Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 18

Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Fullkomin líkamsræktartæki Leiðbeinendur á staðnum Stigvélar Sólbekkir Morgunleikfimi Gufuböð KARATE - DO Sérstakir tímar fyrir: Byrjendur, lengra komna, börn og unglinga. Shotokan karate kennarar KEN HAZZEL, 3 dan og RUNE NILSON, 2 dan. LIFSTILL, LEIÐ TIL SAMRÆMINGAR HUGAR OG LÍKAMA Byrjendatímar - Unglingatímar Barnatímar 6-12 ára - Framhaldshópar Allir judo iðkendur velkomnir! Ath. Fullkomnasta fjaðurgólf á landinu. Kennari: Steven Leo Hall 4 dan W.T.F Þessi námskeið auka: Liðleika - sjálfsöryggi - styrk - snerpu - samhæfingu huga og líkama - úthald Kl. 07:00 - 16:00......daggjald 1 mánuður.........kr. 3.400.- 3 mánuöir..........kr. 7.900.- SPORT FULLKOMIN LIKAMSRÆKT Nýir og eldri félagar velkomnir. Námskeið að hefjast. Upplýsingar og innritun í sima 679400. MORKIN 8 AUSTAST V/SUÐURLANDSBRAUT, SIMI 679400 Glæpir og refs- ing í sj ávarútvegi eftir Önund Ásgeirsson Útvarpið sagði okkur 4. ágúst, að líkamsárásum færi nú mjög fækkandi, en DV segir sama dag, að gróft ofbeldi á landsbyggðinni aukist. DV gefur yfirlit um árangur verzlunarmannahelgarinnar: Reykjavík: 11 líkamsárásir, piltur stunginn 6 sinnum í bakið, Búðir: 4 líkamsárásir, 2 nefbrotnir, sparkað í höfuð sofandi manns. Þijóturinn viðurkenndi og var sleppt. Sandeyri og ísafjörður: 4 tilefnislausar fólskuárásir. Varmahlíð: Einn illa rifinn í andliti, annar nefbrotinn. Vaglaskógur: Einn augnbeinsbrot- inn eftir spark. Lón og Höfn: Tvær líkamsárásir. Vestmannaeyjar: 15 spor í handlegg eftir hnífsstungu. Hafnarfjörður: Einn barinn með kú- beini út um bílglugga á ferð. Allt eru þetta smámunir og sýnir aðeins hnignun víkinganna, enda er bara klappað á kollinn á ódæðis- mönnunum og þeim sleppt, stundum með sígildu afsökuninni. „Hann var bara fullur.“ Það eru ekki allir sem skilja nógu vel, að þetta sé bara grín, sem ekki þurfi að taka tillit til. Fjölmiðlar minnast þess með söknuði, að ekki hafí verið framið morð í heil 2 ár. íslendingar eru mjög á eftir tím- anum. í Ameríku eru þeir löngu hættir að slást, nema sem sýningar- atriði í hetjumyndum. Þar nota menn nú bara byssur, því að allt annað er of seinvirkt og ekki nærri eins skemmtilegt. Um glæpi Islendingar eru sérfræðingar í að búa til glæpi. Alþingi er þar fremst í flokki, einskonar glæpaframleiðslu- verksmiðja. Fjöldi nýrra glæpa eru þar framleiddir á hverju þingi, svo að færustu sérfræðingar hafa ekki tölu á. Annað apparat við þessa iðju eru svonefndar reglugerðir, sem ráð- herrar skrifa undir með breiðu brosi. Reglugerðir eru dulbúningur á þeim stjórnunarhætti, að stjórna með til- skipunum. í Rússlandi viðgengst þessi stjórnunaraðferð enn og nefn- ist „ukas“. Þetta er vopnið, sem Jeltsin notar til að betja niður upp- reisnaröflin í bak og fyrir. Það þyk- ir allmikill vandi að meta eðli glæpa og þau viðurlög eða refsingar, sem fylgja hverri tegund glæpa, því að