Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 L’Orfeo - Favola in musica Breytt Jojónusta - sniáin aá mannlegum joöríu m sk ráning ka fin í alla fl o kka og námskeið! KORTAKERFIÐ ■ Rautt kort. Rauða kortið eru líkast því sem áður gerðist hjá okkur í JSB. Þetta kort hentar þeim konum sem eru I tilbúnar að binda sig við ívo ákveðna tíma i viku, en auk þess geta þær svo mætt í tvo frjálsa tima á fóstudögum og laugardögum. Rauð kort hafa forgang í þann flokk sem viðkomandi skráir sig í. Skráning er takmörkuð. Tveir fostir tírrtar °8 tveir frjálsir 1 hverri viku. ■ Grænt kort. Grænt kort gildir í alla flokka alla daga vikunnar þar til flokkarnir eru fullsétnir. Þessi kort eru miðuð v/ð_ þarfir þeirra sem viija hafa sveigjanleika á mætingu og ástundun. TOPPI TIL TÁAR Uþpbyggilegt lokað námskeið. Fimm tímar i viku, sjö vikur i senn. Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir fórðun, klæðnað, framkomu og hvernig á að efla sjálfstraustið. Þetta námskeið er eingöngu ætlað þeim konum sem berjast við aukakílóin. f|f Barnapössun í Suðurveri alla daga frá kl. 9-16. Leikhorn fyrir krakkana í Hraunbergi. SUÐURVERI • HRAUNBERGI 4 Hringið og pantið kort eða skráið ykkur í flokka. Sfml 813730 og 79988. eftir Halldór Hansen ÞAÐ VAR í Flórens á Ítalíu í byrjun 17. aldar að óperan sá fyrst dagsins ljós. Annars vegar voru húmanistar að reyna að endurvekja hina fornu grísku harmleiki, en hins vegar var ver- ið að þróa tónlist þar sem einni rödd var ætlað að tjá sig við aðra. í þeirri tónlist var ein- söngsröddin aðaltjáningartækið og hlutverk hennar að tjá per- sónulegar og mannlegar tilfinn- ingar. Claudio Montverdi var með fyrstu meisturum barokktónlistar á Ítalíu. Hann fæddist í Cremona 15. maí 1567 en lést í Feneyjum 29. nóvem- ber 1643. Hann stundaði nám hjá Ingegneri í Cremona og 25 ára gam- all var hann ráðinn til starfa við hirðina í Mantúa. Árið 1601 gerðist hann tónlistarstjóri við þá sömu hirð, enda vel þekktur fyrir tónsmíð- ar sínar. En umdeildur var hann engu að síður og fór sínar eigin götur, sérlega í því sambandi að nýta sér allar þekktar hefðir á óvenjulegan og nýstárlegan hátt. Árið 1607 var fyrsta ópera hans, Orfeo, frumflutt í Mantúa og strax árið eftir óperan „L’Arianna". Ekk- ert hefur þó varðveist af þeirri óperu nema eitt vel þekkt atriði, harmljóð- ið „Lasciatemi morire“. Monteverdi leið hins vegar ekkert allt of vel í Mantua og fór því að leita fyrir sér um aðra möguleika og nýja stöðu. Árið 1613 var hann ráðinn tónlistar- stjóri að Markúsarkirkjunni í Fen- eyjum. Þar var hann iðinn við að semja kirkjulega tónlist og árið 1632 var hann vígður til prests. í Feneyjum samdi Monteverdi mörg af sínum frægustu verkum, sem enn eru þekkt og flutt, en margt er engu að síður glatað. Þegar óperu- leikhús fyrir almenning lauk upp dyrum sínum i Feneyjum árið 1637, samdi Monteverdi fljótlega 3 óperur fyrir það leikhús. Áf óperum hans hafa tvær lifað af auk Orfeos og eru enn fluttar: „II ritorno d’Ulisse in Patria“ (1641) og „L’incoronazi- one di Poppea“ (1642). Þessar óper- ur hafa þó ekki varðveist í sinni upprunalegu mynd, heldur hafa ýmsir lagt hönd á plóginn síðar. Óperur Monteverdis eru þær elstu, sem enn halda velli á óperu- sviðum nútímans, enda þótt þær væru ekki fluttar í nær 3 aldir. Favola d’ Orfeo Það var hinn 22. febrúar árið 1667, sem hópur glæstra gesta var viðstaddur frumflutning á óperunni Orfeo í Accademia degl’Invaghiti í Mantua. Frumflutningurinn fór fram undir verndarvæng hinnar eðalbornu Gonzaga-fjölskyldu. Óp- eran var í 5 þáttum auk forspils og textahöfundur var