Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1993 —---H— f------------------------ eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Fimm norrænir meistarar, þeir Peter Celsing frá Svíþjóð, Sverre Fehn frá Noregi, Knud Holscher frá Danmörku, Aarno Ruusuvuori frá Finn- landi og Högna Sigurð- ardóttir frá Islandi, sýna nú verk sín á Kjarvals- stöðum. Um er að ræða farandsýn- ingu sem Matja Rítta Norri for- stöðukona setti upp fyrir Arki- tektasafn Finnlands. Einnig er sýning á verkum Högnu í Slunka- ríki á Isafirði. Á Kjarvalsstöðum setjumst við Högna niður í þessa norrænu birtu sem hún hefur sagt að hún hrífíst af og ég spyr hana hvað það hafi verið sem hreif franska arkitekta svo að þeir buðu henni sæti í aka- demíu sinni? „Þetta var einhvers konar viður- kenning," segir hún. „Ferill minn hefur verið stáðfastur. Ég get ekki skýrt þennan áhuga þeirra á verk- um mínum, en ég veit að vinnu- brögð mín hafa verið þokkaleg, ég er frekar samviskusöm og hef unn- ið vel. Ég varð mjög undrandi þegar mér var boðið að taka sæti í aka- demíunni, hélt að þetta væri grín. Svo talaði ég við þá og sagði að reyndar værum við fjögur sem ynnum saman á teiknistofunni. Þeir sögðugt vita það, en mér einni væri boðið núna, ég gæti svo mælt síðar með félögum mínum!“ Húsin skoðuð á kvöldin Högna er fædd og uppalin í Vestmanneyjum og stundaði nám í arkitektúr við École des Beaux- Arts í París á árunum 1949 til 1960. Hún er búsett í París, á tvær uppkomnar dætur og hefur rekið teiknistofu, ýmist ein eða í sam- vinnu við franska arkitekta. Hún hefur unnið til fyrstu verðlauna í mörgum samkeppnum, meðal ann- ars um nýtt háskólasvæði við Par- ís, tækniskóla í Noisiel, í nýja bænum Mame la Vallee, fram- haldsskóla { Evry, og nú síðast við stækkun hins víðfræga háskóla París-Dauphine. - Þegar þú varst tíu ára gömul í Vestmannaeyjum dreymdi þig um að búa í stærra húsnæði. í hvemig húsnæði býr arkitektinn núna? Hún brosir hlýlega þegar minnst er á Vestmannaeyjar: „Það var kreppa þegar ég var að alast upp og fólk bjó í mjög litlu húsnæði. Ég bjó ásamt foreldrum mínum í lítilli tveggja herbergja íbúð. Þótt við væmm ekki fleiri var alltaf margt fólk í kringum okkur því heimilið var ætíð opið öllum. Á þessum tíma vom að rísa þama nokkur ný hús og ég var að skoða þau á kvöldin þegar smið- imir höfðu lokið dagsverki sínu. Hvernig ég bý núna? Ég bý í góðu hverfi, Montparnasse, í góðu húsi sem arkitektinn Gaultier teiknaði árið 1928. Upphaflega vom þetta vinnustofur listamanna, núna ágætt pláss fyrir mig eina.“ - Þú notar mikið hvíta litinn, er kannski allt hvítt hjá þér? „Já, hvítt jú, en ég hef nú ekk- ert á móti litum, ég kann bara ekki á þá. Ég reyni að hafa sem minnst í kringum mig. Mér fínnst þreytandi að vera innan um of marga hluti, en þó þykir mér gott að vera innan um músík, málverk og skúlptúr." - Voru það áhrifín úr Eyjum sem vöktu áhuga þinn á arkitekt- úr? „Já það má segja að þau hafi kannski verið fyrsti vísirinn. Ég var í Menntaskólanum í Reykjavík síðar, hafði gaman af að teikna og í mér bjó þeSsi þrá að fara utan til náms. Mér fannst Frakkland merkilegt land, listarinnar land.“ Kona í karlavígi Það var ekki auðvelt að vera kona í Beaux-Arts skólanum í París þegar Högna kom þangað fyrst. Nemendur voru um þijú þúsund og á vinnustofunni voru þær aðeins fimm stúlkurnar innan um 200 karlmenn. - Þú hefur haft kjark til að ráðast inn í þetta vígi? „Kjark? Ég held það hafi nú fremur verið skynleysi. Ég held ég hafí ekki gért mér nokkra grein fyrir því hvernig skólabragurinn var. Þetta var mjög erfíður skóli. Ég var algjörlega ómenntuð í klassískum fræðum þegar ég kom Ofanleitiskapella í Vestmannaeyjum sem Högna teiknaði árið 1981. KAPELLA Í VESTMANNAEYJUM inn ásamt þáverandi sóknarpresti til að athuga að- stæður. Þetta var yndislegur dagur, veðrið var dýrð- legt, hafíð spegilslétt og eyjarnar farnar að grænka. Ég komst í sátt við þær aftur. Ég teiknaði kapelluna og var mjög glöð yfir þess- ari teikningu; Ég setti hana inn í landið og felldi í torf. Ég notaði hallann á landinu og er því gengið inn um sáluhlið og niður á móti útsýninu. A móti opnu hafinu, þessu þunga „elemeiiti“ sehi við höfum verið að beijast með og við í Eyjunum. Við ytra anddyri er útikapella og þegar setið er þar í guðsþjónustu sjá menn út á sjóinn. Gengið er í gegnum dimm göng inn í kapelluna og eru tengslin upp við himininn þegar komið er inn í sjálft guðshús- ið.