Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1993 B 13 Grejun Bone China. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Rökrélt samhengi BONE China, sem útleggst postulin á íslensku, er sveit sem vakið hefur athygli frá þvíhún sendi frá sér sitt fyrsta lag á safnplötu í sumar. Á nýútkominni safnplötu Spors hf., Grensunni, á Bone China tvö lög til viðbótar. Söngvari Bone China, Sigurður Runólfsson, varð fyrir svörum um Grensulögin. Hann segir að lögin séu misgömul, en í rökréttu samhengi við þróun sveitarinnar, eins og heyra megi. „Við höfum verið á krossgötum í stflmótun und- anfarið, það hafa ýmsar breytingar hafa verið í gangi og stíllinn er að verða sterk- ari.“ Sigurður segir að Bone China-liðar hafi markað sér ákveðna stefnu þegar í upp- hafi og haldi sínu striki. Bone China hefur verið að spila mikið undanfarið, og leikur reyndar á Tveimur vinum á fimmtudag, en þrátt fyrir annríkið segir Sigurður að sveitarmenn séu mikið að semja. „Við eigum nóg af efni á plötu og gætum þess vegna byrjað á að taka hana upp á morg- un, en það er spurning hvort það borgi sig; hvort nú sé rétta augnablikið til að gera breiðskífu. Það er það mikið að gerast innan sveitarinn- ar, það mikið af lögum sem eru að verða til, að ég hugsa að bið í einhverja mánuði myndi skila enn betrivplötu en ef farið væri af stað strax.“ FOLk ■ ROKKSVEITIN góð- kunna Hani kom fyrir nokkru úr kynningarför sinni vestur um ham. Hamliðar eru þegar farnir að leika á tónleikum, verða til að mynda í Mennta- skólanum við Hamrahlfð næstkomandi föstudag, en sveitarmenn ætla að spila öllu skipulegar en þeir hafa áður gert. Hamar hyggjast svo halda veg- lega tónleika í Tunglinu 15. október næstkomandi og fá til upphitunar rokk- sveitina SSSpan. ULIÐSMENN rokk- sveitarinnar Lipstick Lovers leggja land undir fót á næstu dögum og halda til Grænlands, en þeim var boðið að leika á Nuuk Kulturfestival. Á Grænlandi verða þeir fé- lagar í níu daga og leika víða í Nuuk, en þeir verða eina rokksveitin á menn- ingarhátíð Nuukverja. DÆGURTÓNLIST Er safnplötuhaustframundan? Safnplötulag Danshátíð í aðsigi ÍSLENSK danstónlist Fjölbreyttir Dos Pilas. Leikur að stílbrigðum EINS og fram kemur á síðunni eiga tvær íslensk- ar sveitir lög á safnplötunni Grensunni og út kemur á næstunni. Onnur þeirra er Dos Pilas, sem sendi fyrst fá sér lag í sumar, Better Times, og fékk góðar undirtektir. Jón Símon- arson, söng- spíra sveitar- innar, segir þá félaga hafa tekið upp bunka af lögum í vor, og úr þeim bunka kom sumarlagið og svo þau tvö sem *u á Grensunni, endurupptekin og eilítið breytt í útsetningu, enda jafnan mikið um að vera með sveitarmönnum. Jón segir Grensu-lögin vissu- lega ólík hvort öðru, en þau séu þó dæmigerð fyrir Dos Pilas, sveitin hafi fjölmörg stílbrigði á valdi sínu og leiki sér með þau eftir hendinni. „Okkur fannst þessi lög tilvalin til að sýna fjölbreytnina í sveitinni. Við höfum ekki áhyggjur af því að þessi stílbrigði rugli fólk í ríminu, fólk verður bara að taka okkur eins og við erum.“ Jón segir að nóg sé fram- undan að gera hjá sveit- inni, hún hefur verið á fullu við að spila fyrir yngri áhorfendur, en hann segist telja að sveitin hafi framað- þessu spilað allt of mikið á vínveitingastöðum, þar sem ekki komast allir inn. „Við erum svo að æfa á fullu og semja og vonumst eftir því að geta sent frá okkur plötu næsta vor.