Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 07.09.1993, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 29 Í®Jtr0iittM&Míb Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Frelsisvindar við Eystrasalt að má færa sterk rök fyrir því, að á þeim tíma sem lið- inn er frá því Eistlendingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1991, hafi þeir náð meiri árangri við að byggja upp lýðræðislegt þjóðfélag og markaðskerfi en nokkurt annað lýðveldi Sovétríkjanna fyrrver- andi. Ólíkt því sem gerst hefur í Lett- landi og Litháen hafa flokkar, sem eiga rætur sínar að rekja til gamla sovéska kommúnistaflokksins, ekki fengið teljandi fylgi í kosning- um í Eistlandi. Þess í stað kusu Eistlendingar til valda fijálslynda ríkisstjórn í október í fyrra, sem gert hefur gangskör að því að umbylta efnahagskerfi landsins og koma því í vestrænt horf. Þó að enn sé langt í að lífsgæði í Eistlandi verði sambærileg við það sem gengur og gerist í vest- rænum ríkjum, hefur Eistlending- um tekist mun betur upp en hinum Eystrasaltsríkjunum tveimur. Fyr- ir ári voru lífskjör í þessum ríkjum sambærileg, nú eru þau þrefalt betri í Eistlandi. í Morgunblaðinu á föstudag segir Mart Laar, hinn 32 ára gamli forsætisráðherra Eistlands, að vissulega væri stefna stjórnar hans í efnahagsmálum róttæk en það væri eina leiðin til að ná árangri. Tollar á innflutning hafa nánast alfarið verið felldir niður og stjórnin ætlar ekki að halda verndarhendi yfir innlendri fram- leiðslu þó að hún sé ekki sam- keppnisfær við erlendan innflutn- ing. „Gömlu fyrirtækin í Eistlandi verða annaðhvort að lifa af sam- keppni eða lognast út af. Ef við reynum að vernda þau frá utanað- komandi samkeppni verður engin framþróun í Eistlandi. Ef þau deyja þá deyja þau. Ef þau fara á hausinn vegna samkeppninnar verða þau einfaldlega að fara á hausinn," segir Laar. Það krefst hugrekkis að fylgja stefnu af þessu tagi og það er mikið lagt undir. í flestum öðrum ríkjum Austur-Evrópu eða fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna hafa ráðamenn valið þanh kost að slá lausn vandans á frest. Þeir hafa ekki treyst sér til að skerða bág lífskjör almennings enn frekar og því ákveðið að lifa áfram í blekk- ingarheiminum. Til lengri tíma lit- ið getur slík stefna haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hag- kerfi sem byggt hafa á komm- únískum áætlunarbúskap um ára- tuga skeið breytast ekki í kapítal- ísk markaðshagkerfi án þess að einhveiju sé fórnað. Án samkeppni og frelsis í viðskiptum mun fram- leiðslan ekki aukast og lífskjörin ekki batna. Á þessu virðast Eistlendingar hafa áttað sig betur en margir Vesturlandabúar. Þeir hafna þeirri verndarstefnu, sem viðgengst víðs vegar í vesturhluta Evrópu, og segja lítið gagn í ráðgjöfum sem hafa það eitt til málanna að leggja að nauðsynlegt sé að vernda land- búnað og innlendan iðnað frá ut- anaðkomandi samkeppni. Eistlendingar hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki efnahagsaðstoð frá öðrum þjóðum heldur fyrst og fremst aðgang að mörkuðum þannig að þeir geti keppt þar á jafnréttisgrundvelli. Þessi