Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 53

Morgunblaðið - 07.09.1993, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 53 Hver var fyrsta konan til að leika golf á Islandi? Frá Skúla Magvússyni: ÞAR SEM ég er áhugamaður um kvennasögu og reyndar alla almenna sögu, datt mér í hug að varpa fram þessari spurningu hér á síðum blaðs- ins. Fyrir u.þ.b. 40-50 árum var golf talið íþrótt karlembættismanna í ís- lensku samfélagi en síðustu 20 árin hefur golf orðið að almenningsíþrótt. Hvað olli því? Ferill þess hér er því dálítið athyglisverður vegna þessarar öru þróunar. Lítill áhugi á íþróttasögu Ég hef oft furðað mig á því hve lítill gaumur hefur verið gefinn að íslenskri íþróttasögu jafn mikill áhugi og er á íþróttum. Einstök ung- mennafélög hafa gefið út vandaða sögú sína en flest íþróttafélög láta nægja að gefa út myndablöð þar sem engin raunveruleg saga birtist. Heildaryfirlit í bók, um sögu einstaka íþróttagreina, er ekki til. Á bak við störf ungmenna- og íþróttafélaga liggur merkilegur þáttur þjóðarsög- unnar. Hvaða áhrif höfðu þessi félög í þá átt að efla þjóðarvitund íslend- inga fram að stofnun lýðveldis 1944? Breyttist staða ungmennafélaganna við stofnun lýðveldis? Snemma gerðu íþróttamenn 17. júní að keppnisdegi sínum, raunar löngu áður en hann varð þjóðhátíðardagur. Hver var þáttur ungmennafélaga í menning- armálum þjóðarinnar fram um 1950? Fram að þeim tíma voru íþrótta- og menningarmál samtvinnuð en þá varð breyting á. Hvað olli því? Af hveiju var box bannað á íslandi? Eins og ég drap á hér áðan hefur sáralítið verið fjallað á fræðilegan hátt um íslenska íþróttasögu og mér sýnist að nemendur hér við Háskól- ann leiti frekar á önnur mið þegar huga skal að verkefni. Lengi ein- blíndu • menn á íþróttir fommanna og e.t.v. var það fyrir rómantísk áhrif þeirra að sum ungmennafélögin litu dagsins ljós fyrr á öldinni, eftir útkomu bókar Björns Bjarnasonar frá Viðfírði, sem var doktorsrit hans ef ég man rétt. En það er ekki síst saga íþrótta seinni áratuga sem vek- ur áhuga. Hvenær hófst box á ís- landi? Af hveiju var það bannað? Hveijir voru helstu „boxarar“ Islend- inga? En sáralítið er til um box á íslandi og þeir sem tóku þátt í því eru að hverfa af sjónarsviðinu. Með þeim mönnum fer einn hlutu af sögu íþrótta á íslandi. Stofnum félag um íslenska iþróttasögu En íslensk íþróttasaga er ekki ein- ungis saga átaka og afreka í sviðs- ljósi augnabliksins. Hún er um leið saga íþróttavalla og húsa, sundlauga og samkomuhúsa. Uppbygging þess- ara mannvirkja hefur víða tekið ára- tugi og á bak við það liggur merki- leg saga sem vert er að halda til haga. Ég held að áhugamenn um íslenska íþróttasögu ættu að mynda með sér félag og styðja unga nem- endur, sem hér eru við nám í sagn- fræði, til að vinna að ritun hennar ef áhugi þeirra beinist til þess. Án efa mætti nota eitthvað af Lotto-pen- ingum íþróttahreyfmgarinnar til þess ama og ég er varla í vafa um að félög úti um land myndu styrkja þessa starfsemi. Mér sýnist nefnilega að stór hluti þessarar sögu sé að glatast eða sé jafnvel glataður. íþróttir eru ekki síst stemmning augnabliksins, eins og leiklistin, og glæsilegt íþróttaafrek verður aldrei endurtekið á ný. Það vita allir. Þess vegna hafa menn stundum lítið hirt um að halda vitnisburði um.