Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 40

Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Guðborg J. Brynj- ólfsdóttir — Minning Fædd 11. júlí 1918 Dáin 30. ágúst 1993 Þegar byljir bresta á best að allir megi Leika sér að ljósmynd frá liðnum sumardegi. (Hjörleifur Kristinsson frá Gilsbakka) Sólheitur sumardagur í Eyjafirði. Lognið svo algert að allt virðist hætt að draga andann. Fjöllin standa á haus í Eyjafjarðaránni — fegurðin ólýsanleg. Nokkur böm að leik við ána. Þau busla og njóta lífsins og tilverunnar eins og börn- um einum er lagið. Allt í einu kem- ur kona hjólandi eftir veginum. Konan er dökkhærð, grönn með glampa í brúnum augum og hún er á grænum sundbol einum fata. ' Hún er eins og álfkona úr ævintýri og hún heilsar bömunum glaðlega. Börnin líta upp úr leik sínum. Þau heilsa feimnislega, þeim fínnst eins og ævintýravera hafi ávarpað þau. Allt í einu gellur eitt barnið við: „Nei, þetta er Borga frænka, komið þið við skulum tala við hana,“ og krakkaskarinn þýtur upp á veg. Þau umkringja konuna á hjólinu og nú ^ er öll feimni horfin, þau blaðra hvert upp í annað og konan hlær og spjallar við þau og á einhvern dular- fullan hátt töfrar hún fram „bols- íur“ — hvaðan vitum við ekki — en „bolsíurnar“ renna sætar og ljúf- Blómastofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Stmi 31099 Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. ar á tungunni og stundin ógleyman- leg. Þegar konan hefur kvatt okkur krakkana og er horfin í sólarátt fram í fjörð segir eitt bamið: „Hún er eins og falleg dúkkulísa." Já, þetta er fyrsta „ljósmynd minninganna" sem ég á um Borgu frænku. Hún hét fullu nafni Guð- borg Jómnn Brynjólfsdóttir og var fædd á Gilsbakka í Austurdal í Skagafirði 11. júlí 1918, yngsta barn afa míns og ömmu, þeirra Brynjólfs Eiríkssonar frá Skata- stöðum og Guðrúnar Guðnadóttur frá Villinganesi í Lýtingsstaða- hreppi. Hún ólst upp með foreldrum sín- um og frændfólki á Gilsbakka fyrstu ár ævinnar og alla tíð síðan skipaði Skagafjörður sérstakan sess í huga hennar þar voru hennar helgu vé - hennar „voraldarveröld". Yfir heim eða himin, hvort sem hugar þín önd. Skreyta fossar og flallshlíð öll þín framtíðarlönd. fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín. Nóttlaus voraldar veröld, þar sem viðsýnið skín. ' (St.G.St.) 12 ára gömul fluttist Borga frá foreldrum sínum inn í Eyjafjörð, að Stokkahlöðum í Hrafnagils- hreppi. Þar varð hún mjólkursendill á búi bróður síns Eiríks, ráðsmanns í Kristneshæli. Viðskilnaðurinn við foreldra, ættingja og Skagafjörðinn hennar kæra varð þessu næmgeðja barni mikil raun. Þrátt fyrir velvild alls heimilisfólksins sótti á stundum að henni heimþrá svo mikil að hún bar ekki af sér, þá var þrautalend- ingin að hlaupa upp að fossi og láta hugann reika vestur að Gils- bakka þar sem fossar bernskunnar steyptust fram í illkleifum gljúfrum. Hún sagði mér eina sögu frá þess- um árum, þegar hún var mjólkur- sendill og fór með mjólkina á hest- vagni milli Stokkahlaðna og Krist- neshælis. Eitthvert vor í kalsaveðri og rigningu var hún á ferðinni með mjólkina og vegna kundans var hún dúðuð í stórtreyju og hafði derhúfu á höfði og slútti fram derið. Á leið sinni heim mætti hún stórbónda á leið í kaupstað og þegar þau mætt- ust sagði bóndinn: „Sæll vertu drengur minn.