Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.09.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 25 Ólafía Egilsdóttir frá Hnjóti — Kveðja Fædd 27. nóvember 1894 Dáin 20. september 1993 Ég hjóla af miklum móði eins og venjulega á þessum tíma dags. Of sein. Eins og venjulega. Allt eins og ekkert hafi í skorist. Ekkert hafi breyst. Því hvaða vitneskju fæðumst við með inn í þennan heim aðra en þá að eitt sinn skuli allir menn deyja? Hvaða öruggan punkt í tilverunni höfum við í raun að styðjast við annan en þann að dag nokkum hættum við að vera hluti þeirrar til- veru? Og eins allir samferðamenn okkar á lífsstígnum litríka um tinda og tún. Hleyp upp tröppumar, tipla á tám inn í skólastofuna og lauma bókun- um á borðið. (Meira hvað penna- veski geta gefið fra sér ógnarhá hljóð á stundum.) Reyni að setja mig inn í hugðarefni kennarans, en mistekst hrapallega. Einhver ókunn- ur hluti af mér leysir rökhugsunina af hólmi og dregur mig með sér í ferðalag um tímann. Taflan er ekki lengur grá með hvjtkrítuðum fróð- leik um landnám íslands. Hún er margsamanbrotið sendibréf með blekbláum óskum um gæfu og Guðs blessun, ritað á þennan dásamlega forna hátt, sem von bráðar heyrir sögunni til: „Jeg“, „nær kemurdu?“ o.s.frv. Kökkur gerir vart við sig í hálsi mér og ég lít út um gluggann. Turn- inn á Sjómannaskólanum er orðinn fjallstindur, íklæddur sólgylltum toppi, fuglar æfa fjöldasöng og öldr- uð kona fléttar hár ungrar hnátu. Þú og ég. Þú og ég, amma mín og sveitin. Þú að senda mig upp á heiði á eftir afa að leita kúnna, löngu fyrir fótaferðartíma. Hann orðinn alltof gamall til að þeysa þetta einn, fannst þér; vildir að einhver færi með honum. Alltaf að hugsa um aðra. Að öllum liði vel. Enginn væri leiður eða aumur á einhvern hátt. Bijóst mitt er skyndilega orðið svo agnarsmátt utan um allt sem í því hrærist og mig verkjar af þrengslum. Minningar. Eg lít niður á borðið. Blaða í bók. A mig horfir teikning af húsarústum og von bráðar birtist einnig ijóð snót á roðskinnsskóm, valhoppandi á bæjarhlaðinu. Bærinn er Sjöundá, amma, og stúlkan, það ert þú. Kannski á leið í selið? Minn- ingar á niinningar ofan og tárin taka a streyma. Mynda bugðóttan bæjar- læk sem rennur niður á sandinn rauða. Man svo vel þegar við sátum einu sinni sem oftar uppi í hlýlega her- berginu ykkar afa á Hnjóti og rædd- um í rökkrinu um liððna tíma. Ég orðin mamma, þú langamma, og fléttur beggja horfnar. Þú alltaf svo kát, svo sæl með þitt hlutskipti þótt tíðin hafi vissulega verið misjöfn þá sem nú, hjá þér sem annars staðar. Sagðir mér frá smalamennskunni í skriðunum á uppvaxtarárum þínum á Rauðasandi, yfirsetunni og hvernig þið systkinin lögðuð foreldrum ykkar lið við búskapinn þar til þið yfirgáf- uð bæinn ykkar sögufræga og sett- ust að í Neðri-Tungu i Orlygshöfn. Þá varstu 26 ára og það birtir upp í herberginu af glampanum í augum þér er þú heldur áfram, því það er komið að kaflanum um hann afa, Ólaf Magnússon frá Hnjóti. Ég fæ að vera áhorfandi að bú- skaparbyrjun ykkar gegnum lifandi lýsingar þínar, og þú tifar af lífs- gleði, rærð fram í gráðið og hlærð dátt inn á milli. Eg