Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Reuter Forsetinn og frumbygginn ROKKSÖNGVARINN og frumbygginn Mandavuy Yunapingu í áströlsku hljómsveitinni Yothi Yindi fylgist hér með þegar Richard von Weizsácker, forseti Þýskalands, reynir að leika á sérstak frumbyggjahljóðfæri, sem honum var gefið. Það_ fylgdi ekki sögunni hvernig til tókst hjá forsetanum en Weizsacker er í þriggja daga opinberri heimsókn í Astralíu. Árásarþyrlur gegn sóm- ölskum byssumönnum Sjö nígerískir gæsluliðar féllu í fyrirsát á sunnudag Flotasala Kravtsjúks gagnrýnd LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, varði í gær þá ákvörðun sína að selja Rússum hlut Úkraínu í Svartahafsflot- anum en fulltrúar flestra flokka á þingi hafa gagnrýnt söluna harðlega. Saka þeir for- setann um að hafa svikið þjóð- arhagsmuni og margir hafa krafist þess, að hann segði af sér. í margra uiugum var Svartahafsflotinn eitt helsta táknið um nýfengið sjálfstæði ríkisins en Kravtsjúk segir, að efnahagslegar staðreyndir hafi vegið þyngra, gífurlegir efna- hagserfiðleikar og miklar skuldir við Rússa. Mecíar amast við sígaunum NASISTAVEIÐARINN Simon Wiesenthal sakaði í gær Vlad- ímír Mecíar, forsætisráðherra Slóvakíu, um kynþáttahatur og nasískar tilhneigingar. Var tilefnið þau ummæli Mecíars, að sígaunar væru „andsamfé- lagslega sinnaðir, eftirbátar annarra í vitsmunum og ófær- ir um þjóðfélagslega aðlögun“. Það var tékkneska fréttastof- an CTK, sem skýrði frá orðuin Mecíars en fjölmiðlar í Slóvak- íu hafa hins vegar þagað um þau. Azerar í samveldið? HAYDAR Alijev, starfandi forseti Azerbajdzhans, sagði í gær, að hann vildi, að landið gengi í Samveldi sjálfstæðra ríkja eða samband fyn-verandi sovétlýðvelda. Kom þetta fram hjá honum að loknum fundi í Moskvu með Borís Jeltsín, for- seta Rússlands, en á síðasta ári hafnaði azerska þingið að staðfesta samveldissáttmál- ann á þeirri forsend'u, að hann bryti í bága við fullveldi ríkis- ins. Blaðastríðið breska harðnar BLAÐASTRÍÐIÐ í Bretlandi harðnar með degi hveijum og í gær kom The Times, flagg- skipið í blaðaflota fjölmiðla- kóngsins Ruperts Murdochs, á götuna 15 pensum ódýrara en fyrir helgi, fór úr 45 í 30 pens. Fylgdi hann þessu eftir með augiýsingaherferð í sjónvarpi þar sem meginstefið var „lágt verð fyrir stórkostlegt blað“. Verðstríðið á breska blaða- markaðinum á sér varla neitt fordæmi og hefur lækkunin hjá The Times verið gagnrýnd af öðrum fjölmiðlum, ekki síst vegna þess, að blaðið er rekið með halla, sem Murdoch-sam- steypan greiðir niður. Rútskoj úthýst RÚSSNESKI forsetavörðurinn kom í gær í veg fyrir, að Alex- ander Rútskoj, sem Borís Jeltsín forseti hefur vikið um stundarsakir úr varaforseta- embætti, fengi að fara inn á skrifstofu sína. Anatolíj Kra- síkov, talsmaður Jeltsíns, sagði, að þetta hefði verið til að útiloka, að gögnum yrði spillt en nú fer fram rannsókn á meintri spillingu Rútskojs og Vladímírs Shúmeikos, fyrsta aðstoðarforsætisráð- herra. Mogadishu. Reuter, The Daily Telegraph. HERLIÐ Sameinuðu þjóðanna réðst til atlögu við vopnaða Sómali í fyrrinótt, aðeins tæp- um sólarhring eftir að nígerísk- um gæsluliðum var gerð fyrir- sát og sjö þeirra