Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 38

Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Skemmtilegt skógarlíf Kvikmyndir Amaldur Indriðason Skógarlíf („The Jungle Book“). %Sýnd í Bíóhöllinni og Bíóborg- inni. Leikstjóri: Wolfgang Reit- herman. Raddir: Phil Harris, Sebastian Cabot, Louis Prima, George Sanders og Stanley Holloway. Disney. 1967. Sambíóin hafa nú um nokkur ár boðið yngri kvikmyndahúsa- gestum upp á flestar ef ekki allar af perlum Walt Disney teiknimynd- anna auk þess sem þar hafa verið frumsýndar þær nýjustu eins og Litla hafmeyjan og Fríða og dýrið (Aladdín er væntanleg). Nýju myndirnar eru sérstaklega vel heppnaðar og hafa orðið til þess að menn tala um endurreisn Disneyteiknimyndanna; þær jafn- ast á við það besta sem gert var undir stjórn Walt Disneys eins og Gosa eða Mjallhvíti og dvergana sjö eða Skógarlíf, sem Sambíóin hófu sýningar á um síðustu helgi. Skógarlíf er lauslega byggð á sögu breska rithöfundarins Rudy- ards Kiplings og segir frá drengn- um Mógla sem elst upp á meðal úlfa en þegar tígurinn ógurlegi Seri Kan ógnar lífi hans er ákveð- ið að senda drenginn aftur í mann- heima og tekur pardusinn Bakír að sér að fylgja honum. Þeir lenda í margs konar ævintýrum; rekast á fjallhressan björn að nafni Balla, lævísa kyrkislöngu, marserandi fílahjörð, sérstaklega jassaða apa og huglausa hrægamma svo eitt- hvað sé nefnt. I Skógarlífi, sem frumsýnd var árið 1967, ári eftir að Disney lést, er gamansemin og syngjandi fjörið í fyrirrúmi og jafnvel spennan, þegar tígurinn ræðst á Mógla und- ir lokin, er blandin húmor og al- vöruleysi. Lögin eru afar skemmti- leg eins og „The Bare Necessities“ og apasöngurinn „I Wanna Be Like You“ og uppsetning þeirra, sér- staklega hins síðarnefnda, með því besta sem maður sér í söngatriðum teiknimyndanna. Fílahjörðin er góð en það er hreinasti unaður að horfa á atriðin með öpunum sem er há- punktur myndarinnar þar sem gott lag og texti er samansaumaður apafígúrunum og lamaðri tilraun bjarnarins til að bjarga Mógla úr höndum þeirra. Það er einmitt hið mannlega sálarlíf teiknimyndapersónanna sem gefa myndinni svo skondið yfirbragð og eiga raddir og af- bragðsgóður leikur Phil Harris (Balli) og Bretanna George Sand- ers (Seri Kan) og Stanley Hollowa- ys (Bakír) ekki svo lítinn þátt í að gefa fígurunum sitt mannlega eðli. I Skógarlífi tekst listamönnum Disneyfyrirtækisins sem fyrr eink- ar vel að samræma hljóð og mynd, texta og teikningar og eins og flestar Disneyteiknimyndirnar veitir hún góða skemmtun ungum og öldnum. • KENNSLA HEFST ÞRIÐJUDAGINN 14. SEPT. Gjaldskrá óbreytt frá liðnum vetri Systkinaafsláttur - fyrsta barnfullt gjald, • Afhending skírteina að " °sþar * ° fritt. Aukaafslattur efforeldrar eru einmg i Brautarholti 4, sunnudaeinn dansnámi. • KENNSLUSTAÐIR • Reykjavík Brautarholt 4, Ársel, Gerðuberg, Fjörgyn og Hólmasel. • Mosfellsbær • Hafnarfjörður • Innritun í síma 91-20345 frá kl.15til 22 að Brautarholti 4. • Suðurnes Keflavík, Sandgerði Grindavík og Garður. • Innritun í síma 92-67680 frá kl. 21.30 tíl 22.30. • SIÐASTIINNRITUNARDAGUR í DAG, 10. SEPTEMBER IVIÁ BJÓÐA ÞÉR í W I DAIIIS? myndmennt ■ Málun - teiknun Myndlistarnámskeió fyrir byrjendur og lengra komna. Vatnslitir, olía og teiknun. Upplýsingar eftir kl. 13.00 alla daga Rúna Gfsladóttir, sími 611525. ■ Keramiknámskeiðin Hulduhólum hefjast í október. Byijendaflokkar og framhaldsflokkar. Upplýsingar í síma 666194. Steinunn Marteinsdóttir. ■ Postulíns- og glermálun. Kennsla hefst mánudaginn 4. okt. Margt nýtt og spennandi. Athygli er vakin á aó sýning á verkum nemenda verður haldin í húsnæði Ispan, Smiðjuvegi 7, Kóp., 18.