Morgunblaðið - 07.09.1993, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 07.09.1993, Qupperneq 56
MORGUNBLADW. KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Rússar hafa landað um 5.000 tonnum í ár Nær 1.700 tonn aflans eru rækja og úthafskarfi RÚSSNESK fiskiskip hafa landað um 5.000 tonna afla hérlendis það sem af er þessu ári en allt árið í fyrra nam þetta magn um 6.000 tonn- um. I fyrra var nær eingöngu um þorsk að ræða og smávegis af ýsu en í ár er stór hluti aflans rækja og úthafskarfi. Þannig hafa Rússar land- að 1.170 tonnum af úthafskarfa og um 500 tonnum af rækju á þessu ári. Þá hefur umskipun á þorski frá Rússlandi og áfram vestur um haf aukist töluvert og er nú hátt í 2.000 tonn það sem af er árinu. Allt árið í fyrra nam hún tæplega 1.000 tonnum. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu eru landanir rússneskra fískiskipa það sem af er árinu 30 talsins og hefur Fiskistofa upplýs- ingar um afla í 21 löndun. Sam- kvæmt þeim tölum er þorskaflinn 1.700 tonn í 12 löndunum, karfinn 1.170 tonn í fimm löndunum og rækja 500 tonn í fjórum löndunum. Ef áætlað er magnið úr þeim níu löndunum sem Fiskistofa hefur ekki upplýsingar um er heildarmagnið varlega áætlað um 5.000 tonn. Stefán Friðriksson deildarstjóri hjá Fiskistofu segir að í þessum tölum sé ekki að finna landanir úr rússneskum flutningaskipum þar sem um er að ræða umskipun á fiski sem síðan er sendur áfram vestur um haf. A þessu ári er magnið sem þannig hefur farið í gegnum ísiand orðið hátt í 2.000 tonn, að mestu þorskur eða um 90%. Þetta er um tvöfalt magn á við allt árið í fyrra en þess ber að geta að umskipun þessi hófst ekki fyrr en upp úr miðju síðasta ári. Þar fyrir utan má svo nefna að rússnesk skip hafa landað hérlendis nokkur hundruð tonnum af fiskimjöli. Meira en á síðasta ári í máli Stefáns kemur fram að afla- magnið úr rússnesku skipunum verði nokkru meira í ár en á síðasta ári. „Við erum samt ekki að tala um neina sprengingu eins og staðan er nú,“ segir Stefán. „Rússar landa miklu af afla sínum úr Barentshafi í Noregi en Norðmenn munu ekki setja löndunarbann á þá nema því aðeins að þeir hafi örugglega stað- festar heimildir fyrir því að Rússar séu farnir að veiða umfram kvóta sinn á því hafsvæði. Fari svo má búast við löndunarsprengingu hér- lendis." Morgunblaðið/Þorkell Fyrstu réttir haustsins ÁHUGINN og stefnufestan leynir sér ekki í svip hnát- í Hrútatungurétt í Hrútafirði. Réttir hefjast síðan af unnar sem rígheldur í íslenskt fjallalamb af Staða- fullum krafti um næstu helgi. hreppsafrétti. Fyrstu réttir haustsins voru á sunnudag, Sjá nánar á miðopnu. Niðurstaða þyrlukaupanefndar lögð fyrir ríkisstjórn í dag Keypt verði Super Puma fyrir 600 millj. Norsk skipasmíði Greiðslur gætu fall- ið niður í SAMNINGUM íslenskra aðila við norskar skipasmíðastöðvar er áskilinn réttur til að fella niður greiðslur á skuldabréfum vegna skipakaupa ef veitt er á svæðum sem norsk stjórnvöld telja að ekki hafi náðst viðunandi samkomulag um nýtingu á og liggur að fisk- veiðilögsögu Noregs, en norsk stjórnvöld styrkja norskar skipa- smíðastöðvar með því að greiða niður verð á nýsmíðum þar í landi. Sveinn Ingólfsson framkvæmda- stjóri Skagstrendings sagði að Bar- entshaf væri ekki nefnt í samningn- um um kaup á Amari HU og að enn hafi ekki reynt á þetta ákvæði. „Það er hægt að hártoga ýmislegt og þetta verður vafalaust lesið yfir af góðum mönnum ef þarna reynist vera góður staður til veiða,“ sagði hann. Ekki í Smuguna Þorsteinn Már Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Samherja á Akureyri sagði það ljóst að nýja