Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Kr. Guðmundur Guðmundsson fyrrv. forsljóri — Minning" Kristján Guðmundur Guðmunds- son, fyrrverandi forstjóri íslenzkrar endurtryggingar, lézt hinn 29. ág- úst sl. Guðmundur fæddist 17. maí 1908 að Indriðastöðum í Skorradal og voru foreldrar hans hjónin Guð- mundur Guðmundsson, bóndi þar, og Hólmfríður Björnsdóttir. Guð- mundur ólst upp í Skorradal en fór til náms í Hvítárvallaskóla er hann var 18 ára að aldri. Þar var hann einn vetur en hélt síðan til Hafnar- fjarðar og útskrifaðist sem gagn- fræðingur úr Flensborgarskóla vor- ið 1928. Næsta vetur kenndi hann í Borgarfirði en haustið 1929 hóf hann nám i Menntaskólanum í Reykjavík og lauk námi þar á að- eins tveimur vetrum. Fyrri veturinn sat hann í 4. bekk en las námsefni 5. bekkjar utanskóla en þrátt fyrir þennan stutta námstíma varð hann dúx stærðfræðideildar á stúdents- prófí vorið 1931. Um haustið sigldi hann til Kaup- mannahafnar og hóf þar nám í tryggingastærðfræði og tölfræði og lauk hann prófi í þeim greinum vorið 1939. Hann minntist oft Hafn- aráranna og var greinilegt að þar hafði hann kynnst mörgum mönn- um, sem höfðu haft sterk áhrif á hann. Hann tók mikinn þátt í fé- lagslífi stúdenta og var hann for- maður Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn 1935-38. Að námi loknu hélt Guðmundur heim til Islands og hóf strax störf á sviði trygginga. Annars vegar hjá Sjóvátryggingarfélagi íslands hf. og hins vegar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hjá Sjóvá starfaði hann til ársins 1941 og hjá Tryggingastofn- un ríkisins til sama árs en var tryggingafræðingur stofnunarinnar til 1954. En hann var einnig kallað- ur til annarra verkefna. Haustið 1939, skömmu eftir upphaf heims- styrjaldarinnar, setti ríkisstjórn Is- lands bráðabirgðalög um stríðs- tryggingu íslenzkra skipshafna, þar sem m.a. var kveðið á um stofnun Stríðstryggingafélags íslenzkra skipshafna. Guðmundur kom við sögu við samningu laganna og síðar við samningu frumvarps til laga til staðfestingar bráðabirgðalögunum. í nóvember 1939 var hann ráðinn í hlutastarf hjá félaginu en í maí 1941 var hann ráðinn forstjóri þess og því starfi gegndi hann allt til ársloka 1978, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Guðmundur hóf á árinu 1940 kennslu í tölfræði við Viðskiptaháskólann og síðar við við- skiptafræðideild Háskóla íslands. Um nokkurt árabil kenndi hann einnig viðskiptareikning við deild- ina. Hann var skipaður dósent árið 1959 og þeirri stöðu gegndi hann til ársins 1979, en kennslu hætti hann á árinu 1980. Þeir eru því margir viðskiptafræðingarnir, sem nutu kennslu hans í tölfræði og viðskiptareikningi. Guðmundur var mjög farsæll í störfum sínum fyrir Stríðstrygg- ingafélag íslenzkra skipshafna og síðar Islenzka endurtryggingu. Hann hafði mikil áhrif á alla fram- kvæmd stríðsslysatryggingarinnar. Hlutverk hennar var eins og nafnið gefur til kynna að tryggja íslenzka sjómenn vegna slysa af völdum stríðsaðgerða. Félagið gegndi mjög mikilvægu hlutverki og stjórn þess og starfsmönnum tókst að leysa það hlutverk vel af hendi. Á árinu 1943 var gerð breyting á lögunum um félagið og þá þegar sá Guðmundur fyrir að finna yrði því nýtt hlutverk að stríði loknu. I hinum nýju lögum var ákveðið að nota sjóði þess sem fjárhagslegan grundvöll almennra endurtrygginga í landinu, einkum sjótrygginga. Á árinu 1947 var lögunum síðan breytt á þann veg að meginverkefni félagsins voru endurtryggingar og í samræmi við það var nafni félags- ins breytt í íslenzk endurtrygging. Engu að síður giltu eldri ákvæði um það hlutverk félagsins að sjá um stríðsslysatryggingar þar til félaginu var fyrr á þessu ári breytt í hlutafélag. Félagið varð fljótlega mjög virkt á sviði endurtrygginga og það var Guðmundi mikið kapps- mál að draga svo sem kostur væri úr endurtryggingum erlendis. í þessu