Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 32

Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Sjónarhorn Lög um hvatningu til erlendra fjárfestinga eftir Jónas Fr. Jónsson FYRIR nokkru átti ég spjall við ísraelskan lögfræðing sem hér var á ferð í tengslum við opinbera heimsókn. í samtalinu bað hann mig um enska þýðingu af „lögUnum um hvatningu til erlendra fjárfest- inga á íslandi". Þegar ég sagði honum að við hefðum einungis lög um erlenda fjárfestingu en engin almenn ákvæði um hvatningu til erlendra fjárfestinga varð hann mjög undrandi. Aðrar þjóðir og erlend fjárfesting Flestar þjóðir leggja mikið upp úr því að laða til sín erlendra fjár- festa í von um að fjárfestingar þeirra auki umsvif í efnahagslífinu; nýtt fjármagn fáist inn í landið, fjöl- breytni atvinnulífsins aukist, at- vinnutækifærum fjölgi og skatt- stofnar breikki. Margvíslegar og mismunandi ívilnanir eru í boði fyrir erlenda fjár- festa. Má þar nefna ívilnanir varð- andi álagningu tekjuskatts, heim- ildir til flýtifyrninga á fjárfesting- unni, frávik frá ýmsum reglum og formsatriðum varðandi skipulag og starfsleyfi, sérsamningar við stétt- arfélög, ívilnanir varðandi fast- eignaskatta og undanþágur frá ýmsum gjöldum til hins opinbera, s.s. stimpilgjaldi o.þ.h. íslensk viðhorf íslendingar hafa ekki beinlínis keppst við að laða til sín erlent áhættufjármagn. Lagalegar hindr- anir hafa verið miklar og þegar erlendir aðilar hafa ráðist út í fjár- festingar að ráði, hefur þurft að setja sérlög, s.s. um álverið í Straumsvík, járnblendiverksmiðj- una á Grundartanga og kísilgúr- verksmiðjuna við Mývatn. •Ekki er hægt að segja að mark- visst kynningarstarf hafi átt sér stað á Islandi sem fjárfestingakosti og upplýsingar um slíkt hafa ekki legið fyrir á einum ákveðnum stað. Nauðsyn erlendra fjárfestinga Hugmyndir um ívilnanir fyrir erlenda fjárfesta eru hvergi settar fram vegna sérstakrar þjónkunar við útlendinga heldur af hag- kvæmnisástæðum. Þær ástæður eru ekkert síður fyrir hendi hér heldur en annars staðar í heiminum. Hér á landi hefur verið stöðnun í atvinnulífinu í sex ár. Eiginfjár- staða flestra fyrirtækja er veik og eclend skuldasöfnun þjóðarbúsins komin að hættumörkum. Atvinnulíf er einhæft og atvinnuleysi verður um 5% á árinu og skapa þarf um 15.000 ný störf fram til aldamóta ef það á ekki að fara vaxandi. Hér á landi þarf aukinn kraft í atvinnu- lífinu með nýju fjármagni. Breytt viðhorf Sem betur fer hafa viðhorf Jónas Fr. Jónsson manna til erlendra fjárfestinga ver- ið að breytast hin síðari ár. Nú hefur ný löggjöf verið sett með þá meginreglu að slíkar íjárfestingar séu heimilar. Ríkisstjórnin hefur uppi áform um að koma á fót kynn- ingarmiðstöð og fyrir liggja hug- myndir um skattaívilnanir vegna frísvæðis á Keflavíkurflugvelli. Hrinda þarf þessum góðu áform- um í framkvæmd en meira þarf til. Við þurfum að setja almenna lög- gjöf um þær ívilnanir sem erlendum fjárfestum bjóðast ef þeir fjárfesta fyrir einhveija lágmarksupphæð hér á landi. Fordæmi eru um slík ákvæði, bæði í þeim sérlögum sem hér hefur áður verið vitnað til óg einnig í þeim áformum sem uppi eru varðandi frísvæðið á Keflavík- urflugvelli. í þessu sambandi er einnig vert að íhuga hvort ofan- greindar reglur ættu ekki einnig að ná til innlendra fjárfesta fyrir ákveðna upphæð. Æskilegt er að íslensk viðskiptalöggjöf sé sam- keppnisfær við það sem tíðkast er- lendis, hvort heldur um sé að ræða erlenda eða innlenda fjárfesta. Ný