fjölbreytni þeirra er mikil og fer vaxandi með stöðugri aukningu í lögum og reglugerðum. Dæmi úr sjávarútvegi Til að auðvelda mönnum yfirlit um ýmis stig glæpa og refsinga í sjávarútvegi er hér sett upp graf, sem byggir á 10 stigum glæpa og refsinga tengdum sjávarútvegi. Það er t.d. ljóst, að mannsmorð hefir lít- il áhrif á samfélagið í heild, nema þá helzt til að minnka atvinnuleysið. Miklum mun stærri glæpur er að t.d. að svipta heil byggðarlög, sem byggja afkomu sína á fiskveiðum, öllum fiskveiðikvótum þorpsins, og láta togarana sigla burt með lífs- björgina. Glæpastig 10:0. Þetta er það, sem erlendis er nefnt „genocide“ eða þjóðarmorð, og þykir verstur glæpa. Þar sem þetta er hér stjómvaldsaðgerð, með góðu sam- þykki Alþingis, telst þetta ekki refsi- vert hér. Refsistig 0. Slíkar stjómar- aðgerðir teljast friðhelgar hér. Mesta refsing, 10 stig, er að svipta mann lífsbjörg hans, t.d. trillukarl öllum kvóta hans, og skilja hann þannig eftir bjargarlausan með trill- una á þurru landi. Glæpur hans var hinsvegar enginn, 0 stig, því að trillukarlinn var aðeins að nota fæð- ingarrétt sinn sem íslendings. Menn geta sett inn í grafið ýmis tilvik úr fiskveiðum hér, t.d. smáfiskadráp, brot gegn grunnlínureglum, o.s.frv. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi. G, ^Byggöakvótasvifting 10:0 L' , JN ísbjarnardráp 7:2,5 Æ. p; ! _ Mannsmorö 5:5 1 1\ u. S 1 1 i \ Kvóta- 1 1 i \svifting L. J. - L T t ,T ^^R E F S I N G ísbjarnarævintýrið Bolvíkingar á leið til fiskjar rek- ast á ísbjörn á sundi. Fyrir harð- fylgni og snarræði áhafnarinnar tekst þeim að koma snöm á hann og hengja hann upp í gálga, sem urðu hans endalok. Þetta var mikið afrek, enda skylda hvers Islendings samkvæmt lögum að tortíma slíku óargadýri, áður en það verði mönn- um til frekara tjóns. Bolvíkingarnir voru að vonum kampakátir yfir feng sínum og fengu strax 500.000 krónu boð í hræið og hugðust setja fenginn á uppboð, þegar til lands kæmi. En nú kom umhverfisráðuneytið, sem sagði þetta vera hinn versta glæp (7), krafðist afhendingar hræs- ins, sem Iæst var inni í frysti- geymslu, en Bolvíkingum hótað hörðum refsingum, sem þó hafa ekki verið ákveðnar endanlega enn. Samkvæmt grafinu, sennilega 2,5 stig. Réttur Bolvíkinganna var hins- vegar ótvíræður samkvæmt lögum og hefð hérlendis, enda varinn af 67. gr. stjórnarskrárinnar um frið- helgi eignarréttarins. Ráðuneytið hafði hinsvegar ekki fyrir því að gefa út neitt „ukas“ (tilskipun, hér- lendis reglugerð), og gekk þannig feti framar en sjálfur Jeltsin. Reglu- gerð ráðuneytisins hefði getað hljóð- að þannig: „Ég, umhverfísmálaráðherra ís- lenska einveldisins, æðstráðandi umhverfismála til sjós og lands, geri kunnugt: 1. gr. Bolvíkingum skal óheimilt að veiða eða drepa ísbirni. 2. gr. Nú hafa Bolvíkingar veitt Önundur Ásgeirsson „Reglugerðir eru dul- búningur á þeim stjórn- unarhætti, að stjórna með tilskipunum.