Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Anna Aðalheiður Ólafsdóttir frá Þor- lákshöfn - Minning Fædd 4. febrúar 1920 Dáin 17. september 1993 Hinn 17. september sl. lést í Landsgítalanum mágkona okkar, Anna Ólafsdóttir, síðast til heimilis í Gnoðarvogi 54. Okkur nokkur systkini Árna eig- •^inmanns hennar langar að minnast hennar með örfáum orðum. Fyrstu kynni okkar af henni urðu er hún kom með Árna bróður okkar til Látra í Aðalvík vorið 1947. Anna dvaldist hjá okkur í vikutíma og hressti mjög upp á tilveruna með söng og gleði. Hún kenndi okkur margar nýjar vísur sem sungnar voru löngu eftir að Anna var farin frá okkur að þessu sinni. Anna og Árni byrjuðu sinn bú- skap á Akureyri um haustið. Þar eignuðust þau sex börn, en áður átti Anna einn son. Árið 1956 flytj- ast þau til Þorlákshafnar og búa þar í 32 ár. Þorlákshöfn var í örum vexti er þau komu þangað. Þau "▼byggðu sér hús að B-götu 17. Eftir komuna til Þorlákshafnar eignuðust þau tvær dætur, þannig urðu böm þeirra 8. Litlar samöngur vom með okkur á meðan þau bjuggu norðan heiða, Árni stundaði sjómennsku, en Anna gætti bús og bama. Tengsl með okkur og þeim hjónum urðu, eins og gefur að skilja, mun meiri eftir að þau flytjast hingað suður. Anna var dugleg við að heimsækja okkur í öll fjölskylduboð og að sama skapi -* var hún góð heim að sækja. Alltaf var Anna tilbúin að mæta með Áma á átthagaskemmtanir okkar og var hún þá oft og tíðum hrókur alls fagnaðar. Þetta fannst okkur góðir kostir. Þau hjónin fluttust til Reykjavík- ur 1988, eftir að bömin voru komin upp og farin að heiman. Eins og áður sagði hafði Anna gaman af söng og var að eðlisfari mikill félagsmaður. Hún hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum málum o g var þátttakandi í mörgum þeirra. Um leið og við þökkum Önnu samfylgdina og vottum aðstandend- um hennar samúð okkar látum við hér fylgja með vísu, sem Anna hafði dálæti á. Vorið er indælt, ég það veit, þá ástar kveður raustin. en ekkert fegra á fold ég leit, en fagurt kvðld á haustin. Guðný, Jónína, Þórunn, Gunnar, Gísli og Friðrik. Það var mildur haustdagur 17. september, er tengdamóðir mín, Anna Ólafsdóttir, kvaddi þennan heim á Landspítalanum í Reykjavík. Þar hafði hún legið í þrjá mánuði. Þjáningar í veikindum sínum bar hún með því æðruleysi, er henni var svo eiginlegt, og kvartaði ekki. I veikindum sínum naut hún umönnunar eiginmanns síns og barna, sem sátu löngum stundum hjá henni og ræddu gamlar minn- ingar frá uppvaxtarárunum í Þor- iákshöfn. Anna Ólafsdóttir var fædd 4. febrúar 1920 á Ytri Bægisá í Hörg- árdal. Dóttir hjónanna Ólafs Jóns- sonar og Jóhönnu Magnúsdóttur. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Hraunshöfða í Öxnadal. „Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“, taldi hún sínar æskuslóðir og hafði sterk- ar taugar til sveitarinnar og dalsins. Árið 1936 fluttist Anna með for- eldrum sínum til Akureyrar þar sem hún bjó til 1956, er hún fluttist suðjur yfir heiðar. Árið 1950 urðu kaflaskil í lífi Önnu, er hún_ giftist eftirlifandi manni sínum, Áma St. Hermanns- syni frá Látrum í Aðalvík. Þau hófu búskap á Akureyri, en fluttust til Þorlákshafnar 1956. Þau vom með- al fmmbyggja Þorákshafnar. Starf fmmbýlinganna var erfítt, með stóran bamahóp. Vinnudagurinn var oft langur og einbýlishús byggt af óbilandi dugnaði. Árið 1988 flutt- ust þau frá Þorlákshöfn og lá þá leiðin til Reykjavíkur. Anna saknaði æ síðan þess, sem hún hafði átt svo ríkan þátt í að skapa við uppbygg- ingu Þorlákshafnar og þess samfé- lags er þar er. Þorlákskirkja er gott dæmi um þrekvirki, sem þetta litla samfélag hefur áorkað. Það er því vel við hæfí, að við kveðjum nú Ónnu frá þessari kirkju. Anna og Ámi eignuðuset átta