þau til haga. Ég held að sérstaklega þurfí að huga að sögu íslenskra íþrótta fram til 1950 og þá ekki síst víða úti á landi. Eftir það fer blöðum að fjölga og fréttir um íþróttir skipa æ stærra • rúm á síðum blaða og tímarita. Reyk- víkingar eru nokkuð vel settir að ég ætla með heimildir um iðkun íþrótta en mikið hefur sennilega glatast úti um land af heimildum, bæði rituðum og eins horfíð með fólki. Núna í at- vinnuieysinu ættu áhugamenn um íþróttasögu að huga að þessu, t.d. í samvinnu við sagnfræðinema hér í Háskólanum og nýta krafta þeirra. Söfnun heimilda gæti orðið fyrsta skrefið. En gaman þætti mér ef einhver vís maður gæti svarað spurningu minni hér í fyrirsögn greinarinnar og sent hér inn fáeinar línur um það. SKÚLI MAGNÚSSON Nýja Garði, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Ferðamálaráð- stefna á Græn- landi I frétt í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem sagt var frá aukinni sam- vinnu íslands og Grænlands í ferða- málum var sagt að ferðamálastefna sem halda á, á Grænlandi í lok sept- ember, verði haldin í Nordek en hið rétta er að hún verður haldin á vegum Vestnorden í Syðri Straums- firði. Betrunarhæli eða Nafn féu niður fyrirbyggjandi starf 4 4 4 h Frá Evu S. Einarsdóttur: FJÓRÐA ágúst síðastliðinn birtist greinarstúfur eftir mig í Morgun- blaðinu undir fyrirsögninni „Betra mannlíf' þar sem ég vék nokkrum orðum að meðferðarstofnunum, sem eru að sliga þjóðfélagið vegna kostn- aðar sem þeim fylgir. Samkvæmt fréttum virðast ráðamenn samt enn halda að eina lausnin til að bæta mannlífíð í landinu sé að byggja fleiri °g stærri meðferðarstofnanir til að koma nú öllu vandræðafólkinu fyrir, samanber umíjöllunina í fjölmiðlum að undanfömu um ástandið á Litla- Hrauni. Ákvörðun dómsmálaráðherra og ríkisstjómar í þeim málum var að veita mörg hundruð milljónir til byggingar á nýju „betrunarhæli“, það var eina lausnin sem þeir sjá í framtíðarmálunum. Aftur á móti heyrist ekki hósti eða stuna frá þess- um ágætu mönnum sem miðar að því að koma á einhveiju fyrirbyggj- andi starfi. Stundum finnst manni ákvarðanir sem blessaðir ráðherrarn- ir okkar taka minna mann einum of mikið á „Já, ráðherra“. Ég ætla að skjóta hér inn smásögu sem er fólki ágæt til umhugsunar: Kona ein sagði mér frá því nýlega að bróðir sinn hefði fengið sér hund. Honum var þá sagt að hann yrði að fara á námskeið til þess að læra um meðferð á hundum, hvemig ætti að þjálfa hundinn og nauðsynlegt væri að fara með hundinn í göngutúr minnst eina klukkustund á dag o.s.frv. Það væri jú ábyrgðarhluti að ætla sér að „eiga hund“ og á því þyrfti að hafa „góða þekkingu". Námskeið um meðferð hunda stend- ur nú fólki orðið til boða, og er það vel. Manninum varð þá hugsað til þess að hann ásamt konu sinni væri búinn að ala upp þijú börn. Hvergi hefði þeim staðið til boða námskeið um uppeldi bama, né um það mikla ábyrgðarhlutverk að vera foreldrar að koma bömum sínum til manns. „Þetta er nefnilega vandamálið í nútíma þjóðfélagi". Að mínu mati væri skynsamlegra að veita eitthvað af öllum þessum fjármunum sem eiga að fara til byggingar á betranarhæli í fræðslu í formi námskeiða fýrir verðandi foreldra um uppeldi bama og þá ábyrgð sem þeir era að taka á sig sem foreldrar. Sú fræðsla þyrfti að standa fólki til boða strax við fæðingu fyrsta barns. Þannig mætti fækka innlögnum og vistunum fjölda fólks á hinar ýmsu meðferðarstofn- anir og þar með minnka útgjöld þjóð- félagsins. Svona til þess að nefna aðeins hve vandamál barna og unglinga eru víða