Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.1993, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1993 1270 Ormur Ormsson Svínfell- ingur drukknar á leið til íslands. 1904 Undirritaður samningur við „Mikla norræna frétta- þráðsfélagið" um lagningu sæ- síma. 1915 Minnisvarði Kristjáns IX afhjúpaður. 1951 Mæðiveiki finnst í Strandasýslu; 1200 lömbum slátrað. 1960 Ólafur Thors forsætisráð- herra ræðir við Harold Macmill- an, forsætisráðherra Breta, um landhelgismálið á Keflavíkur- flugvelli. 1962 Spréngjuleit á Keflavíkur- flugvelli. Tvær þýzkar þotur lenda með 138 manns innan- borðs vegna viðvörunar. 1970 Fokker Friendship-flugvél- in TF-FIL ferst á fjallinu Knúki á Mykinesi í Færeyjum; flugstjór- inn og sjö Færeyingar láta lífið. ERLENT 1679 Friður Dana og Svía f Lundi. Danir láta af hendi virkin á Skáni og Bohusléni, Gulland, Rugen og Holstein-Gottorp. 1820 Bandaríski landneminn Daniel Boone andast. 1907 Nýja-Sjáland verður ríki í brezka samveldinu. 1914 Orrusta Rússa og Þjóð- verja við Niemen hefst. 1918 Orrustan um Meuse-Arg- onne. 1934 Farþegaskipinu Queen Mary hleypt af stokkunum. 1950 Bandarískir og suður-kór- eskir hermenn sækja að úthverf- um Seoul. 1972 Viðræður Henrys Kissin- gers við fulltrúa Hanoi-stjórnar- innar í París. 1977 Ódýrar flugferðir Freddies Lakers frá Bretlandi hefjast (far- gjald á leiðinni London-New York: 59 pund). 1984 Samkomulag Breta og Kín- verja um að Kínverjar taki við stjórn Hong Kong 1997. 1989 Síðustu víetnömsku her- mennirnir fara frá Kambódíu. AFMÆLISDAGAR Guðmundur Arason hinn góði 1161. Biskup á Hólum 1203-1237. Cuthbert Collingwood 1759. Enskur flotaforingi; næstráð- andi Nelsons í orrustunni við Trafalgar. Kristján X 1870. Konungur Dan- merkur (1912-1947) og íslands (1912-1944). T.S. Eliot 1888. Brezkt skáld, f. í St. Louis, Missouri. Kunnur fyrir Ijóðabálkinn Eyðilandið (1922) og leikritið Morðið í dóm- kirkjunni (1935); hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels 1948. George Raf Bandarískur leikari, kunnur fyrir leik sinn í glæpa- hlutverkum og tengsl við Maf- íuna. George Gershwin Bandarískt tónskáld; kunnur fyrir söngleik- inn Porgy og Bess og Rhapsody in Blue. Sveinn B. Valfells 1902. Iðnrek- andi. Halldór Pétursson 1916. Mynd- listarmaður. Ólafur Jóhann Sigurðsson 1918. Rithöfundur; hiaut bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1976. Sprenging í Parpenon 1687 Parþenon, meistaraverk byggingarlistar Forn-Grikkja, hefur nær gereyðilagzt í styrj- öld Feneyinga og Tyrkja. Fe- neyskur floti og her undir stjórn Morosoni og sænska hershöfð- ingjans Köningsmarck hafa set- ið um Aþenu og Tyrkir hafa notað Parþenon fyrir púður- geymslu. Klukkan 7 í kvöld hæfði sprengja frá Feneyingum tyrkneska vopnabúrið á Akra- políshæð. Þak marmarahofsins eyðilagðist að mestu og 14 súl- ur þess hrundu. Ekkert lát er á bardögum, þótt Feneyingar hafi náð Akropólis á sitt vald. Períkles lét reisa hofið handa meygyðjunni Aþenu, vernd- arvætti borgarinnar, 447-433 f. Kr. Iktinus og Kallikrates sáu um verkið undir handleiðslu Fídiasar, ágætasta myndasmiðs Hellena. í hofinu var rúmlega níu metra hátt Aþenulíkneski, sem Fídías hafði gert. Líknesk- ið var úr fílabeini, en hár og klæði úr gulli. Krossfarar eyði- lögðu það á miðöldum. Áður en Tyrkir breyttu Parþenon í vopnageymslu hafði hofið verið kaþólsk kirkja, múhameðskt bænahús og kvennabúr. Drottiing blúsins látln 1937 Bessie Smith, sem hlaut viðurnefnið „drottning blúsins", það er mæðusöngva blökkumanna, er látin. Bessie lenti í bílslysi í Mississippi í dag og henni blæddi til ólífís áður en