sé fyrir mér herbergið sem þið fluttust í hjá tengdamóður þinni á Hnjóti og „nýja húsið“ sem afi reisti yfir ykkur ungu hjónin, móður sína og börnin ykkar þijú; Egil, Sigríði mömmu mína og Sigurbjörgu. Og „nýja húsið“ verður í huga mér tákn fyrir hverfulleika lífsins og okkar mannanna með, því þegar ég skottaðist lítið stelpustrá í sveitinni hjá þér á mínum glans- andi gúmmískóm (það var eftir daga roðskinnsskónna þinna), þá var „nýja húsið“ orðið að „gamla bæn- um“ og í dag er hann allur. Þegar talið færist að lífsstarfi þínu rennur upp fyrir mér hve áræðin og viljasterk þú hefur verið, ofan á bjartsýni þína og trú á sjálfa þig, lífið og Guð. Eða varla hefur það verið átakalaust að leggja ein í ferð til Reykjavíkur og nema þar ljósmóð- urfræði, eins og þú gerðir í upphafi þriðja tugar þessarar aldar? Og við tekur heill ævintýraheimur er þú rekui- hveija ferðasöguna á fætur annarri frá þeim aldaríjórðungi sem þú veittir þjónustu þína hverri fæð- andi konu í afskekktustu kotum Rauðasandshrepps. Þar má sjá ljós- móður, ýmist eina á ferð eða með fýlgdarmann, gangandi eða ríðandi, oft í dimmvirði og kafaldsbyl, ramm- villta á heiðum uppi. Én alltaf komstu heil í hús og svo gæfurík varstu í starfi, sagðirðu mér, að í öllum tilfellum heilsaðist bæði móður og bami vel þegar þú hélst heim til þíns eigin barnahóps. Og í lok einn- ar slíkrar ferðar komust heim, ekki einungis full gleði yfir fegurðinni í því nýja lífi sem þú varst að taka á móti, heldur færðir þú jafnframt bónda þínum og börnum nýjan ein- stakling til að fóstra í faðmi fjöl- skyldunnar, nýfæddu stúlkuna Ólaf- íu, sem einhverra hluta vegna gat ekki alist upp hjá móður sinni og þú bauðst strax velkomna til þín. I henni eignaðistu þriðju dótturina. Ekki lék nokkur vafi á hveijum þakka bæri þá gæfu sem þú naust í lífi og starfi að þínu mati, þeim Guði sem þú treystir stöðugt til að vísa þér rétta veginn og sem þú baðst svo oft um að geyma alla þá er þér voru kærir. Eg anda djúpt, lít upp og sé alla handgerðu hlutina þína leysast upp og hverfa niður í minniskistuna um leið og skólastofan verður umhverfið mitt á ný. Það eru frímínútur og ég geng út önnur manneskja en sú sem hljóp inn. Önnur og vonandi betri, því að ég hef lært Lært dálitla stað- reynd um dauðann; að það skiptir ekki máli hvað við vitum, heldur hvað við finnum. Að þótt við vitum að eitt sinn muni allir menn deyja þá finnum við samt fyrir dauðanum þegar hann britist. Og hvað við finn- um fer eftir því hvað sú manneskja gaf okkur sem í það skiptið kvaddi jarðlífið. Og allt breytist, ekkert er samt og áður. Ég geng fram á Jón Pál frænda og við setjumst á bekk í sólskini þessa fagra haustdags. Og það eru engin ský á himni utan minningar mínar, sem hrannast upp. Um leið og ég rek þær fyrir frænda upp- götva ég hve mikið ég átti þar sem ég hafi þig nærri, elsku amma mín, og hve dýrmætar minningar ég á í fórum mínum, mér til styrktar og fyrirmyndar í eigin lífi og uppeldi barnanna minna. Ég sé núna að strax á fyrsta ára- tugi ævi minnar hef ég ómeðvitað skynjað þá mikilsverðu mannkosti sem þú varst prýdd og sem svo gæfulegir eru hverri