Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1993 Með morgunkaffinu Veðurfræðingurinn í sjón- varpinu lofaði okkur sólríku sumri. ORT HÖGNI HREKKVISI UNGBARNAF/Z£>uJ •• BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylqavik - Sími 691100 - Símbréf 691329 Þegar svanurinn flaug á raflínu Athugasemd við fréttaflutning Frá Hauki Brynjólfssyni: Það vekur furðu, hve greiða leið neikvæðar frásagnir um skotveiði- menn eiga inn í suma fjölmiðla. Fundur dauðs fugls verður tilefni til mikilla ályktana um ruddaskap og ólöghlýðni slíkra manna. Dautt kan- talamb, sem trúlegast hefur orðið fyrir bíl, er umsvifalaust fært á reikn- ing skotveiðimanna. Raunveruleg atvik, þar sem veiðilög hafa verið brotin eða aulaháttur hafður í frammi, fá oft áberandi umfjöllun umfram það sem atburðurinn sjálfur gefur tilefni til — sé reynt að miða við fréttamat almennt. Það má telja einkenni á þessum fréttum, að skot- veiðimenn, jafnvel sportveiðimenn allir, eru settir undir einn hatt og fá sinn útmælda skammt af fordómum. Frásagnirnar eru villandi og hafa, þegar flumbrugangurinn er hvað mestur, ekkert með veiðar eða veiði- menn að gera. Það er eins og sumir fréttamenn hafi tilhneigingu til að smjatta á ávirðingum skotveiði- manna, raunverulegum eða ímynd- uðum. Fregnir af jákvæðum athöfnum þessa hóps hafa hinsvegar ekki þótt mikið fréttaefni. Ég veit ekki til þess, að nokkur íjölmiðill hafi að fyrra bragði sagt frá fræðslustarfi skot- veiðimanna, sem þó máteljastviðam- ikið. Aldrei held ég að fjölmiðlafólk hafi verið á eftir okkur til þess að fjalla um gróðursetningarferðir, hreinsunarferðir eða annað, sem væntaniega er samkomulag um að teljist til jákvæðra athafna. Veiði- menn eru almennt náttúruunnendur og hegða sé í samræmi við það. Neikvæð umfjöllun um allan hópinn í hvert sinn sem einhver er talinn hafa brotið af sér er því afar ósann- gjörn. Þessi „fréttaflutningur" er þó í raun alvarlegastur fyrir þá fjöl- miðla, sem hlut eiga að máli; þeirra er skömmin af óvönduðum vinnu- brögðum. Morgunblaðið hefur stundum reynst seinheppið í þessum efnum. Nýjasta dæmi þess er tveggja dálka furðufrétt — með mynd af dauðri álft — í blaðinu föstudaginn 3. þ.m. Þar var sagt frá því, að fundist hefði skotin álft við þjóðveginn nærri Hellu. Því var slegið föstu, að svanúr- inn hefði verið skotinn með hagla- byssu, þótt „skotsárið", sem athygli er vakin á í myndartexta, styðji ekki þá ályktun. „Fréttinni" lýkur svo með ályktunarorðum heimildar- manns blaðsins undir millifyrirsögn- inni — Drápsfýsn. Þar segir svo: „Þetta sýnir á hvaða stigi hin svokall- aða íslenska sportveiðimennska er. Þekkja sportveiðimenn ekki svan og vita þeir ekki að hann er friðaður? Það eiga allir að vita. Það er mun alvarlegra en fólk gerir sér grein fyrir að bijóta fuglafriðunarlögin." Ætla mætti, að slík alhæfíng um fjölmennan hóp í samfélaginu væri ekki úr lausu lofti gripin, heldur byggð á öruggri vissu. En skoðum framhaldið: Daginn eftir mátti fínna litla klausu í blaðinu, einn dálkbút hóg- værlega staðsettan niðri í horni. Þar var greint frá því, að dýralæknir hafí skoðað álftarhræið og, að fuglin- um hafí ekki verið „banað með byssu“ heldur sé „fullvíst talið að fuglinn hafí flogið á raflínu". Þar með var gróusagan fallin dauð til jarðar — eins og álftin — en eftir lifa spurningar um vinnubrögð á stærsta dagblaði landsins. Ég tel að gera megi þá kröfu til fréttastjórnar, að hún hefði átt að gera sér grein fyrir því, að hér var ekki um eiginlega frétt að ræða, heldur var blaðið notað til að koma á framfæri fordómum í garð veiði- manna. Áróður var færður í búning fréttar og prentaður í blaðinu. Til- vitnuð ályktunarorð um stöðu sport- veiða á Islandi eru svæsinn rógur í garð fjölda saklausra manna. Það er óhugnanlegt að sjá slíkt í víðlesnu dagblaði án þess að nokkur virðist hafa fengið bakþanka. Ég hélt, að blaðamenn vildu hafa fagmennskuna að leiðarljósi nú til dags og greina á milli frétta og áróð- urs. Það hefði verið í þeim anda að bíða með að birta „fréttina“ þar til dýralæknir hefði skoðað álftarhræið. Þá ætti öllu óbijáluðu fólki að vera ljóst, að þó svo að álftin hefði nú verið skotin, væri ekki við alla sportveiðimenn landsins að sakast. Ætla verður, að stjómendur Morg- unblaðsins líti á þennan söguburð sem alvarleg mistök af hálfu blaðs- ins. í framhaldi af því hlýtur að mega vænta þess að tekið verði á vandamálinu þar innanhúss með það fyrir augum að sagan