felldir. Eru liðsmenn stríðsherrans Mo- hameds Aideeds grunaðir um morðin. Talsmaður SÞ vildi þó ekki kannast við, að árásin hefði verið gerð vegna morðanna á Nígeríumönnunum, heldur vegna árása á flugvöllinn í Mogadishu snemma á sunnu- dagsmorgni. Bandarískum árásarþyrlum var beitt í atlögunni, sem stóð í klukkutíma, og var skotið eld- flaugum og af sjálfvirkum byssum á aðsetur Sómalanna. Leituðu þá sumir þeirra skjóls í húsum fyrir flóttafólk og aðra, sem hvergi eiga höfði sínu að halla, en voru síðan hraktir þaðan. Sómölsku byssu- mennirnir höfðu augljóslega átt von á, að ráðist yrði á þá en þá á landi og höfðu því girt af götur með brennandi hjólbörðum. Safn- aðist töluverður mannfjöldi saman við götuvígin og skammt þar frá sem átökin stóðu. Að sögn vitna bar dauða Níg- eríumannanna að með þeim hætti, að mannfjöldi safnaðist í kringum þá þar sem þeir voru á ferð og reyndu þeir þá að dreifa fólkinu með því að skjóta upp í loftið. Var þá skotið á þá úr tveimur áttum samtímis með þeim afleiðingum, að sjö féllu og níu manns særð- ust, þar af tveir pakistanskir gæsluliðar. Sómalir halda því fram, að 30 úr þeirra hópi hafi fallið en það hefur ekki verið stað- fest. Saka Itali um aðgerðaleysi í minna en km fjarlægð frá fyrirsátursstaðnum er ítölsk varð- stöð en Nígeríumenn segja, að ít- alimir hafí hvorki hreyft legg né lið þeim til hjálpar. ítalirnir eru nú að flytja sitt lið frá Mogadishu vegna ágreinings, sem kom upp í júní og júlí en þá voru þeir sakað- ir um að fara eftir fyrirskipunum frá Róm en ekki fyrirmælum yfir- manns gæsluliðsins í Sómalíu. Fabio Fabbri, varnarmálaráðherra Ítalíu, neitaði í gær þessum ásök- unum Nígeríumanna en nefndi ekki hvað ítölsku hermennirnir hefðu gert til að hjálpa þeim. Vildu ræna Nixon og Kissinger Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. LEIÐTOGI múhameðstrúar- manna, sem sakaðir eru um að hafa haft í hyggju að koma fyr- ir sprengjum á völdum stöðum í New York-borg, hugðist ræna bæði Richard M. Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta, og Henry A. Kissinger, fyrrum utanríkisráð- herra, að því er dagblaðið The New York Times hafði í gær, mánudag, eftir lögfræðingum, sem hlýtt hafa á segulbandsupp- tökur heimildarmanns banda- rísku Alríkislögreglunnar (FBI). Á upptökunni, sem gerð var á laun, ræða Emad Salem, heim- ildarmaður FBI, og hinn grunaði forsprakki hryðjuverkamanna, Siddig Ibrahim Siddig Ali, áætlun um að ræna Nixon og Kissinger og halda þeim í gíslingu þar til gengið yrði að kröfu um að múha- meðstrúarmennirnir, sem hand- teknir hafa verið vegna sprenging- arinnar í World Trade Center í New York í febrúar, yrðu látnir lausir. Ekki er vitað hve mikil alvara var í þessu ráðabruggi og vísar lögfræðingur Siddigs Alis þessum staðhæfingum á bug. Hyggjast lögfræðingar þeirra sem handtekn- ir hafa verið vegna þessa máls sýna fram á að Salem hafi leitt skjólstæðinga sína í gildru og því fái sakargiftir um áætluð sprengj- utilræði ekki staðist. Kissinger afklæddur Mannránshugmyndin virðist hins vegar hafa verið farin að fá á sig einhveija mynd því að á upp- tökunni er rætt um að afklæða Kissinger um leið og honum yrði rænt. Óttuðust