Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 23 Minning Sjöfn Guðjónsdóttir Fædd 16. apríl 1939 Dáin 20. september 1993 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Hún elsku amma er dáin. Þessi orð skiljum við ekki alveg, en við vitum að nú sefur amma hjá Guði, og að hann passar vel hana ömmu Sjöfn, sem alltaf var okkur svo góð. Og hjálpar líka honum afa Herði okkar í sorginni sinni. Við þökkum þér fyrir samveruna, elsku amma, sem þó var alltof stutt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fyigi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hörður Orri, Aníta Ýr, Grétar Þór, Hörður Snævarr og Sara Sjöfn. Harmafregn að morgni-20. sept- ember. Sjöfn vinkona mín er dáin. Hjarta mitt grætur, í mótsögn við minningamar sem allar eru sveip- aðar gleði, galsa, húmor og ein- lægri vináttu. Við Sjöfn kynntumst fyrst á Kvennaskólanum á Blönduósi 1956-57 og áttum þar ógleyman- legar stundir sem oft vom rifjaðar upp, nú síðast á Akureyri 29.-30. maí 1992, þegar skólasysturnar hittust að 35 árum liðnum, og ákveðið var að hittast næst í Vest- mannaeyjum 1997. Einnig eru minningarnar frá árinu eftir skóla- vistina yndislegar, þar sem sveita- böllin voru stunduð, þar til við fund- um draumaprinsana okkar 1958. Þá skildu leiðir, þar sem Sjöfn flutt- ist til Vestmannaeyja. Við fylgdust þó grannt hvor með annarri og ósjaldan var slegið á þráðinn milli Keflavíkur og Eyja. Þar sem Sjöfn var góð golfkona í gegnum árin, kom að því að við fórum að tala saman tungumál golfara. Þá jukust samskipti okkar til muna og maka okkar. Margar yndislegar ferðir út í Eyjar í hjóna- og parakeppni með ógleymanlegum móttökum þeirra hjóna, einnig golf- ferðir erlendis sem geymast í minn- ingunni sem perlur. Nú síðast hitt- umst við Sjöfn á Hellu 20.-22. ágúst sl. í sveitakeppni GSÍ og eins og ævinlega voru gleðin og húmor- inn við völd. Elskulega vinkona, það er sárt að þurfa að kveðja, eins og við átt- um margt eftir að gera saman. Hafðu þökk fyrir alla þína hlýju og glaðværð sem þú skildir eftir í hjört- um okkar. Elsku Hörður, við hjónin biðjum algóðan Guð að gefa þér, börnum ykkar, tengdabörnum og bama- börnum, styrk og huggun í ykkar miklu sorg. Ef við munum löngu liðna daga og lítum yfir minninganna haga, leitum að því ljúfa, hreina og bjarta, þá ljómar skært frá þessu brostna hjarta. (Höf. óþekktur) Jóna Gunnarsdóttir. Halldór Gunnarsson, Hauganesi Fæddur 2. ágúst 1932 Dáinn 20. september 1993 Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót ölium oss faðminn breiðir. (E.B.) Góður vinur er horfinn á braut, langt um aldur fram. Erfíðu sjúk- dómsstríði er lokið. í þeirri baráttu stóð hann sem klettur úr hafinu og æðraðist ekki. Hann hélt reisn sinni til hinstu stundar og var á einstæðan og eftirminnilegan hátt sáttur við hlutskipti sitt, vitandi .að hverju dró. Halldór Gunnarsson (Buggi) var fæddur 2. ágúst 1932 á Brimnesi Árskógsströnd, sonur merkishjón- anna Gunnars Níelssonar, útvegs- bónda á Hauganesi, og konu hans, Helgu Jónsdóttur, sem bæði eru látin. Þau bjuggu rausnarbúi á Hauganesi, þar ólst hann upp ásamt fjórum systrum og einum bróður. Hann stundaði sjóinn allt frá barnæsku, ásamt Níelsi bróður sínum, á bátum föður þeirra, síð- ustu árin sem skipstjóri á Níelsi Jónssyni EA 106, sem þeir bræður gerðu út í sameiningu eftir að faðir þeirra lést. Útgerð þeirra bræðra var til fyrirmyndar þar sem fjölskyldur þeirra stóðu sam- hentar að veiðum og vinnslu afl- ans, sem að miestij leyti var unninn í salt og var viðurkennd gæðavara. Hinn 1. desember 1955 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Ástu Hannesdóttur frá Hjalteyri. Hún er ein þessara heilsteyptu og traustu kvenna sem haggast aldr- ei en styrkist við hvert átak. Hún annaðist Bugga í veikindum hans af slíkum kærleika og ástúð að einstakt má telja. Mikill mun sökn- uður hennar verða. Þau voru ein- staklega samhent og glæsileg hjón og við vitum að hann virti hana -Minnmg mikils. Þau eignuðust fjögur böm, Hafdísi og Elsu sem búa á Akur- eyri, Árna og Halldór en þeir búa á Hauganesi og hafa fetað í fót- spor föður síns. Minning um góðan vin getur aldrei orðið hlutlaus, en eitt vitum við að allir sem kynntust Bugga eru sammála um að hann var ein- staklega heiðarlegur og tra.ustur maður. „Hann er enn hinn sami segja má. Hann er ekki dáinn, hann skrapp bara frá.