Morgunblaðið - 19.09.1993, Side 24

Morgunblaðið - 19.09.1993, Side 24
, 24 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 wimfiíi „pessc WeUinQ-toyi-steik bœgSast eins og gúmmLséiguéL.'1 ótakmörkuð þolinmæði TM Reg. U.S Pat Otf.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 KAPLAKRIKI Frá Sofusi Berthelsen: í lægðinni milli Setbergs og Urriða- kots er stöðuvatn, og úr því vatni rennur lækur meðfram hraunjaðrin- um, fyrst til norðvesturs, síðan til suðvesturs þar sem myndast vinkil- horn á lækinn og þar var stórt vik inn í hraunið eða kriki (samanber handar-kriki). Þessi kriki var grasi gróinn og nokkuð loðinn í skjóli hraunsins við norðanáttinni, og bendir nafnið til að þarna hafi ver- ið heyjað áður fyrr, en hestar voru stundum kallaðir kaplar. Þegar heyjað var fengust svo og svo marg- ir kaplar af svæðinu, það er að segja svo og svo margir hestburðir. Beggja vegua lækjarins þar sem hann rann til suðvesturs voru slétt- ir og nokkuð breiðir grasbalar og lækurinn rann lygn í bugðum og mynduðust tvær eða þijár tjarnir og á heitum sólskinsdögum á sumr- um urðu þessar tjarnir volgar, því þær voru það grunnar að dýpið náði okkur strákunum átta til tíu ára rúmlega í mitti. Þama lærði ég að synda tilsagnarlaust. Þannig leit þetta út þegar ég var stráksnáði. Nú er búið að veita læknum í skurð mikið austar og inn í Setbergshverf- ið, en þar sem lækurinn var og grasbalamir renna nú bflar eftir breiðum vegi til Suðurnesja. Nú er sjálfur Kaplakrikinn horf- inn undir vegstæði þar sem mætast vegurinn frá Mjódd og vegurinn frá Engidal, en aðeins norðar er risið íþróttamannvirki sem ber nafnið Kaplakriki. Onnur tilgáta um nafnið á Kapla- krika er sú, að þegar ég var smá- strákur og löngu fyrr, komu bænd- ur úr Selvognum með ullina sína á mörgum hestum til að leggja hana inn hjá Hansen kaupmanni. Sel- vogsbændur sameinuðust í þessa. ferð, komu langri lest niður Grinda- skörð og um Kaldársel og komu inn i bæinn þar sem nú heitir Selvogs- gata, og heitir svo þess vegna. Meðan Selvogsbændur dvöldu í bænum við ýmsar útréttingar, þurfti að koma hestunum (köplun- um) í haga, og þá var það kapps- máí hjá okkur strákunum að bjóða okkur fram til að koma hestunum á beit og gæta þeirra, og auðvitað fórum við með kaplana upp í krika. Þetta var nokkuð langur vegspotti frá Hansen og upp í Kaplakrika og góður útreiðartúr, en þrátt fyrir það er ekki víst að allir klárarnir hafi fengið frið til að bíta grasið því það var ekki á hveijum degi sem okkur gafst kostur á að komast á bak. Minningamar líða um huga mér um veröld sem var. SOFUS BERTHELSEN, Hjallabraut 33, Hafnarfírði. Vetrarstarf ITC að hefjast Frá Guðrúnu Markúsdóttur: NÚ ER vetrarstarf ITC að fara í gang. ITC er skammstöfun fyrir International Training in Com- munication eða þjálfun í samskipt- um, framkomu og stjórnun. Innan samtakanna fer fram markviss þjálfun í stjórnun, framkomu í ræðustól, fundarsköpum, ræðu- mennsku og fleiru. Markmið þjálf- unarinnar innan ITC er að félagarn- ir öðlist sjálfstraust og verði hæfari til að takast á við ákveðin verk- efni. Til dæmis þau verkefni sem bíða einstaklingsins hvort sem er á vinnustað, á heimilinu eða í félags- lífinu. Hver hefur ekki upplifað að geta ekki tjáð sig á foreldrafundi í skóla barnsins, eða á kosninga- fundi? Er ekki kominn tími til að þú öðlist kjark til að láta skoðanir þínar í ljós? Er ekki kominn tími til að mark sé tekið á þér? ITC er opið fólki á öllum aldri, bæði konum og körlum. ITC starfar í deildum víðs vegar um landið. í hverri deild eru um 10-30 einstak- lingar, fundir eru öllum opnir. Við höldum bókakynningar, höfum ræðukeppni, kynnum listamenn, lesum ljóð og margt, margt fleira. Við gerum hæfnismat að loknu verkefni og skiptumst á um að leið- beina hvert öðru á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Deildirnar halda fundi tvisvar í mánuði, fund- artímar eru