þeir að Kissinger hefði senditæki til að gera yfirvöld- um viðvart innanklæða og hugðust því flytja hann kviknakinn milli staða. Kissinger, sem nú rekur ráðgjafarfyrirtæki um öryggis- og alþjóðamál, kvaðst koma af fjöllum þegar þetta mál var borið undir hann. Óþægilegar æviminning ar KGB-hershöfðingja Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ÆVIMINNINGAR Viktors Vladimirovs, hershöfðingja í KGB, sem nýlega komu út í Finnlandi, hafa vakið upp margar spurningar um siðferði finnskra stjórnmálamanna og kaupsýslumanna á undanförnum áratugum. Vladimirov var um margra ára skeið sendifulltrúi í sovéska sendi- ráðinu í Helsinki en um leið æðsti maður sovésku leyniþjónustunnar KGB þar í landi. í ævisögu sinni segir hann m.a. frá því hvemig hann beitti áhrifum sínum er stjómarmyndunarviðræður stóðu yfir og er eftirmaður Urho Kek- konens forseta var kjörinn. Vladimirov var náinn vinur m.a. forsetanna Maunos Koivistos og Urhos Kekkonens. Hann átti einnig samstarf við menn úr Mið- flokknum í mörgum málum. Þá segir hann að nánast hafi verið tekið á móti honum sem þjóðhöfð- ingja er hann hitti menn úr finnsku viðskiptalífi. Samblástur með Miðflokknum í bókinni segir m.a. frá atviki er átti sér stað er Koivisto var forsætisráðherra í byijun áttunda áratugarins. Þetta var áður en Kekkonen veiktist og Koivisto tók við sem starfandi forseti. Segist KGB-hershöfðinginn hafa setið leynilegan fund með forystu- monnum Miðflokksins þar sem reynt var að finna ráð til að steypa ríkis- stjórn Koi- vistos. Koi- visto var full- trúi jafnaðar- manna á þessum tfma. Að fundinum loknum skrapp Vladimirov í kaffi til Koivisto for- sætisráðherra þar sem Koivisto bar undir hann þau áform sín að hóta að segja af sér til að koma vilja sínum í gegn f tilteknu máli. Þegar Kekkonen veiktist í veiði- ferð á íslandi sumarið 1981 varð að kjósa eftirmann hans með skömmum fyrirvara. Þá starfaði Vladimirov fyrst ötullega fyrir Athi Kaijalainen, sem tókst ekki að tryggja sig sem forsetaefni Miðflokksins. Að því búnu studdi hann Koivisto. Meðal þeirra sem nú halda uppi hvað harðastri gagnrýni á ítök sovésku leyniþjónustunnar í finnskum stjórnmálum á árum áður er Kalevi Kivisto sem eitt sinn var forsetaframbjóðandi kommúnista. Hann segist ekki getað skilið hvers vegna svo margir stjórnmálamenn og for- stjórar útflutningsfyrirtækja séu enn stoltir af því að hafa látið Vladimirov viðkvæmar upplýs- ingar í té. Kivisto segist sjálfur hafa verið beittur miklum þrýstingi af hálfu Vladimirovs í forsetakosningun- um þar sem Sovétmenn töldu ör- uggara að kommúnistar styddu Koivisto en byðu fram eigin fram- bjóðanda. Kivisto er einn fárra stjórnmálamanna sem Vladimirov gagnrýnir í bók sinni. Lítið um svör Enginn þeirra sem vændir eru um KGB-tengsl í bókinni hefur svarað þessum ásökunum opin- berlega. Hins vegar kemur Vlad- imirov reglulega fram í finnskum fjölmiölum. Hann er vinalegur gráhærður maður um sjötugt og minnir helst á fulltrúa úr ensku yfirstéttinni. Þekkir hann gjörla til í Finnlandi og segist að sjálf- sögðu hafa beitt áhrifum sínum til góðs fyrir alla, jafnt Finna sem Sovétmenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.