Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 14
rÍLlP , jVtORfiUNBLAÐIÐ FOLK I SKITEMIHOR 1 «>93 SKILNAÐARMÁL Axl höfðar mál gegn fyrrverandi kærustu Myndin af Stephanie Seymour og Axl Rose var tekin árið 1991 meðan allt lék í lyndi. Söngvari Guns N’ Roses, Axl Rose, hefur ákveðið að höfða mál gegn fyrrverandi kærustu sinni, fyrirsætunni Stephanie Seymour, vegna ofbeldis og lík- amsárása. Auk þess vill Axl að hún skili þeim skartgripum sem hann gaf henni og eru að verðmæti um sjö milljónir íslenskra króna. Meðal skartgripa er demantshálsfesti og trúlofunarhringurinn sem skartar einnig demöntum. Ekki hefur Axl þó hugsað sér að gefa annarri stúlku skartgripina heldur vill hann að andvirði þeirra renni til líknarmála. Samkvæmt ákærum Axl voru þau Stephanie trúlofuð og allir bjuggust við brúðkaupi þegar slitn- aði upp úr sambandinu í febrúar síðastliðnum. Vandamálin hófust þó, að sögn systur Axls, um síð- ustu jól þegar Stephanie efndi til veislu fyrir Axl heima hjá honum. Þau höfðu að sögn nærstaddra átt í einhverjum eijum og Axl bað gestina að fara um miðnæturbil, því hann vildi vera einn. Stephanie var ekki sammála þar sem hún var í miklu partýstuði. Eftir að hún hafði látið kærasta sinn fá það óþvegið henti hún í hann stól og slagsmálin byijuðu, samkvæmt því sem systir Axls heldur fram. Stephanie er hvorki sammála þessari útgáfu sögunnar né er hún sömu skoðunar og Axl um að þau hafí verið trúlofuð. Hún ætlar þó að láta skartgripina af hendi renni andvirði þeirra til góðgerðarmála. Stephanie var eitt sinn orðuð við Warren Beatty en nú segir sagan að kærasti hennar sé Peter Brand, 45 ára pólóleikari og eig- andi tímaritsins Interview. GÓÐGERÐASAMKUNDA Victoría Príncipal stal senunni Morgunblaðið/Alfons / septembersól Þessi ungi drengur kunni svo sannarlega að slappa af í septembersól- inni enda er veðurfar með besta móti um þessar mundir og kunna börnin vel að meta sumaraukann. Óðum styttist í að vetur konungur taki völdin og því er best að nota tímann vel. Suha Arafat ber mikla virðingu fyrir eiginmanni sínum, Yasser. Nýjustu sögur herma að þau eigi von á barni. ARauða kross-balli sem haldið var í Mónakó til styrktar góð- gerðarstarfí fyrir nokkru var það að þessu sinni ekki Karólína prins- essa sem vakti mesta athygli heldur leikkonan Victoria Principal, sem lék Pamelu í sjónvarpsþáttunum Dallas. Hún hafði látið senda eftir hinum þekkta hárgreiðslumeistara Alexandre de Paris til að sjá um greiðsluna. Af myndinni að dæma leit hún alveg ljómandi vel út í gullbrydduðum toppi. Ballið var haldið sama dag og Baldvin Belgíukonungur var jarðað- ur, þannig að Rainer fursti var ekki viðstaddur og ekkert var dansað. Albert prins var að sjálfsögðu á staðnum og kom hann til gleðskap- arins ásamt tveimur dömum, Karól- ínu systur sinni og aldraðri frænku þeirra. Þá vakti einnig athygli að Jean Yves Le Fur, fyrrverandi kæ- rasti Stefaníu prinsessu, mætti til fagnaðarins ásamt vinkonu sinni, en Jean er góður vinur Alberts. Undrunin var aðallega vegna þess að aðgangseyrir var í kringum 100 þúsund krónur og sögur segja að hann hafí ekki átt bót fyrir rassinn á sér þegar Stefanía fór fram á að hann greiddi trúlofunarveislu þeirra. Breyttir tímar? Fyrrverandi unnusti Stefaníu kemur til veislunnar ásamt vin- konu sinni. Victoria Principal lét senda