börn, Jóhönnu Lám, Magneu Ás- dísi, Ólaf, Sigurlaugu, Hermann Val, Jón Inga, Þómnni og Sædísi Maríu. Sædís María var ættleidd. Áður átti Anna soninn Eðvarð P. Ólafsson. Barnabömin em 23 og bamabamabömin sjö. Anna átti þijú systkini sem öll eru á lífí. Þau eru Klara, Lára og Jón. Anna tók mikinn þátt í félags- málum í Þorlákshöfn. Má þar nefna starf hennar fyrir Slysavarnadeild- ina Mannbjörg. Var hún lengi for- maður deildarinnar og síðar heið- ursfélagi. Dugnaður Önnu og út- sjónarsemi naut sín vel við þessi störf þegar fjársafnanir voru, hvort sem var við kaffisölu á Sjómanna- daginn eða við skipulagning^u á merkjasölu þegar byggð var upp aðstaða fyrir björgunarsveitina. Fólk, sem á allt sitt undir sjósókn og sjávarútvegi, veit hvað það gild- ir að eiga fullkomnustu tæki til björgunar, ef háska ber að höndum. Anna var alþýðumenntuð og eins og títt er um sjálfmenntað fólk var hún vel fróð. Þjóðmál og kjör launa- fólks vom henni áhugamál. Gaman var að ferðast með henni um landið því að hún var einstaklega vel að sér í landafræði og því er laut að náttúru landsins. Eg minnist margra góðra ferða með þeim hjón- um um landið. Anna Ólafsdóttir hefur nú lagt í lokaferðina með þeim feijumanni, sem við öll munum mæta að lokum. Hún lagði í þá för með þeirri reisn og með þeim virðuleika er henni var svo eiginleg. Við sem eftir stöndum þökkum fyrir að hafa mátt njóta samvista við mikilhæfa konu, sem með óbilandi dugnaði lauk því hlutverki, sem hún kaus sér, að vera móðir og eiginkona. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Lárus Baldursson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þessi orð Hávamála koma mér í hug þegar ég minnist mágkonu minnar Önnu Ólafsdóttur. Anna kom snemma inn í fjölskyldu mína þegar hún giftist elsta bróður mín- um. Ég man nú ekki eftir því, en mínar fyrstu minningar af Önnu eru frá því að hún og bróðir minn komu í sína fyrstu heimsókn til Aðalvíkur. Var ég þá aðeins fjög- urra ára. Man ég að mér fannst þessi kona svo fín og í allt öðru vísi fötum en mamma og hinir og svo reykti hún líka. Það fannst mér flott. Síðan líða mörg ár áður en ég sé þau aftur, en ég man að við yngri systkinin heyrðum alltaf af þessum íjarlæga stóra bróður, konu hans og börnum sem áttu heima á Akureyri. Við Guðný lékum þessa fjölskyldu í rólunum og í útileikjum okkar í Hnífsdal. Svo vissum við ekkert hvemig við ættum að vera er við hittumst. Þá var nú meira mál að taka frí og fara á milli lands- hluta en nú er. Það var sko ekki gert á hveiju ári. Guðný fékk að fara einu sinni eða tvisvar í vist til þeirra. Ég man ekki eftir að ég hitti Önnu aftur fyrr en 13 ára gamall. Þá kom ég á heimili þeirra á Hrauni í Ölfusi, en Ámi bróðir minn kom einu sinni á öllum þessum ámm í heimsókn til okkar í Ystahúsið í Hnífsdal. Þá var ég u.þ.b. 8 ára gamall. Þá man ég að yngri bróðir minn var svo feiminn við hann að hann faldi sig undir dívan. Árni var þama á millilandaskipi sem stopp- aði á ísafírði einhveija klukkutíma. Árni og Anna fluttust frá Akur- eyri 1956 að Hrauni í Ölfusi og kom ég til þeirra þar. Ég man að mikið fannst mér tilkomumikið og allt öðruvísi þar, svo fínt og framandi fyrir mig sveitapollann að vestan. Síðan hafa liðið mörg ár. Lífíð hef- ur haldið áfram, gefíð og tekið. Kynni okkar hafa aukist með ári hveiju og samverustundum fjölgað og fækkað eftir því sem við átti. Anna mágkona mín hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllum hlutum, þó að ekki væru allir henni sam- mála. Hún var vel greind kona að mínu mati, hress og kát, sagði sín- ar meiningar og var það vel. Hún var mikil félagsvera og hafði mikið yndi af söng og mannamótum. Anna og Árni byggðu sitt fram- tíðarheimili að Oddabraut 17 í