Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 54

Morgunblaðið - 07.09.1993, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Fundur um lífræna ræktun í Vík í Mýrdal Auðvelt fyrir Islendinga að stunda lífræna ræktun HÁTT á annað hundrað manns mættu á almennan fund sem hald- inn var í Leikskálum í Vík í Mýrdal síðastliðinn fimmtudag. Fram kom að auðveldara er fyrir Islendinga að fara út í þessa ræktun en margar aðrar þjóðir vegna þess að minna hefur verið notað hér af tilbúnum áburði en víða annars staðar og notkun eiturefna er í lágmarki. Mikill áhugi kom fram á lífrænni ræktun, en aðal- fyrirlesari á fundinum var Bernward Geier sem er framkvæmda- stjóri IFOAM sem eru alþjóðleg samtök þeirra sem stunda lífræn- an landbúnað. Auk hans tók Hervé La Prairie, fulltrúi stjórnar samtakanna, til máls, fulltrúar frá umhverfis- og landbúnaðarráðu- neytinu, heimamenn og fleiri. Fundarstjóri var Baldvin Jónsson. Fjallað um lífræna ræktun BERNWARD Geier frá Þýskalandi, framkvæmdastjóri IFOAM, spjall- ar við fundarmenn í Vík. Á fundinum kom fram að ráða- menn á íslandi hafa lítt hugað að lífrænum landbúnaði fram að þessu, en eftirspurn eftir lífrænum afurð- um hefur aukist og áhugi bænda fyrir lífrænum landbúnaði er einnig að aukast. Mýrdælingar eru nú komnir í gang með tilraun í þá átt að gera landbúnaðinn í hreppnum lífrænan og hefur hreppsnefnd Mýrdalshrepps ákveðið að fram- kvæmdir og ákvarðanir af þeirra hálfu taki mið af umhverfisvernd eins og til dæmis í skólp- og sorp- málum. Gunnar Á. Gunnarsson verk- '^fnisstjóri tilraunarinnar sagði að í raun væri þessi nýja stefnumótun í atvinnumálum Mýrdælinganna komin upp vegna samdráttar í hér- aðinu. Þeir hafa meðal annars kom- ið auga á þessa leið vegna þess að lífræn ræktun hefur þegar verið stunduð hjá þeim og góður árangur náðst bæði í grænmetisrækt og kornrækt og það væri ljóst að ís- lenskir bændur þyrftu að yfirstíga færri vandamál en kollegar þeirra annarsstaðar. Tilraunin væri hins vegar stutt á veg komin en mikil- vægt að þeir væru byijaðir og mundu í framtíðinni reyna að skapa sér vistkæra ímynd bæði í landbún- aði og ferðaþjónustu sem myndi hafa jákvæð áhrif á eftirspurn eftir vöru og þjónustu. í máli Gunnars kom einnig fram að fagleg þekking í þessum efnum er mjög lítil hér- lendis og hafa þeir þurft að leita út fyrir landssteinana í leit að þekk- ingu. Guðfinnur Jónsson bóndi í Skaft- holti Gnúpvetjahreppi talaði fyrir hönd þeirra bænda sem eru í líf- rænni ræktun. Hann sagði frá ný- stofnuðum samtökum þeirra sem þeir kalla VOR en það er skamm- stöfun sem stendur fyrir verndun og ræktun. Stofnendur í félaginu eru aðeins fimm og hafa þeir verið að skoða hvernig best sé að fara að við ræktunina. Þá hafa þeir einn- ig unnið að því að semja tillögur að reglugerð um lífræna ræktun og hafa þeir stuðst við reglugerð frá Norðmönnum. Eitt af aðal- markmiðum þeirra er að framleiða gæða matvöru í nægu magni, forð- ast skaðleg áhrif, tryggja fijósemi og fjölbreytileika tegundanna, skapa góð tengsl milli samfélagsins og bænda og að lífræna ræktunin geti orðið að lífvænlegri atvinnu- grein. Þá lagði hann áherslu á að ekki væri nóg að einn þáttur bú- skaparins væri lífrænn. Þetta yrði að gerast stig af stigi og taldi hann að 10 ára aðlögunartími gæti verið hæfilegur. Magnús Jóhannesson ráðuneytis- stjóri talaði fyrir hönd umhverfis- ráðuneytisins. Hann taldi þessa þró- un ánægjulegt skref í átt til sjálf- bærrar þróunar og einnig taldi hann að innan Evrópska efnahagssvæðis- ins þyrfti að vinna að því að koma því á að vistkærar matvöru yrðu sérmerktar. Þá sagði hann frá því að landbúnaðarráðuneytið hefði veitt einni milljón króna í að koma upp salernisaðstöðu í Dyrhólaey, meðal annars vegna þess að fram- tak Mýrdælinga í umhverfisvernd við Dyrhólaey væri til fyrirmyndar. Lífrænn landbúnaður leið út úr landbúnaðarkreppunni Bernward Geier rakti sögu líf- rænnar ræktunar í heiminum en hana má rekja allt aftur til ársins 1960. Hann sagði að sú kreppa sem ríkir í landbúnaði á íslandi væri ekkert einsdæmi. Bændur hvar- vetna í heiminum væru í vanda staddir og mætti segja að