Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 21 il og ómarkviss. Þar sem vel hefur tekist til hefur skólastjórinn virkt samráð og samvinnu við sitt kenn- aralið og foreldra um stefnumið og einstakar ákvarðanir. Kennara- fundir, kennararáð og foreldrafé- lagið mega og eiga að ræða mál- efni skólans og nemenda hans án þvingana eða sérstakrar stýringar af hálfu skólastjórans. Hitt er líka til að skólastjórinn líti á sig sem valdsmann sem á að ráða öllu inn- an skólans án afskipta annarra. Ráðning kennara er hans einkamál sem og stundatöflugerð, þ.e. hvaða bekk hver kennari fær, hversu marga tíma á viku hver fær að kenna og hvenær vikunnar. Efni kennarafunda er ákvarðað af skóla- stjóranum og vandlega passað að ekki sé hreyft við „óþægilegum" málum. Fagleg umræða er tak- mörkuð við þekkingarstig skóla- stjórans. Kennarar vita sem er að ef þeir ekki halda sig innan eðlilegs ramma gætu þeir fengið minni yfir- vinnu eða öðruvísi töflu en þeir óskuðu eftir. Foreldrafélagið er á „föndurstigi" og þess gætt að það skipti sér ekki af „innri“ málum skólans (það er velferð barnanna!) eða eins og einn „þreyttur" skóla- stjóri orðaði það á opnum fundi: „Foreldrar eiga að vera heima hjá sér og ala upp börnin sín, ég skal sjá um skólann.“ Breytingar í átt til lýðræðis Margt í yfirstjórn íslenska grunnskólakerfisins þarf að breyt- ast í takt við nútímakröfur um lýð- ræði. Við eigum ekki að sætta okk- ur við kerfi sem gengur út á að vernda vanhæfa embættismenn. Kerfi þar sem altalað er að embætt- ismenn séu vanhæfir en enginn segir frá af ótta við viðbrögð emb- ættismannanna. Skólakerfið er fyr- ir börnin og foreldra þeirra en ekki fyrir embættismennina. í því ljósi tel ég brýnt að eftirfarandi breyt- ingar verði gerðar: 1. Stjórnunarleg afskipti ríkis- Aðalsteinn Árnason „Er raunhæft að ætla að það verð sem fékkst í þessum tilraunaút- flutningi muni verða meðalverð heildar- framleiðslunnar sem inniheldur marga mis- munandi gæðaf!okka?“ verður um samkeppni að ræða frá innanlandsmarkaði, munu þá ekki erlendir kaupendur nota sér það ástand til að ná fram lægra verði héðan? Fram til þessa hefur greiðsl- an verið tryggð með afurðalánum, hvað með tryggingar og gjaldfrest frá erlendum kaupendum? Einnig verður að hafa í huga að það verð sem hingað til hefur verið greitt af innlendum aðilum er stað- greiðsluverð og innt af hendi nán- ast um leið og sláturtíð líkur. Þessa þætti og vafalaust marga aðra verð- ur að hafa í huga þegar fjallað er ins af málefnum grunnskólans eiga að minnka. Fræðsluskrifstofur á að leggja niður og færa verkefni og þjónustu þeirra til sveitarfélag- anna eða haga starfseminni á ann- an hátt. Smærri sveitarfélög geta sameinast um rekstur skólaskrif- stofu, rekstur skóla og annarra úrræða eftir því sem þau telja þörf á. Tryggja verður skólahald í fá- mennum og fátækari sveitarfélög- um með sérstökum greiðslum úr ríkissjóði. 2. Leitað yrði leiða til að koma í veg fyrir flokkspólitískar ráðning- ar. ítarleg skilgreining á starfs- skyldum skólastjóra, bæði fagleg- um og stjórnunarlegum, verður að koma til og í framtíðinni verði þeir ráðnir m.t.t. hæfni til að fram- fylgja þeim. Ráðningar í stöðu skólastjóra, sem og aðrar stöður, verði með þriggja mánaða upp- sagnarfresti. 3. Endur-og framhaldsmenntun skólastjóra og kennara verði stór- efld. Jafnframt verði launamál þeirra endurskoðuð m.t.t. aukinnar menntunar. 