Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
31
BLAÐAMAÐUR
Vélritar 670 slög á mínútu
Rússneski blaðamaðurinn Mihail
Shestov er heimsmeistari í
vélritun með 670 slög á mínútu í
evrópskum stöfum, en hann getur
vélritað allt að 900 slög í rússn-
eskri ritun. Sá sem nær 300 slögum
á mínútu er talinn allþokkalegur
ritari. Árið 1991 komst Mihail í
Heimsmetabók Guinnes með því að
skrifa tölurnar frá einum upp í 785
á fímm mínútum.
Hann vélritar einnig allt rétt og
segir það vera vegna þess að í átta
mánuði var hann daglega látinn
vélrita skýrslur upp á 150 síður
með gamaldags ritvél. „Ef ég hefði
ekki skrifað villulaust hefði ég ver-
ið látinn byija alveg upp á nýtt.
Eg hægði því verulega á hraðanum
Hinn þrítugi Mihail Shesstovs
býr nú í Danmörku þar sem hann
kennir vélritunaraðferð sem
hann nefnir „Shestov-tæknina".
meðan ég var að ná réttrituninni,
en síðan jók ég hraðann mark-
visst,“ sagði hann í viðtali við Poli-
tiken, en Mihail hefur búið í Dan-
mörku undanfarin ár.
Mihail notar sérstaka aðferð til
þess að ná þessum hraða. Til þess
að aðrir geti fengið að njóta tækn-
innar sinnir hann nú eingöngu
kennslu í „Shestov-tækninni", eins
og hann kallar hana. Aðferðin
gengur að hluta til út á hreyfingar
handanna, en fingurnir eru látnir
renna með sérstökum hætti yfir
lyklaborðið, þannig að baugfingur
fá aukið vægi og erfiðleikar orð-
anna stjórna hraðanum.
Morgunblaðið/Sverrir
Sigurvegarar kvöldsins, f.v. Arnfríður Kristín Arnardóttir, 17 ára,
varð í öðru sæti, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, 17 ára, hlaut titilinn
ungfrú Hawaiian Tropic og Arngerður Guðmundsdóttir, 20 ára, varð
í þriðja sæti.
KEPPNI
LEIKARAR
Alison Arngrim sinnir
alnæmissj úklingnm
D0ES G00D
Aiison Arngrim—■-nasíy
Nellíeon UttleHoase—
campeigns against AIDS
Alison Arngrim tekur hér þátt í „heilunarmessu"
ásamt Tommy 5 ára, en hann er eitt af þeim börnum
sem eru undir verndarvæng hennar.
Alison
Arngrim
sem til ijölda
ára lék hina
illgjörnu
Nellie í sjón-
varpsþáttun-
um Húsinu á
Sléttunni hef-
ur á undan-
förnum árum
sinnt alnæmi-
sjúklingum og
samtökum
þeirra af mik-
illi kostgæfni.
Hún fór að
beita sér af
afli fyrir mál-
staðinn eftir
að mótleikari
hennar í þátt-
unum, Steve Tracy, lést af völdum
eyðni árið 1986.
Alison virðist ekki hafa leikara-
blóðið sterkt í æðum, þrátt fyrir
að foreldrar hennar, Thor og Norma
MacMillan, séu bæði leikarar. Hún
hefur nánast ekkert leikið síðan í
Húsinu á sléttunni og helgar al-
næmissjúklingunum allan sinn
tima. Hún hefur að nokkru leyti
tekið að sér eða aðstoðað fjögur
ung börn sem eru smituð af al-
næmi, auk þess sem hún ferðast á
milli skóla, kirkna og fangelsa til
að upplýsa um öruggt kynlíf.
I3ICMIEGA
vítamín og kalk
fæst í apótekinu
3ja sæta sófi + 2 stólar í leðri stgr. 198.834,
3ja sæta sófi stgr. 91.884,-
2ja sæta sófi stgr. 75.330,-
Stóll stgr. 53.475,-
Hár stóll stgr. 61.845,-
Opið
laugardaga 10-16.
Síðumúla 20, símar 33200 og 688799.
pt0iF0wtnM$foit>
Metsölubladá hverjum degi!
Hrafnhildur Hafsteins-
dóttir bar signr úr býtum
Alison sem Nellie í þáttunum
Húsinu á sléttunni ásamt Steve
Tracy, en hann lést úr eyðni.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir var
kjörin ungfrú Hawaiian
Tropic í sundfatakeppni sem fram
fór á Hótel Sögu í gærkvöldi. Tekur
hún þar af leiðandi þátt í alþjóð-
legri sundfatakeppni á Daytona
Beach í Flórída í mars' á næsta ári
og fær ferðir og uppihald sér að
kostnaðarlausu. { öðru og þriðja
sæti urðu Amfríður Kristín Arnar-
dóttir og Arngerður Guðmundsdótt-
ir. Unnu þær sér einnig þátttöku-
rétt í keppninni.
Þetta er í fyrsta skipti sem keppni
af þessu tagi fer fram hér á landi
en þrátt fyrir það tóku þrjár íslensk-
ar stúlkur þátt í keppninni í fyrra,
Laufey Bjamadóttir, Nanna Guð-
bergs og Árný Hlín Hilmarsdóttir.
- * ,
GETRAUNADEILDARINNAR 0G
l.DEILDAR KVENNA í KNATTSPYRNU
Á HÓTEL ÍSLANDI LAUGARDAGINN 25«SEPTEMBER.
ÚTNEFNING BESTU 0G EFNILEGUSTU LEIKMANNA.
HÚSIÐ OPNAR KL. 10.00 FYRIR AÐRA EN MATARGESTI. I
.