þeir stæðu á tímamótum. Annaðhvort að hætta búskap eða fara út í að breyta búskaparháttum. Hann telur lífrænan landbúnað réttu leiðina enda hefur sú aðferð skilað góðum árangri hjá þeim sem hafa farið út í hana. Lífrænar vörur séu nú ekki lengur dýrari en aðrar enda sé kostnaður við lífrænan landbúnað lægri þegar upp er staðið. Bændur í lífrænni ræktun selja vörur sínar oft beint til neytenda og geta einn- ig þannig haldið verðinu niðri. Geier rakti einnig stöðuna í markaðsmál- unum og kom þar fram að reiknað er með að eftir fimm ár verði í Þýskalandi öll fæða fyrir ungbörn lífræn, s.s. ávextir, grænmeti, mjólk o.fl. Þá muni vaxa upp kynslóð sem ekki hafi borðað annan mat og muni e.t.v. halda því áfram og þá þurfi ekki að hafa áhyggjur af markaðsmálunum. Annars taldi hann alla ábyrgð í þessum málum liggja hjá okkur neytendum. Það séum við sem veljum á milli að endingu. Geier kynnti einnig samtökin IFOAM, en á 5 árum hafa 500 fé- lög og stofnanir í 85 löndum geng- ið í samtökin en þau hafa aðsetur í Saar héraðinu í Þýskalandi. Mikill áhugi fundarmanna leyndi sér ekki í umræðum í lok fundar- ins. Ef marka má einhveijar niður- stöður af urnræðum má segja að þetta sé leið út úr vanda bændanna bæði efnahagslega og einnig til að skapa jákvæðari viðhorf almenn- ings í garð bændastéttarinnar. Menn voru sammála um að tiltölu- lega auðvelt væri fyrir íslenska bændur að fara út í lífrænan land- búnað miðað við önnur lönd þar sem mun meira hefur verið notað af til- búnum áburði svo ekki sé talað um skordýraeitur og önnur eiturefni. Nauðsynlegt væri að leyfa málum að þróast eðlilega og að þetta væri ekki eitthvað sem allir þyrftu að fara út í samtímis. Þá þyrfti ein- hvers konar eftirlit og viðurkenn- ingar að koma til, en slíkt mætti ekki verða að bákni eða setja mönn- um of þröngar skorður. UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 3. - 6. september 1993 Þúsundir manna söfnuðust sam- an í miðborginni aðfararnætur laugardags og sunnudags. Veður var hlýtt og milt. Hegðan fólksins var að öllu jöfnu góð, en handtaka þurfti nokkra óróaseggi og vista í fangageymslum. Þá þurfti lögregl- an sex sinnum að slökkva elda, sem kveiktir höfðu verið í rusli í mið- borginni aðfararnótt laugardags. Talið var að um þriðjungur fólksins aðfararnótt'laugardags hafi verið unglingar undir 16 ára aldri. At- hvarf fyrir unglinga var að þessu sinni í lögreglustöðinni við Hlemm. Þangað voru færðir á annan tug ölvaðra unglinga, bæði drengir og stúlkur. Reynt var að ná sambandi við foreldra þeirra, en í helmingi tilvika náðist ekki til þeirra. Hvar þeir voru og í hvernig ástandi er ekki vitað. Lögreglan mun reka neyðarathvarf að næturlagi næstu helgar, færa þangað ölvaða ung- linga og reyna að sjá til þess að þeir verði sóttir af foreldrum eða forráðamönnum. Ef ekki næst í forráðamenn unglinganna verða þeir vistaðir á viðeigandi stað uns til þeirra næst. Ekki á að þurfa að taka það fram hversu miklu máli það skiptir að foreldrar geri sér grein fyrir hvar börn þeirra eru á kvöidin og um nætur og í hvern- ig ástandi þau eru á hveijum tíma. 5 umferðarslys Samkvæmt dagbókinni var til- kynnt um 5 umferðarslys og 20 önnur umferðaróhöpp. Á föstu- dagsmorgun þurfti að flytja þrennt á slysadeild eftir árekstur þriggja bifreiða á Elliðaárbrúm. Skömmu eftir hádegi þann dag varð svo að flytja ökumann á slysadeild eftri harðan árekstur tveggja bifreiða í Logafold. Síðdegis á laugardag varð drengur fyrir bifreið í Huldu- landi. Fl}d.ja þurfti hann á slysa- deild með sjúkrabifreið. Skömmu síðar meiddist ökumaður eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu. Og aðfararnótt sunnudags varð gangandi vegfar- andi fyrir bifreið á Hofsvallagötu við Ásvallagötu, en sá gekk af vettvangi. Alls var tilkynnt um 10 líkams- meiðingar. Unglingur var skorinn á hendi í Pósthússtræti undir morgun á laugardag. Maður veitt- 'ist að konu í verslun í Hlíðunum um hádegisbilið, veist var að barni við Húsaskóla síðar þennan dag og unglingi var veittur áverki við busavígslu um kvöldið. Tennur voru slegnar úr ungum dreng síðar um kvöldið í austurborginni. Að- fararnótt