stefna er hins vegar dauðadæmd ef Vest- urlönd halda að sér höndum og meina þeim aðgang að mörkuðum sínum. „Ef [erlendir markaðir] verða ekki opnaðir mun allt það sem við erum að reyna að gera fara for- görðum og þá munum við virkilega þurfa á aðstoð að halda,“ segir Laar í Morgunblaðinu. Eistlendingar hafa sýnt að þeir hafa kjark til að opna hagkerfi sitt upp á gátt þrátt fyrir að fram- leiðslugreinar þeirra séu frum- stæðar á okkar mælikvarða. Nú reynir á hvort Vesturlönd hafa hugrekki til að gera slíkt hið sama. Málið snýst nefnilega ekki bara um Eistland, heldur um það hvern- ig við bregðumst við er Austur- Evrópuríki, sem vill taka upp þá hugmyndafræði frjáls markaðar og fríverslunar sem Vesturlönd hafa boðað um áratuga skeið, leit- ar til okkar. Verði skammsýnin og verndarstefnan ofan á munu önnur Austur-Evrópuríki hika við að halda á sömu braut. Laar hefur líka rétt fyrir sér er hann bendir á að til lengri tíma muni kostnað- ur Vesturlanda verða meiri ef þau neyðast til að greiða ómældar upphæðir í efnahagslega aðstoð til ríkja í austurhluta álfunnar. Þá væri verið að endurtaka sömu mistök og gerð hafa verið varð- andi þróunaraðstoð til þriðja heimsins. Megnið af aðstoðinni myndi ekki renna til uppbyggingar heldur í vasa spilltra stjórnmála- manna eða óráðsíu, líkt og nú virð- ist þegar vera að gerast varðandi Rússland. Það er því fagnaðarefni að Dav- íð Oddsson forsætisráðherra tók þetta mál upp í ræðu sem hann hélt á fundi Evrópusamtaka lýð- ræðisflokka (EDU) f Búdapest í síðustu viku. Lagði hann mikla áherslu á mikilvægi efnahagslegr- ar samvinnu í formi opinna mark- aða og fijálsrar verslunar. „Til að ná stöðugleika og samvinnu landa á milli, er engin önnur leið betri en mikil og fjölþætt efnahagsleg samskipti. Þess vegna er mikil- vægt að fylgja stefnu sem gerir þjóðum Mið- og Austur-Evrópu mögulegt að hafa aðgang að mörkuðum Vestur-Evrópu,“ sagði forsætisráðherra í ræðu sinni á fundi EDU. íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna. Það má því segja að okkur beri siðferðileg skylda til að aðstoða þessi ríki við að treysta hið unga sjálfstæði í sessi - ekki með efnahagsaðstoð heldur með viðskiptum og markaðsaðgangi. Leiðir einkavæðing á kolkrabbaslóð? eftir ÓlafBjörnsson Fyrir tæpum tveim árum kom út bók eftir Örnólf Árnason rithöfund er bar titilinn „Á slóð kolkrabbans" en undirtitíll bókarinnar var „Hveijir eiga ísland". Nú er það ekki tilgangur þessa greinarstúfs að ræða einstök efnis- atriði bókar Örnólfs og því verður engin afstaða tekin til áreiðanleiks þeirra heimilda, er hann byggir á. En óháð þeirri afstöðu, sem menn í því efni kunna að taka til bókarinn- ar, finnst mér, að allir ættu að vera sammála um það, að þar er fjallað um mjög mikilvægt efnahagslegt og þjóðfélagslegt vandamál. Frá því að hin svonefnda iðnbylt- ing hófst á seinni hluta 18. aldar í kjölfar þess vísis að nútíma tækni, sem kom til sögunnar með gufuvél- inni er þá hafði verið fundin upp í frumstæðri mynd, hefir verið um það deilt, hvort atvinnureksturinn eigi að vera í höndum hins opinbera eða einkaaðila. Það