Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 W • A • M • A- M í NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, bíður þín m.a. eftirfarandi: * Einkareikningurrtékkareikningur með dagvöxtum. * Hagkvæmar sparnaðarleiðir með Reglubundnum sparnaði. * Námureikningslán á hagstæðum kjörum. * Spariveltulán. * Sveigjanlegar afborganir lána. * 7 námsstyrkir árlega. 1 Námslokalán. * Ráðgjöf og upplýsingaþjónusta. * Þjónustufulltrúi sem aðstoðar við gerð fjárhagsáætlana. * Greiðslukort, Euro eða VISA. * Minnisbók, án endurgjalds, við upphaf viðskipta. * Hressilegar tómstundir. * Ýmis fyrirgreiðsla við námsmenn erlendis. ÁLAFOSSB ÚÐIN Utsala á postulíni, , glervörum og öðrum gjafavörum. Ath. vegna hreytinga á búdinni hcettum við með postulínsvörur frá Arzberg. ÁLAFOSSB ÚÐIN, Vesturgötu 2, sími 13403. Frá og með 1. september 1993 rekum við undirritaðir, sem sjálfstætt starfandi lögfræðingar, skrifstofu undir heitinu: Lögmenn Skeifunni 19 Jón Magnússon hrl. Gísli Gíslason hdl. ÁsgeirÁ. Ragnarsson lögfr. Þórarinn Jónsson lögfr. Skeifan 19, 4. hæð, 108 Reykjavík, sími 687403, fax 688317. Öll almenn lögfræðiþjónusta og ráðgjöf, málflutningur, uppgjör slysabóta, eignaumsýsla, skilnaðarmál, skipti dánarbúa og réttargæsla í refsimálum. S________________________________________4 Fyrirlestur um meðferð kyn- ferðisafbrota CHARLES B. Schudson mun halda opinberan fyrirlestur við Félags- vísindadeild Háskóla íslands þriðjudaginn 21. september nk. kl. 17 í stofu 101 í Lögbergi. Er- indið ber heitið Börn sem þolend- ur og verður þar m.a. fjallað um meðferð kynferðisafbrota út frá réttar- og barnaverndarsjónarm- iðum. Charles B. Schudson er staddur hér á landi á vegum Bamavemdar- nefndar Hafnarfjarðar, Barnavernd- arráðs íslands og Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands. Schudson er dómari í áfrýjunarrétti á sviði barnaverndarmála í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann hefur skrifað fjölda greina, bókakafla og kennslu- bóka um meðferð brota gagnvart bömum fyrir dómi, haldið námskeið og fjallað um þetta efni á alþjóðleg- um ráðstefnum fyrir ýmsa fagaðila. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. Orgeltónleik- arí Hallgríms- kii'kju í dag og á morgun í HALLGRÍMSKIRKJU verða org- eltónleikar bæði í dag og á morg- un. Síðdegis í dag leikur Werner Dittmann, organisti frá Bre- merhaven verk eftir Rheinberger og Vierne. Annað kvöld leikur Kári Þormar á burtfarartónleik- um frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar verk eftir ýmis tónskáld. Kári Þormar er á förum til Þýska- lands í frekara nám í kirkjutónlist, við Robert Schumann Institut í Dus- seldorf hann lauk prófi í píanóleika frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í vor og lýkur á morgun prófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar þar sem Hörður Áskelsson hefur leiðbeint honum. Lokaverkefnin verða eftir Buxtehude, Bach, César, Þorkel Sig- urbjörnsson og Jehan Alain. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30 mánudags- kvöld, eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Dittmann er organisti Smidt- minningarkirkjunnar í Bremerhaven hingað kominnn í boði Þýsk-íslenska félagsins. Tónleikar hans í dag, sunnudag, hefjast kl. 17 á þeim flyt- ur hann tvö verk, Sónötu í A-dúr nr. 18 eftir Josef Gabriel Rheinber- ger og Orgel-sinfóníu nr. 2 op. 20 eftir Louis Vierne. Rheinberger (1839-1901) er yfir- leitt kenndur við Vaduz í Liechten- stein og er aðaltónlistarskóli fursta- dæmisins nefndur eftir honum. Fyrir utan kennslu var hann mikilvirkt tónskáld en eftir andlát hans féllu verk hans mikið til í skugga stærri meistara eins og Liszt og Brahms. Breskar útgáfur hafa síðajj. h'aidið nafni hans á lofti og hefur áhugi fyrir verkum hans aukist á undan- fömum árum. Sónatan, sem er í þremur þáttum, er að mestu án kontrapunkts, en mjög lagræn. Vierne (1870-1937) var einn þekktasti organisti og tónskáld síns tíma í Frakklandi. Hann var blindur og starfaði lengi sem organisti við Frúarkirkjuna í París. Vierne skrif- aði sex orgel-sinfóníur. Þrjár þær síðari em lítt þekktar og sjaldan spilaðar, mjög fijálsar í formi. Hinar fyrri eru betur þekktar, samdar við lok rómantíska tímabilsins, marka að margra áliti lok franska orgel-sin- fóníutímabilsins. Dittmann fæddist árið 1952 í Bremen. Hann stundaði nám í kirkju- tónlist við tónlistarháskólann þar með leiðsögn Erich Ehlers. Þá var hann í námi í hljómsveitarstjórn hjá Sergin Celibidache í Múnchen. Síðan 1979 hefur Werner Dittmann verið organisti og kantor við Búrgermeist- er-Smidt-Gedáchtniskirche í Bre- merhaven og um leið stjórnandi Bach-kórs Bremerhaven. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika, bæði sem organisti, píanóleikari og stjórn- andi og farið víða í tónleikaferðir. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Námsmenn sem vilja gera eitthvað skemmtilegt og um leið eitthvað skynsamlegt, fara í NÁMUNA. Hún er sniðin að þörfum skólafólks. Þú finnur yfir 60 "NÁMUOP"1 Landsbanka íslands á 43 stöðum hringinn í kringujn landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.