Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 21
Stykkishólmi rnslu árum óðinn á fundinum Hörð gagnrýni á bauka Þorsteinn gagnrýndi bankana harð- lega og sagði augljóst að bönkunum hafi orðið á í messunni. Ekki væri ásættanlegt að bankarnir velti afleið- ingum ógætilegrar stjórnunar yfir á framleiðslufyrirtækin og launafóikið í landinu. „Verðtrygging í almennum bankaviðskiptum ætti nú að heyra sögunni til þegar verðbólga er orðin jafn lág og raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn. „Vissulega hefur verð- tryggingin valdið bönkunum erfiðleik- um. En hitt er alveg ljóst að lélegur rekstur þeirra, ónóg hagræðing, of mikil yfirbygging og gáleysisleg útlán hafa leitt til þess að milljarða króna þarf að setja í afskriftasjóði sem svo aftur eru meginorsakir fyrir því hversu háir raunvextir eru.“ Þorsteinn benti á að á síðasta ári hefðu bankam- ir sett 6,8 milljarða króna í afskrifta- sjóði útlána á móti 2,5 milljörðum árið áður. Áætlað er að vaxtamunur banka og sparisjóða hafi numið um 10 milljörðum króna. Framlögin í af- skriftasjóði námu því 68% af vaxta- mun bankanna. Ætla mætti að vextir gætu verið 3% lægri ef bankamir þyrftu ekki að afla tekna vegna þess- ara töpuðu útlána. Þeir bankamenn sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi vildu ekki tjá sig um þessi ummæli Þorsteins. Aðrir sem fiuttu erindi á fundinum vom Soffanías Cecilsson sem fjallaði um sjávarútveg við Breiðafjörð fyrr og nú, Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Islandsbanka, fjallaði um bankana og sjávarútveginn, Hann- es G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSÍ, fjallaði um vexti og kjarasamninga. Sighvatur Bjama- son, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar, velti fyrir sér spumingunni hvort fískvinnslan ætti sér framtíð, Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, fjallaði um landvinnslu í breyttum heimi og Frið- rik Pálsson, forstjóri SH, velti fyrir sér spumingunni hvort samkeppni væri ekki ömgglega alltaf til góðs. ~ MORGUNBLAÐIÐ J^UGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Iðnaður samemast luuiguuuiauiui x'uiiw-ii Samtök iðnaðarins stofnuð Nýlgörin stjórn Samtaka iðnaðarins sem leysa af hólmi sex sérfélög í greininni. í fremri röð, Gunnar Svavarsson, Haraldur Sumarliðason, Örn Jóhannson. í aftari röð, Friðrik Andrésson, Vilmundur Jósefsson, Ágúst Einarsson, Vilmundur Jósefsson og Skúli Jónsson. Við undirritun stofnsamnings Samtaka iðnaðarins, Vilmundur Jósefs- son ritar á skjalið en Örn Jóhansson réttir Haraldi Sumarliðasyni nýkjörnum formanni plaggið til undirritunar. Haraldur Sumarliðason nýkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins Þurfum að hefja nýjan kafla í atvinnusögunni STOFNFUNDUR Samtaka iðnaðarins var haldinn á Hallveigarstöðum í gær. Haraldur Sumarliðason, formaður Landssambands iðnaðar- manna var kjörinn formaður samtakanna, en framkvæmdastjóri verð- ur Sveinn Hannesson fyrrum framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðn- rekenda. Sex félög í iðnaði verða lögð niður með stofnun hinna nýju samtaka. Innan vébanda Samtaka iðnaðarins verða um 2.500 fyrir- tæki, með um 25.000 starfsmenn, sem velta um 75 miHjörðum króna á þessu ári. Iðnaðarráðherra og forsætisráðherra sendu fundinum kveðjur og árnaðaróskir. Stofnaðilar samtakanna eru Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Félag íslenska prent- iðnaðarins, Verktakasamband ís- lands, Samband málm- og skipa- smiðja og Meistara- og verktakasam- band byggingamanna. Þessi félög munu starfa fram að næstu áramót- um, en verða þá lögð niður. Stjórn Samtaka iðnaðarins skipa auk formanns, Ágúst Einarsson Lýsi, Friðrik Andrésson múrarameistari, Gunnar Svavarsson Hampiðjunni, Skúli Jónsson Stálsmiðjunni, Vil- mundur Jósefsson Meistaranum, Örn Jóhannsson Árvakri og Örn Kjær- nested Álftarósi. Þá var einnig kjörið í sex manna ráðgjafaráð. Nýkjörin stjórn starfar fram til vorsins 1995 þegar kosið verður í fyrsta sinn til stjómar almennri kosningu á aðal- fundi. Viljum stækka þjóðarkökuna í ávarpi til stofnfundarins sagði Haraldur Sumarliðason nýkjörinn formaður, að hvati samtaka iðnaðar- ins til að sameinast væri ekki erfið- leikatímar í íslensku atvinnulifi held- ur hin mörgu mikilvægu mál sem sameinuðu þessa fylkingu fremur en að sundra henni. Þó hefði atvinnlífið líklega aldrei orðið að takast á við meiri vanda en nú. „Nýr kafli í atvinnusögunni þarf að hefjast. Vinna þarf bug á efna- hagslægð og afleiðingum af mistök- um í hagstjórn til margra ára. Menn mega ekki gleyma sér við að aðlaga þjóðfélagið minnkandi tekjum heldur þarf að auka tekjumar. Samtök iðn- aðarins vilja leggja sitt af mörkum til að stækka þá köku sem til skipta er og munu leita samstarfs við opin- bera aðila og aðra til að flýta fyrir þeirri þróun,“ sagði Haraldur. í stefnuyfirlýsingu Samtaka iðn- aðarins er lögð áhersla á að tryggt verði frelsi í viðskiptum íslands ið aðrar þjóðir. Samtökin hvetja til virk- ar þátttöku íslendinga í alþjóðlegu samstarfí og telja brýnt að slíkt sam- starf verði metið fordómalaust. Var- að er við hættu á útþenslu hins opin- bera. Samtökin hafna opinberri for- sjá í atvinnulífi, en leggja áherslu á samstarf við opinbera aðila um stefnumótun og leiðsögn. „Útflutn- ingur hefur lítið sem ekkert aukist síðastliðin átta ár og þessari langvar- andi stöðnun verður að ljúka sem fyrst,“ segir í yfirlýsingunni auk þess sem stuðningi er lýst við viðleitni til að laða að erlenda fjárfestingu á Is- landi. Áhersluatriði fyrstu mánuðina í samþykkt stofnfundarins eru einnig sett fram áhersluatriði í starfi samtakanna fyrstu mánuðina. ► Átak verður gert til að sýna fram á að samkeppniShæfur iðnaður er vopn í baráttunni við atvinnuleysi og efnt til kynningar á greininni sem nái til þeirra sem annast innkaup hjá fyrirtækjum og hinu opinbera, auk almennings. ► Samtökin munu beita sér fyrir minni umsvifum og jöfnuði