er engin tilviljun, að það er einmitt á seinnihluta 18. ald- ar sem annarsvegar koma fram kenningar Adams Smith um ágæti fijálsrar samkeppni og fijálsra við- skipta og hinsvegar fyrsti vísir að sósíalískum kenningum í svipuðum skilningi og síðan hefir verið lagður í orðið sósíalismi eða þjóðnýtingar- stefna þó að mikill munur sé auðvit- að á kenningum Adams Smith og nútíma frjálshyggju í efnahagsmál- um og sömuleiðis á þeim sósíalísku kenningum, sem fram komu í lok 18. aldar og byijun þeirrar 19. og samsvarandi kenningum, sem tekist hefir verið á um á þessari öld, þá eru hin andstæðu grundvallarsjón- armið, sem fylgjendur þessara stefna hefir greint á um svipuð og var á þessum tíma. Rök sósíalista gegn einkarekstri Margir 19. aldar sósíalistar, ekki síst Karl Marx, sem telja má þann höfund sósíalískra kenninga sem mest áhrif hefir haft á þróun þeirra sem stjórnmála- og efnahagsmála- stefnu hafa viðurkennt, að „kapítal- ismi“ þ.e. sú skipun efnahagsmála, að séreignarréttur á framleiðslutæk- inu, sé grundvöllur ákvarðanatöku á þeim vettvangi, hafi verið mjög mik- ilvægt og virkt framfaraafl í upp- hafi iðnbyltingar. En hið kapítaliska hagkerfi hafði frá sjónarmiði sósíalista galla, sem gerðu það að brýnu réttlætismáli að unnið væri að því að koma á betra þjóðskipulagi. Höfuðrökin fyrir yfirburðum op- inbers reksturs yfir einkarekstur og þá um leið miðstýrðs áætlunar- búskapar yfir markaðsbúskap, voru tvennskonar. í fyrsta lagi bentu sós- íalistar á það, að markmið þeirra, sem einkafyrirtæki reka sé það eitt, að öðlast sem mestan hagnað eða ágóða og þjóni þannig tiltölulega þröngum sérhagsmunum. Önnur höfuðrök sósíalista gegn einkarekstri voru þau, að gróðasjónarmiðið, sem lá að baki ákvörðunum fyrirtækj- anna myndi leiða til stöðugt ójafnari tekjuskiptingar í þjóðfélaginu, þar sem atvinnurekendur hefðu að jafn- aði til muna sterkari aðstöðu á vinnu- markaðinum en launþegar þannig að auknar þjóðartekjur leiddu til stöðugt vaxandi hlutdeildar gróðans í þjóðarframleiðslunni þar eð raun- launin stæðu í stað í því að þau ákvörðuðust af því lágmarki sem launamenn þurftu til þess að halda lífi í sjálfum sér og fjölskyldu sinni. Þetta kallaði þýski sósíalistinn Las- salle, sem uppi var um miðja 19. öld .járnhörðu launalögin“ en það var vígorð sem sósíalistar notuðu mikið á síðustu áratugum 19. aldar og fyrstu áratugum þessarar aldar. Tækniframfarir og aðrar breyt- ingar á þjóðfélagsháttum leiddu til þess, að öllum varð ljóst, að sú skoð- un var ekki rétt, að launþegar gætu ekki bætt kjör sín í kapítalísku þjóð- félagi, þó að slíkar kenningar gætu haft sitt gildi miðað við frumstæðari framleiðsluhætti. En þó að sósíalistar féllu frá því að halda fram kenningunni um járn- hörðu launalögin sem algildu lög- máli féllu þeir ekki frá þeirri skoð- un, að hagkerfi, sem byggðist á einkarekstri og markaðsbúskap hlyti að leiða til ójafnrar og ranglátrar tekjuskiptingar. Hin mjög umdeildu rök fyrir því, að markaðurinn leiði sjálfkrafa til stöðugt vaxandi mis- skiptingar tekna og eigna í þjóðfé- laginu, skulu þó ekki nánar rædd