Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 6
6 B p.eor H5rHwana& . MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR m i j m i/yyys«1« a, i a m ohom SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1993 IJMXIVERFISiyiÁL/Getur vatn kveikt ófribarbál? Vegir vatnsins í BÓKINNIUM VEGINN segir Lao Tse: „Hin æðsta dyggð er eins og vatnið. A allan hátt er það nytsamt. An baráttu sest það að þar sem auðvirðilegast þykir. Þannig er Alvaldið." Þessar heimspekihugleiðingar sáu dagsins ljós fyrir tæpum 2400 árum. Þar er lýst eiginleik- um hins rennandi vatns og það lofsungið um leið. Nú átímum eru þessi orð þörf ábending, bæði vegna þess að veruleg hætta er á styrjöldum þjóða í milli vegna hins ferska vatns á jörðinni og líka vegna siðferði- legrar skírskötunar sem í henni felst. Blómleg menningarskeið í sögu mannkyns hafa frá örófi alda orðið í námunda við rennadi vatn — í breiðum dölum og við fijósama óshólma. Þar var land freistandi til búsetu. Þar myndaðist þéttbýli. Þar gafst íbúum tækifæri til að iðka fleira en hið daglega brauðst- rit. í sliku um- hverfí var vagga þeirrar menning- ar sem við þekkj- um og metum enn í dag. En þróunin hefur verið ör. Hagur jarðarbúa hefur tekið mikium breytingum. Menningar- skeið rísa og falla. Sú staðreynd stendur þó enn; þar sem ekki er vatn, þar er heldur ekkert líf. Nú er svo komið að geigvænleg- ur vatnsskortur er yfirvofandi víða um heim og orsakimar margþætt- ar. Á norðlægum slóðum hinna iðnvæddu þjóða er hættuleg meng- un vatns ofarlega á baugi. Hreint ómengað vatn er að verða mun- aðarvara. Þar er líka lögð mikil áhersla á tækninýjungar og endur- vinnslu vatns. Alvarlegur skortur er þó á næstu grösum.. Ekki er hann þó. sambærilegur við það sem gerist hjá vanþróuðum þjóðum, sem byggja löndin um miðbik jarðar — í Austurlöndum nær, Mið-Afríkuríkjum og um mið- bik Asíu. Þar gætu deilur um að- gang að vatni orðið kveikjan að ófriðarbáli sem erfítt væri að slökkva, rétt eins og olíulindir voru stríðseplið á þessum slóðum á 8. áratugnum. Friðarhorfur eiga fyrst og fremst undir því, hvernig þessum þjóðum tekst að koma sér saman um þessa grundvallarauð- lind jarðar — vatnið. Vatnið er að vísu endumýjanleg auðlind ef menn umgangast það samkvæmt náttúrulegum lögmál- um þess, en heildarvatnsmagnið sem jörðin hefur til úthlutunar er takmarkað. Það hefur sitt hámark sem verður ekki breytt. Alþjóðlegar stofnanir hafa gert úttekt á stöðu þessara mála. Þar kemur í ljós að í 26 þjóðlöndum er íbúafjöldinn orðinn meiri en svo að vatnsforðinn nægi íbúunum til framdráttar. Vatnsnotkun á heimsmælikvarða hefur þrefaldast frá árinu 1950. Ör og vaxandi fólksfjölgun ræður þar méstu um. í Afríku er alvarlegur vatnsskortur í 11 ríkjum, í Mið-Austurlöndum teljast 9 af 11 ríkjum búa við vatnsskort svo dæmi sé tekið. Um 40% af þjóðum heims þurfa að eiga undir öðrum þjóðum um að- gang að vatni. Þar reynir á sam- stöðu nágranna. Þótt stutt sé síðan umræður um þessi mál hófust á alþjóðavett- vangi þykir nú brýnt að fínna far- sæla lausn. Nú þykir þjóðum kostur að eiga sér land nærri upptökum stórfljóta og sumar þjóðir þykjast þar með hafa ráð þeirra sem neðar búa í hendi sér. Geti jafnvel ráðskast með farvegi árinnar að eigin geð- þótta. Tökum Egyptaland sem dæmi: í landinu búa 56 miljónir manna. Framtíð þeirra er alger- lega háð vatninu í Nfl. Áin Nfl rennur um 8 Afríkuríki áður en hún kemst til Egyptalands. Upp- tök hennar eru langt inni í landi þar sem hún greinist i Bláu Nfl og Hvítu Níl. Bláa Nfl á upptök á hásléttum Eþíópíu þar sem 85% af vatnsmagni árinnar fellur sem regn. Hvíta Níl á upptök í