Alessandro Striggio. Óperan íjallar um söngvarann Orfeus sem missir eiginkonu sína Euridísi og ákveður að leita hennar í undirheimum. Hann telur feiju- manninn Charon á að flytja sig yfir ána Styx, sem skilur mannheima frá undirheimum hinna framliðnu, Ha- des. Plutone og Prosperina samþykkja að flytja Euridísi aftur til mann- heima fyrir þrábeiðni Orfeusar, en með því skilyrði að Oríeus megi ekki líta Euridísi augum, fyrr en að ferðinni lokinni. En rétt undir lok ferðarinnar stenzt Orfeus ekki mát- ið og lítur við. Við það hverfur Euridís aftur á vald dauðans, en Apollo reynir að hugga Orfeus með því að benda á, að hann muni ávallt hafa Euridísi fyrir augum í eilífð- inni. í hinni upphaflegu útgáfu Striggios af textanum (sem engin tónlist er við) er atburðarásin harka- legri, því að Bakkusaraðdáendur eru látnir slíta Orfeus í sundur lim fyrir lim. Þegar óperan var frumflutt stóð Monteverdi á fertugu og var þá þegar meðal fremstu tónlistaijöfra á Norður-Ítalíiu. Áheyrendur bjugg- ust því við einhveiju sérstöku og það féll þeim svo sannarlega í skaut. Flutningurinn á Orfeusi reyndist hvorki tildursleg glæsisýning með tónlist á bakgrunninum eins og venja var fyrir við hirðir Ítalíu á tímum Monteverdis, né heldur me- lódrama með þurri, formfastri tón- list í handa þess sem þróast hafði í Flórens nokkrum árum áður, held- ur nýstárlegt sambland af þessu tvennu, gjörólíkt því sem menn höfðu áður kynnst. Óneitanlega var samt um að ræða drama sem féll að tónlistinni orð fyrir orð að flórenskum sið, en tón- listinni sem slíkri var hvergi fórnað á altari orðsins að fyrri tíma sið til þess eins að það skilaði sér betur. í meðförum Monteverdis hætti tónlistin að vera þræll orðsins og það var í sjálfu sér algjör nýjung. Monteverdi gerði sér mat úr öllu sem varðaði tónlist, jafnt nýju sem gömlu. Gamaldags margröddun stóð við hlið hins nýstárlega einradda fyrirbæri og öll blæbrigði sem hljóð- færi þeirra tíma gátu framleitt nýtt til hins ýtrasta. Ekkert í tónsköpuninni var tilvilj- un háð og ekkert var blásið upp sjálfs síns vegna eins og algengt var í hátíðartónlist á tímum Monte- verdis, heldur var allt hnitmiðað og öllu beint í eina átt í þeim til gangi að þjóna sjálfu dramanu og koma því til skila. Orfeus er því tónlistardrama eðli sínu samkvæmt, hið fyrsta í sögu tónlistarinnar. í fyrstu tveim þáttunum er Ijúfur hjarðljóðablær á tónlistinni enda var sú tilhneiging tímanna tákn. Orfeus og Euridís eru á ferli innan um dís- ir og hjarðsveina rétt eins og þau séu þar í sínu eðlilega umhverfi. Og í öðrum þætti er það ein dísanna sem færir Orfeusi fregnina um frá- fall Euridísar. Þriðji og fjórði þáttur fara hins vegar fram í undirheimum og hin dramatíska framvinda er bundin þessum tveim þáttum: í fyrsta lagi þarf að telja Charon á að ferja Orf- eus til undirheima, því næst koma endurfundir Orfeusar og Euridísar og loks hámark harmleiksins, þegar Euridís lætur lífið öðru sinni. •ODYRAR FRYSTIKISTUR, KÆLI - OG F R Y S TISKÁPAR* VESTFROST A FRAB/ÍRU VERÐI Úrval kœli- og frystiskápa • Orkusparandi - • Tvœr pressur í sambyggðum skápum • Hœgri eða vinstri opnun • Djúpfrystirofi - öryggisrofi • Danfoss kerfi atÆa Frystikistur í mörgum stœrðum • Yfir 25 ára reynsla á íslandi. • Niðurfall í botni fyrir afþíðingu • Óryggisrofar v/hitabreytinga og bama • Spamaðarstilling - djúpfrystirofi • Ljós í loki • Danfoss kerfi Dönsk gœðavara - 3ja ára ábyrgð i FAXAFEN 12 • S(MI 38000 • •ÓÝRAR FRYSTIKISTUR, K Æ L I - OG FRYSTISKÁPAR* Fimmti þátturinn er hins vegar lýrískur. Harmsöngur Orfeusar í þeim þætti fellur að þeim milda