sunnudags meiddist pilt- ur í átökum sem urðu við söluturn í miðborginni svo og annar í Aust- urstræti. Þá var veist að manni á Kalkofnsvegi við Kolaportið síð- degis á sunnudag. Til átaka kom í húsi í Bökkunum um kvöldið og varð einn aðili sár eftir. í flestum tilvikanna var um minniháttar meiðingar að ræða. Meðhníf Á laugardagsmorgun veittu lög- reglumenn því athygli að tveir pilt- ar voru að slást í Lækjargötu. Hélt annar þeirra á hníf. Sá var afvopnaður án þess að skaði hlyt- ist af og færður á lögreglustöðina. Ekki er vitað til þess að ölvaðir ökumenn hafi lent í umferðar- óhöppum um helgina, en 12 öku- menn, sem stöðvaðir voru í akstri eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Einn þeirra hafði vakið athygli á sér með því að aka um borgina með blátt blikk- andi ljós á þaki bifreiðar sinnar áður en hann var stöðvaður. Busavígslur hefjast nú við fjöl- brauta- og menntaskólana. Það er einlæg von lögreglunnar að ráða- menn skólanna og forsvarsmenn nemenda hafi það í huga að vígsl- urnar megi verða með sem frið- samlegustu sniði í ár. Ofbeldis- kenndar busavígslur eru engum til sóma. Á laugardagskvöld þurfti lög- reglan að bijóta sér leið inn í íbúð í Grafarvogi. Reykur hafði sést koma út úr íbúðinni, en við athug- un kom í ljós að húsráðandi hafði sofnað út frá potti á eldavél. Hús- ráðanda sakaði ekki, en nokkrar skemmdir urðu á íbúðinni. Aðfararnótt sunnudags komu 25-30 kvartanir frá íbúum í Graf- arvogi vegna flugeldasýningar, sem þar var að hefjast. Lögreglan lagði hald á flugeldana, eða það sem eftir var af þeim. Samkvæmt reglugerð er almenn notkun og sala skotelda til almennings óheim- il nema á tímabilinu 27. des. til 6. jan. að báðum dögum meðtöld- um nema með leyfi lögreglustjóra. Lögreglustjórum er heimilt að veita leyfí til flugeldasýninga í tengslum við hátíðahöld eða aðra skemmtistarfsemi þar sem al- menningi er heimilaður aðgangur. Samkvæmt reglum lögreglustjór- ans í Reykjavík veitir hann á tíma- bilinu frá 6. jan. til 27. des. stofn- unum, félagasamtökum eða öðrum slíkum leyfi til notkunar skotelda eða til flugeldasýninga í tengslum við hátíðarhöld eða aðra skemmti- starfsemi þar sem almenningi er heimilaður aðgangur að því til- skyldu að viðurkenndir aðilar, s.s. hjálpar- eða björgunarsveitir, ann- ist framkvæmdina að höfðu sam- ráði við slökkviliðsstjóra. Gæta ber að því að framkvæmdin valdi ekki ónæði eða raski næturró manna. Leyfi er ekki veitt einstaklingum. Sérstaklega ber að takmarka notk- un flugelda að vori til á meðan sina þekur jörð. Samþykki flug- málayfirvalda fyrir tímamörkum þarf að geta í umsókn, en hún þarf að hafa borist lögreglustjóra með a.m.k. viku fyrirvara. Margir voru handteknir í þeim 26 innbrota- og þjófnaðamálum, sem komu upp um helgina. Flestir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, margir oft fyrir hin ýmsu afbrot. En alltaf virðast þeir hins vegar ganga lausir. í okkar litla samfélagi eru öll skilyrði til þess að halda megi upp friðsemd og góðu mannlífi. Ein leið til þess er að skilvirkja ferlið afbrot-lög- regla-rannsókn-ákæra-dóm- ur-viðurlög. Það virðist vera mjög erfitt í núverandi kerfi. Á meðan síbrotamönnum er gefinn afsláttur á refsingu eftir því sem þeir fremja fleiri afbrot, á meðan þeir gera sér grein fyrir því að ekki er gefin út ákæra á hendur þeim á meðan þeir halda óslitnum afbrotaferli, á meðan seinagangur einkennir af- greiðslu mála þeirra áður en að dómstiginu kemur, á meðan ekki er tekið með skilvirkum og ákveðn- um hætti á málum ungra afbrota- manna, á meðan dómar eru svo vægir að afbrotamönnum finnst jafnvel borga sig að sitja inni til hvíldar og á meðan þeim er vqjttur svo lítill sálfræðilegur stuðningur og raun ber vitni eiga afbrot eftir að aukast hér á landi. Ef það er vilji ráðamanna að huga að frið- semdinni verður ekki hjá því kom- ist að horfa til þessarra þátta. 'labœkur frá Kassagerbinni Stílabcekur frá Kassagerbinni Stílabœkur frá Kassagerbinni •Stíiabœkur frá Kassagerbinni • Stílabœkur frá Kassagerbinni Stílabœkur frá Kassagerbinni Stílabœkur frá Kassagerb

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.