Morgunblaðið - 19.09.1993, Side 7

Morgunblaðið - 19.09.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR sunnudagur 19. SEPTEMBER 1993 B 7 Kjötkaupmenn og ostasalar, bakarar og fiskframbjóðend- ur eru glaðbeittir og stoltir að vanda. Bleik er ekki brugðið í smá- ríkjum þeirra kónga. Hins vegar ber svo við að af- greiðslufólk í þjón- ustu stórvelda á borð við Galeries Lafayette, Mono- prix og BHV (Baz- ar de l’Hotel de Ville) leikur við hvum sinn fingur, rétt eins og það vilji gefa viðskiptavinunum „upp á grín allt með sykri og rjóma". Þetta fólk ljómar ekki svona af því það hafi verið að baða sig með stjörnu- liði í St. Tropez í sumarfríinu held- ur vegna hins að það mátti verja hluta frísins á námskeiði i kumpán- legri framkomu. Maður gleymir því stundum í Parísardýrðinni að hér er líka kreppa og nú hefur eigend- um stórmarkaða greinileg hug- kvæmst að senda starfsfólk sitt á sarna námskeiðið í því að tæla kún- ann. Það heitir á fagmáli „ésthe- tique de la seduction commerciale" og miðar auðvitað að því að gera einnota kúnna fjölnota í vaxandi samkeppni. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Mér gengur að minnsta kosti æ verr að velta fyrir mér hverj- um franka (vitandi líka að hann fer fallandi) og ég eyði drykklöngum stundum í að spjalla um skrúfugang espresso-kaffíkanna, styrkleika ólíkra gúmmíhanska, aldur osta, einstakt hausttilboð á skordýraeitri. Ég er hálfpartinn fegin því að starfsfólk þess stórmarkaðar sem er næst mér og og tilheyrir Champi- on-keðjunni var ekki skikkað á námskeið í fríinu og getur því leyft sér að vera áfram í sínum heimi eða þessum að vild, misfúlt eins og eðlilegt má teljast. Ætli ég mér að gera innkaupin með leifturhraða eða er hreint ekki í skapi til að blanda geði þá get ég farið þangað. eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Örbylgja einhleypra Þrátt fyrir útþenslu stórmarkað- anna eru enn matarmarkaðir undir berum hinni út um alla borg, þar sem bændur og ýmsir smá- höndlarar falbjóða afurðir sín- ar og indælar búðargötur eins og rue Moufftrade. Eg kýs að kaupa í matinn í þeim kapít- ula borgarinnar þegar ég get gefið mér tíma. Hins vegar er ekkert undrun- arefni hvers vegna > æ fleiri Parísarbúar kjósa að kaupa allt inn í stór- mörkuðum. I fyrsta lagi spar- ar það tíma. í öðru lagi er I vöruverð oft lægra en annars staðar. í þriðja lagi er um helmingur borgarbúa ein- hleypur; í stað þess að elda' þríréttaðan kertaljósakvöldverð fýrir einn í sinni þijátíu fermetra íbúð fara þeir ýmist út að borða, elda eitthvað einfalt , ur eða kaupa tilbúns rétti san má hita í örbylgjunni. Þá sýna kannanir að mörg pör og „venjulegt fjölskyldu- fólk“ sem er orðið býsna sjaldséð hér um slóðir hefur mjög dregið úr „venjulegri eldamennsku", m.a. vegna þess hve vinnudagur sam- býlinga getur verið með gjö- ■ rólíkum hætti. Þetta kemur íslendingum kannski ekki svo franskt fyrir sjónir. ísskápslaust par Ég blanda stundum geði við þrítugt-par sem er að leita sér að íbúð til kaups. Hvort á sinn hátt fást þau við „seduction commerciale" — Jeanette selur Fiat, Jean Philippe sér um auglýs- ingar fyrir Danone-mjólkurvörur. Draumaíbúðin þarf að uppfylla ýmis skilyrði, allrahelst þarf hún að vera eldhússlaus. í París er hver fermetri húsnæðis á skuttogara- verði og þessu pari fínnst sem sé illa farið með dýra fermetra að troða á þá óþarfa góssi eins og eldavé! og ísskáp. Eiginlega þurfa þau ekkert á eldhúsi að halda. í hádeginu borða þau úti með vinnu- félögunum. Þau fara líka oft út að borða á kvöldin og þegar þau eru heimavið narta þau í eitthvað fyrir framan sjónvarpið. Ekkert mál, það er hægt að fá alls konar rétti til- búna í neytendaumbúðum. Og þeg- ar þau bjóða fólki í mat skreppa þau annaðhvort til kjötiðnaðar- mannsins og kaupa skinku, kæfu og kryddpylsu, eða þá að þau bjóða gestunum út á veitingastað eftir nokkur kampavínsglös. En hvað með morgunmatinn? spurði ég for- viða. Þið þurfið að minnsta kosti eina