sókn Skilyrði til þess að laða að er- lenda fjárfesta hingað til lands eiga ekki að vera verri heldur en al- mennt gerist. ísland verður aðili að hinu Evrópska efnahagssvæði sem veitir aðgang að Evrópumarkaði. Hér á landi hefur síðustu ár verið stöðugleiki í efnahagsmálum og stjómarfarið er stöðugt. Nóg er af vel menntuðu og þjálfuðu starfs- fólki auk þess sem samgöngur, fjar- skipti og fjármálaþjónusta ætti að teljast fullnægjandi. Með nýrri löggöf um hvatningu til fjárfestinga og markvissu kynn- ingarstarfi á Islandi sem fjárfest- ingarvalkosti eigum við að hefja nýja sókn í því skyni að auka fjöl- breytni og styrk atvinnulífsins og fjölga atvinnutækifærum hér á landi. 3 ODYRASTIR Við voram ódýrastir í fyrra og erum það enn og ætlum að vera það áfram. í okkar myndatökum er innifalið að allar myndir eru stækkaðar og fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. Verð frá kr. 12.000,oo Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Barna og fjölskylduljósmyndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4 30 20 liUJ.l.lUUIll Innlendir bjórframleið- endurkeppa á grundvelli verðs en ekkigæða - segir umboðsmaður Bitburger, sem vill fá sérstakt gjald á innfluttan bjór afnumið SAMKEPPNISRÁÐ hefur nú til meðferðar erindi sem Verslunarráð sendi fyrir hönd Bitburger Pils umboðsins á íslandi vegna verðlagn- ingar Áfengis- og. tóbaksverslunar á innfluttum bjór. ATVR leggur sérstakt 60% gjald ofan á innflutningsverð erlenda bjórsins og vill Verslunarráð fá úrskurð Samkeppnisráðs um það, hvort sú tilhögun standist gagnvart ákvæðum samkeppnislaga. Verslunarráð telur einnig Ijóst, að þessi gjaldtaka verði ólögmæt þegar samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tekur gildi. Þorsteinn Halldórsson, umboðsmaður Bitburger Pils, segir að með núverandi fyrirkomulagi geti innlendir framleiðendur keppt á grundvelli verðs í stað gæða og segir, að fái hann ekki fullnægjandi úrlausn málsins hjá innlend- um stjórnvöldum muni hann leita úrskurðar Eftirlitsstofnunar EFTA, þegar hún taki til starfa. Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins byggir útsöluverð á bjór á ýms- um forsendum. Ofan á kostnaðar- verð bæði erlendrar og innlendrar framleiðslu bætist 45% álag, svo- kallaður vínandaskattur, skilagjald og virðisaukaskattur. Ofan á verð innlenda bjórsins bætist síðan 25% ígildi vörugjalds en á verð erlenda bjórsins leggst 31,25% ígildi vöru- gjalds og 60% sérstök álagning. Þessi sérstaka álagning var 72% en hefur nú verið lækkuð sam- kvæmt ákvörðun íjármálaráðuneyt- isins um að lækka hana í áföngum og fella alveg niður árið 1996. Þorsteinn Halldórsson, umboðs- maður Bitburger Pils á íslandi seg- ir að núverandi fyrirkomulag feli í sér mikla mismunum milli erlends VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VEL-ADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS HJÖRULIÐAKROSSAR -LEGUR FARARBRODDI RJÖRUTÍU ÁR! FAB kúlulegur og rúllulegur leguhús Eigum á lager flestar gerðir af legum og hjöruliðakrossum í bíla og vinnuvélar. Ennfremur legur fyrir hverskonar framleiðsluvélar, iðnaðarvélar og bátagíra. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði. Það borgar sig að nota það besta! IIÍN precisíon hjöruliðakrossar Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVfK SÍM1: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 og innlends bjórs. „Þetta sérstaka gjald, sem er lagt á innlenda bjór- inn, leiðir til þess, að innlendir fram- leiðendur geta keppt á grundvelli verðs í stað gæða. Þegar maður rifjar upp umræður á Alþingi í tengslum við afgreiðslu bjórfrum- varpsins kemur í ljós, að þar var talað um að eðlilegt væri að innlend- ir framleiðendur fengju eins árs aðlögunartíma áður en þeir þyrftu að mæta samkeppni frá innflutn- ingi. Nú eru hins vegar liðin rúm- lega 4 ár frá því bjórsala var heimil- uð og þeir búa enn við þessa vernd. Þar fyrir utan má benda á, að inn- lendir framleiðendur höfðu auðvitað haft ákveðinn tíma áður en lögin tóku gildi, enda leið eitt og hálft ár frá því frumvarpið var samþykkt á þingi og til gildistökunnar. Þeir höfðu líka margir verið í fram- leiðslu og vöruþróun lengi; hafa þeir hjá Agli Skallagrímssyni ekki bruggað öl frá árinu 1917?“ í ósamræmi við samkeppnislög og samninginn um EES Þorsteinn segir, að margt bendi til að álagningin stangist á við ákvæði samkeppnislaganna sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Hins vegar virðist enginn vafi leika á um að álagningin verði ólögmæt eftir gildistöku EES samningsins. Þar sé meðal annars kveðið á um að stjórnvöldum sé heimilt að haga skattheimtu með hvaða hætti sem er, svo fremi að hún leggist með jöfnum þunga á innlenda og erlenda framleiðslu. Mismunun í þeim efn- um sé óheimil. Hið sama gildi um gjald, sem síðan nýtist aðeins eða sé endurgreitt innlendum iðnaði, jafnvel þótt gjaldið sjálft leggist jafnt á innlenda sem erlenda fram- leiðslu. Spurning hvort um niðurgreiðslu er að ræða Að sögn Þorsteins væri hægt að selja kippu af Bitburger bjór á 780 krónur í stað 960 ef gjaldið væri tekið af. Það myndi færa verðið niður fyrir það, sem innlendir fram- leiðendur bjóði nú upp á. Þá megi benda á, að ef sambærileg gjöld væru lögð á innlenda framleiðslu og innflutta bjórinn og útsöluverðið héldist óbreytt, þá hefði það í för með sér að innlendu framleiðend- urnir fengju 30 krónum minna í sinn hlut af hveijum lítra. „Það má þess vegna spyija, hvort hér sé ekki um að ræða niðurgreiðslu á þessari vöru af hálfu ríkisins. Ég er ekki viss um það sé í samræmi við almenna stefna hér á landi í áfengismálum að niðurgreiða þessa vöru.“ Þorsteinn Halldórsson segir að lokum, að hér sé á ferðinni enn eitt dæmið um það, að íslendingar haldi að samningar um frelsi í milliríkja- viðskiptum geti verið einhliða. „ís- lendingar virðast telja það sjálfsagt mál, að þeir fái að selja afurðir sín- ar erlendis tollfijálst, en þeir geti hins vegar lagt háa tolla á innflutn- ing hingað. Slíkt gengur auðvitað ekki; samningar af þessu tagi hljóta að vera gagnkvæmir." Skuldabréf Helmingur bréfa Fisk- veiðasjóðs þegarseldur FYRSTA útboði Fiskveiðasjóðs á skuldabréfum á innanlandsmarkaði hefur verið vel tekið, að sögn Davíðs Björnssonar deildarsljóra hjá Landsbréfum. Ætla má að meira en helmingur bréfanna, að verð- mæti ríflega 300 milljónir króna hafi þegar verið seld. Verðbréfafyr- irtækin Kaupþing og Landsbréf annast útboðið. VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS „Markaðurinn hefur tekið mjög vel á móti bréfunum, enda er hér um að ræða traustan aðila og sterk- asta atvinnuvegasjóðinn,“ segir Davíð. Bréfin eru að nafnvirði ein milljón króna hið minnsta og hefur útboðið verið miðað við stóra fjár- festa. Kaupendur eru því flestir líf- eyrissjóðir og aðrir stofnanafjár- festar. í útboðinu eru boðin út skuldabréf að nafnvirði 600 milljón- ir króna með ávöxtunarkröfu 7,51%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.