í rekstri hins opinbera. Áhersla er lögð á raun- hæfar aðgerðir til lækkunar vaxta, með því að draga úr hallarekstri og fjárþörf hins opinbera. ► Hvatt er til að frumvarp um ís- lenska fjárfestingarbankann verði lögfest og þar með tryggt fjármagn til vöruþróunar- og markaðsmála. Skákþing Islands Helgi Olafsson meist ari þriðja árið í röð SKÁK Bragi Kristjánsson ÆSISPENNANDI lokaumferð í landsliðsflokki á Skákþingi ís- lands, BYKO-mótinu, var tefld á fimmtudag. Fjórir keppendur áttu möguleika á fyrsta sætinu og svo einkennilega vildi til, að þeir höfðu allir svart gegn and- stæðingum a.f svipuðum styrk- leika. Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson höfðu 7'/2 v. fyrir síð- ustu umferð, en Jóhann Iljai-tar- son og Hannes Hlífar Stefánsson höfðu 7. Áhorfendur voru fleiri én áður og fylgdust spenntir með skákunum Tómas-Helgi Ól., Jón Garðar-Þröstur, _ Guðmundur- Jóhann og Andri Áss-Hannes Hlíf- ar. Hannes Illífar var fyrstur til að vinna fjöruga skák, en fljótlega á eftir varð þ'óst, að Helgi 01. átti unna skák, og Jóhann vann Guðmund. Allra augu beindust að skák Jóns Garðars og Þrastar. Sá síðarnefndi varð að vinna, til þess að ná Helga Ól. Hann flækti þess vegna taflið sem mest hann mátti. Báðir kepp- endur lentu í heiftarlegu tímahraki í flókinni, opinni stöðu. Keppendur misstu tölu á leikjunum og æsilegir atburðir gerðust. Skákin skipti nokkrum sinnum um eigendur og hraðinn var svo mikill, að ekki var hætt fyrr en teflendur höfðu leikið 10 leiki fram yfír 40 leikja mörkin. Þá blasti við þráskák, jafntefli, og Helgi Ólafsson var orðinn Skák- meistari íslands 1993. Helgi Ólafsson vann það einstæða afrek að vinna íslandsmeistaratitil- inn þriðja árið í röð, en hann hefur alls fimm sinnum orðið íslandsmeist- ari. Helgi tefldi að venju vandað og vel. Hann tapaði aðeins einni skák, gegn Þresti, og er vel að sigrinum kominn. Þröstur Þórhallsson tefldi betur á þessu móti en oftast áður. Hann fór að vísu rólega af stað og gerði jafntefli í tveimur fyrstu skák- unum, eftir nokkra erfiðleika. Hann komst í gang með sigrinum á Helga Ól. í ijórðu umferð og fékk 4 vinn- inga í næstu fimm skákum. Titillinn var þá í sjónmáli, en tvö jafntefli í lokin gáfu aðeins annað sætið. Þröst- ur má þó vel við una, því að hann fékk 2'A vinning gegn þremur stór- meisturum. Jóhann Hjartarson missti flugið nokkuð um miðbik mótsins, eftir tap fyrir Helga Ól., en sigrar í þremur síðustu skákunum lyftu honum aftur í efstu sætin. Hannes Hlífar tapaði tveimur skák- um fremur baráttulítið, en 8 vinning- ar geta ekki talist léleg uppskera. Helgi Áss Grétarsson varð í fimmta sæti. Hann vantaði einn vinning til þess að ná áfanga að alþjóðlegum titli og náði sér aldrei almennilega á strik í mótinu. Um önnur úrslit vísast til með- fylgjandi töflu. Við skulum nú sjá tvær af úrslita- skákum síðustu umferðarinnar. Hvítt: Tómas Björnsson Svart: Helgi Ólafsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - d6, 6. Bg5 - Be7, 7. f4 - h6, 8. Bh4 - Rc6, 9. Dd3 - g5!? (Þekkt aðferð til þess að tryggja e5-reitinn fyrir riddara, en þar stendur hann eins og klettur úr hafinu.) 