“ Við þökkum margra ára sanna vináttu í orðsins fyllstu merkingu, ógleymanlegar samverustundir á hinu fallega- heimili þeirra hjóna, ásamt mikilli gestrisni og hlýju. Með þér leið mín lá um lilju skrýdda grund. Já, þér muna má ég marga giaða stund, þú ert horflnn heim, ég hvorki græt né styn, en aldrei hef ég átt né eignast betri vin. (K.N.) Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Dóróthea (Lúllý) og Gísli. Það yar síðastliðið sumar eða nánar tiltekið 10. maí, að ég kynntist hjónunum Ástu Hannes- dóttur og Halldóri Gunnarssyni, eða Bugga eins og hann var alltaf kall- aður. Við vorum á sama tíma á Rauða kross hótelinu í Reykjavík, vegna læknismeðferðar sem við Buggi þurftum bæði á a halda. Ég laðaðist að þeim hjónum vegna hlýju þeirra og elskulegheita og voru þau mér ómetanleg þennan tíma. Þau voru svo falleg hjón og ástúð þeirra var svo falleg. Buggi var ótrúlega duglegur í veikindum sínum. Þrátt fyrir það sá ég oft sársaukann í andliti hans, en harkan hafði ævinlelga yfirhönd- ina. Þegar við hittumst sagði hann Nú þegar haustið gengur í garð og náttúran skartar sínum fegurstu litum og býr sig undir veturinn þá kveður þennan heim móðursystir mín svo snöggt og langt um aldur fram. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eilífðin er ekki í þessum heimi heldur i heimi sem okkur er hulinn. En þrátt fyrir þessa vitneskju hugans erum við alltaf jafn óviðbú- in, sérstaklega þegar fólk á besta aldri er tekið frá sínum nánustu án nokkurs aðdraganda. Höggið verð- ur svo þungt og sárt. Við verðum svo vanmáttug og finnum til smæð- ar okkar sem eftir lifum en getum engu breytt þótt við fegin vildum. Það voru forréttindi að fá að kynnast Sjöfn. Hún og fjölskylda hennar hafa reynst mér vel og man ég sérstaklega þegar fjölskyldan fluttist upp á land í Vestmannaeyja- gosinu. Bjó ég þá um tíma hjá þeim í Kópavoginum árið 1974 og einnig þegar ég fór á vertíð í Eyjum nokkr- um árum seinna. Og ekki gleymi ég öllum þeim þjóðhátíðum þar sem mér var tekið opnum örmum og allar yndislegu stundirnar i hjólhýs- inu þeirra Sjafnar og Harðar, alltaf sama hlýjan og gestrisnin. Sjöfn var hrókur alls fagnaðar. Hvað við gátum setið saman og sungið hvert og eitt einasta lag úr söngbókinni. Hún kunni lögin við hvern einasta texta. Stórt skarð hefur verið höggvið í garð fjölskyldunnar en minning- una um yndislega konu mun ég geyma í bijósti mínu um ókomin ár. Ég bið algóðan guð að styrkja þig, Hörður minn, einnig bömin þín, barnabörn, tengdaböm og systkini hinnar látnu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. , oft við mig: „Hvemig hefur þú það, Elsa mín, fer meðferðin ekkert illa í þig?“ Ég svaraði að ég hefði það ljómandi gott. Þá sagði hann alltaf: „Mikið svakalega áttu gott.“ Og ég lærði að meta það að ég átti svaka- lega gott. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Katrín Theodórsdóttir. Harmafregn barst um bæinn okkar að morgni 20. september sl. Sjöfn Guðjónsdóttir hafði fengið heilablóðfall kvöldið áður og látist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja snemma um morguninn. Sjöfn var á besta aldri þegar hún lést, þrótt- mikil og kappsöm alla tíð. íþrótta- kona sem lagði áherslu á heilbrigði og útiveru, stundaði golfíþróttina mikið. Skyndilegt fráfall hennar kom á óvart og minnir okkur á að enginn veit hvenær kallið kemur. Sjöfn hafði verið að sinna fjöl- skyldunni þetta kvöld eins og jafnan áður, keyrt barnabam sitt heim og beið eftir dóttur sinni þegar hún veiktist. Það var alltaf í fyrirrúmi hjá Sjöfn að sinna heimili og fjöl- skyldu. Hún bjó manni sínum, Herði í einni af ferðum mínum suður var maðurinn minn að fylgja mér á Akureyrarflugvöll. Þar hittum við Ástu og Bugga sem ég ætlaði að verða samferða. Minn maður fór að þakka þeim fyrir hvað þau væru góð við mig og hugsuðu vel um mig. Já, Buggi hélt nú að þeim þætti það bara gaman og sagði svo skellihlæjandi: „Gestur minn, þú þarft nú ekki að hafa nokkrar áhyggjur af henni, því að ég er nú svoddan helv... ræfíll núna, að ég gæti hvort sem er ekkert gert.