Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1993 B 15 BANDARÍKíN Þúsundir hermanna veikir eftir Persaflóastríðid Líf Steve Buyers tók miklum breytingum eftir að hann gegndi hermennsku í Persaflóastríðinu. Komið hefur í ljós, að svipað er ástatt fyrir um 8.000 manns. Steve, sem nú er þingmaður fyrir Indíana- fylki, hefur síðan þurft að nota nefúða gegn astma auk þess sem hann tekur lyf í töfluformi sex sinnum daglega. Sjúkdómurinn lýsir sér í ýmsum einkennum, svo sem síþreytu, minnisleysi, sjóntruflunum og í sumum tilvikum krónískum sjúkdómum í öndunar- færum. í upphafi voru einkenni Steves greind sem afleið- ing af streitu, en eftir að hann ásamt öðrum fyrrver- andi hermönnum fór að skrá einkennin hjá sér og koma þeim til yfirmanna hersins breyttist viðhorfið. í kjölfarið hvöttu yfirvöld þá sem höfðu verið fyrir botni Miðjarðarhafs og fundu einhver einkennanna til að gefa sig fram. Úthaldið var ekkert Steve fann fyrst fyrir líkamlegum einkennum þeg- ar hann sneri til baka frá Saudi-Arabíu í maí 1991. Hann hafði hugsað sér að taka upp fyrrverandi lífs- hætti, svo sem eins og að skokka. Hann hafði ekki skokkað langa vegalengd í fyrsta skipti þegar hann þurfti að gefast upp og varð raunar mjög undrandi á orkuleysinu. Stuttu seinna fór hann að fá endurtek- in flensueinkenni, nýrnasýkingar, þvagfærasýkingar og meltingartruflanir. Snemma árs var hann kominn með ofnæmi fyrir ýmsum blómum og ttjátegundum. Orsökin ófundin Hann tengdi sjúkdóm sinn þó ekki við Persaflóa- stríðið fyrr en hann fór að heyra af öðrum hermönn- um með svipuð einkenni. Þó svo að Bandan'kjamenn tilkynntu ekki um neina eiturefnanotkun hefur kom- ið í ljós, að hópur Tékka fundu leifar eiturefna á svæðinu meðan á stríðinu stóð. Ýmsar aðrar tilgátur eru uppi um orsök sjúkdómsins og hafa þá einkum verið nefnd mengunarefni ýmiss konar. Enginn veit þó fyrir víst hvort eða hvernig sé hægt að lækna fólkið. Steve Buyer hefur reynt að sinna þingmannsstörf- um sínum eftir megni að undanförnu. Steve Buyer með syni sínum Ryan. Steve fann ekki til veikinda fyrr en eftir heimkomu frá eyðimerkurdvölinni. Námskeióið „Efling samskipta" Vilt þú ná árangri í bættum samskiptum hvort sem er við vinnuféiaga, maka eða börn? Við bjóðum upp á fjögurra kvölda námskeið sem hjálpar þér til að öðlast dýpri þekkingu á því fólki sem þú umgengst. Á námskeiðinu munt þú taka þrjú mikilvæg skref. 1. Dýpri sjálfsvitund. Með því að nota vel þekkt persónuleikapróf munt þú upp- götva þann styrk og þá eiginleika sem þú býrð yfir. 2. Að skilja aðra betur. Þú munt læra að þekkja betur þína nánustu og hvers vegna þínir nánustu bregðast við eins og þeir gera. 3. Að efla persónuleg sambönd. Síðast en ekki síst munt þú læra hvernig þú getur tamið þér meiri og betri aðlögunarhæfni í samskiptum við aðra. Námskeiðið hefst mánudaginn 4. október, kl. 20.00. í framhaldi verður boðið upp á námskeiðið “Efling samskipta innan fjölskyldunnar" sem byggt er á kristilegum grundvelli. Skráning í símum 679406 og eftir kl. 19.00 í síma 78207. Efling samskipta, Pósthólf 4058, 124 Reykjavík. nova viva bella Nýir litir, ný mynsfur. 2m, 3m og 4m breidd. Má leggja laust. Verð sem gerir útsölu óþarfa. KJARAN GÓLFBÚNAÐUR SÍÐUMÚU 14; 108 REYKJAVlK, SlMI 813022 KORTASJALFSALAR ESSO HafnarstrætiO Q* Ægisíða Fellsmúli StóragerðiO Reykjavíkurv. Hafnarfirði ^ rv7\ Lækjargata Hafnarfirði Bjarkarholt - Mosfellsbæ K Gagnvegur Grafarvogi Ártúnshöfði CSJ Skógarsel Mjög auðvelt er að nota kortasjálfsalana Hámarksúttekt er 3000 krónur þegar greitt er með korti og 9000 krónur þegar Artúnshöfði Olíufélagið hf greitt er með seðlum. Opið til 23.30 KJ Korta- og peningasjálfsalar Lækjargata - Hafnarfirði Opið til 23.30 Korta- og peningasjálfsalar Skógarsel Opið til 23.30 Korta- og peningasjálfsalar Gagnvegur - Grafarvogi Korta- og peningasjálfsalar Bjarkarholt - Mosfellsbæ [J^ Korta- og peningasjálfsalar Fellsmúli fó Korta- og peningasjálfsalar Ægisíða Opið til 23.30 Peningasjálfsali Hafnarstræti O Peningasjálfsali Stóragerði Q Peningasjálfsali Reykjavíkurv. - Hafnarfirði Q Peningasjálfsali Að auki eru korta- og peningasjálfsalar í Hyrnunni, Borgarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.