sjúkrabíll kom á vettvang. Þessi seinagangur hefur leitt til áskana um kynþáttamisrétti. Bessie Smith var fædd 1894 eða 1898, söng í kirkjukór í Chattanooga, Tennessee, og hóf söngferill sinn í ódýrum knæpum 1912. Á næstu tíu árum söng hún víða í ótal rev- íum, kabarettum og fjölleika- sýningum. Hún var því löngu orðin fræg þegar hún fór til New York 1923 til þess að syngja inn á hljómplötu mæðu- söngvana Down Hearted Blues og Gulf Coast Blues. Tveimur árum áður hafði önnur svört söngkona, Mamie Smith (óskyld Bessie), komið blústónl- ist í tízku með Crazy Blues. Bessie Smith varð auðug og fræg og vinsældir hennar náðu langt út fyrir raðir blökku- manna, en á kreppuárunum hallaði undan fæti hjá henni. Steranotkun á ðlympíu- leikunum 1988 Kanadíski spretthlaup- arinn Ben Johnson flaug heim- leiðis frá Ólympíuleikunum í Seoul í dag, þar sem hann hefur verið sviptur gullverðlaunum vegna lyfjanotkunar. Þegar Johnson sigraði í 100 metra hlaupi á nýju heimsmeti fyrir tveimur dögum var hann hylltur sem hetja, en rannsókn leiddi í ljós að hann hafði notað stera. Hneykslið er forsíðuefni blaða víða um heim í dag, en komizt hefur upp um lyfjanotkun níu annarra íþróttamanna. Málið varpar skugga á Ólympíuleikana að þessu sinni — hina fyrstu þar sem véstræn ríki og austræn hafa leitt saman hesta sína síðan 1976. Bandaríkjamenn neituðu að taka þátt í leikunum í Moskvu 1980 vegna innrásarinnar í Afg- anistan og Sovétríkin og fylgi- ; ríki þeirra hundsuðu leikana í Los Angeles 1984. Vestrænir íþróttamenn hafa ekki staðið sig sem skyldi 'í Seoul nú. Sovét- menn hafa unnið flest verðlaun, en hetjur dagsins eru keppendur Austur-Þjóðveija í sundi og langhlauparar frá Afríku. Ástralíu- menn unnu Ameríku- bikarinn 1983 Áströlsk snekkja hefur unnið Ameríkubikarinn fræga, sem flyzt nú frá siglingaklúbbi New York í fyrsta skipti í 132 ár. Snekkja ástralska auð- mannsins Alans Bonds, Austral- ia II, sigraði í síðustu kappsigl- ingunni af sjö, sem fram fóru skammt frá Newport í Rhode Island. Skipstjóri á áströlsku snekkjunni var John Bertrand og bandaríska snekkjan Liberty undir stjórn Dennis Conners hafnaði í öðru sæti. Öll ástralska þjóðin fagnaði sigrinum. Keppt hefur verið um Ameríkubikarinn við Newport í 53 ár. Næsta keppni um bikarinn fer fram við Ástralíu. Furstar Evrópu í heilagt bandalag 1815 Þrír voldugustu. ein- lega utanríkispólitík. Búizt er valdar Evrópu tókust í hendur vjð að ainr aðrir kristnir vald- í dag til að staðfesta „heilagt hafar Evrópu undirriti yfírlýs- bandalag" um að „stjórna þjóð- inguna nema páfínn, sem vill um sínum samkvæmt boðun ekki láta bendla sig við villutrú. kristins dóms um réttlæti og Georg krónprins í Bretlandi, miskunnsemi, en leysa deilur sem stjórnar í forföllum föður með friðsemd eins og góðum sínSi er yfírlýsingunni mótfall- bræðrum sæmir“. Franz I Aust- inn af stjórnarfarslegum ástæð- urríkiskeisari og Friðrik Vil- Um, en samþykkur „heilögum hjálmur III Prússakonungur meginreglum" heimar. Bretar standa að þessu baiulalagi . 0g AusturríkisBaenn óttast að á ásamt Alexander I Rússakeis- , hak við heimsfrelsunardrauma ara; sem átti huguiyndina. Rússakeisara leynist ötþensluá- Alexander var kunnur fyrir f0nn, sem kunni að ógna valda- fijálslyndi framan af ævi og er jafnvægi Evrópu. Castlereagh, nú orðinn trúhneigður ef marka utanríkisráðherra Breta, segir má hugmyndir hans um kristi- hugmyndina „frábæra dulspeki og þvætting". Austurríski utan- af engu“ — ein Laut klingendes ríkisráðherrann, Metternich, Nichts.. kallar bandalagið „hávaða út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.