Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 24

Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Bjöm Jósef Amviðarson um samemingu Eitt sveitarfélag1 en verður áfram fullt af hreppum BJORN Jósef Arnviðarson bæjarfulltrói á Akureyri og fulltrúi á Eyþingi, þingi sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sagðist ekki styðja tillögur umdæma- nefndar um sameiningu sveitarfélaga ef í þeim fælist að að áfram yrði hjakkað í sama farinu, en þar vísaði Björn Jósef til nokkurra hliðaraðgerða sem nefndin taldi nauðsyn- legt að gera til að sveitarfélögin yrðu starfhæfari eining- ar. Eitt þeirra atriða var að fyrir stærstu sveitarfélögin þurfi að vinna að gerð nýs stjórnkerfis og jafnvel kosninga- fyrirkomulags, þar sem þess yrði gætt að rödd allra byggða innan sveitarfélagsins nái að heyrast. Raddir mismunandi byggða „Ég mun ekki svara til um mína afstöðu til sameiningar fyrr en ég veit hvað þetta þýðir, ætla menn að fara að búa til raddir mismun- andi byggða í væntanlegu sveitarfé- lagi, á enn að hjakka í sama farinu og við höfum gert frá árinu 1956? Ef í sameiningunni felst mismun- andi atkvæðisréttur eftir búsetu í sveitarfélaginu þá mun ég aldrei styðja það að sveitarfélögin verði sameinuð," sagði Bjöm Jósef. Umdæmanefndin kynnti tillögur sínar á aðalfundi Eyþings fyrir helgi, en lagt er til að 15 sveitarfé- lög í Eyjafirði auk Hálshrepps sam- einist í eitt, Suður-Þingeyjarsýsla verði eitt sveitarfélag og að þrjú sveitarfélög verði í Norður-Þingeyj- arsýslu. Taldi nefndin að gera þyrfti nokkrar hliðaraðgerðir til að sveit- arfélög af þeirri stærð sem lagt er til, einkum í Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu verði starfhæfari einingar. „Fyrir stærstu sveitarfé- lögin þarf að vinna að gerð nýs stjórnkerfís ogjafnvel kosningafyr- irkomulags, þar sem þess verður gætt að rödd allra byggða innan sveitarfélagsins nái að heyrast," segir í tillögum nefndarinnar um nauðsynlegar aðgerðir vegna sam- einingar. Afram fullt af hreppum Björn Jósef sagði að áður en til sameiningar kæmi yrðu hlutimir að vera kristalstærir. Yrði Eyja- fjörður eitt sveitarfélag ættu allir þegnar þess að vera jafnir. Það væri dapurlegt í upphafi göngunnar ef menn ætluðu sér ekki að gleyma því hvernig var fýrir sameiningu. Ef lagt yrði út á þá braut að efna til misréttis milli svæða í væntan- legu sveitarfélagi væri einungis verið að viðhalda því að nýtt sveitar- félag yrði áfram fullt af hreppum. Það gæti varla verið ætlunin að gera t.d. Eyjafjörð að einu sveitar- félagi en menn byggju áfram á 15 svæðum innan þess. Reiðbrú yfir Glerá Morgunblaðið/Golli GLERÁIN skiptir Akureyrarbæ í tvennt og eins og gefur að skilja þarf að tengja bæjarhluta saman með því að byggja brýr yfir ána og haft hefur verið á orði að fleiri brýr séu yfir Glerá en Thames. Verið er að smíða enn eina þessa dagana, en þar er um að ræða reiðbrú sem tengir saman tvö hverfi hesta- manna, "utan og innan við á. Þessa dagana er verið að ljúka við að steypa upp stöpla og síðan verður stálbitum komið fyrir og þá trégólfi, en áætlað er að smíðinni ljúki 10. október næstkomandi. Áhrif samdráttar í landbúnaði í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum Rekstrartekjur hafa lækkað um 250 millj. á síðustu árum Tekjutap sveitarfélaga um 10 til 11 milljónir króna ÆTLA má að á síðustu fimm árum sé skerðing á rekstrar- tekjum bænda sem stunda mjólkurframleiðslu í Eyjafirði ekki undir 50 milljónum króna og þeirra sem búa í Þingeyj- arsýslum að minnsta kosti um 15 milljónir króna. Breyting á rekstrartekjum hjá þessum bændum hefur valdið um 2,8 milljóna króna lægri tekjum hjá viðkomandi sveitarsjóðum. Þetta kom fram í erindi sem fjörður og Þingeyjarsýslur, megi Valtýr Sigurbjarnarson, forstöðu- maður Byggðastofnunar á Akur- eyri, hélt á aðalfundi Eyþings ný- lega um áhrif samdráttar í landbún- aði á tekjur sveitarfélaga. Fram kom í erindi Valtýs að á starfssvæði Eyþings, sem er Eyja- ætla að sá samdráttur sem orðið hefur næstliðin ár í hefðbundnum landbúnaði hafi orsakað lækkun á rekstrartekjum um 250 milljónir króna. Það hafi Ieitt til um 10-11 milljóna króna tekjutaps viðkom- andi sveitarfélaga ef greiðslur Jöfn- unarsjóðs eru undanskildar. Veruleg skerðing á tekjum í könnun sem gerð hefur verið á áhrifum breytinga á framleiðslu- rétti kindakjöts árin 1991 til 1993 á rekstrartekjur sauðfjárbænda