hér. En frá sjónarmiði sósíalista var bezta og virkasta leiðin til þess að ráða bót á þessum tveimur höfuðó- kostum kapítalismans eða séreign- arskipulagsins sú að taka upp nýtt hagkerfi, sem byggðist á þjóðnýt- ingu framleiðslutækjanna, þannig að rekstur þeirra yrði verkefni ríkis- valdsins eða a.m.k. opinberra aðila. Þá væri það ekki lengur sérhags- munir einkaaðilja eða gróðavonin, sem réði nýtingu þeirra, heldur hags- munir þjóðarheildarinnar. í slíku hagkerfi myndi ríkisvaldið einnig ráða tekjuskiptingunni, þann- ig að skilyrði væru fyrir því, að hún yrði í samræmi við ríkjandi réttlætis- sjónarmið. Nú munu flestir vera því sammála að hagsmunir heildarinnar eigi að sitja í fyrirrúmi fyrir sérhagsmunum einstaklinga eða fámennra hópa og í öðru lagi því, að jöfnun tekjuskipt- ingar sé að jafnaði spor í réttlætis- átt. Virðist því svo að báðum þessum skilyrðum fyrir réttlátri skipan efna- hagsmála hljóti að vera betur full- nægt í miðstýrðu ríkisreknu hag- kerfi en þar sem einkarekstur er ríkj- andi. Það er því engin furða, þó að sjónarmið sósíalismans hafi átt og eigi enn miklu fylgi að fagna meðal þeirra mörgu, sem telja sig afskipta við skiptingu lífsgæðanna. En nú hefir það gerst á síðustu 4-5 árum að veigamesta tilraun, sem gerð hefir verið í sögu mann- kynsins til þess að byggja upp mið- stýrt ríkisrekið hagkerfi hefir farið út um þúfur og skilið eftir sig auðn og upplausn á öllum sviðum efna- hagslífsins. Orðið sósíalismi í merk- ingunni miðstýrð þjóðnýtingarstefna hefir hlotið svipuð örlög og orðin þjóðernisstefna eða fasismi eftir ósigur Hitlers og kommúnismi eftir afhjúpun glæpa Stalíns, að enginn vill bera slíkt heiti. Þótt nokkrir stjórnmálaflokkar á Vesturlöndum kenni sig að vísu enn við sósíalisma, þá er stefnan verulega breytt frá því sem áður var. Hver er skýringin á þessu? R'eynt verður hér á eftir að gera þessari spurningu nokkur skil eftir því sem unnt er í stuttu máli. Þjóðarhagsmunir eða sérhagsmunir Eins og á hefir verið minnst, hafa ein höfuðrökin fyrir því, að opinber rekstur sé frá þjóðhagslegu sjónar- miði hagkvæmari en einkarekstur, verið þau, að þar sem þeir, er stjórna opinberum fyrirtækjum beri hags- muni þjóðarinnar eða almennings fyrir bijósti þá beri þeir, sem einka- fyrirtækjum stýra, einvörðungu eig- inhagsmuni fyrir bijósti. En við sam- anburð á aðstöðu annarsvegar þeirra, sem ákvarðanir taka á vegum hins opinbera og hinna, sem einka- fyrirtæki reka, sést mönnum gjarnan yfir eitt mikilvægt atriði. Það er ein- falt mál fyrir einstakling eða þann sem einkafyrirtæki stýrir, að gera sér grein fyrir því hvernig meta skuli árangur starfseminnar, þ.e. að öðlast sem mestar tekjur eða ágóða. Sama máli gegnir um starfsemi í þágu fámenns hagsmunahóps. Allt öðru máli gegnir þegar um fjölmennan hóp er að ræða. Þá er því skilyrði sjaldan fullnægt, að um sameigin- lega hagsmuni allra sé að ræða og erfiðara er að fá mælikvarða á það, hveijir séu hagsmunir hópsins sem heildar. Sem dæmi má hér nefna orðið þjóðarhagsmunir sem mikið er notað af flestum stjórnmálamönnum í um- ræðum um efnahagsmál. Allir