Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Listasafnið á Akureyri Myndlist Eiríkur Þorláksson Laugardagurinn 28. ágúst var merkisdagur í menningarlífi Akur- eyrar, en þá voru fyrstu salir Lista- safnsins á Akureyri opnaðir með viðhöfn, þar sem áður var mjólkur- samlag og iðandi atvinnulíf í reisu- legu húsi við Grófargil. Þessi gata, sem er svo áberandi fyrir legu sína að hjarta bæjarins, hefur tekið miklum stakkaskiptum á þessu sumri, og er hröðum skref- um að breytast í það „listagil", sem vonir standa til; hús hafa verið máluð, gangstéttir lagaðar á smekklegan hátt, og umhverfíð gert hið vistlegasta. Þarna hefur í nokkur ár verið starfandi mynd- listaskóli, en nú hafa bæst við fjöl- nota sýningarsalir, sölugallerí, vinnustofur (og jafnvel heimili) ein- stakra listamanna, og nú hefur eitt mikilvægasta skrefið verið stigið með opnun fyrsta áfanga Lista- safnsins á Akureyri. Þó aðeins sé um að ræða þrjá sali á einni hæð í þessu reisulega húsi (safnið fær væntanlega efstu hæðina til umráða innan nokkurra ára), gefur safnið þegar góð fyrir- heit. Við frágang hafa hönnuðir og forráðamenn safnsins náð að forð- ast ýmsar „fallegar freistingar“ og „glæstar gildrur" sem margir hafa því miður látið glepjast af við hönn- un listhúsa, jafnt hér á landi sem erlendis. Markvisst hefur verið miðað að því að láta einfaldleikann ráða ríkj- um, og skapa þannig eins hlutlaust umhverfi fyrir myndlist og mögu- legt er; á gólfum eru gráir dúkar, á veggjum og í lofti er hvítt gifs, og öll nauðsynleg stoðkerfi (raf- magn, ljós, loftræsting, rakastýr- ing, öryggiskerfi o.s.frv.) eru að mestu falin í lofti og hindra því aldrei notkunarmöguleika veggja salanna. Einn salur er vísvitandi hafður nær hrár (bert steingólf, ópússaðir veggir o.s.frv.) og gefur grófleikinn listafólki ýmsa mögu- leika til breytinga og innsetninga án mikils tilkostnaðar, og loks ber að nefna sérkenni húsnæðisins, sem haldið hefur verið í og gefur skemmtilega möguleika, en það eru tveir fyrrum kæliklefar, með þung- um og miklum hurðum, með örlitb um gægjugötum inn í rými þeirra. Á opnun sem þessari vekur hús- næðið skiljanlega ekki síður athygli en listaverkin, en sýningunni sjálfri má í raun skipta í fjóra aðgreinda þætti, þar sem eiginleikar hús- næðisins eru nýttir á mismunandi hátt. í stærsta salnum getur að líta verk úr eigu Akureyrarbæjar, en það safn mun nú telja nærri þrjú hundruð listaverk. Hér má finna dæmi um listaverk sem bærinn hef- ur eignast á löngum tíma (en þar má nefna verk Ásgríms Jónssonar, Freymóðs Jóhannssonar, Guð- mundar frá Miðdal, Höskuldar Björnssonar, Jóhannesar Kjarva.1, Jóns Engilberts og Magnúsar Á. Árnasonar), og ný verk þekktra myndlistarmanna, sem starfa á Akureyri (Aðalsteins Svans Sigfús- sonar, Guðmundar Ármanns, Helga Vilberg, Kristins G. Jóhannssonar og S. Drafnar Friðfinnsdóttur), sem þeir hafa gefið Listasafninu í tilefni opnunarinnar. Þetta yfirlit kemur á vissan hátt skemmtilega á óvart; listunnendur hafa lengi vitað að það starfar öflugt myndlistarfólk fyrir norðan, en það hefur væntanlega verið á færra vitorði, að Akureyrar- bær ætti svo mikið listaverkasafn. Vonandi gefst hinu nýja listasafni fljótlega tækifæri tii að sýna þetta safn á skipulegan hátt, þannig að bæjarbúar fái notið þeirrar listar sem þeir hafa eignast í gegnum árin. í öðrum sal er að finna verk fimm ungra myndlistamanna, sem eiga það sameiginlegt að hafa byijað í Myndlistaskólanum á Akureyri, en síðan haldið áfram listnámi og farið í framhaldsnám erlendis; þau starfa nú ýmist sunnan heiða eða á erlend- um vettvangi. Þau sýna hér eitt verk hvert, sem þau hafa einnig gefíð safninu í tilefni opnunarinnar. Það sannast vel hér að einstakling- urinn er hið ráðandi afl í myndlist- inni; þrátt fyrir svipaðan aldur og námsferil einstaklinganna eru efnistök og viðfangsefni gjörólík, og hvert þeirra tekst á við einkar persónulega myndsýn. Landsmenn hafa til þessa ekki séð mikið af verkum Kristínar G. Gunnlaugs- dóttur og Sigurðar Árna Sigurðs- sonar, og er mikill fengur að þeim hér. Kristinn Hrafnsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Kristján Steingrím- ur eru að vinna á slóðum, sem eru kunnuglegar þeim sem fylgjast með list þeirra, en tekst öllum afar vel upp hér, einkum þeim síðastnefnda. Kristján Guðmundsson hefur sett upp nokkrar af teikningum sínum Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir: Kveðja. 