manneskju til farsællar stjómar á lífi sínu. Glað- lyndi, bjartsýni og þrautseigja eru nokkrir þeirra, en aðrir sem birtust í gjörðum þínum voru fyrirgefning og umburðarlyndi, skilningurinn á- að enginn hefur á valdi sínu að dæma aðra, þar eð allir eru jafnir fyrir guði, og síðast en ekki síst minnist ég þess eftirsóknarverða hæfileika þíns að sjá alltaf björtu hliðamar á málunum, sama hvers eðlis þau vom. Til að sannreyna tvo þá síðustu þarf ég ekki að fara aft- ur nema um fimm ár, eða til þess árs sem þú ert 93 ára gömul og ég heimsæki þig vestur með bömin mín, í fyrsta skipti síðan ég tók upp á þessu athæfi sem hin mesta óþurft þykir (þótt algeng sé), fær hin íjöl- breyttustu viðbrögð og kallast „skilnaður". Ég hafði dauðkviðið fyrir þessum fundum okkar og að þurfa að færa þér tíðindin og skýra þau. En þar sannaðist hið forn- kveðna að maður á ekki að eyða tíma sínum og kröftum í að kvíða því ókomna eða naga sig í handarbökin yfir mistökum fortíðar. Nei, nær væri að fara að dæmi þínu, amma góð, læra af mistökunum, fyrirgefa sjálfum sér og einbeita sér að því bjartasta sem á boðstólum er á hveiju andartaki. Og eftir að þú hafðir hlýtt á orð mín og virt mig fyrir þér um hríð, birtist jákvæða viðhorfið þitt sem ég þekkti orðið Minning Bjarni Sveinsson bóndi, Brúarlandi, Eyjafjarðarsveit Fæddur 17. október 1907 Dáinn 17. septemer 1993 Mig langar í nokkram orðum að minnast Bjarna Sveinssonar á Brú- arlandi, sem nú er látinn eftir nokk- urra mánaða erfið veikindi, tæplega 86 ára að aldri. Síðustu mánuði lá hann rúmfastur á hjúkranarheimil- inu Seli á Akureyri. Bjami fæddist á Læk á Skaga- strönd og ólst þar upp. Foreldrar hans vora Rut Jóhannsdóttir og Sveinn Bjamason, sem vora í hús- mennsku á Læk. Bjarni átti tvö systkini, en þau hétu Sigrán og Arelíus og eru bæði látin. Á yngri árum vann Bjami við bústörf og stundaði sjóróðra frá Grindavík á vetram. Hann gerðist síðan kaupamaður hjá Áma bónda á Geitaskarði í Langadal og var þar í nokkur ár. Þangað kom kaupakona norðan úr Eyjafirði um 1930, afasystir mín, Kristín Rögnvaldsóttir, og tókust þar með þeim kynni sem leiddu til sambúðar þeirra. Þau bjuggu fyrstu árin á Læk, en fluttu til Akureyrar um 1935. Bjami hafði þá nokkra áður orðið fyrir slysi og sóttu síðar berklar í meiðslin. Vegna þess þurfti hann að dvelja i nokkur ár á Krist- nesspítala. Eftir að Bjami losnaði af hælinu bjuggu þau í tvö ár á Akureyri. Þau voru síðan í hús- mennsku á Leifsstöðum og Fífíl- gerði í Kaupangssveit í fimm ár, en árið 1947 byggja þau nýbýlið Bráar- land úr landi Leifsstaða og bjuggu þar alla tíð síðan. Kristín lést árið 1964. Á þessum bæjum í Kaupangs- sveitinni, Fífílgerði og Leifsstöðum, bjuggu þá þijú systkini Kristínar, bræðurnir Jón og Kristján í Fífíl- gerði og Sólveig á Leifsstöðum. Það var því kannski ekki svo undarlegt að ég skyldi vera sendur til sumardvalar á Bráarlandi, en afí minn var Guðmundur Rögnvalds- son, elsti bróðir Kristínar. Á Bráarlandi var ég í sveit í sjö sumur frá fímm ára aldri og þá þótti mér nokkuð langt í bæinn og ekki mikið um kaupstaðarferðir þó að kílómetfamir væra ekki margir til