alvarleg í þjóðfélaginu vora samkv. tölum sem birtust í tímaritinu Hjúkr- un, 1-2 tbl. 1993, 106 einstaklingar undir 20 ára aldri teknir til meðferð- ar á Vogi á síðastliðnu ári. Nánast undantekningarlaust byijaði þetta fólk vímuefnaneyslu mjög ungt, allt niður í 11-12 ára aldur. Af þessu sést að stórlega virðist ábótavant að sumt fólk fylgist með eða geri sér grein fyrir ástandi barna sinna. Við það að fara svo ungur í neyslu ávana- efna stöðvast andlegur þroski og þessir unglingar eiga síðan oft við aga- og samskiptavandamál að stríða. Öllum ætti því að vera ljóst að tímanlega verður að leggja grann að fyrirbyggjandi starfi. Mér verður stundum hugsað til þess að við íslendingar státum okkur mjög af lágri tíðni ungbarnadauða hér á landi, sem er með því lægsta í heimi. Og fólk gerir jafnframt mikl- ar kröfur til fæðingarstofnana að ekkert fari úrskeiðis. En hvernig er svo hugsað um börnin í uppvextin- um? Skyldi fólk t.d. fara með börnin sín í göngutúr út í náttúruna í klukkutíma á hveijum degi? Eins og fólki finnst sjálfsagt að gera með hunda sína. EVA S. EINARSDÓTTIR Ijósmæðrakennari Digranesvegi 19, Kópavogi I Menningarblaðinu s.l. laugardag klippptist aftan af myndatexta á bls. c 3. Þar vantaði nafn annars leikarans sem fengið hefur samning við Borgarleikhúsið í vetur. Magnús Jónsson var ráðinn auk Eddu Heið- rúnu Backman. Málverkasýning Péturs Gauts Mishermt var í Morgunblaðinu á föstudaginn var, að sýningu Péturs Gauts í Portinu Hafnarfirði lyki á sunnudaginn 5. september. Hið rétta er að sýningin stendur viku lengur eða til sunnudagsins 12. september. Nafn vantaði 1 Morgunblaðinu á laugardag vantaði nafn Sigurbjöras Aðal- steinssonar annars af höfunudum heimildarmyndarinnar Tré og List í frétt af tilnefningum til Felix-verð- launanna sem afhent verða í Berlín í desember. Eru hlutaðeigandi beðn- ir velvirðingar á mistökunum. VinníngstöSur laugardaginn 2. 4ri5l 3. 4. FJOLDI VINNINGSHAFA 87 3.107 UPPHÆÐAHVHRN VINNINGSHAFA 2.453.725 212.940 8.444 551 Heiklarvinningsupphæð þessa viku: 5.326.190 kr. upplýsingarsímsvari91 -681511 lukkulIna991002 Hafir þú ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur þú ekki heilsu fyrir tímann þinn á morgun. Hallgrímur Þ. Magnússon læknir Boðið er upp á almenna leikfimi, þolfimi, yoga, l kennslu í sjálfsnuddi (Doing) og fræðslu um holla lifnaðarhætti. Heilsuræktin Seltjarnarnesi sími 611952 (í húsi sundlaugar Seltjarnarness). I DeLonghi 9 ELDUNARTÆKI FRÁBÆR TÆKI - Á ENN BETRA VERÐI DeLonghi innbyggingarofnar 7 gerðir. Hvítir, svartir eða stál. "Venjulegir" með yfir/undirhita og snúningsgrilli. "Fjölvirkir" með yfir/undirhita, blæstri og grilli. VENJULEGIR frá 30.640,- til 35.880,-A FJÖLVIRKIR frá 34.390,- til 48.990,- DeLonghi belluborð "Keramik". Hvít, svört eða stál: m/4 hraðhellum 41.600 m/3 hrað + 1 halogen 48.550 m/2 venjul. + 2 halogen 55.470 "Venjuleg". Hvít eða stál. 2ja eða 4ra hellu. Frá kr. 13.780 Gas og gas + raf helluborð. Hvít eða stál. Frá kr. 14.780 Ofangreint verð miðast við staðgreiðslu. Cóð afborgunarkjör, VISA/EURO raðgreiðslur, MUNALÁN /Fúnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 í miklu úrvali fyrir ungt fólk í námi. Þýsku Jugend húsgögnin eru til í mörgum gerðum og litum. Þetta eru vönduð húsgögn sem auðvelt er að raða í lítil og stór herbergi þvíþau eru fáanleg stök eins og hver vill. Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.