hellu, smávegis leirtau, ís- skáp ... Nei, ekki aldeilis. Kynd- ingin í eldra húsnæði er svo léleg að ísskápur er óþarfur nema yfir tvo heitustu mánuðina. Maður bara teygir sig í kexpakka og mjólkina þar sem maður liggur í rúminu. Fær sér svo kaffibolla á leiðinni í vinn- una. Ja, öðruvísi mér áður brá. um mælskumann sem færir rök fyrir því að nauðganir séu ekki glæpur, eða að herskylda ætti að vera á íslandi eða jafnvel að mál- frelsi ætti að vera takmarkað. Og ekki nóg með það, hann skrifar greinar í blöð til að afla skoðunum sínum fylgis. Hvað eigum við að gera í málinu? Eigum við að segja: „Þú mátt hafa þínar skoðanir, ég hef mínar, en ég virði að sjálfsögðu skoðanir þínar þó að ég geti ekki fallist á þær“? Nei, það hlýtur að vera rangt að virða rangar skoðanir. Það er puð og púl að hafa réttar skoðanir. Við þurfum að afla okkur vitneskju um það sem við æltum að hafa skoðun á og fylgjast vel með. Kynna okkur málin, afla gagna sem byggja má á og reyna að draga réttar ályktanir. Þekking er ævinlega sönn, en skoðanir okk- ar eru túlkun sem stjómar því hvort við notum þekkinguna til góðs eða ills, og líka hvemig við öflum henn- ar. Josef Mengele (engill dauðans) starfaði í fangabúðunum í Ausch- witz 1943-45 og gerði banvænar tilraunir á gyðingum í læknisfræði- legum tilgangi. Hafði hann gild rök til að réttlæta leið sína að þekk- ingu? Anita Roddick eigandi Body Shop snyrtivöruverslana hefur þá skoðun að rangt sér að gera tilraun- ir á dýrum til að framleiða snyrti- vörur. Hún hefur líka þá skoðun að rangt sé að kaupa sér vömr sem framleiddar em í þrælaverksmiðj- um í Austurlöndum fyrir vestræn vörumerki. Hefur hún rétt fyrir sér? Stjórnmálamenn taka oftlega ákvarðanir um hvernig þekkingin er notuð. Stjórnmálaskoðanir em því ekki léttvægar. Þær varða heill og hamingju þjóðarinnar. Ef stjórn- málamaður sættir sig við að lúta röngum skoðunum og ákvörðunum kollega sinna er hann á villigötum. Hann á aðeins að láta undan þrýst- ingi réttra skoðana. Það er skylda hans og reyndar allra annarra. Það er leitt til þess að vita að áhugi á stjórnmálum fari minnkandi á Vest- urlöndum. Það gefur röngum skoð- unum meira svigrúm til að láta illt af sér leiða og líkumar á því að við vöknum upp við vondan draum auk- ast. Skoðanir em nefnilega undan- fari hegðunar og móta samfélagið. Þær raða saman þekkingarbrotum og túlka mynd. Allar skoðanir þarfnast rökræðu og aðferðin til að öðlast bærilega réttar skoðanir er að beita gagn- rýnni hugsun. Efast um gömul gildi og rýna í hlutina sjálf en hlusta þó vel á mótrökin. Það er óendanlega miklu flóknara að hafa rétta skoðun en þekkingu. Því þekking skipast í bás vissunnar en skoðun á bás óvissunnar. Fátt er betra veganesti en gagnrýnin hugsun, sérstaklega ef hún er í samfloti við skapandi hugsun. Speki: Hver sá sem þorir að gagn- rýna rótgrónar skoðanir og leitast við að setja fram nýjar, er þjóðfélag- inu gulli betri. Glæsileqir gististabir á Kanari i vetur Fyrsta flugið seldist upp í síbustu viku Bókaðu strax og tryggbu þér sæti Gististabir Heimsferba Turbo Club Andalucia Park Broncemar Liberty Sol Barbados Kanaríbæklingur Heimsferða er kominn út með spennandi nýjum valkostum á Kanarí 1 vetur. Heimsferðir kynna nú glæsilega nýja gististaði ásamt völdum gististöðum á ensku ströndinni. Njóttu sumars í vetur og góðrar þjónustu Heimsferða. Verð frá kr. 43.900 pr. mann, hjón meb 2 böm, 2-11 ára. Verð kr. 56.800 pr. mann, 2 í íbúö, Las Isas, 6. janúar. Jólaferb 18. des. - 20 dagar Verð frá kr. 59.800 Fáðu bseklinginn scndon PT- mann m-v- hjón meb 2 börn, Las Isas. B RASI LÍA,?8^er 20 d&0ar Kr. ACU , fllODE JANEIRO Upplifðu ævintýri í þessari stórkostlegu ferð um jólin. f%g% Qj g%£% Aðeins 30 sæti laus. V/ (»OUw - lerbaáætlun á skrifstofu Heimsferha - Flugvallarskattar: Skattar og forfallagjöld kr. 3.630,- fyrir fullorðna, kr. 2.375,- fyrir böm air europa & TURAUIA V/SA HEIMSFERDIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.