Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 16
16 HORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Hundrað jeppar og önnur torfærutröll á sýningu í Laugardalshöll Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á jeppasýning-u Um hundrað jeppar eru á sýningunni í Laugardalshöll og á mynd- inni má sjá sýningargesti virða fyrir sér einn þeirra. Ráðherra hjá Benna Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra skoðar sig um í bás Bílabúðar Benna á sýningunni og ræðir við forstjórann Benedikt Eyjólfsson. Ferðabílar og fagiui land JEPPASÝNINGIN „Ferðabílar og fagurt land“ opnaði í Laugardalshöllinni kl. 18 í gær. Sýningin sem er á vegum Ferðaklúbbsins 4x4 verður opin frá kl. 10 til 22 um helgina. Aðgangseyrir er 600 krónur. Um 100 jepp- ar eru á sýningunni og 40 fyrirtæki sýna þar margs konar búnað sem tengist jeppasporti. Að sögn Áma Páls Ámasonar, formanns Ferðaklúbbsins 4x4, er sýningin haldin í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins. Þetta er fimmta sýningin sem klúbburinn efnir til og sú veglegasta. Um hundrað jeppar eru á sýningunni, eru 60 þeirra í einkaeign og sagði Ámi að þar á meðal væm margir öflug- ustu jeppar landsins og væm flest- ir í eigu félagsmanna. Ennfremur sýna yfir 40 fyrirtæki sem tengj- ast jeppum og ferðamennsku nýja jeppa, aukahluti og leiðsögu- og fjarskipatæki. Góð umgengni Árni sagði akstur torfæmjeppa væri bannaður nema á tilteknum svæðum í nágrannalöndum okkar og væri ísland að því einstætt hvað varðaði jeppasport. Hann sagði að Klúbburinn 4x4 legði mikla áhersiu á það við félagsmenn sína að þeir ækju ekki utna vega og gengju vel um landið. Hann sagði að jeppasýningin hefði vakið athygli erlendra aðila og ætluðu 7 erlendir blaðamenn að koma á sýn- inguna. Sýningarsvæðið er alls um 5.000 fermetrar og skiptist jafnt í inni- og útivistarsvæði. í áhorfenda- stúkunni fer fram kynning á starfi Ferðaklúbbsins 4x4 í máli og myndum. Þar verða meðal annars sýndar skyggnur úr starfsemi klúbbsins og stöðugar myndbanda- sýningar verða úr ferðum félags- manna á meðan á sýningin er opin. Toyota gefur neyð- arsveit torfærujeppa P. SAMÚELSSON hf., Toyota-umboðið á ísiandi, færði Neyðarsveit slökkviliðs Reykjavíkur sérbúinn jeppa að gjöf í gær. I ræðu sem Páll Samúelsson stjórnarformaður Toyota hélt þegar bíllinn var afhentur kom fram að með gjöfinni vill Toyota-umboðið auka ör- yggi þeirra fjölmörgu viðskiptavina fyrirtækisins sem ferðast um landið auk þess að efla hina nýju Neyðarsveit. Að Neyðarsveitinni standa Slökkvilið Reykjavíkur, Hjálparsveit skáta i Reykjavík og Flugbjörnunarsveitin í Reykjavík. Torfærubifreiðin sem Toyota- umboðið afhenti Neyðarsveitinni í gær er af gerðinni Toyota Land Cruiser. Hrólfur Jónsson slökkvi- liststjóri í Reykjavík tók við lyklum að bifreiðinni. Hann sagði að með stofnun Neyð- arsveitarinnar hefðu Slökkvilið Reykjavíkur, Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík tekið höndum saman um nýja neyðarþjónustu. Markmiðið væri að stytta útkallstíma þegar slys verða utan alfaraleiðar. Til að ná þessu markmiði þyrfti sveit sér- þjálfaðra manna og bíl fyrir sveitina sem gæti komist fljótt og örugglega á slysstað með þann björgunar- og neyðarbúnað sem þörf væri á. Nú þegar bíllinn væri fengin væri sveit- in aibúin að takast á við þau verk- efni sem að höndum bæri. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Torfærutröllið afhennt F.v. Páll Samúelsson stjórnarformaður Toyota, Össur Skarphéð- insson umhverfismálaráðherra og Hrólfur Jónsson slökkvilist- stjóri. Framkvæmdastj óri Sorpu segir ásakanir um gjaldskrárhækkanir rangar Hækkun 11,2% fyrir þá sem flokka vel o g nýta gjaldskrá FULLYRÐINGAR Sveins Hannessonar í Morgunblaðinu í gær um gjaldskrárhækkanir Sorpu eru slitnar úr samhengi og einkennast af alhæfingum og oftúlkun smáatriða, segir Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu. Hann segir gjaldskrárhækkanir frá síðustu ára- mótum og til 1. september nema 15% umfram vísitölu byggingakostnað- ar, en alls 60% frá því að starfsemi Sorpu hófst í maí 1991 og að raunkostnaður almennings og fyrirtækja sem flokki sorp sitt og reyni að nýta sér kosti gjaldskrárinnar sé aðeins um 11,2%. Fyrirlestur um hand- lækningar SÁ HÁTTUR er hafður á í læknadeild Háskóla íslands að nýskipaðir prófessorar flytji er- indi fyrir almenning um efni sem tengist fræðasviðum þeirra. Nokkur slík erindi hafa þegar verið flutt en næsti fyrirlestur í þessum flokki verður fluttur sunnudaginn 26. september kl. 15 í stofu 101 í Odda. Þá