Viktor- íuvatni en báðar sameinast þær í Súdan áður en til Egyptalands kemur. Þetta lengsta fljót jarðar, sér 9 löndum fyrir vatni og Egyptaland er þeirra síðast í röð- inni! Anvar Sadat, forseti Egypta- lands, sagði eitt sinn að ekkert gæti leitt þjóð hans út í styijöld nema átök um vatn. í Mið-Asíu eiga 5 nýfijáls ríki í miklum erfíðleikum vegna vatns- skorts. Lengi gerðu þau sér vonir um að Sovétríkin mundu sjá þeim fyrir nægilegu vatni úr miklu vatnsforðabúri Síberíu. Þær vonir eru nú brostnar. í Kína búa 22% jarðarbúa. Þar er þó aðeins að finna 8% af því sem jörðin getur veitt af fersku vatni. Þar fjolgar fólki um 15 miljónir árlega. í Ind- landi og Bangladesh standa eilífar deilur um vatnið í hinu mikla Gangesfljóti. Þessi dæmi eiga sér hliðstæður víða þótt með tilbrigðum sé. Hætt- an eykst stöðugt á því að deilurn- ar leiði til styijaldarátaka. Á þess- um slóðum getur í raun engin ein þjóð aukið sitt vatn án þess að skerða hlutdeild annarrar. Mann- legur máttur breytir engu um heildarvatnsforða jarðar. Hins vegar geta menn sparað það vatn sem tiltækt er og endurnýtt. í ísra- el hafa menn t.d. tekið tölvutækni í þjónustu sína. Nú eru akrar þar vökvaðir nákvæmlega með því vatnsmagni sem kemur rótum plantna til góða, ekkert fer til spill- is. Þannig sparast vatnið í því til- viki um þriðjung. Nú eru allir sammála um nauð- syn þess að fjallað verði um þessi mál á alþjóðavettvangi. Samein- uðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn hljóta að eiga þar dijúga aðild. Semja verður lög og reglugerðir sem við eiga við ólíkar aðstæður. Tryggja verður að hver þjóð gefi upplýsingar með vissu millibili um vatnsbúskapinn heima fyrir og tryggja verður að engin þjóð gangi með skarðari hlut frá borði en næstu nágrannar. Óneitanlega vakna þá aðrar spurningar: Hver á að annast umsjón og eftirlit á því að öllu sé framfylgt lögum samkvæmt? Hvemig á að ákvarða réttindin? Á að byggja á landfræði- legum eða sögulegum forsendum? En fyrsta skrefið væri líklega að skilgreina hvar brýnast er að leysa vandann og fínna farsæla lausn. Þá verður eftirleikurinn auðveld- ari. Þar verður góður samstarfs- vilji að vera fyrir hendi og skilning- ur á því að komi til ófriðar þjóða í milli um hlutdeild að þessari tak- mörkuðu auðlind jarðar verður enginn sigurvegari. eftir Huldu Valtýsdóttur REIKINÁMSKEIÐ Austurland: Ókeypis kynningar og heilun. Kl. 20: Fáskrúðsf. mánud. 27. sept. í Skálavík. Eskif. þriðjud. 28. sept. Slysavarnah. Neskaupstað miðvikud. 29. sept. Egilsbúð. Seyðisfirði. fimmtud. 30. sept. Herðubreið. Egilsst. föstud. 1. okt., Tjaldsst.húsinu. Námskeið í 1. og 2. stigs reiki verður á Egils- stöðum (sama stað) laugardaginn 2. okt. og sunnudaginn 3. okt. kl. 10-17. Framhaldsnámskeið (eftir reiki 2) verður á sama stað laugard. kl. 18-23. r Bergur Björnsson, L_ reikimeistari. Reykjavík: Kynning og heilun (300 kr. í hússjóð) öll fimmtudagskvöld kl. 20, í Bolholti 4, 4. hæð. Námskeið í 1. og 2. stigs reiki í Bolholti 4, 9. og 10. okt. kl. 10-17. Frekari upplýsingar í síma 91-623677. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill ? Frá vinstri talið: Seppelt Pinot-Chardonnay Brut, Lindemans-des- sertvín, Santa Rita Cabernet Sauvignon og Santa Carolina Char- donnay. VÍN/Hvað er nýtt á sérlista Á TVR ? Nýjungar ur Nýja heiminum Á UNDANFÖRNUM vikum og mánuðum hafa ýmsar nýjungar verið að bætast við á sérlista ÁTVR. Kennir þar margra grasa og má finna mörg mjög skemmtileg vín en jafnframt á hóf- legu verði meðal nýjunganna. Nýjaheimsvín skipa áberandi sess á sérlistanum sem fyrr og verður hér á eftir greint frá því sem helst má mæla með. Raunar