hafa óteljandi tillögur um eitt og annað sem óhjákvæmilega bæti þjóðarhag. En erfiðara er að gera grein fyrir því hve mikið þjóðarhagur muni batna ef þetta eða hitt verður gert. Það er hægt að hugsa sér að áhrif aðgerðanna á þjóðartekjur séu notuð sem mælikvarði. En hér er um flók- ið dæmi að ræða auk þess sem þjóð- artekjurnar eru enginn einhlítur mælikvarði á það hvað þjóðarheild- inni sé fyrir beztu. Það bætir lítið úr skák þótt reynt sé að þrengja hóp þeirra, sem góðs eiga að njóta af þeim aðgerðum, sem boðaðar eru í þeim tilgangi að bæta þjóðarhag, með því t.d. að segja, að það eigi að vísu ekki að bæta hag allra, held- ur aðeins alþýðunnar eða verkalýðs- ins. En hvar á að draga markalínur milli þeirra, sem teljast til alþýðunn- ar og þeirra, sem ekki gera það og þeirra launþega, sem teljast til verkalýðsins og þeirra sem ekki gera það. Glamuryrði skapa ekki grund- völl fyrir stefnumörkun. En hér verð- ur það til hjálpar þeim, sem stjórna opinberum rekstri eða opinberri áætlunargerð að í raun verða það þrengri hagsmunir, sem ráða ákvarðanatökunni en ekki hinir óskilgreinanlegu þjóðarhagsmunir. Það eru stjórnmálaflokkarnir, sem tilnefna þá, sem opinberan rekstur skipuleggja og stjóma honum og til þess er ætlast að þeir taki tillit til hagsmuna þess stjórnmálaflokks sem þeir eiga stöðu sína að þakka. Stundum eru það að vísu hagsmuna- samtök, sem falið er að skipa í slík- ar stöður en þá er auðsætt að þau eiga í störfum sínum að gæta ákveð- inna sérhagsmuna. í rauninni er því sú skoðun rön’g, að það sé eingöngu í einkarekstrinum, sem sérhagsmun- Ólafur Björnsson „Vegna þess hve íslenzki markaðurinn er lítill og einangraður er mikil hætta á því, að tilraunir til þess að koma hér á frjálsum markaði endi í fákeppni og jafnvel ein- okun. Það er því óraun- hæft að tala um slíkan markað, nema löggjaf- arvaldið setji viðskipta- reglur, sem geri slíka skipan mála virka.“ ir ráði, það sama á við í opinberum rekstri, þótt á meira dulbúinn hátt sé. Nýting þekkingar í einkarekstri og opinberum rekstri Hér komum við að því að benda á það atriði, sem er meginkostur einkavæðingar og markaðsviðskipta samanborið við opinberan áætlunar- búskap. En það er sú staðreynd, sem ætti að vera öllum ljós, að aðeins í markaðsbúskapnum er unnt að hag- nýta þá þekkingu, sem dreift er á óteljandi hendur að því er varðar þarfír neytendanna. Á sviði tækni og framleiðslu hefir öllum verið ljóst gildi sérhæfingar og verkaskipting- ar. Þannig var mönnum það jafnljóst í Sovétríkjunum og í hinum kapítal- íska heimi, að húsamálari gat ekki stundað lækningar með sama árangri og sá, sem var læknir að mennt. En hvað snerti þarfir og smekk neytendanna gegnir öðru máli. Þeir, sem sérhæfa sig á hinum ýmsu sviðum viðskipta, hafa sína sérþekkingu á þörfum og smekk við- skiptavina sinna, neytendanna, hver í sinni starfsgrein. Skókaupmaður- inn er þannig sérfróður um það hverskonar skó viðskiptavinir hans vilji kaupa og geta keypt. Það sama á við um kjötsalann o.s.frv. Hér er aðstaða þess sem vinnur að áætlanagerð um framleiðslu og dreifingu neyzluvöru á vegum