Þor- lákshöfn. Áttu þau heima þar í 32 ár. Þar starfaði Anna í frystihúsinu og víðar. Hún vann mikið bæði utan og innan heimilis eins og gefur að skilja. Anna vann í stjómun og hin- um ýmsu félagsstörfum í Slysa- vama- og kvenfélagi í Þorlákshöfn, þar sem hún gegndi hinum ýmsu trúnaðarstörfum í mörg ár. Árni og Anna fluttust til Reykja- víkur 1988. Fyrst á Háaleitisbraut og síðan í Gnoðarvog. Þá var Anna farin að verða lasin og sjóndöpur vegna sjukdóms síns. í júní síðast- liðnum lærbrotnaði hún heima hjá sér og fór á spítala þar sem hún lést eftir mjög erfíð veikindi 17. september. Anna Aðalheiður Ólafsdóttir var fædd hinn 4. febrúar 1920 að Ytri- Bægisá í Hörgárdal, þar sem hún ólst upp, einnig í Öxnadal og á Akureyri. Foreldrar hennar vom Ólafur Jónsson úr Öxnadal og Jó- hanna Magnúsdóttir, ættuð úr Borgarfírði. Systkini Önnu em þijú. Anna Aðalheiður giftist 22. október 1950 bróður mínum Árna S. Th. Hermannssyni frá Aðalvík í Sléttu- hreppi. Þeirra sambúð var góð í þau 43 ár sem þau bjuggu saman. Anna og Árni eignuðust átta börn, tutt- ugu og þijú barnaböm og sjö barna- barnabörn. Áður átti Anna son, Eðvarð Ólafsson, sem ólst upp á Akureyri. Árni minn og fjölskylda. Guð gefí ykkur styrk á erfíðri skilnaðar- stundu. Við flytjum ykkur samúðar- kveðjur okkar í Bergholti 4. Blessuð sé minning Önnu mágkonu minnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fyrir hönd fjölskyldunnar, Óli Th. Hermannsson. í dag verður til moldar borin frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn heið- urskonan Anna Ólafsdóttir. Á þessu fagra og bjarta síðsumri hefur hún háð harða og dapurlega baráttu fyrir því að fá að halda dýmstu gjöfinni sem hún átti, lífinu. Það haustaði að, sjúkdómur sem þjáð hafði hana ámm saman kom í veg fyrir að hægt væri að hjálpa henni í þeirri baráttu. Hún lést hinn 17. þessa mánaðar í Landspítalanum í Reykjavík. Ég ætla ekki að reyna að gera lífshlaupi Önnu nein ýtarleg skil með þessum fáu kveðjuorðum mínum. Til þess er ég ekki nógu kunnug. Okkar kynni hófust þegar við hjónin fluttum til Þorlákshafnar árið 1959. Þá voru þau hjón, Anna og Ámi St. Hermannsson, hér fyrir og tóku þátt í því að taka vel og elskulega á móti okkur. í því efni vom allir samtaka sem hér bjuggu þá. Þau vom hjónin sem áttu stóra bamahópinn í nálægð við húsið þar sem við fengum inni um stundar- Friðrika Jónsdóttir frá Dalvík — Minning Fædd 23. júní 1898 Dáin 14. september 1993 Nú hefur hún amma á Dalvík fengið hvíldina. Við systkinin mun- ,Num ætíð minnast hennar ömmu með hlýhug og virðingu. Amma á Dalvík hafði yfír sér frið og ró sem smit- aði alla þá sem vom í návist hennar. Fyrir okkur eldri systkinin sem vomm svo lánsöm að hafa einnig þekkt Elías afa og átt þess kost að dveljast hjá þeim í Víkurhóli, munu áhrifín vara eilíflega, því að Víkurhóll var þessi fasti punktur í tilvemnni, þegar við vomm í Svarf- aðardalnum eða í Fagraskógi á sumrin. í minningunni er lífið í kringum sfldarsöltun, atorkan í öllum sem * kepptust við að breyta silfri hafsins í krónur og aura, en gáfu sér samt alltaf tíma til að sinna vinum og vandamönnum sem komu í heim- sókn. Hún var svo rík þessi tilfínning, að vera alltaf innilega velkomin og fínna umhyggjuna hjá ömmu, sem ,svo oft birtist í því að hún hafði áhyggjur af því að við krakkamir borðuðum ekki nóg. Borðið svignaði undan alls konar kræsjngum og ástarpungamir gómsætu virtust óþijótandi. Svo þegar maginn sagði stopp eftir að hafa gert þessu öllu heiðarleg skil, sagði amma oftar en ekki: „Ja, bömin mín, þið snert- ið varla á þessu, þið verðið nú að borða vel svo þið stækkið eitthvað.