íjallar Jónas Magnússon, nýskipaður prófessor í handlækn- ingum, um nýjungar í handlækn- ingum og áhrif þessara nýjunga á heilbrigðisþjónustuna. Fyrirlestur Jónasar fjallar í hnotskum um þá hröðu þróun sem orðið hefur á síð- ustu árum í þá átt að aðgerðir, sem áður voru sársaukafullar og tengd- ar langri sjúkrahússdvöi og veik- indaforföllum, eru gerðar á þann hátt að verkir verði sem minnstir, sjúkrahúslega og veikindaforföli sem styst. Forsenda þessarar þró- unar í handlækningum er alveg ný tegund af tækjum og samteng- ing ýmiss konar tækja, s.s mynd- bandavéla, sjónvarpsskerma, tölvubúnaðar o.s.frv. Aðgerðir af þessu tagi hafa nú þegar fest sig í sessi í nánast öllum sérgreinum lækninga. Þetta hefur haft í för með sér að tæki til að- gerða hafa orðið sífellt flóknari og einnig miklu dýrari. Þetta hefur leitt til aukins kostnaðar við að- gerðina en sá kostnaður hefur sparast með styttri legu og minni veikindum eftir á. Þegar legutími styttist er mögulegt að minnka sjúkradeildir en það kostar upp- byggingu á skurðstofum. Afleið- ingar af þessari þróun em þær að handlækningasvið þarf að öllum líkindum færri rúm en fullkomnari skurðstofur. Þjóðfélagslegur ávinningur verður þegar veikinda- forföll sjúklinga styttast. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦ .. Háteigssókn Arngrím- urlæturaf embætti Dr. Orthulf Prunner lætur af störfum organista VIÐ hámessu á sunnudaginn kl. 11 mun dr. Arngrímur Jónsson sóknarprestur kveðja söfnuð sinn eftir þrjátíu ára þjónustu o g organistinn dr. Orthulf Prunner Iætur af störfum eftir fimmtán ára veru við söfnuðinn. Það eru mikil tímamót í sögu Háteigssafnaðar um þessar mund- ir. Tveir af máttarstólpum safnað- arins hverfa úr starfi eftir að hafa sett svipmót á líf safnaðarins í áratugi. Dr. Arngrimur lætur af embætti fyrir aldurs sakir en dr. Orthulf tekur við nýju starfi í föð- urlandi sínu, Austurríki, hinn 1. október nk. Á fundi kjörnefndar (sóknar- nefnd og varasóknarnefnd Há- teigssafnaðar) 22. september sl. var sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur Söðulholtspresta- kalls, valin prestur safnaðarins, en áður hafði Pavel Manásek verið ráðinn organisti. Sóknarprestur í Háteigspresta- kalli er sr. Tómas Sveinsson. (F réttatilkynning) Ögmundur segir raunkostnað þessara aðila endurspeglast í tekjum Sorpu af hveiju mótteknu tonr.i, en þær hafí hækkað um 11,2% frá upp- hafí. Þeir sem hugsi hins vegar lítið um hvenær og hvemig úrgangi er skilað hafí tekið á sig þá 48,8% hækkun sem muni á lægri og hærri tölu gjaldskrárhækkunarinnar. Hann telur mótttökugjald enn of lágt og að hækka þurfí gjaldskrá um 20-30% í náinni framtíð vegna minnkandi úrgangs og aukins fjár- magnskostnaðar, auk hugsanlegrar kröfu eigenda Sorpu um arð af hlutafé sínu. Skelfileg dæmi um sóun og óhagkvæmni fyrirtækja Ögmundur segir að með breyti- legri gjaldskrá reyni Sorpa að hafa áhrif á markaðinn, sérstaklega varð- andi flutninga. Hann segir kostnað við losun úrgangs stafa annars veg- ar af flutningum og ílátaleigu, sem sé beinn kostnaður fyrirtækja og nemi 75% af heildar kostnaði þeirra við losun úrgangs, og hins vegar eyðingargjaldi sem nemi um fjórð- ungi af kostnaði. „Við höfum rekist á hræðileg dæmi um sóun og óhagkvæmni úti á markaðinum þar sem stórir bílar koma til Sorpu með örfá kíló. Menn hugleiða þá ekki hvað hvert kíló kostar í flutningi, sem er þó aðal útgjaldaliðurinn." Hann segir Sorpu hafa beint við- skiptamönnum sínum á réttar braut- ir og þá einkum með breytilegri gjaldskrá. Þannig sé hátt gjald tekið fyrir lítinn farm en lágt gjald fyrir stóran farm. „í dæmi Sveins var tekið fyrir lítið magn sem við viljum meina að eigi að kosta mjög mikið vegna þess óhagræðis sem fylgir, bæði fyrir Sorpu og viðskiptavini hennar,“ segir Ögmundur. „Þegar magnið er orðið jafn lítið eiga menn kost á að losa farminn á gámastöðv- um og greiða mun lægra gjald.“ -------»■■■♦ ♦------- ■ ÚTVARP Kántríbær hljómaði í viðtækjum Blönduósinga í fyrsta sinn miðvikudaginn 22. september. Það er kúreki norðursins Hallbjöm Hjartarson sem á og rekur þessa útvarpsstöð. í ávarpi sínu til Blöndu- ósinga og nærsveitarmanna lagði Hallbjörn áherslu á að þetta væri útvarp Húnvetninga allra og sendit- íðnin er FM 96,7 á Blönduósi og nágrenni en 100,7 á Skagaströnd og nágrenni. Hallbjöm Hjartarson sagði í samtali við Morgunblaðið að útsendingar sínar næðust upp á miðja Holtavörðuheiði, að Brú í Hrútafírði og víðast hvar í Austur- Húnavatnssýslu. Jón. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.