1993. og nafnlaus verk í grófasta sal safnsins, og er samspil hinnar fín- legu línu í verkunum og salarins í heild einkar athyglisvert. Nafnlaust verk á vegg, þar sem Kristján er að ijalla um jafnvægi og reglu með notkun hallamála, hefur ef til vill fengið aukna skírskotun í ljósi ný- legra jarðhræringa. Síðasti hluti opnunarsýningar- innar (eða hinn fyrsti, eftir því hvor- um megin gestir ganga inn í húsið) er hljóðverk, sem Finnbogi Péturs- son hefur komið fyrir í kæliklefun- um tveimur, sem áður eru nefndir. I öðrum þeirra verður hljóðið til í eilífri hringrás, en í hinum er gestin- um ætlað að bíða í eftirvæntingu, eftir því sem líður að hámarkinu, og svo að verða vitni að því þegar hljóðið deyr út, og ný hringrás hefst; leiðbeiningin um að gestir þurfi að „hlusta með augunum og horfa með eyrunum“ á vissulega vel við verk Finnboga, sem er afar sterkt í þessu umhverfi. Vegna opnunarinnar hefur verið gefin út stór sýningarskrá, þar sem finna má ágætar Ijósmyndir af nær öllum verkum á sýningunum, auk umfjöllunar um hina einstöku lista- menn, sem hér eiga verk. Forstöðu- maður safnsins, Haraldur Ingi Har- aldsson, fjallar um uppbyggingu þess, og formaður menningarmála- nefndar Akureyrar, Þröstur Ás- mundsson, lýsir löngum aðdrag- anda listamiðstöðvarinnar í Gróf- vi trai mnsa?' \ Við kennum alla samkvæmisdansana: Suðurameríska, standard og gömlu dansana. Svo kennum við iíka barnadansa. Einkatímar fyrir þá sem vilia. Fjölskyldu- og systkinaafslattur. Innritun og upplýsingar 1. -10. september kl. 10-22 í síma 64 1111. Kennsla hefst mánudaginn 13. september. Kennsluönn lýkur með jólaballi í desember. "Opið hús" öll laugardagskvöld. Supadance skör á dömur og herra. DANSSKÓLI , SIGURÐAR HAKONARSONAR AUÐBREKKU 17, KÓPAVOGI Helgi Vilberg: Lag. 1993. Finnbogi Pétursson: Hljóðverk. 1993. argili. Þetta er glæsilegt rit í alla staði, og skemmtilegt til þess að vita að það er alfarið unnið í heima- byggð, frá upphafi til enda. I ánægju sinni yfir þessum merka áfanga, er þó vert að veita athygli orðum Brechts, sem formaður menningarmálanefndar gerir að lokaorðum sínum. Opnun safnsins er öðru fremur tákn um möguleika, en það þarf einnig öflugt starf til að Listasafnið á Akureyri nái að leggja sitt á vogarskálarnar til að Akureyri fái notið öflugra myndlist- arsýninga í framtíðinni. Brecht sagði: „að baki eru erfiðleikar ijall- anna, framundan eru erfiðleikar sléttunnar“ - verkefni framtíðarinn- ar. Opnunarsýning Listasafnsins á Akureyri stendur til loka septem- bermánaðar, og eru Akureyringar og gestir bæjarins hvattir til að líta við á þessum nýja áfangastað bæj- arins, bæði til að skoða þá listamið- stöð sem þarna hefur verið opnuð, svo og ágætar sýningar, sem vígja hið nýja húsnæði. Stefnt að orgeli í Langholtskirkju 1995 Styrktartónleikar • AÐRIR styrktartónleikar orgelsjóðs Langholtskirkju verða eftir mánuð og vonast er til að fyrir þá fjölgi styktaraðilum um helming eða úr rúmum 500 í þúsund. Þá ætti að takmarkið að nást: Orgel I kirkjuna árið 1995. Styrktartónleikarnir voru fyrst haldnir í fyrra- haust og verða árviss viðburður í þessu fjögurra ára átaki í orgel- söfnun. Þeir eru á léttum nótum og nú í október syngur kór Lang- holtskirkju lög úr þekktum söngleikjum. Nú hefur Langholtskirkja að láni lítið orgel, aðeins þriggja radda, þótt hún sé stór og hljómburður mikill. Þar eru haldnir hvetjir tón- leikamir af öðrum og oft hafa menn saknað orgels sem hæfa myndi kirkjunni. Ekki er safnað fyrir risa- hljóðfæri, heldur um þijátíu radda orgeli, sem hentar fyrir kirkju af þessari stærð. Til athuganar eru tilboð um orgelsmíði frá Kanada og Þýskalandi og stefnt er að því að hún geti hafist seint á árinu. Styrktaraðilarnir eru beðnir að safna fieiri áskrifendum að tónleik- unum og athygli vakin á því að þeir sem vilji vera með í söfnuninni geti haft samband við Langholts- kirkju þar sem svarað er í síma vegna þessa á skrifstofutíma. Á fyrstu styrktartónleikunum söng kór kirkjunnar vinsæl íslensk dægurlög með Sinfóníuhljómsveit- inni og landsþekktum söngvurum. Þetta var gefið út á geisladisknum Það var lagið, sem selst hefur í yfír 5.000 eintökum. Næstu styrktartónleikar verða í Langholtskirkju 3., 5. og 6. októ- ber. Kórinn syngur þá lög úr söng- leikjum eins og Cats, Oklahoma, og South Pacific ásamt Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur. En fyrst syng- ur Karlakór Reykjavíkur og Blás- arakvintett borgarinnar leikur létt- £ klassíska tónlist, Auður Hafsteins- dóttir leikur úrval vinsælla fiðlulaga ásamt Guðríði S. Sigurðardóttur píanóleikara og Kuran Swing djass- ar. J-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.