víðáttumiklir melar og mýrlendi, oft vaxið kjarri eða hrísi, og þær er að finna víða um land. Branduglan er sú fuglateg- und sem á hvað breytilegastan fjölda unga — allt eftir því hversu mikið er af æti, en þær lifa aðallega á músum og öðrum smáum nagdýrum. Auk þeirra fugla sem dvelja hér árlangt er alltítt að flækingar komi hingað til lands á haustm, og þá einkum frá Skandinavíu. Árið 1982 bar verulega á þessu, og tilkynning- ar um að uglur hefðu sest á fiski- skip komu frá nánast öllum flotan- um, að sögn Ævars. Snæuglur aðeins flækingar Snæuglur er önnur uglutegund, sem lætur sjá sig hér á iandi, en þá aðeins sem flækingur. Að sögn Ævars er ekki vitað til þess að snæ- ugla hafí verpt hér á landi síðastlið- in 20 ár, en um 10 tilkynningar berast árlega um flækinga, sem oft- ast eru stakir fuglar, sennilega komnir frá Grænlandi. Snæuglan lif- ir viða á heimskautasvæðum, en aðalfæða hennar þar eru læmingjar, sem ekki er að finna hér á landi. Með of litla möskva VARÐSKIPIÐ Ægir skipaði neta- bátnum Gæfu frá Vestmannaeyj- um í land í gær eftir að mælingar varðskipsmanna höfðu leitt í ljós að skipið væri að þorskveiðum með of litla möskva í netum. Báturinn var að veiðum við Eini- drang þegar varðskipsmenn fóru um borð til eftislits með afla, veiðarfær- um og búnaði. Mældu þeir möskva í þorsknetum um borð 5,5 tommur en minnsta leyfílega möskvastærð er 6 tommur. Einnig var haffærni- skírteini bátsins útrunnið. Skipstjóra var gert að draga netin og halda inn til hafnar þar sem sýslu- maðurinn í Vestmannaeyjum fékk málið til rannsóknar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.