Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 13

Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 13 Hjartasögur Bókmenntir Einar Falur Ingólfsson Elísabet Kristín Jökulsdóttir: Galdrabók Ellu Stínu. Viti menn, 1993, 64 bls. Hjartasögur vill Elísabet Jökuls- dóttir kalla sögumar í Galdrabók Ellu Stínu. Þetta eru litlir og oft ljóðrænir prósar þar sem iðulega er sagt frá einhverri manneskju, tilfinningum hennar, upplifunum eða örlögum, og oftar en ekki eru það stelpur sem koma við sögu. Eins og Svefnpokastelpan. Stelpan með svefnsýkina átti svefnpoka þarsem hún svaf daginn út og daginn inn. Hún lá andvaka á nóttunni og starði út í bláinn þangað til hún vandist myrkrinu. Þá setti að henni ákafa hryggð og henni varð Ijóst að hún gæti aldrei sagt það sem hún átti ósagt. Svo hún hjúfraði sig bara ofan í svefn- pokann og sofnaði fast þegar birta tók af degi. Tónn sagnanna er einfaldur og sjónarhornið bernskt. Með þeirri sýn nær Elísabet oft að skapa sterk áhrif, vekja óhug eða bros hjá les- andanum og hann finnur þá fyrir þeim sem sagt er frá. Eins og fyrir stelpunni með sterka ímyndunarafl- ið sem spann sér dagdrauma og meðal annars pabba sem sannfærði hana um að allt væri það satt og rétt sem hún hugsaði sér; fyrir inn- brotsþjófnum sem vonaðist til að vera staðinn að verki og fá þá mjólk að lepja; og fyrir stelpunni í sög- unni sem er tileinkuð Einari Bene- diktssyni, en hún hafði gefið vit- laust, bað loks um hjálp og fékk þá meðal annars „bros sem getur breytt dimmu í dagsljós og ofurlít- inn vind sem þaut um á Islandi". Sögurnar í Galdrabókinni eru SÉRPANTANIR & I Borgartúni 29 SJALFVIRKI OFNHITASTILLIRINN Borgar sig á skömmum tíma. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 missterkar en í þeim sumum virðist sem vinna hefði mátt textann bet- ur. Þannig geta setningar verið of langar og orðaröð óeðlileg á stund- um, eins og þegar sagt er „þá kom rithöfundur þar að úr venjulegu efni...“ í stað „Þá kom þar að rit- höfundur...“ eða „Þá kom rithöf- undur úr venjulegu efni þar að ...“ (19). Þá getur vond sletta eins og „húkkd“ (42) auðveldlega eyðilagt þá sögu sem hún er sett í. Stundum er eins og frásögninni sé ekki treyst til að tala sjálfstætt til lesandans og þá endar höfundurinn sögurnar með einhverri upplýsandi setningu eða dómi sem frekar skaðar en bætir það sem á undan er komið. Það gerist þó alls ekki í hinni ágætu sögu af Stúlku sem eyðilagði sig: Þessi stúlka eyðilagði sig. Hún tók sleggju og molaði á sér fing- urna, kveikti í fótunum á sér, reif skinnið af líkamanum og hjó í kjöt- ið með beittu saxi. Síðan stakk hún glóandi teinum í augun sín, klippti tunguna úr sér við ræturnar og rústaði höfðinu með því að ganga t veg fyrir flugvélahreyfil en samt gat hún ekki hætt að hugsa og það var eitthvað um fullkominn endi. Barnslegur talandinn „glápu- skjóðurnar" og „stelistelpurnar", minna á frásagnarstíl Kristínar Ómarsdóttur, og óþægilega mikið á stundum, enda er stíll Kristínar mjög sérstakur og ekki skrýtið að þessum sögum Elísabetar varði að einhveiju leyti líkt við hann. En tónn Elísabetar er engu að síður hennar eigin, ekki síst þar sem hún treystir frásögninni til að ganga undir sjálfri sér og slípar setning- arnar eftir fremstu getu. Þá kemst hún næst kjarnanum, í einföldum sögum en um leið undarlegum, og þær geta verið örstuttar eins og Sófar bæjarins: Einu sinni var stelpa sem var búin að sofa í flestum sófum bæjar- ins vegna þess að hún hafði enga stjóm á því sem var að gerast í höfðinu. Galdrabók EIIu Stínu er falleg bók. Hún er blýsett og trukkprentuð og gefur það henni skemmtilega persónulegan blæ. Það er ánægju- legt að sjá svona falleg vinnubrögð í dag, þar sem tölvusetning er orð- in allsráðandi og setjarar virðast oft ekki vera kunnugir grundvallar- reglum um bókagerð og uppsetn- ingu á síður. Myndskreytingarnar eru eftir Elísabetu, og naut hún aðstoðar Jökuls sonar síns við tvær þeirra. Myndirnar eru einfaldar, falla vel að sögunum og eiga sinn þátt í líflegu en snyrtilegu útliti bókarinnar. Elísabet Kristín Jökulsdóttir EIMSMEISTARAKEPPNINNI ISLAND - LUXEMBORG Á LAUGARDALSVELLI MIÐVIKUDAGINN 8. SEPTEMBER KL. 20:00 Það verður dúndurstemmning á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn kl. 20.00 þegar ísland mætir Lúxemborg í síðasta leiknum í heimsmeistarakeppninni. Við unnum Ungverja í síðasta leik og ef við vinnum núna náum við að hækka um einn styrkleikaflokk. Mætum á völlinn og styðjum strákana! STALLAH-HÚ kemur öllum í meistarastemmningu með góðri tónlist fyrir leik og í hálfleik. Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson í Borgarkringlunni og á Laugardalsvellinum þriðjudag kl. 11-18og miðvikudag frá kl. 11. Verð aðgöngumiða: í stúku 1.500 kr., í sæti 1.000 kr., frítt fyrir börn. HÆGT VERÐUR AÐ KAUPA STÚKUMIÐAPAKKA 10 MIÐUM MEÐ VERULEGUM AFSLÆTTI, Þ.E. 10.000 KR. PAKKARNIR VERÐA SELDIR I EYMUNDSSON OG Á LAUGARDALSVELLI í FORSÖLU TIL KL. 18 Á LEIKDAG fengið númeruð sæti með fjölskyldunni. U-21 LIÐ ÞJÓÐANNA LEIKA A VARMÁRVELLI ÞRIÐJUDAGINN 7. SEPTEMBER KL. 17:15 MÆTUM Á VÖLLINN! SAMSTARFSAÐILAR KSI ÍSLANDSBANKl Praitsjiih3,an ÍJj)Il| M FLUGLEIDIRfSÍ •Sk“"'u" tHS^' M EIMSKIP ® OOTT rúl m <o> NÝHERJI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.