Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1993 -H Þad er mikið uppnám að halda tónleika, segir Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur í tónlistarheimi íslendinga er Þorsteinn Gauti Sigurðsson rísandi stjarna. Hann hefir nýlega hlotið Tónvakaverðlaun Ríkisútvarpsins, sem afhent verða á hátíðartónleikum Ríkisútvarps- ins og Sinfóníuhljómsveitar íslands þann 30. september nk. Þar mun Þorsteinn leika kon- sert nr. 3 eftir Rachmaninof sem hefur ekki verið leikinn hér fyrr af íslendingi. „Þessi konsert er af píanóleikurum talinn bæði langur og erfiður. Ég hef verið lengi með hann í æfingu og verð feginn að losna við hann og fara að takast á við eitthvað annað,“ sagði Þorsteinn í upphafi spjalls sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við hann fyrir skömmu. r Morgunblaðið/Kristinn orsteinn lauk einleikaraprófí árið 1979 og var eftir það við nám í Julliard-skólanum í New York. Að sögn Þor- steins hófst saga hans í Borgarfirðinum árið 1960. „Þar fæddist ég á bæ sem heitir Hamra- endar,“ sagði _ hann. „Foreldrar mínir skildu. Ársgamall flutti ég með móður minni og þremur eldri systkinum til Reykjavíkur. Móðir mín, Guðrún Bima Hannesdóttir, fór í tónlistarskóla og hefur feng- ist við tónlistarkennslu frá því ég var barn. Við systkinin höfum öll hlotið einhveija menntun í tónlist. Sigrún, sú elsta, lærði á flautu, Ólöf lærði á píanó og Jóhann, leik- ari, hefur lært talsvert í söng. Milli okkar allra hefur jafnan verið náið samband. Við systkinin rif- umst auðvitað stundum hressilega innbyrðis, en við höfum alltaf stað- ið saman eins og einn maður gagn- vart umheiminum. Meðan ég var á viðkvæmum aldri saknaði ég þess stundum að hafa ekki nema stopult samband við föður minn. Ég var lyklabarn, fékk að valsa mikið einn um og hef verið talsvert sjálfráður frá því ég man eftir mér. Foreldrar móður minnar voru okkur systkinunum afar góð. Mér'þótti mjög vænt um afa minn, hann er nú dáinn, en amma er á lífi. Þau hjálpuðu mömmu að halda utan um okkur börnin. Þótt oft væri þröngt í búi hjá móður minni, þá skorti okkur aldrei neitt, en um munað var held- ur ekki að ræða. Við fluttum oft búferlum, en mamma reyndi að halda okkur í sama barnaskólanum. Ég var í Laugarnesskólanum. Þessir öru búferlaflutningar gerðu böndin milli okkar systkinanna mjög náin, vinir og leikfélagar komu og fóru. Frá systkinum mínum og mömmu hef ég fengið tilfinningalegan stuðning og hvatningu í námi mínu og lífsbaráttu. Mamma bauð mér níu ára göml- um að prófa að læra á píanó og hjálpaði mér til að byija með. A tímabili, meðan ég var í Barna- músíkskólanum, var ég um það bil að hætta. Svo fór ég að dýrka Beethoven og hætti við að hætta. Áður hafði ég haft gaman af poppi og rokklögum, enda af þeirri kyn- slóð sem ólst upp með þá tónlist í eyrunum. Ég hef raunar alltaf hlustað á slíka músík ásamt þeirri. sígildu. Manima hafði áhuga fyrir annars konar léttari tónlist, t.d. djassi, hún spilaði oft slíka tónlist á píanóið heima, auk þess áttum við plötuspilara. Ég tel mikilvægt að krakkar fái að kynnast sem flestum tegundum af tónlist, það vantar stundum uppá það.