endurtaki sig ekki. HAUKUR BRYNJÓLFSSON rafvirki, Jórufelli 2. Biðlaun betur settra Frá Bennýju Ingibjörgu Baldursdóttur I sama blaði og rætt er um að klípa af gamla fólkinu og öryrkjum uppbætur á lífeyri les ég að heilbrigð- isráðherra ætli að þiggja biðlaun. Er ekki kominn tími til að hætta þesu biðlaunasukki alla vega þegar menn ganga beint inn í aðra vinnu þegar skipt er um starf? Til er einstaka embættismaður, sem neitað hefur biðlaunum, en þeir eru fáir því miður. Það skyldi þó ekki vera að ef fleiri, sem betur eru settir í þessu einkennilega þjóðfélagi sem hér er að skapast, væru svo höfðinglegir að neita að taka þessi biðlaun sín gæti sparast sú upphæð að ekki þyrfti að ráðast á þá þjóðfé- lagsþegna sem minnst mega sín, elli- lífeyrisþega og öryrkja, því enginn óskar nú þess trúi ég að verða að hætta vinnu vegna elli og heilsumiss- is. Ég skora á verkalýðsforustuna og þá sem þetta mál varðar að láta heyra í sér, hátt, ekki bara einhver smá mótmæli því varla er hægt að niðurlægja þetta fólk meira, ef þau mál væru skoðuð ofan í kjölinn. snyrtilegustu kaupstaða landsins, ef ekki sá fremsti að þessu leyti. Bæjarbragur er menningarlegur, skemmtilegur, virðulegur og heima- fólki til sóma. Þannig hefur Akur- eyri lögum búið vel að hagorðum mönnum og skáldum góðum. Stakan, þjóðaríþróttin, hefur lifað þar betra lífi en víða annars staðar. Þessi veruleiki breytir því hins vegar ekki að kersknir gestir, sem þangað leggja leið sína, reyna á stundum að verða „skemmtilegir" á kostnað höfuðstaðar Norðurlands. Víkveiji heyrði það til dæmis haft eftir Þingeyingi, sem ekki kallar allt ömmu sína, að það eina fallega við Akureyri væri útsýnið yfir fjörð- inn, þar sem Þingeyjarsýsla/Sval- barðsströndin blasir við! Fyrir ekki margt löngu fór og reykvískur leikritshöfundur og leik- stjóri með sýningu norður til Akur- eyrar. Honum þóttu, að sögn, mót- tökur heimamanna lakari en efni stæðu til. Honum varð að orði þar sem hann flaug um loftin blá heim til Reykjavíkur: Frá Akureyri er um það bil ekki neins að sakna, en þar er fallegt þangað til þorpsbúamir vakna. Hagorðir Norðanmenn fara trú- lega létt með að svara svoddanlög- uðu. Víkverji skrifar Víkveiji heyrði því fleygt á dög- unum að lítill væri munur sumars og vetrar á íslandi í seinni tíð. Sumarið væri nánast eins og máttlítill vetur og veturinn eins og misheppnað sumar. Þessar and- stæður, vetur og sumar, virðast sum sé sækja inn á miðjuna, eins og skýrendur skoðanakannana, eða niðurstaðna í skoðanakönnunum, komast stundum að orði þegar tvíátta/margátta miðjuflokkar sækja í sig veðrið. Þetta hefur þó ekki alltaf verið svo. Hér hafa komið heit dásemd- arsumur og kaldir snjóavetur. Hita- mismunur á íslandi hefur mælst hvorki meiri né minni en 68°C, ef tekinn er munur mesta hita og mesta kulda, frá því mælingar voru upp teknar hér á landi. I nýút- komnu Almanaki Háskóla Islands fyrir komandi ár (1994), er margt fróðlegt að fínna, meðal annars svokölluð veðurmet hér á landi. Þar segir að mesti hiti, sem mælst hef- ur hér á landi hafi verið plús 30,5°C (Teigarhom í júní 1939) og mesti kuldi mínus 37,9oC (Grímsstaðir í janúar 1918). Vestmannaeyjar eiga síðan vind- hraðmetið, eins og vænta mátti. Það var ekkert koppalogn á þeim bæ þegar mesta vindhviðan mældist þar, 237 km/klst., 3. febrúar 1991 (ekki nákvæm mæling) eða mestur 10-mínútna meðalvindhraði, 200 km/klst, 23. október 1963 og aftur 3. febrúar 1991. xxx Víkveiji dagsins er þeirrar skoð- unar að þingheimur eigi að vera eins konar þverskurður af þjóðinni. Hann getur því ekki fallizt á kenningar þess efnis að stjórn- málamenn, þingmenn og sveitar- stjórnarmenn, megi ekki hafa tengsl við hornsteina samfélagsins, atvinnuvegina, það er vera þátttak- endur í atvinnulífinu, vegna hugs- anlegra hagsmunaárekstra. Hann telur þvert á móti að á skorti að þingmenn dagsins í dag, sem suma hveija má flokka sem atvinnustjórnmálamenn, hafí nægi- lega þekkingu á og yfírsýn yfír þau svið þjóðarbúskaparins þar sem verðmætin verða til, þar sem lífs- kjör þegnanna ráðast. Það mættu því að ósekju sitja fleiri fulltrúar á Alþingi úr atvinnu- lífinu en nú er, iðnaði, sjávarút- vegi, verzlun og ferðaþjónustu (bændur eru þar nokkrir). Sama máli gegnir að sjálfsögðu um önnur starfssvið: kennslu, vísindi, rann- sóknir, heilbrigðisþjónustu o.s.frv. xxx Akureyri, höfuðstaður Norður- lands, er í hópi fegurstu og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.