10. fxg5 - Rg4, 11. Be2 - Rge5, '12. Dd2 - Bxg5, 13. Bxg5 - Dxg5, 14. Dxg5 - hxg5 (Svartur á nú mjög þægilegt tafl með sterkan ridd- ara á e5, möguleika á að þrýsta á hvíta peðið á e4 og aðgerðir á hálfop- inni h-línu liggja í loftinu.) 15. 0-0-0 - Ke7, 16. h3 - a6, 17. Rf3 - Bd7, 18. Hd2 - (Hvítur græðir ekkert á 18. Rxg5, Hag8, 19. h4 - f6, 20. Rf3 - Hxg2 o.s.frv.) 18. - Rxf3, 19. Bxf3 - Had8, 20. Hhdl- Bc8, 21. Ra4 - (Eða 21. a4 - b6, 22. b3 - Bb7, 23. Re2 - Re5, 24. Rd4 - Hh4, 25. Hel og hvítur er í erfiðri og óvirkri vörn.) 21. - b5, 22. Rb6 - Bb7, 23. c4 - Re5, 24. cxb5 - axb5, 25. Hc2 - Bc6, 26. a4 - (Svartur hótaði að sækja riddarann með 26. - Hb8.) 26. - bxa4, 27. Hd4 - Hh4! (Notfærir sér að hvíti hrókurinn á d4 er óvaldaður.) 28. Rxa4 - (Eftir 28. Rc4 - Rxf3, 29. gxf3 - Hxh3 á svartur tvö peð yfír og unn- ið tafl.) 28. - d5!, 29. Rc3 - (Hvað annað?) 29. - dxe4, 30. Hxd8 - exf3!, 31. Hg8? (Eðlilegasti leikurinn reynist afleik- ur, sem tapar strax. Eftir 31. Hdl - fxg2 hefði svartur þó átt unnið tafl.) 31. - f2! og Tómas gafst upp, því að hann tapar hrók eftir 32. Hxf2 - Rd3+ ásamt 33. - Rxf2. Þegar skák Tómasar og Helga Ól. lauk, þá var eftirfarandi staða komin upp í skák Jóns Garðars Við- arssonar og Þrastar Þórhallssonar. Þröstur varð að vinna til þess að ná Helga, og umhugsunartíminn að verða naumur. Framhaldið varð: 22. - Re5, 23. Ddl - Rg6, 24. hxg5 - hxg5, 25. Dh5 - Bf6, 26. e5!? - (Jón Garðar vill ekki bíða aðgerða- laus eftir - Kg7 og - Hh8 o.s.frv.) 26. - Rxe5, 27. Bh7+ - Kg7, 28. Re4 - Bxe4, 29. Bxe4 - Hh8, 30. De2 — Hac8 (Keppendur áttu aðeins eftir um 1-2 minútur hvor til þess að ná 40 leikja markinu, þegar hér var komið.) 31. c5!? - bxc5, 32. bxc5 - Hh6, 33. f4 - (Ekki gengur 33. cxd6?? - Dxcl og svartur vinnur.) 33. - Rg6, 34. fxg5 - Bxg5, 35. Bxd6 - Dd8 (35. - Da5 hefði verið virkari og betri leikur.) 36. Hcdl - Dh8, 37. Bxg6 - Hhl+, 38. Kf2 - Bh4+, 39. Kf3 - Bxel? (Nauðsynlegt var að leika 39. - Hxel.) 40. De5+? - (Hvítur hefði náð unnu tafli með 40. Bxe5+ - f6, 41. Hd7+ - Kxg6, 42. Dc2+ - f5, 43. Bxh8 o.s.frv.) 40. - f6 (Tímamörkunum var náð, en kepp- endur höfðu fyrir löngu misst tölu á leikjunum, og þess vegna var teflt áfram með leifturhraða.) 41. Dxe6 - Kxg6, 42. Dg4+ - Kf7, 43. Dd7+ - Kg6, 44. Dg4+ - Kh7, 45. Df5+ - Kg7, 46. Dg4+ - Kf7, 47. Dd7+ - Kg8??, 48. De6+ - Kg7, 49. Dg4+ - Kh7, 50. Df5+ - Kg7 (í þessari stöðu féll klukka Jóns Garðars og þá loksins hættu kepp- endur hraðskákinni. Þráskák og jafntefli verður ekki umflúið.) 51. Dg4+ - Kf7, 52. Dd7+ - Kg6, 53. Dg4+ - Kf7, 54. Dd7+ og keppendur sömdu um jafntefli, og þar með var Helgi Ólafsson orð- inn Skákmeistari Islands 1993. Sannarlega æsileg lok á skemmti- legu íslandsmóti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.