skyni hafði félagið undir for- ystu Guðmundar forgöngu um stofnun svonefndra tryggingasam- steypa. í þessum samsteypum end- urtryggðu hin ýmsu frumtrygging- arfélög áhættur í ýmsum vátrygg- ingargreinum hjá íslenzkri endur- tryggingu, sem síðan endurtryggði hluta þeirra hjá öðrum aðildarfélög- um samsteypanna. Með þessum hætti náðist mun betri áhættudreif- ing en áður og jafnframt var unnt að fá mun marktækari niðurstöður úr tölfræðilegum athugunum á hin- um ýmsu áhættuþáttum. Hlutverk íslenzkrar endurtryggingar í þess- um samsteypum var raunverulega fimmþætt. Félagið dreifði áhættum milli aðildarfélaganna, það tók jafn- framt þátt í áhættunum, annaðist endurtryggingu erlendis að því marki sem innlendu félögin gátu ekki borið áhættuna, sá um töl- fræðilegar athuganir og annaðist jafnframt ýmsa ráðgjöf fyrir aðild- arfélögin. Frumraunin á þessu sviði varðaði stofnun samsteypu um fijálsar ábyrgðartryggingar á árinu 1953. Síðar komu til samsteypur um at- vinnuslysatryggingar og á árinu 1968 var stofnuð samsteypa um vátryggingar fiskiskipa yfír 100 lestir. Aður höfðu vátryggingarfé- lögin endurtryggt einstök fiskiskip í Englandi en vegna mikilla og tíðra tjóna höfðu iðgjöld hækkað mjög og raunar mun meir en íslenzkir vátryggingarmenn töldu eðlilegt. Guðmundur og samstarfsmenn hans hjá íslenzkri endurtryggingu áttu mikinn þátt í þeirri kerfisbreyt- ingu sem þá var gerð á fyrirkomu- lagi þessara vátrygginga, sem að mínu mati var mjög til bóta fyrir alla þá innlenda aðila sem hags- muna eiga að gæta í þessu sam- bandi. Starfsmenn frumtryggingarfé- laganna leituðu oft til Guðmundar um ráð varðandi lausn ýmissa vandamála sem upp komu í starfi þeirra. Hann var jafnan fús til að gefa ráð og það má segja að hann hafi verið lærimeistari stórs hóps vátryggingarmanna á starfsferli sínum. Kom það sér vel í þessu sambandi hversu fróður hann var á ýmsum sviðum lögfræðinnar og þá sérstaklega vátryggingaréttar, skaðabótaréttar og eignaréttar. Auk fyrrnefndra starfa vann Guðmundur einnig mikið ráðgjafa- starf fyrir lífeyrissjóði, samdi reglu- gerðir fyrir þá og reiknaði fjár- skuldbindingar þeirra. Þá annaðist hann um alllangt skeið útreikninga á fjártjóni fólks, sem hlotið hafði örkuml eða misst framfæranda af slysförum. Á árinu 1960 var Samband ís- lenskra tryggingafélaga stofnað og var Guðmundur einn af helztu hvatamönnum þess. Átti hann sæti í undirbúningsnefnd að stofnuninni en taldi hins vegar ekki við hæfi að hann sæti í stjóm þess sam- bands. Þá var hann einn helzti for- göngumaður að stofnun Trygginga- skólans, kenndi þar og var prófdóm- ari. Þegar Guðmundur lét af störf- um gerði Samband íslenskra trygg- ingafélaga hann að heiðursfélaga sínum vegna hinna margháttuðu og mikilvægu starfa hans í þágu íslenzkrar vátryggingarstarfsemi. Á árinu 1968 var Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga stofnað og valdist Guðmundur þar til for- mennsku fyrstu árin. Hann sat og í stjórn Álþjóðasambands trygg- ingastærðfræðinga um nokkurra ára skeið. Guðmundur var heiðurs- félagi félagsins. Guðmundi voru falin margvísleg trúnaðarstörf fyrir stjórnvöld á sviði vátryggingá- og lífeyrismála. Hann átti sæti í mörg- um nefndum og stjórnum, sem of langt mál yrði að telja upp hér. Þá átti hann sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um langt ára- bil fyrir hönd starfsmannanna svo og í stjórn Lífeyrissjóðs barnakenn- ara. Guðmundur var gjaldkeri Blindrafélagsins um áratugaskeið og var hann heiðursfélagi þess. Hann var um nokkurt árabil próf- dómari í stærðfræði við Mennta- skólann á Laugarvatni en stærð- fræði var honum alla tíð mikið hugðarefni. Þegar litið er yfir starfsferil Guðmundar og félags- málaafskipti hans er með ólíkindum hvérsu afkastamikill hann var, sér- staklega þegar haft er í huga hversu vandvirkur hann var. Fyrir hin margháttuðu störf sín var Guð- mundur sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu. Það má segja að Guðmundur hafí verið réttur maður á réttum stað á réttum tíma fyrir vátrygging- arstarfsemina á íslandi. Yfirburða þekking hans og hæfíleikar nýttust mjög vel á því þróunartímabili sem vátryggingarstarfsemin gekk í gegnum á starfstíma hans hjá ís- lenzkri endurtryggingu, en þar gat hann unnið að sameiginlegum hags- munamálum vátryggingarfélag- anna. Að mínu mati er hann sá maður sem hefur haft mest áhrif á þróun og eflingu heilbrigðrar vá- tryggingarstarfsemi hér á landi. Íslensk endurtrygging hf. stendur í mikilli þakkarskuld við Guðmund fyrir starf hans í þágu þeirra félaga sem voru forverar þess, þ.e. Stríðs- tiyggingafélags íslenzkra skipshafna og Islenzkrar endurtryggingar. Guðmundur hafði sterkan per- sónuleika og kom hreint og beint fram í samskiptum við fólk. Hann var mjög frábitinn allri sýndar- mennsku og tjáði skoðanir sínar um málefni skýrt og skilmerkilega og það var tekið tillit til þeirra. Hann fór ekki í manngreinarálit eftir efnahag eða starfstitlum, heldur réðu önnur gildi mati hans á ein- stökum mönnum. Raunar hygg ég að hann sé sannasti jafnaðarmaður- inn, sem ég hefí kynnzt, og það kom einnig fram í því, að ég varð aldrei var við að hans eigin hagsmunir hefðu áhrif á afstöðu hans eða gerðir. Guðmundur var góður húsbóndi sem lét sér annt um velferð starfs- fólks síns. Hann var ávallt reiðubú- inn til að miðla af reynslu sinni eða leiðbeina því, en lét fólk yfirleitt vinna sjálfstætt. Ég starfaði með honum síðustu fimm árin áður en hann lét af störfum en ég var ráð- inn til félagsins að hans undirlagi. Hann reyndist mér hinn bezti læri- faðir og það var mér dýrmæt reynsla að starfa með honum. Ég tók við góðu búi þegar ég tók við af honum sem forstjóri félagsins, fjárhagur mjög góður og viðskipta- sambönd traust og örugg. Fyrri kona Guðmundar var Ragnheiður kennari Kjartansdóttir, prófasts í Hruna Helgasonar og konu hans Sigríðar Jóhannesdóttur. Þau eignuðust tvö börn, Guðmund og Guðrúnu Möllu, sem þau misstu, er hún var á öðru ári. Guðmundur er doktor í eðlis- og tölfræði, giftur Dóru Reyndal, söngkennara, og eiga þau þrjú börn. Ragnheiður lézt 1949. Síðari kona Guðmundar er Amdís Bjarnadóttir, hjúkrunar- fræðingur, dóttir Bjarna Bern- harðssonar, bónda á Éyvindarstöð- um á Álftanesi, og konu hans Ragn- hildar Höskuldsdóttur. Þau Arndís eignuðust fjögur börn, Ragnheiði, Olaf, Bjarna og Hólmgeir. Ragn- heiður er doktor í stærðfræði, gift Christer Bennewitz, stærðfræðingi, og eiga þau þtjú börn. Ólafur er vinnuvélastjóri, í sambúð með Rósu Guðsteinsdóttur, sjúkraþjálfara, og eiga þau tvö böm. Bjarni er trygg- ingastærðfræðingur, giftur Sigríði Hermannsdóttur, líffræðingi, og eiga þau tvö börn. Hólmgeir er raf- magnsverkfræðingur, giftur Sig- rúnu Leifsdóttur, sjúkraþjálfara, og eiga þau tvö börn. Guðmundur hafði sterkar taugar til fæðingarsveitar sinnar, Skorra- dals. Þar byggðu þau hjónin sumar- hús og dvöldu þau þar oft sem og bömin og fjölskyldur þeirra. Fyrir ofan arininn á heimilinu í Bjarma- landi 24 er hella mikil úr Skarðs- heiðinni, sem hann tók sjálfur á bak sér og bar niður úr fjallinu. Hann hafði góð tengsl við sveitunga sína þar, sem leituðu oftlega ráða hjá honum. Þau Arndís höfðu ráðgert för í Skorradalinn laugardaginn 28. ágúst en eigi varð af því. Guðmund- ur veiktist aðfaranótt þess dags og lézt á sunnudeginum. Guðmundur átti því láni að fagna að halda and- legum og líkamlegum kröftum mjög vel, minni hans var gott, en það bagaði hann helzt að sjón hans hafði daprazt nokkuð síðustu árin. Langri og gifturíkri ævi góðs manns er lokið. Hann er kvaddur með virðingu og þökk um leið og eiginkonu hans og börnum er vottuð innileg samúð. Bjarni Þórðarson. Með Kr. Guðmundi Guðmunds- syni tryggingasérfræðingi og fyrr- verandi forstjóra íslenzkrar endur- tryggingar