-26. sept. og verður opið kl. 14-18 daglega. Jónína Magnúsdóttir (Ninný), mynd- og handmenntakennari. hafin. Við bjóðum upp á nám í: Grunn- teikningu, líkamsteikningu, litameðferð, listmálun (með myndbandi), skrautskrift, -^arðhúsagerð, innanhússarkitektúr, hí- býlafræði og barnanámskeið í teiknun og föndri. Fáðu sendar upplýsingar um skólann og greiðslukjör i sima 91-627644 eða í pósthólf 1464, 121 Reykjavík. starfsmenntun ■ Stafsetningarnámskeið að hefjast eftir sumarhlé. Fagfólk - fagvinna. Upplýsingar og innritun í síma 668143 kl. 18-21 miðviku- daga og fimmtudaga. ■ NÝTT36 KLST. BÓKHALDSNÁM - Hlutverk bókhalds, bókhaldslög. - Virðisaukaskattur. - Bókfærsla raunhæfs verkefnis í tölvu. - Afstemmingar, frágangur, uppgjör. Ókeypis hugbúnaður innifalinn. Leiðbeinandi: Katrín H. Árnadóttir, viðskiptafræðingur. Leitið nánari upplýsinga í síma 624162. Viðskiptaskólinn, sími 624162. tölvur ■ Excel og Word námskeið hefjast 13. september. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Tölvuvélritun hefst 18. september. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Öll tölvunámskeið á PC/Windows og Maclntosh Hringið og fáið upplýsingar. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Tölvunámskeið. Tölvubókhald, OPUS-ALT. Tölvunotkun. Word for Windows. Öldungadeild Verzlunarskóla íslands. ■ Windows, WORD og EXCEL Ódýr og vönduð námskeið. Tónlist auð- veldar námið. Næstu námskeið: Windows 10. og 13. sept. Word 13.-16. sept. kl. 13-16. Excel 14.-17. sept. kl. 9-12. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Simar 621066 og 697769. ■ Tölvunámskeið - Fjárhagsbókhald. - Sölu- og viðskiptamannakerfi. - Launakerfi. - Verkbókhald. - Birgðakerfi. - Pantanakerfi. - Tollkerfi og verðútreikningur. - Framleiðsiukerfi og uppskriftir. - Stimpilklukkukerfi. - Búðakassakerfi. - Utflutningskerfi. - Tilboðskerfi. - Bifreiðakerfi. Kennt er á STÓLPA viðskiptakerfið. Hvert námskeið er 8 eða 4 tímar. Að- eins 4 til 5 nemendur og góðar leióbein- ingar fylgja hverju námskeiði. Hringið i síma 91-688055 og fáið sendar upplýsingar. KERFISÞRðUN HF. Skeifunni 17, 108 Reykjavík ■ Tölvuskóli í fararbroddi Úrval vandaðra námskeiða. Reyndir leið- beinendur. Kynntu þér námsskrána. Tölvuskóli Stjórnunarfélags (slands og Nýherja. Sfmar 621066 og 697769. ■ Heimanám Lærið tölvubókhald með úrvals leiðbein- ingum. Kennsluútgáfa af STÓLPA kost- ar aðeins kr. 3660,- með vsk. Bókin um STÓLPA fylgir. Sérstakur bók- haldslykill fyrir heimilisbókhaldið og 30 daga frí símaþjónusta. Pantið f sfma 91-688055. Greiðslukort eða sent í póstkröfu. KERFISÞRÚUN HF. Skeifunni 17, 108 Reykjavík tónlist ■ Pfanókennsla Get bætt við mig nokkrum nemendum. Jakobfna Axelsdóttir pfanókennari, Austurbrún 2, s. 30211. tungumál ■ Esperanto. Byrjenda- og framhalds- námskeið í esperanto. Upplýsingar f sfmum 2 72 88 og 65 88 10. ■ Þýskunámskeið Germaníu hefjast 20. september. Kynningarfundur verður fimmtudaginn 16. september í Lögbergi, stofu 102, kl. 20.30. Upplýsingar í síma 10705 frá kl. 11-12.30 og 17-19. ■ Enskunám f Englandi I Brighton á