“ Er launþijóskur „Eftir að ég kynntist Beethoven fór ég að glamra mikið á píanóið, spila ýmis verk hans en réð illa við sum og var fúll yfir því. Þrjósk- an hélt mér að verki. Það er mikil- vægt að gefast ekki upp. Ég er launþijóskur. Ég fékk mikla til- fínningalega útrás við þetta og hef vafalaust verið að fylla ákveðið tóm í lífi mínu. Ég ákvað ekki fyrr en seinna að verða hljóðfæraleik- ari. Slíkt hlýtur að ráðast af því hve mikla elju, hæfileika og úthald menn eiga. Ég ætlaði sem strákur að verða dýralæknir þegar ég yrði stór. Ég hef alltaf verið mjög hrif- inn af dýrum og umgekkst þau í sveitinni, heima vorum við aldrei með nein gæludýr. Beethoven þok- aði þeirri ákvörðun til hliðar. Um fermingaraldur var ég orðinn al- gerlega heillaður af tónlist. Ég fann ekki fyrir því á uppvaxt- arárunum að tónlistin einangraði mig eða fjarlægði frá öðru sem mig langaði að gera. Eftir að ég varð fullorðinn hef ég hins vegar fundið fyrir því að ég yrði að neita mér um ýmislegt vegna æfinga. Ég var að lesa viðtal við Mörthu Argerich, frægan píanóleikara, þar kvartaði hún um einmanaleika, sagðist hafa þjáðst af því að þurfa stöðugt að vera ein að æfa. Ég fann ekki fyrir slíku. Sem barn æfði ég mig í stofunni, það var oft fólk í kringum mig og stundum þurfti að sussa á mig þegar voru að koma fréttir eða ef systkini mín voru að lesa fyrir próf. Líklega var ég frekastur á heimilinu í sam- bandi við þetta. Ég hóf nám í menntaskóla en hætti eftir annan veturinn, fannst það tefja mig frá því að spila. Ég hugsaði málið vandlega áður en ég tók þessa ákvörðun og sé ekki eftir neinu í því sambandi. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að fá gráð- ur, hvorki í almennu námi né í tónlist. Ég les hins vegar mikið og hef mestan áhuga á sagnfræðilegu efni, einkum sem snertir nítjándu og tuttugustu öldina. Tónlistarsag- an er nátengd sagnfræði. Stund- um, þegar ég verð hrifínn af ein- hverju tónverki, les ég í kringum það. í utanlandsferðum reyni ég eftir föngum að líta á slóðir þeirra höfunda sem ég hef þannig kynnt mér. Ég á mörg uppáhaldstón- skáld, svo sem Chopin og Liszt, Scrabin og Rachmaninof og svo frönsku tónskáldin, ég er hrifinn af þeirra tónlist. Ég fór í Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1972, þar var aðal- kennari minn Halldór Haraldsson. Hann er góður kennari. í kennslu tel ég ekki líklegt til árangurs að gera lítið úr nemendum. Halldór opnaði margt fyrir mér í sambandi við píanóleik, lánaði mér plötur og kenndi mér margt um tækni, píanóleikara, tónskáld og tónbók- menntir. Hann glæddi hjá mér löngunina til þess að verða píanó- leikari. Þegar ég var 17 ára gerði ég mér ljóst að píanóleikurinn yrði nú varla nein „gífurleg útgerð" í fjár- hagslegu tilliti, en mér finnst enn að fólk eigi að taka „sjensa" á slíku ef það finnur hjá sér mjög sterka þörf til þess. En hún þarf að vera mikil því hún verður að duga fólki gegnum súrt og sætt. Þótt ég gerði mér þetta ljóst hugsaði ég lítið um það. Ég hugsaði bara um að ná betri tökum á píanóleiknum og var, kannski ómeðvitað, orðinn staðráðinn í að verða hljóðfæra- leikari. Faðir minn borgaði fyrir mig tónlistarskólann, nema síðasta árið, það fékk ég frítt líklega vegna þess að ég hef þótt sýna góðan árangur. Mamma studdi mig auð- vitað með ráðum og dáð þótt hún hafi kannski ekki búist við á þess- um tíma að ég legði píanóleikinn fyrir mig. Systkini mín studdu mig líka, þótt oft hafí þau vafalaust verið þreytt á endalausum æfíng- um mínum í stofunni heima og þess vegna kannski ekki verið eins hljóð og ég óskaði. Slíkt mótlæti hafði bara öfug áhrif á mig, ég barðist þess meira áfram.“ Undrabarnadýrkun „Að loknu einleikaraprófi fór ég til New York. Fyrsta veturinn var ég hjá einkakennara, Eugene List. Ég bjó með Þórhalli Birgissyni fiðluleikara, vini mínum, á Man- hattan, í stúdentaherbergi sem kennarar okkar leigðu okkur fyrir lágt verð. Fyrsta árið fór í að „taka stöðuna". Þótt ég æfði mig mikið fannst mér ég spila illa og gekk ekki vel að mínu mati. Tónleika li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.