opin- berra aðila allt önnur. Hann kann að vera meiri hugsjónamaður en skókaupmaðurinn eða kjötsalinn, sem jafnan hugsa aðeins um það að viðskipti þeirra skili hagnaði. En hann er ekki í neinu lífrænu eða persónulegu sambandi við neytend- urna sem hann á að þjóna. Einu upplýsingarnar sem hann hefir til þess að byggja ákvarðanir sínar á eru hagtölur, sem sýna aðeins magn þeirrar vöru sem framleidd hafði verið og seld. Við ákvarðanir um framleiðslu neyzluvöru var því jafn- an einblínt á magnið en lítt hugsað um gæðin, enda útilokaði kerfið að slíkt væri hægt. í þessu er öðru frem- ur fólgin skýringin á hinum hörmu- legu kjörum neytendanna í Sovétríkj- unum fyrrverandi. Það sem ein- kenndi neyzluvörumarkaðinn, ef markað skyldi kalla, voru biðraðir og skortur á þeim varningi sem fólk- ið vildi kaupa, jafnhliða því að hlað- ist gátu upp birgðir af varningi, sem enginn vildi kaupa. Tekjuskipting og hagkerfi Hér verður að lokum vikið að annarri höfuðröksemd sósíalista gegn hinu einkavædda eða kapítal- íska hagkerfi, eða þeirri, að í slíku hagkerfi hljóti skipting tekna og eigna að verða miklu ójafnari en svo, að samrýmist almennri réttlæt- iskennd. Jafnframt verður aftur vik- ið að þeirri hættu, sem stafar af of miklu valdi og áhrifum kolkrabb- anna, sbr. bók Örnólfs og fyrirsögn þessarar greinar. Því hefir verið haldið fram af sum- um skeleggum formælendum einka- væðingar, að markaðsöflin ein eigi að ákvarða tekjuskiptinguna en stjórnvöld eigi ekki að hafa afskipti af henni. Þetta sjónarmið er þó að mínum dómi óraunhæft. Einkavæð- ing getur aldrei orðið svo alráð, að komist verði hjá því að leggja á skatta, þótt ekki sé nema vegna þess, að í siðmenntuðu þjóðfélagi verður að sjá fyrir því, að öllum séu tryggð einhver lágmarkslífskjör. En skattar verða alltaf að leggjast á þá, sem einhveijar tekjur hafa umfram það sem greiða þarf fyrir brýnustu lífsnauðsynjar. Þeir, sem eru undir slíku tekjumarki, geta enga skatta greitt, þannig að öll álagning skatta hefir einhveija tekjujöfnun í för með sér. Hitt er svo annað mál, að af þessu má ekki draga þá ályktun að ríkis- valdið eigi öllu að ráða um skiptingu tekna og eigna, því að um slíkt get- ur aðeins orðið að ræða í miðstýrðu efnahagskerfi þar sem öfl markaðar- ins eru gerð óvirk. En þótt markaðsöflin geti þannig aldrei orðið einráð, hvort heldur um tekjuskiptingu eða aðra þætti efna- hagsmála, þá er sú skoðun algerlega röng, að tekjuskipting hljóti alltaf að verða ójafnari í efnahagskerfi þar sem byggt er á markaði og viðskipta- frelsi heldur en í miðstýrðu ríkisre- knu hagkerfí. Ef um fullkomlega fijálsa sam- keppni er að ræða getur gróði um- fram kostnað við framleiðsluna aldr- ei orðið nema stundarfyrirbrigði, þar sem gróðinn leiðir til aukins fram- boðs þeirrar vöru og þjónustu sem gróðanum hefír skilað þar til verðið hefir lækkað niður í kostnaðarverð. Einu tekjurnar sem framleiðslan getur skilað þegar til lengri tíma er litið eru því launatekjur og það lág- mark vaxta, sem greiða verður spar- endum til þess að fjármagna viðhald framleiðslutækja og eðlilegan hag- vöxt. Nú má