suðurströnd Englands er ódýr enskuskóli sem hefur verið starf- andi síðan 1962. Við skólann starfa ein- göngu sérmenntaðir kennarar. Hægt er að velja um margvísleg námskeið, s.s. almenna ensku og viðskiptaensku. Námskeiðin eru frá 2 vikum upp í 1 ár og sérstök sumarnámskeið. Skólinn hefur hlotið viðurkenningu Brit- ish Council til enskukennslu fyrir útlend- inga og er aðili að ARELS, samtökum viðurkenndra skóla í enskukennslu. Nánari upplýsingar veitir fulltrúi skólans á Islandi f síma 93-51309, Guðný. Mímir Hraðnámstækni Skemmtu þér og vertu mörgum sinnum fljótari að læra. Nýjustu kennsluaðferðir auðvelda þér námið. Enska - þýska - spænska 10 vikna námskeið hefjast 22. sept. Símar 10004 og 21655. ■ Enskunámskeið Hin sívinsælu 7 vikna námskeið ensku- skólans eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. ★ 10 nemendur hámark í bekk. ★ 10 kunnáttustig. ★ Enskir sérmenntaðir kennarar. ★ Markviss kennsla í vinalegu umhverfi. Hafðu samband og fáðu frekari upplýs- ingar um þessi og önnur spennandi nám- skeið sem eru að hefjast. Enskuskólinn, Túngötu 5, sími 25900. Enska málstofan ■ Enskukennsla: J Vantar þig þjálfun í að tala ensku? Við bjóðum námskeið með áherslu á þjálfun talmáls. Fámennir hópar. Nýir nemendur geta byrjað hvenær sem er. Einnig bjóðum við námskeið í viðskipta- ensku og einkatíma. Upplýsingar og skráning • f sfma 620699 frá kl. 14-18 alla virka daga. ýmislegt ■ Bókhald. Bókhald fyrir byrjendur og lengra komna. Öldungadeild Verzlunarskóla íslands. ■ Sjálfseflingarnámskeið Á námskeiðinu er m.a. fjallað um htið sjálfstraust, áhrif þess á daglegt lff og markmið. Áhersla er lögð á leiðir til sjálfseflingar þ.m.t. beiting slökunar. Einnig er rætt um samskipti milli fólks og vænlegustu leið til árangurs. Námskeiðið hefst laugardaginn 11. sept. og lýkur 28. okt. Nánari upplýsingar og skráning í síma 811335ogeftirkl. 17.00 ísíma 15404. Aðgát Félagsráðgjöf og sál- fræðiþjónusta, Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafi. ■ Sálrækt • Styrking líkama og sálar. • JBody-therapy“. • „Gestalt". • Lífefli. • Líföndun. • Dáleiðsla. • Slökun. Kvíðastjórnun með meiru. • Námskeið að hefjast. Sálfræðiþjónusta Gunnars Gunnarssonar, s. 641803. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Aðeins 4 nem. íhóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. fjármál ilíi Fræðsla fyrir Fatlaöa oq Aðstandendur ■ Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur ■ Að flytja að heiman Námskeið haldið í Reykjadal í Mos- fellsbæ fyrir hreyfihamlað fólk sem býr í heimahúsum, á stofnunum eða er ný- flutt að heiman svo og aðstandendur. Föstudagur 24. september kl. 14-17: Húsnæðismöguleikar hreyfihamlaðra. Ingi Valur Jóhanns- son, fél.málaráðun., Ásgerður Ingimars- dóttir, Ö.B.I., Jón Sigurðsson, SEM. Laugard. 25. sept. kl. 9-17: Sjálfstæð búseta, stoðþjonusta, félagsleg einangr- un. Ásdís Jónsdóttir, sjúkraþj., Dísa Guð- jónsdóttir, félagsráðgj., Erla Jónsdóttir, félagsráðgj., Hrefna Jónsdóttir, iðjuþj., Jóhann Thoroddsen, sálfr. o.fl. Sjónarhorn og reynsla fatlaðra. Oddný Óttarsdóttir, Sigrún Pétursdóttir. Sjónarhorn og reynsla foreldra. Jóhanna Stefánsd., Karitas Sigurðard. Hópumræður verða báða dagana. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Upplýsingar og innritun í síma 91-10933 milli kl. 19.00-21.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.