4. Sérkennslumál grunnskólans verði endurskoðuð af fagaðilum eins og verið er að gera um alla Evrópu. Leitað verði svara við því af hveiju 15-20% af nemendum þurfa sérkennslu, sem kostar fimmtung heildarkostnaðar grunn- skólanna. Umræður, athuganir og fræðsla verði sett af stað um sér- kennslu þar sem sálfræðileg þekk- ing er nýtt. 5. Unnar verði skýrar reglur um rekstur einkaskóla bæði hvað varð- ar faglegar kröfur og skyldur og hvað varðar fjárhagslegan grund- völl þannig að kennarar, skólastjór- ar, foreldrar eða félagasamtök geti í auknum mæli tekið að sér rekstur skóla á eigin ábyrgð. Höfundur er s&lfræðingur, for- stöðumaður við Fræðsluskrifstofi Reykjavíkurumdæmis. um mismun á hrágæruverði hé heima og erlendis. Höfundur áðurnefndrar greina telur að auka hefði mátt tekjui bænda á seinustu fimm árum urr 500 milljónir með útflutningi á hrá- gærum (hefur hann tekið tillit til áðurnefndra þátta í þeim útreikn- ingi?), á þessu sama tímabili hefur skinnaiðnaðurinn flutt út sínar af- urðir fyrir um 3 til 4 milljarða og þar að auki skapað yfir 200 ársverk á hveiju ári. Sala innanlands/erlendis Haft var eftir formanni Land- sambands sauðfjárbænda í svæðis- útvarpi Norðurlands að hann telji rétt að flytja út gærur til að fá samanburð á verði innanlands og erlendis. Þetta hlýtur að hafa i föi með sér að tugir ársverka í skinna- iðnaði verði flutt úr landi, því þac er augljóst mál að ekki fæst réttui samanburður nema töluvert mikic magn af gærum sé flutt út þannij að meta megi hvernig markaðurim bregst við. Væri ekki mun hag kvæmara fyrir alla aðila að ses verði við samningsborðið og reyn til hlítar að ná verðviðmiðun sen allir geta sætt sig við svo ekki þurf að koma til útflutnings. Ég er vísí um að þegar upp verður staðið mur þetta verða heillavænlegast fyrii okkur öll. Útflutningur á hrágærum gæti haft í för með sér að því mikla markaðs- og þróunarstarfi sem unnið hefur verið hér yrði kastað fyrir róða um leið að grafið yrði undan framtíð skinnaiðnaðar hér á landi. Ég trúi því ekki að þetta sé almennt vilji sauðfjárbænda og vona að þeir horfi til framtíðar og sjái þann hag sem felst í fullvinnslu skinna innanlands. Ég veit að staða bænda er mjög erfið en vona þó áð þið skoðið þetta mál ofan í kjölinn og sjáið ykkur hag í því að taka þátt í að byggja upp öflugan innlendan skinnaiðnað um leið og þið aukið hróður og bætið ímynd bændastéttarinnar með ábyrgri afstöðu í þessu máli. Höfundurinn cr kerfisfræðingiir og starfar hjá Rekstrarfélagi ÍSI. S E R H Æ F T S KRIFSTOFUTÆKNINÁM HNITMIÐAÐRA ÓDÝRARA VANDAÐRA STYTTRI NÁMSTÍMI Verð á námskeið er 4.956,-krónnr á mánuði!* KENN SLU GREINAR: - Windows gluggakerfi - Word ritvinnsla íyrir Windows - Excel töflureiknir - Áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Umbrotstækni - Teikning og auglýsingar - Bókfærsla - o.fl. Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst nám íyrir alla, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Nýjar veglegar bækur íylgja með náminu. Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kiktu til okkar í kaffi. Tölvuskóli RevkJavíkur BORGARTÚNI 28. 105 REVKJAUÍK. sífrii 616699. fax 616696 •Skuldabréf í 20 mán. (19 afborganir), vextir eru ekki innifaldir. m viuum , MINNA MG A. Merktu við þennan lista svo þú gleymir engu □ Skólatöskur □ Skjalatöskur □ Leikskólatöskur □ Rennaveski □ Skrifundirlegg □ Stílabœkur □ Reikningsbcekur □ Glósubœkur □ Hringbœkur □ Laus blöö □ Fónablöö □ Skýrslublokkir □ Millimetrablokkir □ Vélritunarpappír □ Skrifblokkir □ Minnisblokkir □ Kiemmuspjöld □ Plastmöppur □ Plastumslög □ Blekpennar □ Kúlupennar □ Kúlutússpennar □ Filttússpennar □ Glœrupennar □ Áherslupennar □ Reglustikur □ Horn □ Skœri □ Bökaplast □ Trélitir □ Tússlitir □ Vatnslitir □ Vaxlitir □ Blýantar □ Teikniblýantar □ Fallblýantar □ Yddarar □ Strokleöur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.