að vísu segja að hinn full- komlega frjálsi markaður sé aðeins hagfræðilíkan, sem aðeins á tak- mörkuðum sviðum geti svarað til raunveruleikans. En það breytir engu um það, að mjög ólíklegt er, að hið miðstýrða hagkerfi tryggi jafnari tekjuskiptingu en markaðs- kerfið. Fyrrnefnda kerfið skapar hagvexti óhagstæð skilyrði, en af því leiðir, að miklu erfiðara verður að breyta tekjuskiptingunni, þar sem ekki er unnt að auka tekjur sumra manna nema með því að rýra kjör annarra. Ef um hagvöxt er að ræða, er hinsvegar hægt að ráðstafa aukn- ingu teknanna til þess að hjálpa þeim, sem þess eru taldir þurfa án þess að kjör annarra þurfi að rýrna. í þessu sambandi er rétt að benda á það, að það er mjög villandi þegar fijáls markaður er skilgreindur sem hagkerfí, þar sem stjórnvöld hafi ekki nein afskipti af efnahagslífinu. Þvert á móti má einmitt telja, að slík afskipti séu forsenda þess að frjáls markaður geti orðið virkur. En afskiptin mega ekki vera í þeirri mynd að fyrirtækjunum sé skipað fýrir um það hvað þau eigi að fram- leiða, hvar og á hvern hátt. Hlutverk stjórnvalda í slíku efnahagskerfi verður hinsvegar það að selja fyrir- tækjunum leikreglur um hegðun, sem sé í samræmi við lögmál ftjálsra viðskipta. Það er gömul og ný röksemd gegn viðskiptafrelsi að með fullri viður- kenningu á kostum þess, þá fái það sjaldnast staðist nema skamman tíma, þar sem hin stóru og auðugu fyrirtæki útrými smám saman hinum smærri og öðlist einokunar eða fá- keppnisaðstöðu, sem færi þeim óhæfilegan gróða. Hér komum við á „kolkrabbaslóðina" svo orð Örnólfs Árnasonar séu notuð. Eins og ég áður nefndi þekki ég ekki það til heimilda höfundar þeirrar bókar að ég geti tekið neina afstöðu til þess, sem þar er sagt um einstaka menn. Ýmsir þeirra áhrifamanna í íslenzku atvinnulífi, sem um er rætt í bók- inni, eru góðir kunningjar mínir og hinir mætustu menn, svo langt sem mín kynni af þeim ná, en enginn þeirra hefir við mig rætt um einkafj- ármál sín. Hvað sem þessu öllu líður, þá er það svo, ekki eingöngu í viðskiptalíf- inu, í þrengri merkingu þess orðs, heldur í öllum mannlegum samskipt- um, að þeir, sem svipaðra hagsmuna eiga að gæta, leita samstarfs og stuðnings hver hjá öðrum til þess að styrkja aðstöðu sína gagnvart öðrum. Stundum er um formleg sam- tök að ræða eins og hin ýmsu sam- tök launþega og atvinnurekenda. Hafa slík samtök yfirleitt verið viður- kennd af stjórnvöldum og nýtur starfsemi þeirra jafnvel meiri og minni lögverndar. í öðrum tilvikum er um óformleg samtök að ræða sem geta þó orðið allöflug ef góð sam- staða næst rneðal þeirra, er að þeim standa. Þótt þessi samtök séu mjög sund- urleit, þá er þeim þó jafnan eitt sam- eiginlegt. Þau vinna öll að því að styrkja stöðu sína á þeim markaði þar sem þau selja þá vöru og þjón- ustu, er þau hafa á boðstólum. Þetta merkir auðvitað, að markmiðið er takmörkun samkeppninnar og hærra verð en fást myndi, ef fullkomlega fijáls samkeppni ríkti. Auðvitað kemur ekki til greina að banna slík samtök enda væri slíkt varla framkvæmanlegt þótt stofnað væri til löggjafar slíks efnis. Um hitt hefír