“ ÁRIÐ 1981 teiknaði Högna Sigurðardóttir kapellu sem standa átti við Ofanleiti í Vestmannaeyjum eða skammt frá stað sem hafði frá fornu fari verið prestssetur. Kapellan, sem enn hefur ekki verið byggð, er sett inn í landið og felld inn i torf. Fjölskylda mín bjó í Vestmannaeyjum þegar eldgos- ið átti sér stað,“ segir Högna. „Ég frétti af gos- inu sama morgun um sjöleytið og fór strax til Eyja til að aðstoða fjölskyldu mína við að bjarga því sem bjargað varð. Þetta var mikið umrót og ég var lengi að jafna mig eftir gosið. Það var síðan í kringum 1980 sem Árni Johnsen kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi teikna kapellu vestan við hraunið. Við fórum saman á stað- Ljósmyndir/Kristján Magnússon Einbýlishús á Sunnubraut í Kópavogi. „Það er lokað frá götunni að norðanverðu en opnast svo út á hafið. Húsgögnin í stofunni eru steypt. Við austurhliðina er skjólgarður og fyrir neðan húsið bátaskýli." Steinsteypu og torfi teflt saman. Einbýlishús á Bakkaflöt í Garðabæ. „Þetta er innhverft hús sem brýtur sig út í birtuna. Torfið er hlýtt og skapar öryggi.“ Steinsteypan falleg Fyrsta húsið sem Högna teikn- aði var fyrir frændfólk í Vest- mannaeyjum, en það hús er nú undir hrauni. Sundlaug Kópavogs er eina opinbera byggingin sem Högna hefur teiknað á íslandi, en einnig hefur hún teiknað kapellu í Vestmannaeyjum sem enn hefur ekki verið byggð og tekið þátt í keppni um endurskipulag Vest- mannaeyja eftir eldgos þar. Á árunum 1962-68 teiknaði hún fjögur einbýlishús á Reykja- víkursvæðinu sem eru talin vera tímamótaverk í íslenskri bygging- arlist. Ég spyr hana hvort núver- andi stíll hennar hafi mótast strax á fyrstu árunum. „Ég er kannski jarðbundin og vil festa byggingar í því umhverfi og þeirri sögu sem þær tilheyra. Það hefur alltaf verið þráðurinn í því sem ég er að gera. Forsögnin sem við fáum um stærðir, rúm- metra og fermetra frá verkbeið- anda er mikilvæg, en það sem ekki er nefnt, hvernig byggingin getur komið til móts við félagsleg- ar þarfír mannsins, er mun mikil- vægara. Við verðum að tengja bygginguna bænum þannig að hún verði nýtt fyrir sem flesta borgara hans og glæði mannleg samskiþti. Þetta krefst næmni. Ef við höf- um eitthvað skáldlegt í okkur verð- ur það auðveldara. Um efni er hægt að læra en notkun þeirrá er persónuleg." Högna hefur ekki farið troðnar slóðir í byggingarlist sinni. Ein- býlishúsin sem hún teiknaði hér á landi vöktu mikla athygli. Hún og talaði ekki frönsku. Inntöku- prófín voru erfið, það tók á þriðja ár að ná þeim, ég hélt ég ætlaði aldrei að hafa þetta. Auk þess fóru eldri nemendur með okkur eins og busa. Við bjuggum við þrengingar og gengum í gegnum ýmis konar píslir. Svo héldu þeir að við stúlk- urnar værum komnar til að ná okkur í mann. Ég synti einhvern veginn í gegn- um þetta, og kannski er það ágætt að hafa fengið þessa reynslu í veganesti út í lífið. En þetta var erfitt nám, tók mig tíu ár, og þetta er erfitt starf. Mér hefur alltaf fundist starf mitt erfitt og það breytist ekkert. Starf- ið leikur svo stórt hlutverk í lífi mínu að það tekur tímann frá öllu öðru.“ - Þú ert nú seig að hafa ekki gefist upp. „Já, erum við íslendingar ekki seigir?“ Högna vann fyrst hjá borgar- skipulagi Parísarumdæmis, og þar vann hún með arkitekt að nafni Fainsilber, sem fyrir nokkrum árum teiknaði hið fræga vísinda- safn Villette. Þau lögðu síðan fram hugmynd saman í keppni um endurskipulagningu borgarhverfis norður af París þar sem fella átti háskóla inn í skipulag borgar. Þetta var árið 1967 og þau unnu í keppninni. Högna vann lengi ein en fékk aðra arkitekta til liðs við sig pg starfa þau nú fjögur saman. „í Frakklandi er alltaf sam- keppni haldin um opinberar bygg- ingar. Við höfum unnið mikið við skólabyggingar og haslað okkur völl á því sviði. Þannig byggist ferillinn upp. Það getur verið erfitt að vera útlendingur í París, einkum á krepputímum. Þá kemur þjóðernis- tilfinning upp í fólki, það vill ekki að útlendingar taki frá því vinn- una. Nú hefur líka verið kreppa að undanförnu en ég hef þó ekki orðið vör við þennan hugsunarhátt að nýju. Menn mega ekki verða of miklir þjóðernissinnar. Við vit- um hvaða afleiðingar það getur haft.“ SJÁ SÍÐU 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.