Akureyrar, þar sem ég átti heima. Kristín og Bjarni eignuðust tvo syni og dó annar þeirra á fyrsta ári, en hinn er Sveinn, fæddur 7. maí 1931, og býr hann nú á Bráar- landi ásamt konu sinni, Maríu Evangeline Bjamason. Þegar ég var sendur til sumar- dvalar í Bráarland fimm ára patti hef ég nú sjálfsagt verið til trafala til að byija með. Eftir því sem sumr- unum fjölgaði fór ég að hjálpá til við verírin, sækja kýmar og snúa heyinu, en þá voru hrífur mikið notaðar til þeirra verka. Ég hef oft hugsað um það síðar hve merkilegt er að hafa kynnst þeim búskapar- háttum sem tíðkuðust hér áður fyrr. Mest allan tímann sem ég var í sveit á Bráarlandi gegndi hesturinn og svo vel, þú slóst á lær þér og sagð- ir: „Þetta var rétt! Ég sé að þú ert ánægð, og þá var þetta rétt!“ Minningaskýin leysast upp jafnóð- um og ég velti þeim fyrir mér, og ég fyllist fírði. Vissulega líka sökn- uði, en fyrst og fremst þó þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér, amma mín, og ferðast með þér um hríð í þessu sem við köllum „líf“, en er kannski bara „dauði“, og hann aftur líf, líf hjá Guði, þegar allt kem- ur til alls. Næsta kennslustund er löngu haf- in, en ég kippi mér ekkert upp við það. Stundum er mikilvægara að lifa lífinu en læra um það í skóla. Stund- um lærum við meira utan skólans en innan. Stundum. Til dæmis er við reynum að tileinka okkur það viðhorf að einblína á björtu hliðarnar þegar á móti blæs, því vissúlega eiga vindar eftir að blása úr öllum áttum svo lengi sem Móðir Jörð lætur til- leiðast að fóstra okkur. Elsku amma mín! Þessar línur skrifaði ég til þess eins að kveðja þig, af því mig langaði til þess. í gegnum þær hef ég auðgast, bæði að tilfínningum og minningum. í dag fylgja þér til grafar í Sauðlauksdals- kirkju margir vinir þínir og frænd- fólk, sveitungar og ættmenni sem vafalaust eiga annan eins minninga- sjóð um þig og ég. Og þar verður hann afi. Ég hugsa að sem við göngum til kirkju eigum öll eftir að minnast þess að fyrir langa löngu þau áhöld sem honum tengdust lykilhlutverki við heyskapinn. Mér finnst núna ómetanlegt að hafa kynnst þessu jafn vel og raun ber vitni, en ég man að í þá daga horfði ég oft öfundaraugum til Leifsstaða á sunnudögum þegar ég var ásamt öðra heimilisfólki að snúa heyinu og hugsaði þá til Bergsteins vinar míns sem þar var í sveit og átti frí á sunnudögum. Þar var þá traktor og gekk heyskapurinn fljótar fyrir sig. Þegar ég var þama í sveitinni bjó Rut, móðir Bjarna, hjá honum og Kristínu, en Sveinn sonur þeirra var oft við vinnu að heiman. Ég sé Rut enn ljóslifandi fyrir mér sitjandi við rokkinn að spinna og pijóna síðan sokka og vettlinga úr bandinu. Hún lést í hárri elli árið 1965. Mér fínnst ég eiga Bjarna margt að þakka og hlýt ég oft að hafa reynt.'S þolinmæði hans vappandi í kringum hann daginn út og inn. Hann var mikill ákafamaður til vinnu og léttur á fæti og er mér hljóp um Sauðlauksdalshaga ákaf- lega bjartsýn og lífsglöð, blómleg ung kona, sem þá var þar í fyrstu vistinni sinni, og alla tíð gat fundið bjartan flöt á tilveranni. Sú kona ert þú, amma mín, og það er þannig sem við munum þig. Mamma og