Morgunblaðið - 19.09.1993, Page 18

Morgunblaðið - 19.09.1993, Page 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM i SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 HJONABÖND Sundur saman ... saman sundur Það telst varla til tíðinda meðal þotuliðsins í Hollywood að hjónabönd bresti. Við látum samt sem áður flakka þijár nýlegar fréttir af sambúðarmálum. Leik- konan Heather Locklear, sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttun- um Melrose Place, á í brösum með eiginmann sinn, þungarokkarann Tommy Lee. Skömmu eftir að hann kom úr tónleikaferðalagi með hljómsveit sinni Mötley Cré frá Kanada flutti hann frá stærðar einbýlishúsi þeirra hjóna inn í tveggja herbergja íbúð í Los Ang- eles. I fyrstu sagði Heather að hér væri um tímabundið ástand að ræða, en nú herma sögur að hún vilji ekki fá hann aftur heim. Þá ganga þær sögur fjöllunum hærra að Michael Bolton og Nicol- ette Sheridan hafí sæst eina ferð- ina enn. Nicolette hafði yfírgefíð Michael og snúið sér til leikarans Harry Hamlin. En aðeins fímm vikum eftir aðskilnaðinn sáust þau Michael og Nicolette saman á hafnaboltaleik sem haldinn var til styrktar góðgerðarmálum. Þá hefur heyrst að leikstjórinn Spike Lee, sem er 35 ára, ætli að kvænast rúmlega tvítugum lög- fræðingi, Tonyu Lewis, 2. október næstkomandi í New York. Ásdís vinnur mikið með steina sem mexikóskur vinur hennar slípar. DANMORK Ekki eru þessir kærleikar leng- ur með Heather Locklear og Tommy Lee. Michael Bolton og Nicoletta Sheridan eru farin að sjást sam- an aftur. Spike Lee ætlar að ganga í það heilaga með Tonyu Lewis, tví- tugum lögfræðingi. LEIKARAR „Fleksnes“ slasaðist illilega Leikarinn Rolv Wesenlund sem íslendingar muna kannski eftir í hlutverki Fleksnes er illa hald- inn af bakverkjum. Sjálfsagt muna einhveijir eftir norska leikaranum Rolv Wes- enlund, en hann lék hrakfallabálk- inn Fleksnes sem Sjónvarpið sýndi fýrir einhveijum árum. Segja má að Rolv sé nú í sömu sporum og hrakfallabálkurinn, því nýlega var hann að prófa „svifsenu" heima í stofu. En hvers vegna skyldi 56 ára gamall maður vera að prófa „að svífa“? Þannig er mál með vexti að Rolv hefur undanfarna mánuði verið að viða að sér revýuefni úr því besta frá sjónvarpsþáttunum um Fleksnes, La Cauge Au Folle, Bör Börssyni og fleiri. Frumsýning revýunnar átti að vera laugardag- inn 18. september og síðan átti að fara til 24 bæja með sýning- una. Ekki nóg með það, heldur átti tékkneskur leikhópur frá Prag að vera gestur þáttarins og það var raunar í þeirra atriði sem Rolv átti að svífa um. Þar sem engin samæfing hafði orðið var Rolv að prófa sig einn áfram heima í stofu með álstiga þegar hann hrasaði með þessum skelfilegu afleiðingum, því eina tekjulind hans í haust átti að vera revýan. Hellaristutákn og mexíkóskir steinar hjá Galleri Asdísi Kaupmannhöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Ibindingsverkshúsi við Klaustur- stræti, rétt við Strikið, er skilti sem á stendur Galleri Ásdís. Innan- dyra ymur Þursaflokkurinn og á veggnum, í glugganum og á skart- gripunum eru verur af fornnorræn- um hellaristum og rúnir. Þessi sam- setning er engin tilviljun, því gull- smiðurinn heitir Ásdís og er ættuð . frá_ Akureyri. Hún lærði gullsmíði á íslandi en var í skóla í Kaup- mannahöfn, eins og svo margir ís- lenskir gullsmiðir. Þegar náminu lauk fyrir rúmum tveimur árum ákvað hún að verða eftir hér og hefur nú rekið búðina í rúmt ár. Staðurinn er firna góður, því Klausturstræti er ein af þessum heillandi og stemmningsþrungnu litlu hliðargötum frá Strikinu í Ráð- hússtorgsendann. Það var heldur ekkert auðvelt að komast yfir þenn- an afbragðs stað, en hafðist á end- anum með smá heppni og útsjónar- semi. Og nú fer firna vel um Ás- dísi, þar sem hún hefur komið sér upp bæði verkstæði og búð í einu og sömu vistarverunni. í herberginu inn af búðarverkstæðinu liggur vinalegur hundur og þar eru líka leikföng fyrir soninn