alltaf auglýstir í dagbók dagblaðanna. ITC starfar ekki að góðgerðar- málum, kökubakstur og önnur fjár- öflun tilheyrir ekki okkar samtök- um. í vetur mun ITC starfrækja nám- skeið í ræðumennsku, framkomu í ræðustól og fundarstjórn. Þessi námskeið eru auglýst undir titlinum „Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi orku“. Þau eru byggð upp á náms- efni frá ITC. ITC hefur haldið þau undanfarin ár og hafa þau verið geysilega vinsæl bæði hjá félaga- hópum og einstaklingum. Það er góður félagsandi í ITC. Við störfum saman að því að efla og styrkja hvert annað, svo að kraftar okkar nýtist sem best í þjóð- félaginu. Við vitum um marga aðila innan ITC sem hafa tekist á við ábyrgðarstörf eftir þjálfun hjá ITC. Komdu og vertu með! GUÐRÚN MARKÚSDÓTTIR Heiðarási 9, Mosfellsbæ Víkverji skrifar HOGNI HREKKVISI Haustið er komið í hlaðvarpann (fyrsti vetrardagur er 23. október nk.) Myrkrið vinnur stærri og stærri hluta af sólarhringnum úr höndum birtunnar. Vetur kon- ungur sezt senn í hásæti frosts og fannar. Vonandi verður hann með skárra mótinu að þessu sinni. Víkveiji er þeirrar skoðunar að við manneskjur séum eins konar viðtæki, sem nema áhrif umhverfis- ins, árstíða, árferðis og veðurfars. Þetta á bæði við lundina og líkam- ann. Líðan okkar - og viðmót - ræðst að hluta til af þessum áhrif- um. Þegar grannt er gáð er það því ekki hið minnsta undarlegt þótt fólk á norðurslóðum, sem býr við skammdegi, kulda og myrkur meir en helft ársins, leiti sólar suður á bóginn. Það má þvert á móti flokka slík viðbrögð undir varnartilburði og heilsurækt. xxx Víðar er sól en í suðri. Sól getur verið í sinni okkar. Sólin sú rís ef við ræktum hugarheim okkar - jákvæð viðhorf til lífsins og tilver- unnar, einnig vetrarins og alls þess sem honum fylgir. Það á að vera hygginna manna háttur að glöggva sig á aðstæðum öllum og haga seglum eftir vindi á lífssiglingunni. Þess vegna ber okk- ur að fagna vetrinum, sem öðrum árstíðum, sem öðrum guðsgjöfum. Við eigum að njóta kosta hans, sem vissulega eru margir. Lítillega verð- ur vikið að þeim síðar í þessum pisli. Við erum og mun betur búin en áar okkar til að mæta annmörkum vetrarins. Stóraukin menntun og þekking, bylting í samgöngum bæði á landi og í lofti, gjörbreytt hús- næði og vinnuaðstaða, fjarskipta- tæknin (sjónvarp/útvarp/sími) o.s.frv. hafa létt okkur róðurinn, gert okkur auðveldara að þreyja þorrann og góuna. Samt sem áður er sjálfsagt að umgangast íslenzka náttúru, veturinn og veðráttuna með varkárni og virðingu. xxx Veturinn hefur upp á sitt hvað gott að bjóða hér á norður- slóðum að mati Víkveija. Veturinn er tími menntunar og skólastarfs, sem nær til tugþúsunda lands- manna, en menntun og þekking eru dýrmætustu auðlindir hverrar þjóð- ar. Veturinn er tími listanna, sem auðga líf okkar meira en flest ann- að, leikhúsa, hljómlistar, myndlist- arsýninga, að ógleymdu bókaflóði síðustu mánaða ársins. Veturinn er tími íjölbreytts félagsstarfs (klúbb- ar, reglur og samtök), sem blómstr- ar sérstaklega á þessum árstíma - og skemmtana af ýmsu tagi, árshá- tíða, þorrablóta og svo framvegis. Og að sjálfsögðu er veturinn tími vetraríþrótta, af margs konar toga, sem færa æ fleiri einstaklingum ánægju og heilsubót. Síðast en ekki sízt er veturinn tími jólanna og fagnaðarboðskaparins. xxx Ljósið skín skærast í myrkrinu. Veturinn kennir okkur að meta birtu og gróanda sumarsins. Að auki gefur hann okkur fjöl- breytt tækifæri til að auðga líf okk- ar og njóta skemmtunar, samanber framansagt. Það er hins vegar okk- ar, hvers og eins, að nýta tækifær- in, að sjá svo um að við séum á vetur setjandi! Það er sum sé engin ástæða til að hleypa vetrarmyrkrinu inn í huga okkar. Við eigum að huga að sól- inni í sinni okkar. Og óska hvert öðru gleðilegs vetrar! þegar gor- mánuður byijar (laugardaginn 23. október nk.).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.