“ Og þá hugsaði ég með mér, sagði Borga, að líklega yrði ég alltaf álitin lítill drengur. En það álit átti nú eftir að breyt- ast, því að „drengurinn litli“ óx upp og breyttist í álfamey, sem snart viðkvæma strengi í bijóstum ungra manna í Eyjafirði. Það átti þó ekki fyrir henni að liggja að bindast neinum þeirra böndum. Hennar álfasveinn kom vestan af ísafirði og var kallaður Alló. Albert Sig- urðsson heitir hann fullu nafni og þau settu saman bú á Akureyri, í gamla Búnaðarbankahúsinu við Ráðhústorg. Þetta hús stendur nú út við Lónsbrú, nokkurs konar út- vörður Akureyrarkaupstaðar. Og hér hefst næsti þáttur ævin- týrisins um Borgu frænku mína. Ekki svo að skilja að rishæðin í Búnaðarbankahúsinu væri nein ævintýrahöll í veraldlegum skiln- ingi. Þetta var risíbúð undir súð. En þangað var gott að koma. Þang- að vandi ég komur mínar á skóla- árum mínum á Akureyri og þetta var í mínum huga eins og að ganga inn í ævintýralandið. Á sama hátt og frænka mín töfraði fram „bols- íurnar“ forðum daga, töfraði hún fram bestu veitingar þarna undir súðinni. Og við hlógum saman. Við sögðum hvor annarri sögur, drukk- um kaffi, og hlógum. Þetta voru góð ár, það var gott að hlæja með þeim Borgu og Alló, þau voru sam- hent í rausn sinni og löðuðu að sér fólk. „En sorgin gleymir engum.“ Þessir vinir mínir frá æskuárunum kynntust sorginni af eigin raun. Þau eignuðust ekki böm saman og það varð þeim mikið sorgarefni. Og eins og dúkkulísur bernskunnar lenda stundum í hremmingum, þannig lenti álfkonan, frænka mín í ýmsum erfiðleikum. Að lokum fór svo að þau skildu að skiptum, hún og Alló, og það var ekki lengur hlegið undir súð í Búnaðarbankahúsinu við Ráð- hústorgið. .1. LEIKMANNASKÓLIÞJÓÐKIRKJUNNAR FRÆÐSLUDEILD KIRKJUNNAR GUÐFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Triífræðsla fyrir almenning Vetrarnámskeið Haustönn 1993 Inngangsfræði Gamla testamentisins. Kennari: Gunnlaugur A. Jónsson. Miðvikudagskvöld (3x): 22. sept. - 6. okt. Inngangsfræði Nýja testamentisins. Kennari: Kristján Búason. Miðvikudagskvöld (3x); 13.-27. okt. Trúfræði. Kennari: Einar Sigurbjörnsson. Miðvikudagskvöld (5x): 3. nóv. - 1. des. Styttri námskeið Helstu trúarbrögð mannkyns. Kennari: Gunnar Jóh. Gunnarsson. Mánudagskvöld (4x): 4.-25. okt. Um tilgang lífsins. Kennari Páll Skúlason. Miðvikudagskvöld: (4x): 3.-24. nóv. Vorönn 1994 Helgisiðir og táknmál kirkjunnar. Kennari: Karl Sigurbjörnsson. Miðvikudagskvöld (5x): 12. jan. - 9. feb. Siðfræði. Kennari: Björn Björnsson. Miðvikudagskvöld (5x): 16. feb. - 16. mars. Sálgæsla. Kennari: Sigfinnur Þorleifsson. Laugardagur 19. mars kl. 10—16. Þjónusta leikmannsins í kirkjunni. Kennari: Halla Jónsdóttir. Laugardagur 26. mars kl. 10-16. Leiðsögn við lestur Biblíunnar. Kennari: Sigurður Pálsson. Þriðjudagskvöld (4x): 18. jan. - 8. feb. Nýtrúarhreyfingar. Kennari: Þórhallur Heimisson. Miðvikudagskvöld (4x): 19. jan. - 9. feb. Kristin íhugun. Kennari: Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Miðvikudagskvöld (4x): 16. feb. - 9. mars. Innritun og nánari upplýsingar á Biskupsstofu, Suðurgötu 22. S. 621500/12445. V_________________________________________________________________________________/ Sárt er gijótið undir il ei þó leggi bijótum. En græna jörð ég ganga vil gjama berum fótum. (Jónas Hróbjartsson) Og hér