Julian. En fleira skemmtilegt er við hverfið, því Ásdís segir að þama þekkist allir og tali saman. í ná- grenninu eru mörg verkstæði, með- al annars bókbindari og leðursmið- ur, auk fombókabúða og annarra skemmtilegra sérbúða. Og skammt frá er dönsk_ stelpa með gullsmíða- verkstæði. Ásdís segist hafa það sem fastan lið að drekka hjá henni kaffí á morgnana, áður en hún tek- ur sjálf til við vinnuna og í nágrenn- inu eru fleiri gullsmiðir., Skartgripirnir seljast vel Þrátt fyrir barlóm í Dönum, seg- ist Ásdís bjartsýn á framtíðina og álítur að hún sé komin yfír erfíð- asta hjallann í rekstrinum. Skart- gripirnir virðast falla í góðan jarð- veg hjá Dönum, jafnt hjá karl- og kvenþjóðinni. Bestu viðskiptavin- irnir em strákar sem vilja fá arm- bönd með þessum gömlu táknum á. Auk armbanda og eyrnalokka með hellaristutáknum selur hún nælur, sem eru eins og kringlótt box með nútíma víravirki. Minna NOREGUR Michelle Pfeiffer með verðandi eiginmanni sínum David E. Kelley. STJÖRNIÆ Michelle Pfeiffer hefur ákveðið daginn Nýlega skýrðum við frá því hér í þáttunum, að leikkonan Michelle Pfeiffer hafi ættleitt sex mánaða stúlkubam, Claudiu Rose. Hún stóð ein að ættleiðing- unni, en nú hefur hún og kærasti hennar, David E. Kelley, ákveðið að ganga í það heilaga, þó ekki fyrr en næsta vor. Þetta verður annað hjónaband Michelle, en hún skildi við eiginmann sinn Peter Horton árið 1990. Peter lék m.a. í sjónvarpsþáttunum Á fertugs- aldri. íslensku bræðumir slá í gegn Islensku bræðurnir Arnar og Rún- ar Kristinssynir hafa á undan- fömum mánuðum vakið verulega athygli í Noregi með söng sínum og framkomu. Fyrsti geisladiskur með þeirra söng eingöngu kom út 31. ágúst sl. Hefur hann selst í rúmlega 60 þúsund eintökum, sem þýðir að þeir era komnir með plat- ínuplötu. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í júní hefur vegur bræðr- anna farið vaxandi síðan þeir unnu Varde/Busk söngvakeppni ungl- inga í fyrra, en slík keppni fer fram árlega á vegum Busk Records í Noregi. Arnar og Rúnar, sem eru 11 og 12 ára eru synir Halldórs Kristinssonar tónlistarmanns og Eyrúnar Antonsdóttur lyfjatæknis. Koma fram í Casino Segja má að drengirnir hafi tek- ið Noreg með trompi, því varia er opnað tímarit að sé ekki minnst á þá — og sjónvarpsstöðvarnar standa í biðröðum eftir að fá þá til að koma fram í skemmtidagskrám sínum. Þessi aukna athygli varð í kjölfar „Momarked-show“, en það er einn vinsælasti skemmtiþáttur sem ríkissjónvarpið í Noregi býður upp á. Þá voru þeir með í beinni útsendingu á TV2 4. september sl. þegar Ungfrú Noregur 1993 var kjörin og í gærkvöldi komu þeir fram í vinsælasta skemmtiþætti TVNorge, „Casino“. Upphaflega sá Teije Busk, eig- 'andi Busk Records, um að koma þeim á framfæri, en vegna um- fangsins hafa þeir nú fengið eigin umþoðsmann, Viggo Lund, sem staðsettur er í Osló. Hefur hann flesta af þekktustu skemmtikröft- um Noregs á sínum snærum. Að hans sögn er eftirspurnin eftir drengjunum orðin svo mikil að kom- ið er að því að velja og hafna. „Það verður líka að taka tillit til þess að þetta eru bara tveir litlir drengir, sem þurfa líka að fá frí öðra hvora,“ bætti Eyrún við þegar Morgunblað- ið hafði samband við hana. Stúlkurnar standa í biðröðum Vinsældir bræðranna hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á heimilislífið. Síminn hringir látlaust frá kl. 6.30 á morgnana til kl. 9, en þá mynd- ast smá hlé meðan ungu stúlkurnar eru í skólanum. Síðan heldur hann áfram að hringja frá kl. 11 og fram á kvöld. „Nú erum við að fá okkur kóda á símann, þannig að þeir ein- ** in-rtii m ' ■ ' "■">., <' : Sextán síðna bæklingur fylgir nýútkomnum geisladiski með ýmsum upplýsingum um bræð- urna Arnar og Rúnar Halldórs- syni. ir geta hringt í okkur sem vita kód- ann,“ sagði Eyrún. Aðdáendurnir era ekki bara í símanum, heldur hefur fjölskyldan þurft að koma sér upp pósthólfi því rr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.