“ Og hún sagði þetta allt svo fallega og um leið sannfærandi að einn ástarpungur í viðbót hvarf ofaní okkur og amma brosti, strauk yfir hárið á okkur og fór að tala um hvað hún væri glöð að sjá okkur. Öllum þykir gott að fá svolítið hól og amma var næm á þessa þörf hjá okkur, einkum þegar við vorum böm. Það þurfti ekki mikið til að gleðja bamssál, sem þreifar sig áfram í leit að sjálfsímynd. Og þegar hún amma hældi okkur á sinn indæla hátt, varð þessi sjálfs- ímynd jákvæð í langan tíma á eft- ir. Þannig hjálpaði amma okkur beint og óbeint í þessari stöðugu leit að sjálfum okkur. Þórunn, sem er yngst af okkur systkinunum, kynntist ömmu eftir að afí var allur, en hefur haft mik- ið og gott samband við hana og skrifað henni ófá bréfín í gegnum árin. Amma var alltaf sannfærð um að til væri líf eftir þetta líf. Við erum viss um að þar verður tekið á móti henni opnum örmum og þaðan mun hún vaka yfir okkur öllum. Guð blessi þig, elsku amma, hafðu þökk fyir allt og allt. Björk, Stefán, Sveinbjörn og Þórunn Bjarkabörn. Þegar ég var ungur drengur hjá ömmu minni á Dalvík og einhver dó í hárri elli eða frá mikilli van- heilsu sagði amma mín eitthvað á þessa leið: „Mikil Guðs blessun var að hann fékk hvíldina." Þá skildi ég þetta ekki vel, enda stóð mér heldur ógn af dauðanum. Hinn 14. september sl. varð þesi sama bless- un hlutur ömmu minnar á lokadegi langrar og farsællar ævi. Hún fæddist á Hóli í Svarfaðar- dal, næstyngst bama þeirra Jóns Bjömssonar og Ingibjargar Jóns- dóttur. Fjögur systkinanna komust á legg. Kristín, Zophonías og Bjöm eru nú öll látin. Friðrika giftist árið 1920 Elíasi Halldórssyni frá Klængshóli í Skíðadal. Þau stofn- uðu heimili á Jaðri á Dalvík. Nokkm síðar byggðu þau Víkurhól sem eyðilagðist í jarðskjálftanum mikla 2. júní 1934. Nýtt hús og reisulegt var byggt í staðinn og bar sama nafn. Elías var húsasmíðameistari og hagur maður. Hann fékkst einn- ig við úrsmíðar og silfursmíði. Elías lést 1964. Friðrika og Elías eignuðust fímm böm. Þau eru: Bára, f. 1921, versl- unarmaður Dalvík, gift Árna Am- grímssyni; Bjarki, f. 1923, fv. skóla- stjóri Lögregluskóla ríkisins, kvæntur Ásthildi Siguijónsdóttur; Björn, f. 1925, skipstjóri á Dalvík, kvæntur Ragnheiði Guðmundsdótt- ur; Þómnn, f. 1931, bókavörður í Hafnarfírði, gift Yngva Rafni Bald- vinssyni; Stefán, f. 1934, lést af slysförum 1951. í Víkurhóli var iðulega margt um manninn. í minningunni var stöðug veisla í eldhúsinu hjá ömmu. Hún hafði aðkomumenn í fæði og þang- að litu margir inn, bæði innan sveit- ar og utan með ýmis mál. Stundum til að hitta Elías á verkstæðinu eða til að spjalla og þiggja kaffí að lokn- um erindum á Dalvík. Á hljómfag- urri norðlensku var rætt um menn og málefni og strákur að sunnan greip á lofti „dalvískuna“ og breytti um málfar sumarlangt. Aldrei heyrðist hnjóðsyrði frá ömmu minni um nokkum mann. Hún tók jafnan svari lítilmagnans og vildi heldur ræða kosti manna en breyskleika. Þar fór saman sterk trú á Guð al- máttugan og breytni við hana. Amma naut þess að vera gest- gjafí og veita ríflega við borðhald. Gestir urðu aldrei of margir. Rausn- arleg var hún í betra lagi og það var henni nánast íþrótt að færa gjafír og glaðning, stórt og smátt, og þraut hana aldrei tilefni. Hún var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem lifði breytingu ís- lensks samfélags úr örbirgð til bjargálna. Hún var hafsjór fróðleiks um liðna daga, minnug á kvæði og sögur og hafði gott skopskyn. Þann- ig gat hún kætt og frætt barnaböm- in og þeirra börn meðan heklunálin fléttaði saman af list smágerð sjöl og dúka. Þegar hún er nú til moldar borin tekur ný kynslóð sæti aldursforset- ans. í hugskoti okkar lifír minning traustrar og hlýrrar ættmóður, sem við öll vildum í einhveiju líkjast. Friðrik E. Yngvason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.