“ Því má svo bæta við að Dos Pilas leikur á Tveimur vinum á fimmtudaginn. SAFNPLÖTUR með erlendri tónlist í bland við ein- hver innlend lög hafa verið vinsælar það sem af er árinu, í útgáfu og sölu. Þar ræður líklega mestu samdráttur í plötusölu, því alla jafna þarf að selja mim minna til að safnplata standi undir sér. Einna umsvifamestir í safnplötuútgáfunni hafa Spormenn verið, en þeir liafa iðulega laumað með islenskum lögum óreyndra sveita, enda fá tækifæri betri til að kanna viðtökur. eftir Áma Motthíasson Uin þessar mundir senda Spormenn frá sér safnplötuna „Grensan", sem á eru rokklög, sum allþung, nokkurra helstu w—m—m—m—m rokksveita ársins, Rage Against the Maeh- ine, Alice in Chains, Living Color, Soul Asyl- um og Spin Doctors, auk laga forvitnilegra sveita sem ekki hafa fengið verð- skuldaða athygli; Senseless Things, Cry of Love, Holly- faith,' Sun-60 og Naked Truth. Ekki má svo gleyma framlagi íslenskra sveita, en Bone China á tvö lög, Rattlesnake og Quicksand, og Dos Pilas tvö, Out of Crack og My Reflection. Eins og áður segir eru á plötunni nokkrar sveitir sem hátt hafa borið síðustu mánuði, þar frægust lík- lega Rage Against the Machine, sem tryllti ung- menni landsins í sumar og hélt magnaða tónleika í Kaplakrika. Á plötunni er LA-rokk Sun-60. nýjasta smáskífa sveit- arinnar, Bombtrack, sem er eitt besta lag fyrirtaks skífu sveitarinnar. Spin Doctors hafa líka verið vin- sælir vel þó lagið sem er á Grensunni, Jimmy Olsen Blues, hafi lítið heyrst fram' að þessu. Soul Asylum hef- ur átt eitt lag sem notið hefur mikilla vinsælda, Runaway Train, þó Grensu- lagið Black Gold sé líklega dæmigerðara fyrir sveitina. Living Color þarf svo vart að kynna, en síðasta plata sveitarinnar er saú sem einna best hefur náð til rokkþyrstra íslendinga. Önnur rokksveit sem skip- uð er svörtum er Naked Truth sem á á Grensunni prýðilegt lag. Sveitin er öllu harðari í tónlist og textum en Living Coior-liðar, enda þurfti hún að hafa meira fyrir sínum frama. Önnur efnileg sveit á disknum er Senseless Things, sem er bresk sveit og sameinar margt það besta í breska . nýrokkinu, án þess að falla í gryfju naflaskoðunar eins og hendir syo margar sveit- ir breskar. Vert er einnig að gefa gaum Sun-60 tví- Suðurrikjasýra Holly- faith. eykinu frá Los Angeles, sem sýnir enn eina hlið á LA-rokki, sem virðist éins fjölskrúðugt og rappið. Síð- asta nýsveitin á Grensunni er Hollyfaith, Atlantasveit líkt og Naked Truth og getið er, en leikur tónlist allt annarrar gerðar, eins- konar Suðurríkjasýru, sem svipar um sumt til Black Crowes, án þess að vera nein hermisveit. Af ofangreindu má ráða að Grensan er ágætt tæki- færi til að kynna sér rokk- strauma úr ýmsum áttum, þó fátt sé á plötunni bylt- ingarkennt, en Spormenn selja plötuna óvenju lágu verði, sem gefur lag. Útgáfutónleikar Grens- unnar verða á Tveimur vin- um á fimmtudag, en þá koma fram Dos Pilas og Bone China. hefur verið heldur afskipt í útgáfu, þó safnplötuunnend- ur megi una vel við sitt og til mynda hafi sitthvað verið á Núlldiskn- um svokall- aða. Eitt af því besta sem þar var að finna var jarð- arberjalag Bubble Flies, og vísast munu margir kætast þeg- ar spyrst að sveitin er í þá mund að senda frá sér breiðskífu. Þessi fyrsta breiðskífa Bubble Flies var tekin upp í vor og síðan hafa menn legið yfir henni og slípað af alla agnúa. Að sögn útgefanda kemur sveitin víða við og á disknum er að finna allar gerðir tónlistar, nema þungarokk. Útgáfukonsert Bubble Flies verður í ótilgreindum sal nálægt Öskjuhlíðinni 22. október næstkomandi, en á sömu tónleikum leikur ein efnilegasta dansrokksveit Breta, Freaky Realistic og verða það líka útgáfu- tónleikar á fyrstu plötu þeirrar sveitar. Mikið verð- ur við haft, því blaðasnápar frá Melody Maker og New Musical Express, aukinheldur sem þáttargerðar- menn frá sjónvarpsþættinum Eurotrash myndrita allt- saman. Sérstök gestasveit verður T-World. Þess má geta að Emmess og Hljómalind sameinast um tónleikahaldið. Dansrokk Freaky Realistic. Efnllegir Bubble Flies.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.