pabbi þakka þér sam- fylgdina og biðja Guð að geyma þig.. Áfa mínum votta ég dýpstu samúð mína og treysti á almættið að hjálpa mér til að líkjast þér í sem flestu. Einskis óska ég frekar, og ég er viss um að þú leggur mér lið. Nafna þín og_ dótturdóttir, Ólafía Draumey. Ég fel í forsjá þína Guð faðir sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín svo sofi rótt. (Matt. Joch.) Elsku Lóa langamma! Við vitum að lífið og dauðinn eru systkini eins og við, og að allt sem hefur líf mun einhvern tíma deyja. En við trúum að allt sem deyr fæð- ist um leið til nýs lífs í öðrum og fallegri heimi, heimi „innra hylkis- ins“ eins og Sobbeggi afi útskýrði það fyrir litlu Heggu í sálminum sínum um blómið, og fyrir okkur um leið. Og þótt við söknum þín nú hefur^" mamma kennt okkur um stöllumar óaðskiljanlegu, sorgina og gleðina, og að við syrgjum ekki nema af því að við glöddumst áður. Við áttum, því söknum við. Með þessa dásamlegu vitneskju í huga hljótum við fyrst og fremst að finna til þakklætis í hjarta. Þakklæt- is fyrir stundirnar sem við áttum áður og minningarnar sem við eign- um nú. Og eins og þú baðst með mömmu forðum, þegar hún var lítil stúlka t*- sveitinni hjá þér, og hún kenndi okkur síðan, biðjum við hann Guð að láta þig dreyma um ljósið og englana sína ljúfu geyma þig svo að þú sofir rótt. Takk fyrir að hafa verið með okk- ur. Sunna Dís og Máni Steinn. mjög mihnisstætt þegar hann stóð niðri í mýrinni og sló störina með orfi og ljá og dró ekki af sér. Stör- in var síðan flutt með hesti og sleða upp á fítina þar sem dreift var úr henni til þurrkunar, en síðan var hún flutt heim í hlöðu á hestakerru. Þetta er nú stórkostlegur tími í minningunni. Einnig heyri ég enn fyrir mér þegar Bjami kallaði í mig hvellum rómi „Mundu, sæktu kýmar“ og ef honum þótti ég lengi á leiðinni lét hann mig vita af því. Hann var ekki mikið fyrir hangs hvort sem hann var við slátt eða var að borða. Allt gekk hratt fyrir sig og ég man hvað mér þótti hann alltaf borða rosalega mikið þótt hann væri alltaf tággrannur. Síðari ár sá Sveinn um búskapinn með föður sínum. Undanfarin ár hefur Sólveig, mágkona Bjama, búið hjá þeim, en hún er nú á tí- ræðisaldri, stórmerkileg kona senv-- aðeins sér björtu hliðamar á tilver- unni þegar maður spjallar við hana um lífsins gagn og nauðsynjar. Það var alltaf hressandi að skreppa fram að Brúarlandi og spjalla við þá feðg- ana, þeir vora ekkert að skafa utan af skoðunum sínum. Fyrir þremur árum urðu miklar breytingar á heimilishaldi á Bráar- landi þegar Sveinn kvæntist Maríu Evangeline, ættaðri frá Filippseyj- um. Hún var fljót að aðlaga sig að framandi aðstæðum og reyndist hún Bjarna ákaflega vel og kallaði hann _ alltafa pabba. Ég man að Bjama þótti það svolítið fyrirkvíðanlegt að fá inn á heimilið konu frá framandi landi sem talaði ekki íslensku, en þetta breyttist fljótt og var „Vangie" ekki lengi að ávinna sér traust hans og ná valdi á íslenskunni. Kæra vinir, Solla, Vangie og Svenni. Við Didda, Einar, Bjami og Klara sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Guðmundur Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.