og fjárhag sveitarfélaga kemur fram að í Eyjafjarðarsýslu hafa rekstrar- tekjur dregist saman um tæplega 54 milljónir króna, sem svarar til liðlega 28.600 króna á hvern íbúa í þeim sveitarfélögum sem flokkuð er sem landbúnaðarhéruð. Samsvarandi tölur fyrir Suður- Þingeyjarsýslu eru liðlega 86 millj- ónir króna sem svarar til tæplega 61.000 króna á íbúa og í Norður- Þingeyjarsýslu er breyting rekstrar- tekna um 47 milljónir króna, eða tæplega 68.900 krónur á íbúa. „Þarna er um að ræða verulega fjárhæðir til skerðingar á tekjum sveitarfélaganna þar sem meirihluti fólks hefur lifibrauð sitt af landbún- aði en samdrátturinn hefur einnig mikil áhrif á tekjur í ýmsum at- vinnugreinum í nærliggjandi þétt- býlisstöðum og heildaráhrifin eru þar af leiðandi ennþá alvarlegri fyrir byggðir Eyþings," sagði Val- týr. Nýtt fyrirtæki í burðarliðnum um rekstur skinnaiðnaðar Eignirnar verði í fyrstu leigðar af þrotabúinu Akureyrarbær tilbúinn að leggja til 20 milljónir af 45 milljóna hlutafé HJÁ Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar er nú unnið af fullum krafti að stofnun nýs fyrirtækis er tæki rekstur þrota- bús íslensks skinnaiðnaðar á leigu og jafnframt er hafin leit að hugsanlegum hluthöfum hins nýja fyrirtækis. Ásgeir Magnússon fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar sagði að menn hefðu verið að bíða eftir svörum helstu kröfuhafa um hvort þeir væru til- búnir að leysa til sín eignir og leigja þær síðan hinu nýja félagi. Sú leið hafi hins vegar ekki reynst fær þar sem Lánasýsla rikisins, sem tekur við af Framkvæmda- sjóði, ætlar að gera kröfu til þess að eignimar fari á uppboð vegna meintrar ábyrgðar á lánum frá því Samband íslenskra samvinnu- félaga átti fyrirtækið, en úr mál- inu fáist ekki skorið nema til upp- boðs komi. „Við erum því að reyna að leika þann millileik í stöðunni að fá eignimar leigðar af þrotabúinu með samþykki allra aðila, því þetta uppboð kemur í sjálfu sér því sem við erum að gera ekkert við,“ sagði Ásgeir. 45 milljónir í hlutafé Jafnframt er verið að leita eftir hlutafé í þetta nýja fyrirtæki, en að lágmarki þarf 45 milljóna króna hlutafé í fyrirtækið, að sögn Ásgeirs. Akureyrarbær hefur lýst yfír að hann sé reiðubúinn að leggja fyrirtækinu til fé og hafa 20 milljónir króna verið nefndar í því sambandi. „Við höfum ekki rætt við marga aðra og eins og ég hef áður sagt, hefur engin bið- röð myndast hér við dyrnar hjá mér af fólki sem vill leggja í þetta peninga." Rekstrarfélag Landsbanlia ís- lands hefur rekstur þrotabúsins á leigu til næstu mánaðamóta. Tillögur um sameiningu sveitarfélaga Kymitar með bæklingi og borgarafundum TILLAGA umdæmanefndar um sameiningu sveitarfélaga í Norður- landskjördæmi eystra verður kynnt íbúum kjördæmisins á næstunni, en greint var frá tillögum nefndarinnar á aðalfundi Eyþings síðasta föstudag. Eins og fram hefur komið er lagt til að Eyjafjörður verði að einu sveitarfélagi í stað 15 nú, Suður-Þingeyjarsýsla verði eitt sveit- arfélag í stað 8 og í Norður-Þingeyjarsýsla verði 3 sveitarfélög í stað 7. Þessi tillaga umdæmanefndar verður kynnt ítarlega í bæklingi sem sendur verður inn á hvert heimili í kjördæminu á næstunni og þá verð- ur einnig efnt til allt að 10 borgara- funda víðs vegar um kjördæmið til að kynna tillöguna. Kosið 20. nóvember Þá skulu sveitarstjómir allra sveitarfélaga sem lagt er til að sam- einist hafa rætt tillögurnar í tveimur umræðum án atkvæðagreiðslu fyrir 27. október næstkomandi, en kosið verður um tillögur nefndarinnar um sameiningu í almennum kosningum í kjördæminu 20. nóvember næst- komandi. Hljóti tillagan meirihluta greiddra atkvæða í öllum þeim sveitarfélögum sem málið varðar skulu sveitar- stjórnirnar taka ákvarðanir um ýmis atriði, s.s. fjárhagsmálefni þeirra, fjölda fulltrúa í nýrri sveitarstjórn, nafn sameinaðs sveitarfélags og fleira. Verði tillaga nefndarinnar ekki samþykkt í öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum, en þó meirihluta greiddra atkvæða í a.m.k. 2/3 hluta þeirra er viðkomandi sveitarstjórn- um heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykkt hafa sameininguna, enda hamli ekki landfræðilegar aðstæður. Verði tillögur umdæmanefndar ekki samþykktar er henni heimilt að leggja fram nýjar tillögur fyrir 15. janúar næstkomandi sem kosið yrði um í mars 1994.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.