hefst þriðji þáttur ævin- týrisins. Vorið 1958 flyst frænka mín búfrerlum suður í Hveragerði. Þar hóf hún störf 15. maí ’58 við Heilsuhæli Náttúrulækningafélags- ins og við þá stofnun starfaði hún til 30. september ’88 eða í 30 ár. Á Heilsuhælinu eignaðist hún marga góða vini úr hópi samstarfs- manna. Á engan held ég að sé hall- að þó ég nefni Helgu Eggertsdótt- ur, húnvetnska kjarnakonu, en þær frænka mín og hún bjuggu í sam- liggjandi íbúðum um áratugaskeið og höfðu sameiginlega forstofu. Það var ævintýralega skemmtilegt að heimsækja þær stöllur. Og enn var hlegið. Við sögðum sögur og hlóg- um. Nú voru það einkum ferðasög- ur, sem sagðar voru, því að þær Borga og Helga voru óforbetranleg- ir flakkarar. A sjötugsaldri ferðuð- ust þær á Skodanum hennar Helgu um fjöll og firnindi. Og þær lentu í ævintýrum. Stundum festu þær bílinn í straumþungum ám og voru dregnar sótbölvandi til sama lands, því að þær ætluðu yfír ána. Og stundum tjölduðu þær innan girð- ingar, þar sem geymd voru mannýg naut, en slíkar skepnur voru eitt af fáu sem skotið gat Helgu skelk í bringu. En að öllu þessu hlógu þær, þegar heim var komið. Og þær gáfu mér hlutdeild í gleði sinni og leyfðu mér að hlæja með. En þær gerðu fleira en að hlæja. Þær spil- uðu á spil af hreinni ástríðu. Og þær höfðu ársreikning í spilunum og valt á ymsu með uppgjörið. Oft- ast held ég nú að ég hafi grætt mest á uppgjörinu, þó að ég spilaði stopult. En það stafaði af því, að sú sem vann, bauð mér ávallt í sig- urlaunin og þau voru ekki skorin við nögl, fremur en „bolsíurnar" forðum daga. En ekkert varir að eilífu. Vinnur tímans elfur á æskuminningunum Helga fluttist frá Hveragerði og alla leið til Ameríku og mér er næst að halda að þá hafi frænka mín saknað vinar á svipaðan hátt og hún saknaði æskustöðvanna á Gilsbakka. En margir urðu til að létta henni söknuðinn. Ber þar fyrst að nefna samstarfskonu hennar um margra ára skeið Jónu Einarsdóttur og mann hennar Jón Helga Hálf- dánarson. Gísli Freysteinsson var henni ómetanleg hjálparhella mörg síðustu árin og sama gildir um Steinunni Jóhannsdóttur. Ekki má gleyma æskuvinkonunni Maríu Indriðadóttur, frá Dvergsstöðum í Eyjaflrði, sem af eyfírskri tryggð studdi vinkonu sína til hinstu stund- ar. Marga fleiri mætti telja, þó að ekki verði gert hér, en innilegar þakkir, okkar skyldmenna Borgu, á allt þetta góða fólk. Nú er Guðríður Brynjólfsdóttir ein eftirlifandi af systkinunum, börnum Guðrúnar og Brynjólfs. Hún býr í hárri elli í Garðabæ og allt til hins síðasta studdi hún syst- ur sína með ráðum og dáð. Hennar missir er mikill því að með þeim systrum var einkar kært alla tíð. Það er komið að leiðarlokum. Lífsgöngu frænku minnar, hennar Borgu, sem var eins og dúkkulísa eða ævintýraprinsessa, er lokið. Hún ferðast ekki framar um há- lendi íslands. Hún gistir ekki oftar í gamla rafstöðvarhúsinu á Klaustri. Hún þeysir ekki oftar á gæðingum um grænar grundir. Hún dansar ekki oftar djúpan tangó eða hraðan vals, svo listilega að aðrir dansarar verða eins og steinrunnin tröll. Hún er farin í þá ferð, sem bíður okkar allra. ferðina til fyrir- heitna landsins, þar sem fjöllin standa á haus í vatnsfletinum, þar sem sorgin sefast í nið lækjarins, þar sem vinir hlæja við undirleik fossins og dúkkulísur bemskunnar töfra fram „bolsíur“ á yfirskilvitleg- an