eftir hárgreiðslu- meistaranum Alexandre de Paris. HJONABAND stolt af Yasser Yasser vill ekki munað Barn í vændum? Yasser og Suha búa í barnlausu hjónabandi og kveðst Suha — sem alin var upp í grísk-kaþólskri trú en tók múhameðstrú við giftingu — biðja til Maríu meyjar daglega um að henni auðnist að eignast barn. Svo virðist sem hún hafi verið bæn- heyrð, því dagblað í Túnis skýrði frá því fyrir nokkrum dögum að þau eigi von á barni. Orðrómurinn hefur þó ekki fengist staðfestur af þeim Yasser og Suha. Suha Arafat Suha Arafat, eiginkona Yassers Arafats leiðtoga PLO, Frelsis- samtaka Palestínumanna, er ein- ungis 29 ára og er sögð líta jafnvel enn yngri út. Yasser er hins vegar 64 ára. Þau hafa verið gift í tvö ár og ennþá segist Suha ekki geta vanist öllum þeim öryggisatriðum, sem þau hjón verða að fylgja dags daglega. Blaðamaður Aftenposten heimsótti Suha fyrir stuttu og færði henni meðal annars konfektkassa, sem öryggisverðirnir opnuðu strax til að ganga úr skugga um að ekk- ert væri athugavert við hann. Einn- ig í öryggisskyni sefur Arafat á mismunandi stöðum, þrátt fyrir að oftast dvelji hann á heimili þeirra hjóna í Túnis. Þessi sífelldi ótti um að lífí þeirra verði ógnað hefur haft þau áhrif að Suha er með of háan blóðþrýst- ing. Þá hafa nýliðnir sáttaatburðir milli Jórdana og ísraela haft mikil áhrif á hana, þrátt fyrir að hún hafí ekki fylgt bónda sínum til Washington, þar sem viljayfirlýs- ingin var undirrituð. „Það varð ein- hver að verða eftir hjá fólkinu okk- ar,“ sagði hún þegar blaðamaðurinn undraðist að hún hefði orðið eftir heima. Suha er greinilega stolt af manni sínum því veggir vinnuherbergis hennar eru þaktir myndum af hon- um við hin ýmsu tækifæri. Blaða- manninum finnst þó greinilega ein- um of langt gengið þegar hann kemst að því að í borðstofunni er einnig fjöldi mynda af eiginmannin- um og spyr hvort Yasser komi eitt- hvað nálægt því að innrétta húsið. „Taki hann yfir höfuð eftir því verð- ur honum að orði: Þú veist að mun- aður á heima í húsi föður þíns en ekki heima hjá mér,“ svarar Suha og hlær. Morgunblaðið/Guðmundur Kr. Jóhannesson Örvfættir í meirihluta KR-ingar vörðu titilinn í eldri flokki á íslandsmótinu í knattspyrnu á dögunum og vakti athygli að Guðjón B. Hilmarsson, fyrirliði og einvald- ur flokksins, var með sjö örvfætta leikmenn í hópnum. Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands íslands, er þeirra þekktastur, hann var þó fjar- staddur þegar myndin var tekin. Á henni má hins vegar sjá hina sex. F.v. Sæbjöm Guðmundsson, Sigurður Pétursson, Hálfdán Örlygsson, Erling Aðalsteinsson, Bjarni Halldórsson og Friðrik Þorbjömsson. Guðjón taldi samsetningu liðsins einsdæmi, en sagði að árangurinn gæfi til kynna að þetta væri ekki svo galið. Aðspurður um hvort fjöldi örvfættra leikmanna hefði aldrei komið liðinu í koll sagði Guðjón að eftir á að hyggja mætti hugsanlega rekja ófarimar á Pollamóti Þórs á Akur- eyri fyrr í sumar að nokkru leyti til einhæfninnar. „Allir réttfættu menn okkar voru meiddir eða komust ekki og þvi gátum við ekki haft neinn á hægri kantinum. Þess vegna fór allt spilið fram vinstra megin og við duttum út í átta liða úrslitum." Aldrei þessu vant féll Karólína prinsessa, klædd svörtum og hvítum kjól, í skuggann af annarri konu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.