gefst þeim, sem vilja bjóða til veglegrar veislu, nú kostur á að veita einungis Nýjaheim- svín allt kvöldið, allt frá freyðivíninu á undan, hvítvíninu með forréttinum, rauðvíninu með aðalréttinum og dessertvíninu með eftirréttnum. Rr það í raun alls ekki svo vitlaus kostur! mikla hrifningu á síðasta Vinexpo í Bordeaux, fyrr á árinu. Santa Carolina Chardonnay er vín sem stendur fyrir sínu eitt og sér en er einnig pottþétt með mat. Gullfalleg flaska skemmir heldur ekki fyrir. Því miður stóðst hins vegar rauðvínið, Cabernet Sauvignon, frá Santa Carolina ekki þær vænt- ingar, sem hvítvínið hafði byggt upp. Það er skammlaust en að flestu leyti óspennandi, þó að flaskan sjálf standi fyrir sínu. Santa Rita Miklu frekar má mæla með öðru Cabernet Sauvignon-víni frá Chile, nefnilega Santa Rita Riserva (1.160 krónur). Þetta er yndislegt vín, bragðmikið og ávaxtaríkt en jafnframt með silkimjúkri áferð. Þetta er vín sem hentar með fjölmörgum réttum, ekki síst góðu lamba- eða nautakjöti og ostum. Einnig er í boði hvítvín frá Santa Rita, sem líkt og hvítvín frá Bordeaux er blanda úr Sauvignon Blanc og Sémillon. Ódýrt og þægi- legt vín, sem ætti að henta vel sem fordrykkur eða með léttum fisk- réttum. Lindemans Til að kóróna allt saman má benda á ástralska dessertvínið frá Lindémans. Þetta er vín í anda frönsku Sauternes-vínanna unnið úr bortrytis-mygluðum Sémillon berjum. Þetta er óvenjulegt vín en að sama skapi einnig mjög skemmtilegt vín. Dökkur nánast appelsínugulur litur, ljúfur ilmur og sætt og margslungið bragð þar sem Sémillon tekur á sig töluvert aðra mynd en í Sauternes-vínun- um frá Bordeaux. Fyrir þá sem una eðalsætum vínum (sem ættu ejginlega að vera allir þeir sem á annað borð hafa gaman af góðum vínum) ætti það að vera skylda að reyna þetta ástr- alska sælgæti, t.d. með ferskum jarðarberjum! Þetta vín er ekki ódýrt (1.350 fyrir hálfa flösku) en það er held- ur alls ekki dýrt ef haft er í huga hvað flaska af Sauternes kostar. Seppelt A Ifyrsta skipti, að því er ég best veit, er nú hægt að kaupa ástr- ölsk freyðivín á Islandi. Er um að ræða tvö vín, bæði frá fyrirtækinu Seppelt í Barossa. Þetta fyrirtæki, sem stofnað var árið 1851, fram- leiðir mjög fjöl- breytt úrval vína en er ekki síst þekkt fyrir freyði- vínin. Vínin sem um er að ræða eru annars vegar Gre- at Western Brut (870 krónur) og hins vegar Pinot Chardonnay Brut (1.320 krónur). Great Western er í sjálfu sér mjög einfalt freyðivín framleitt úr óljósri blöndu vínbeijategunda. Þetta er hins vegar jafnframt í alla staði mjög þægilegt, þurrt og viðkunnanlegt freyðivín fyrir þetta verð (líklega ein bestu kaupin í freyðivíni þessa stundina) og nýtur gífurlegra vinsælda í Ástralíu, þar sem varla er annað freyðivín drukkið. Dýrara vínið er eins og nafnið gefur til kynna framleitt úr sömu beijum og alvöru kampavín, nefni- lega Pinot Noir og Chardonnay. Það leynir sér ekki í bragðinu og er gaman að sjá hvernig þessi eðalber spjara sig hinum megin á hnettinum. Rétt eins og með Great Western er verðið einstaklega gott fyrir vín í þessum gæðaflokki. Santa Carolina Eitt skemmtilegasta hvítvínið sem um nokkurt skeið hefur rekið á flörur okkar á þessu ári hlýtur að vera Chardonnay 1992 (1.060 krónur) frá framleiðandanum Santa Carolina í Maipo-dalnum í Chile. Santa Carolina er ein stærsta Bodega Chile og var fyrir- tækið stofnað árið 1875. Dökkgulur liturinn gefur strax til kynna að hér er ekkert meðal vín á ferð. Þetta vín er enda hrein- asta bragðsprengja, sneisafullt af hitabeltisávöxtum og eik. Það er því ekki að furða að það vakti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.