hátt. En hún lagði ekki upp í þessa ferð óundirbúin. Hún var löngu ferðbúin og beið þess að himnasmiðurinn fengi henni reið- skjóta við hæfi. Nú veit ég að hún þeysir á gæðingum á grundum himnaríkis, hlær og horfir með glampa í brúnum augum út í nótt- lausa voraldarveröld. Guðs blessun fylgi þér Borga mín, einhverntímann hittumst við á grænum grundum eilífðarinnar, sláum í spil og lítum í glas og skál- um fýrir Skagafírði og skagfirskum gæðingum. Þá verða nú bruddar „bolsíur“ og hlegið eins og forðum daga. Góða ferð. Hittumst heilar á Kili. Þín „stórfrænka" Edda Eiríksdóttir frá Kristnesi. Á haustdögum sjáum við litbrigði jarðar og fuglana hverfa til annarra landa. Svo er einnig með mannfólk- ið, það hefur vistaskipti, en sumir koma ekki aftur. Hinn 21. septem- ber 1964 hóf undirrituð störf á Heilsuhæli NLFÍ Hveragerði og frá þeim degi hófust kynni okkar Guð- borgar Brynjólfsdóttur sem nú er kvödd í dag frá Görðum á Álfta- nesi. Guðborg var fædd í Skaga- firði, en frá Akureyri fluttist hún til Hveragerðis í maí 1958, til starfa á Heilsuhæli NLFÍ. Þar var hún síðar skrifstofustjóri til ágústloka 1988. Þega ég lít til áranna okkar á skrifstofunni finn ég fyrir þakklæti að hafa verið svo lánsöm að eign- ast vináttu og tryggð hennar. Guð- borg var ekki allra, en þeir sem hún batt tryggð við voru vinir hennar, en hún var jafnframt óeigingjörn og nægjusöm í vináttu sinni. Til vinnu var hún kröfuhörð fyrst og fremst á sjálfa sig enda kappsöm og fljóthugi. Heilsuhælið var byggt upp af hugsjón og þeir starfsmenn sem léðu sína krafta í ómældri vinnu eru margir hveijir horfnir eða hætt- ir störfum og Guðborg var ein af þeim. Lágvaxin og nett, alltaf smekklega klædd, hafði yndi af ferðalögum jafnt erlendis og hér heima. Útivera átti hug hennar meðan heilsa leyfði. Þessar myndir skjótast fram. Guðborg var bókelsk og fróð, hún átti líka auðvelt með að setja saman í bundið mál en var spör á það því að hún var kröfuhörð þar við sig eins og ævinlega. Veraldlegur auður var ekki það sem hún sóttist eftir, hún beinlínis hafnaði honum af meðvitaðri nægjusemi. Einfaldleikinn og aðrar víddir í bóklestri og tónlist var henn- ar nægtabrunnur. Nærvera hennar var góð. Hún var ekki fyrir börn, en samt nutu börn nærveru hennar því hún virti þau og því fengu börn- in mín hennar vináttu þegar þau voru lítil og fullorðin. Haustið tók Guðborgu með í ferð- ina sem allir fara einhvern tímann. Kvödd er hún af mér og fjöl- skyldu minni. Mæt, góð vinkona og samstarfsmaður hefur fengið hyíld. Hvíli hún í friði. Jóna Einarsdóttir. HONDA, HONDA, HONDAH 91 HONDA ACCORD 2.2L EXI 4ra dyra, Deluxe útgáfa af Honda Acc- ord, ekinn 45 þús. km, óaðfinnanlegur, vínrauður, ABS, hraðastilling, rafmagn í rúðum, speglum, sæti, loftneti, samlæsingar, sóllúga, vindskeið- ar, vökva- og veltistýri, sjálfskiptur, leðurstýri, sérinnrétting, 15“ álfelg- ur, ný Michelin sumardekk, GoodYear vetrardekk, vél 150 din, bein inn- spýting. Nýr 2.950.000 Verð/tilboð 1.850.000 92 HONDA CIVIC ESI 4ra dyra, ekinn 24 þús. km. eins og nýr, stein- grár, sjálfskiptur, rafmagn i rúðum, speglum, samlæsingar, vökvastýri, 14“ felgur, VTEC 125 din 1600 vél, bein innspýting. Nýr 1.700.000 Verð/tilboð 1.500.000 UPPLÝSINGAR í SÍMUM 91-654103, 678888.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.