skipið, Bald- vin Þorsteinsson EÁ, yrði ekki sent til veiða í Smuguna á næstunni. Það svæði er ekki nefnt sérstaklega í ' samningnum en þar eru ákveðnir skilmálar varðandi niðurgreiðslu frá norska ríkinu og einungis tengt skip- um sem hana fá en ekki fyrirtækjum. Þá eru í samningnum ákvæði varð- andi endursölu á skipunum, þar sem norskir aðilar fá ekki niðurgreiðslu á sama hátt og útlendingar. Ákvæð- ið hindrar að Norðmenn geti fengið útlendinga til að kaupa fyrir sig skip. Morgunblaðið/Kristinn Skólinn byrjar FYRSTI skóladagur í grunnskólunum var í gær. Einbeitnin leynir sér ekki á þessari mynd sem tekin var í Flataskóla í Garðabæ þegar sjö og átta ára nemendur komu í viðtal. Rétt er að minna foreldra á nauðsyn þess að fylgja börnunum í skólann fyrstu dagana og aðstoða þau við að finna öruggustu leiðina. ÞORSTEINN Palsson dómsmálaráðherra leggur í dag fyrir ríkisstjóm- ina tillögu þyrlukaupanefndar um kaup á nýrri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæzluna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leggur nefndin til að keypt verði notuð þyrla af gerðinni Super Puma frá Aerospatiale-verksmiðjunum í Frakklandi. Kaupverðið er samkvæmt upplýsingum blaðsins um 600 miIHónir króna og árlegur rekstrarkostn- aður áætlaður um 100 milljónir. Augu manna hafa lengi einkum beinzt að Aerospatiale Super Puma- þyrlu þegar rætt hefur verið um þyrlukaup fyrir Landhelgisgæzluna. Ráðgjafarhópur, sem skilaði endur- skoðuðu áliti í vor, mælti einkum með Super Puma, en taldi einnig Sikorsky Jay Hawk og Bell Textron Super Transport koma til greina. Tvö tilboð liggja fyrir Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa viðræður við þyrlu- verksmiðjur staðið yfir að undan- förnu og liggja nú tvö tilboð fyrir, annað frá Aerospatiale og hitt frá Bell. Bæði munu vera rétt um 600 milijónir króna. Við mat á tilboðun- um mun hafa vegið þungt hjá þyrlu- kaupanefnd að Super Puma-þyrlurn- ar eru enn í framleiðslu, en fram- leiðslu á Bell-þyrlunni, sem um ræð- ir, hefur verið hætt. Ekki er ljóst hvort ríkisstjórnin tekur ákvörðun í dag um að kaupa þyrluna. Málið verður meðal annars rætt með tilliti til stöðu ríkisfjármál- anna. Bréf í Flugleiðum seld fyrir 33,3 millj. STÆRSTU einstöku viðskipti á hlutabréfamarkaði innanlands á árinu urðu í gær þegar seld voru hlutabréf að verðmæti 33,3 milljónir króna í Flugleiðum hf. Viðskipti áður á árinu öllu með Flugleiðabréf nema tæpum 20 milljónum þannig að samtals nema viðskiptin tæpum 53 milljónum það sem af er árinu. Samkvæmt heimildum blaðsins gekk Kaupþing frá viðskiptunum fyrir hönd kaupanda, en Verðbréfamarkaður íslandsbanka fyrir hönd selj- anda. Flugleiðir eru skráðar á Verð- bréfaþingi íslands. Það sem af er árinu nema heildarviðskipti á þing- inu 332 milljónum króna og eru við- skiptin í gær því tíundi hluti veltunn- ar á þessu ári. Viðskipti á Opna til- boðsmarkaðnum eru um 150 millj- ónir króna það sem af er árinu. 1,6% af heildarhlutafé Viðskiptin með Flugleiðabréfin í gær áttu sér stað á genginu 1,01 og voru 33 milljónir að nafnvirði. Um er að ræða 1,6% af heildar- hlutafé í Flugleiðum. Undanfarnar vikur hefur gengið staðið í 1,10 en í sumar hafa viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum verið á genginu 0,95- 1,20. Meðalgengið á viðskiptum á þessu ári fram til viðskiptanna í gær var 1,14. Fimm stærstu hluthafar Flugleiða voru í apríl síðastliðinn Eimskip/Burðarás með 34,02%, Líf- eyrissjóður verslunarmanna með 6,23%, Sjóvá-Almennar með 5,88%, Hlutabréfasjóðurinn með 2,21% og Garðaeinir með 2,19%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.