hjarðljóðablæ sem einkennir and- rúmsloft hans og er í raun aftur- hvarf til andrúmsloftsins í fyrstu þáttunum tveimur, enda atburða- rásin nánast stöðnuð. Þessi klofningur listaverksins í tvo skýrt afmarkaða, ólíka hluta, hafði sterk áhrif á Monteverdi varð- andi val á hljóðfærum og þeim lit- brigðum þeirra sem hann vildi fá fram. Hann lýsir sæluvist jarðneskrar tilveru með blíðum tónum flautunn- ar og strengjahljóðfæra, harpsikord- ómum og mildum orgeltónum. Til að lýsa vistinni í undirheimum notar hann hins vegar málmblásturshljóð- færi og þrumandi orgeltóna þannig að óttablandin virðing grípur áheyr- andann. Sú tónlist sem einkennir hetjuna Orfeus og tilveru hans gengur óbreytt eins og rauður þráð- ur í gegnum verkið frá upphafi til enda og tengir það raunar í eina heild. Hið bjarta andrúmsloft jarðvist- arinnar kemur fram í lýrisku söng- lesi, sem skiptist á við stutta söngva, dansa og líflegt hljófæra milispil. Þessi margslungnu vinnubrögð not- ar Monteverdi til að undirstrika sæluna í því andrúmslofti, sem umkringir dísirnar og hjarðsveinana í jarðneskri tilveru. I einu vetvangi er sælunni svipt í burt. Blíðir tónar fá ekki lengur staðið undir tilfinn- ingaþunga atburðarrásarinnar, enda fær tónlistin aukinn þrótt, hljómarnir verða spenntir og skarp- ir mishljómar skjóta upp kollinum á óvæntum stöðum. I stuttu máli verður hið fasta og óhagganlega form að víkja fyrir hinni innri spennu og því markmiðið að skapa sem sterkasta tilfinninga- svörun hjá áheyrandanum. Árang- urinn er sálfræðilegt meistaraverk og algjör hápunktur í heimi óperu- bókmenntanna. í því sambandi eru stutt orðaskipti Orfeusar og sendi- boðans sérstakrar athygli verð sem og sjálf skilaboðin um lát Euridísar og hið örvæntingarfulla óp Orfeusar „Ohimé“ sem svar við andlátsfrétt- inni. Þessi tilfinningaþrungna upp- hrópun (sérlega áhrifarík í frásögn- inni um andlát Euridísar, í harma- söng Orfeusar, sem fylgir í kjölfar- ið, í angist hans, þegar hann endur- heimtir Euridísi og glatar henni aft- ur á vald dauðans, sem og í loka- harmsöngnum í fimmta þætti) skiptist á við angurværan kórsöng og hátíðlegt en samt ógnvekjandi hljóðfæramillispil í þáttunum í und- irheimum hinna framliðnu. Af því að Monteverdi var hæfi- leikinn til að skapa drama í tónum beinlínis í blóð borinn, vissi hann að þindarlaus tilfinningaspenna mundi þreyta áheyrendur. Þess vegna kom hann hlutlausum frá- sagnarköflum fyrir innan dramans og lét hrein gamanatriði heldur ekki vanta. Jafnvel hið stórkostlega ein- söngsatriði „Possente spiro e formidabil nume“ þar sem Orfeus tjaldar til öllum töfrabrögðum söng- listarinnar, reynist þess ekki megn- ugt að hrista feijumanninn, Charon út úr sínum heimskulega sjálfum- glaða heimi. La favola d’Orfeo er hið fyrsta raunverulega drama í tónlist, sem samið hefur verið og þar með fyrsta tónsmíðin, þar sem tónlist og drama falla í einu og öllu hvort að öðru, þannig að hin dramatíska hugmynd hittir beint í mark. Hins vegar eru bæði tónlistin og hugmyndin sjálf víðs fjarri öllu, sem nútíma áheyrendur eiga að venjast. Því er nauðsynlegt fyrir nútíma- manninn að reyna að setja sig inn í ríkjandi tíðaranda og hugsunar- hátt á sköpunartíma listaverksins. Að öðrum kosti er erfitt að meta til fulls hversu stórkostlegt það er. Allt sem síðari kynslóðir hafa áork- að varðandi dramatíska tónsköpun á í raun upptök sín í snilligáfu Monteverdis og áhrifa hennar. Nú- tíminn þarf einungis að átta sig á í hvaða anda þarf að hlýða á tónlist Monteverdis. Takist það, verður hún hfPÍTi opinbemn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.