er fallin frá einn hinn valinkunnasti allra íslenskra vá- tryggingamanna, sá sem að öðrum ólöstuðum hafði meiri áhrif á þróun vátryggingastarfseminnar hér á landi um langt skeið en nokkur annar. Sérmenntun á sviði trygg- ingastærðfræði er ekki algeng á íslandi. Guðmundur var einn sá fyrsti hér á landi sem aflaði sér slíkrar menntunar. Menntunin er sérhæfð með áherslur á sviði hug- lægra greina eins og stærðfræði, líkindafræði og tölfræði. Þó er það svo að oft verður hlutskiptið stjórn- unarstörf, ráðgjafastörf og afskipti af undirbúningi löggjafar, ýmis skipulagsmál og að byggja upp frá grunni skilmála og grundvöll nýrra vátryggingagreina. Það varð í rík- um mæli hlutskipti Kr. Guðmundar Guðmundssonar. Hann gegndi um áratuga skeið starfi sem forstjóri endurtryggingafélags sem hafði miklu víðtækara hlutverki að gegna en að endurtryggja áhættu vá- tryggingafélaga. Segja má að Guð- mundur hafí á ferli sínum að meira og minna leyti lagt grundvöllinn að velflestum vátryggingagreinum sem á boðstólum voru hjá vátrygg- ingafélögum á sínum tíma. Hann var frumkvöðull að því að byggja hér upp nýjar vátryggingagreinar sem brýn þörf var fyrir svo sem almennar ábyrgðartryggingar, flókna vátryggingagrein þar sem boðin er vernd gagnvart skaðabóta- skyldu sem samkvæmt íslenskum lögum fellur á vátryggingartaka. Greinin var byggð upp af öryggi, og er ekki að fínna vátrygginga- greinar á íslenskum markaði þar sem grundvöllur var traustari, þrátt fyrir að reynslu skorti hér á því sviði. Vátryggingar fiskiskipastóls okkar, slysatryggingar sjómanna og annarra launþega og margar fleiri greinar voru skipulagðar frá grunni, skilmálar samdir, iðgjalda- grundvöllur fundinn og reglur um bótauppgjör mótaðar. Segja má að vátryggingastarfsemin hér á landi hafí slitið bamsskónum undir hand- aijaðri og leiðsögn Guðmundar og að hann hafi verið sú kjölfesta sem þessari starfsemi var nauðsynleg á tímum þegar engin löggjöf var til á þessu sviði en hún kom ekki fyrr en undir lok starfsferils hans, miklu seinna en í nálægum löndum. Á hans fund komu margir til að leita ráðgjafar og umsagnar um hin margvíslegustu málefni bæði á vá- tryggingasviði og öðmm svo sem á sviði almannatrygginga og lífeyris- sjóða og þegar ýmis lagasetning var í undirbúningi. Um það getur undirritaður vitnað um sem var starfsmaður Islenzkrar endurtrygg- ingar á árabilinu 1968-1973. Atti ég því láni að fagna að njóta leið- sagnar hans, nýkominn frá námi og starfi á þessu sviði á erlendum vettvangi. Kaffitímamir voru sér- stakir. Eigi ósjaldan komu þar ýmsir frammámenn þjóðarinnar sem fundað höfðu með Guðmundi en komu í kaffí með okkur hinum og vom eyru ungs starfsmanns opin fyrir því sem fram fór yfír kaffibollum um hin margvíslegustu málefni í þjóðfélaginu og oft bar málefni á vátryggingasviði á góma. Það var þroskandi og mótandi fyrir ungan mann að njóta samfylgdar Guðmundar og leiðsagnar og ómetanlegt veganesti til starfa síðar á öðrum vettvangi á sviði vátrygg- ingamála. Hann var okkur sam- starfsmönnum mikil og góð fyrir- mynd, vinnusemi hans og elja með ólíkindum og oftast var hann fyrst- ur í vinnuna á morgnana og seinast- ur heim að kvöldi. Mannkosti hans mat ég mikils. Hann var einn hinn ljúfasti maður sem ég hef kynnst. Jafnframt var hann mikill og sér- stæður persónuleiki. Það var heið- ríkja og góðleiki yfir svip hans, hann hafði ákveðnar skoðanir á mörgu, rökfastur var hann og hafði góða kímnigáfu. Ég votta Arndísi eiginkonu hans og börnum innilegar samúðarkveðj- ur okkar hjóna. Erlendur Lárusson. Hinn 29. ágúst sl. lést Guðmund- ur Guðmundsson tryggingafræð- ingur, áður framkvæmdastjóri ís- lenskrar endurtryggingar. Með Guðmundi er genginn sá Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar islenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. ai S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.