“ Já, hann gat grínast með sjálfan sig á sama tíma og hann barðist við þennan sjúkdóm sem allir von- uðust til að hann myndi ná sér af. Elsku Ásta mín, hvað þú varst dugleg og hvað þú gerðir ekki og reyndir ekki til að hjálpa honum. Þú varst honum yndislega góð. Ég ætla að nota þín orð og segja „elsku kellingin mín,“ guð gefi þér styrk í þínum mikla söknuði. Þú átt yndislega fjölskyldu og ég veit að þið hjálpist öll að við að vinna úr sorginni. Nú líður Bugga vel og það er fyrir öllu. Ykkar Elsa Björnsdóttir. Jónssyni skipstjóra, fallegt heimili og var kjölfesta í lífi fjölskyldunn- ar, eiginmannsins og barnanna fjögurra. Hörður hafði farið á sjóinn um miðjan dag og kvatt konu sína heil- brigða, en kom skyndilega aftur í land um miðja nótt til að vera við sjúkrabeð konu sinnar sem dó skömmu síðar. Ég kynntist þeim hjónum þegar þau komu til Vestmannaeyja árið 1959 og Hörður var í skiprúmi hjá föður mínum, Kristni Pálssyni. Um hríð bjuggu Sjöfn og Hörður í húsi foreldra minna og var það eftir- minnilegt fyrir mig, ungan dreng- inn, að eiga vináttu þeirra og finna hlýhug þeirra og fylgjast með ein- lægum kærleika þeirra, ást og lífs- gleði. Sannarlega blómstraði ástin hjá ungu hjónunum og áfram átti ég vináttu þeirra þegar þau stofn- uðu heimili í Sólhlíð 8 í Vestmanna- eyjum. Þegar síðan tvíburarnir, Hrönn og Alda, fæddust 22. júlí árið 1961 þá fækkaði ekki heim- sóknum mínum til þeirra og oft fékk ég að passa tvíburana fyrir Sjöfn. Jafnframt tók Sjöfn að sér að passa mig er foreídrar mínir fóru til útlanda. Yngri börn þeirra Sjafnar og Harðar eru Eyþór, fædd- ur 11. júní 1963, og Katrín fædd 4. desember 1969. Ég minnist þess einnig hversu glatt var á hjalla og mikið hlegið þegar Sjöfn og Hörður komu í heimsókn til foreldra minna ?- og gripið var í spil. Sjöfn og Hörður voru bæði að- flutt til Vestmannaeyja, en hér varð sú Heimaey þar sem Sjöfn óf ör- lagavef sinn og átti góða og bjarta daga við hlið eiginmanns síns sem hún studdi í blíðu og stríðu. Það er sár harmur kveðinn við fráfall Sjafnar Guðjónsdóttur. Margir sakna góðs vinar en mestur er miss- ir og söknuður ástvina hennar. Ég og fjölskylda mín sendum Herði og fjölskyldunni okkar inni- - legustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að varðveita minningu Sjafnar Guðjónsdóttur og gefa ást- vinum hennar sinn frið. Magnús Kristinsson. Hugsar til systur héðan burt kvaddrar bróðir bráðsjúkur sem er þess fullviss að innan stundar muni þau mætast við Drottins dyr Dómi almættis sáttur hlitir hver með hógværð fetar Guðs vegu og af alúð rækir þjóðar þegnskyldu börn sín uppfræðir sem best hann má Hjartans þakkir til himna Drottins fyrir að hafa hér á jörðu átt þvi lífi og láni fagna að mega lóð leggja . á lífsins vog. (Sveinn Jónsson.) Eiríkur S. Guðjónsson. Efamol gegn síþreytu í sjónvarpsþættinum „Milli svefns og vöku“ úr þáttaröðinni „The Nature of Things" var fjallað um síþreytu (sýndur 25.08.93). Eina e&úð sem nefnt var að kæmi að gagni gegn síþreytu er EFAMOL og höfðu þeir sjúklingar sem við var rætt fengið verulegan bata með EFAMOL. Einnig kom fram að rannsóknir skoskra vísindamanna hafa staðfest virkni EFAMOLS gegn síþreytu. EFAMOL er hfein náttúruafurð, unnin úr náttljósarolíu. Gull miðinn trvpgir yæflin. Fœst t beilstibúðum, lyfjábúdum og beilsubillum matvöruverslanna. eilsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 Éh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.