hinsvegar verið deilt, hvort lögverndaður réttur hagsmunasam- taka til þess að gera starfsréttindi einstaklinga háð aðild að samtökun- um bijóti ekki í bág við almenn mannréttindi, en ekki verður það nánar rætt hér. En hvað snertir hættuna á því, að fjársterkir aðilar geti öðlast ein- okunar- eða fákeppnisaðstöðu á markaði, sem er frjáls í þeim skiln- ingi að ekki er um beina opinbera íhlutun að ræða, þá er það undir tvennu komið. í fyrsta lagi því, hversu stór markaðurinn er og í öðru lagi undir því, hversu mikillar verndar innlendir framleiðendur njóta gagnvart samkeppni erlendis frá. Vegna þess hve íslenzki markað- urinn er lítill og einangraður er mik- il hætta á því, að tilraunir til þess að koma hér á fijálsum markaði endi í fákeppni og jafnvel einokun. Það er því óraunhæft að tala um slíkan markað, nema löggjafarvaldið setji viðskiptareglur, sem geri slíka skipan mála virka. Hér á landi hafa sem kunnugt er nýlega verið sett samkeppnislög sem var góð og nauð- synleg ráðstöfun. En það er ekki nóg. Hér á landi getur ekki orðið um virka samkeppni að ræða nema á mjög takmörkuðum sviðum nema létt verði í miklu ríkari mæli en nú er hömlum á innflutningi erlends varnings sem keppir við innlenda framleiðslu. Auðvitað verða þeir inn- lendu framleiðendur sem notið hafa verndarinnar að fá aðlögunartíma. En þyki ekki fært að stíga slíkt skref hljótum við í náinni framtíð að drag- ast í lífskjörum verulega aftur úr þeim grannþjóðum okkar er við eink- um höfum viðskipti við. Höfundur er prófessor. Fyrstu réttir haustsins í Hrútatungurétt á sunnudag Um fímm þúsund fjár af Staðahreppsafrétti FYRSTU réttir haustsins voru á sunnudag, í Hrúta- tungurétt í Hrútafirði. Alls er fé frá um tugi bæja í Hrútafirði á Staðahrepps- afrétti, og í leitunum á föstu- dag og laugardag safnaðist 1.700-1.800 fjár auk Iamba, alls um 4.500-5.000 skepn- ur. Hrútatungurétt nýtur mikilla vinsælda hjá ungum sem öldnum, enda iðulega með fyrstu réttum haustins. Fjallkóngur ársins er Þorsteinn Sigurjónsson, bóndi á Reykjum. Leitir gengu vel, enda var mikil veðurblíða alla helgina. Mál manna var að af fjalli kæmu væn- A við lambið HUN var hvergi smeyk, sú stutta, við íslenska fjallalambið sem nýkom- ið var af Staðahreppsafrétti. Tekið í nefið TVEIR fyrrverandi fjallkóngar, þeir Böðvar Þorvaldsson, bóndi á Akurbrekku, og Böðvar Daníelsson, fyrrverandi bóndi í Fossseli, létu sig ekki vanta í Hrútatungurétt í haust frekar en fyrri ár. ir dilkar, þótt færra fé sé nú í Staðahreppi en fyrir nokkrum árum, er 7-8 þúsund fjár kom af fjalli. Réttað var viku fyrr nú í haust en árið áður, enda höfðu orðið nokkrar frostnætur til fjalla seinnipart ágústmánaðar og grös farin að falla. Réttarstemmningin var þó söm við sig, kvenfélagið var með kaffisölu og tombólu, og fólk dreif víða að. Næstkomandi laugardag verða svo seinni leitir, og þá verður einnig hrossarétt. Með tvær í takinu Morgunblaðið/Þorkell FJALLKÓNGURINN Þorsteinn Sigurjónsson, bóndi á Reykjum, tekur hér hraustlega á tveimur skjátum sem ekki rötuðu rétta Ieið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.