“ eða drepið ísbjörn og skal þá hræ dýrsins gert upptækt til ráðuneytis- ins án endurgjalds, en Bolvíkingar sæti hörðustu refsingum samkvæmt ákvörðun ráðuneytisins. Gert í um- hverfismálaráðuneytingu í Reykja- vík, dagsetning, ráðherra (sign) / ráðuneytisstjóri (sign). Nýjar reglugerðir Sjávarútvegsráðuneytinu er bent á, að í stjómun fiskveiða eru mögu- Ieikar á fjölgun reglugerða með til- heyrandi fjölgun banna og viður- laga. T.d. er löngu augljóst, að út- hafstogara verður að stöðva við veið- ar innan 200 mílna lögsögunnar og leggja við því viðurlög, sem að gagni mega verða. Fjöldi slíkra tilvika er til og þetta svið því eins og óplægð- ur akur fyrir stjórnsýslumenn. Höfundur er fyrrverandi forstjóri OLÍS. Hrólfur Sveinsson ÞJOÐKÆKUR Þjóðir eiga það til að koma sér upp málkækjum, sem orðið geta að hvumleiðri áráttu. Helzt er þar um að ræða fyrirbæri sem kalla mætti „þagnfyllingu" af ýmsu tagi. Það er eins og sumir haldi, að sá sem eitthvað vill segja, megi aldrei rjúfa flaum raddarinnar meðan hann velji sér orð við hæfí eða hagræði fyrir sér næstu setningu, heldur verði hann, hvað sem taut- ar, að fylla hugsanlega eyðu í tali sínu með einhveijum merkingar- lausum atkvæðum fremur en engu. Þessi kvilli virðist vera bráðsmit- andi og getur fyrr en varir orðið að nokkurs konar þjóðkæk. Hér á landi gætir raunar nokk- urrar fjölbreytni í þessum efnum. Sumir krydda mál sitt með síend- urteknu „sko“ eða „sem sé“, elleg- ar með tilefnislausu „sem sagt“ sem í framburði verður oftar en ekki „senst“. Eitt er þó það skrautblóm úr þessari familíu, sem öðrum fremur prýðir íslenzkt tal um þessar mund- ir; en það er orðleysan „héma“, sem einu sinni var kölluð atviksorð, en rís nú varla lengur undir því nafni, síðan merking öll er fokin út í veð- ur og vind. Margur virðist svo þrælslega ofurseldur þessu ræfils orði, að hann yrði klumsa ef það væri frá honum tekið. Ekki veit ég hvort það er af smitun eða bara fyrir svipmót hjartnanna í Grímsnesinu og ann- ars staðar, að hér má að nokkru líkja við þann málkæk margra Engilsaxa að skreyta tal sitt í þaula með „here“, sem svo vel hefur slíp- azt í notkun, að það er einungis orðið að löngu „a“. En svo langt eru íslendingar ekki enn komnir í niðurskurðar-hagfræði, að reynt sé að stytta sjálft sáluhjálparorðið „héma“, hvað þá útskúfa því, eða fá því æviráðningu mátulega hátt í bankakerfínu. Á landsfundi sérvitringa, sem nýlega var haldinn, heyrði ég for- seta samtakanna, Helga kunningja minn Hálfdanarson, halda ræðu, sem ég man ekki betur en hljóðaði svo: „Ég vil láta þess getið, að ég tel stöðu sérvizkunnar í, héma, þjóðlíf- inu ásættanlega sem slíka, enda sé hún allavégana ekki í, héma, bráðri útrýmingarhættu, miðað við, héma, höfðatölu, þó að ég vilji ekki tjá mig frekar um það mál á, hérna, þessu stigi; enda er ég sammála Hrólfí frænda mínum Sveinssyni, að þögn sé góð, þó að hún sé ekki, hérna, einhlít í, héma, smáatriðum, þegar til, hérna sko, heildarinnar er litið.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.