Morgunblaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
37
Arnþóra Sigfús-
dóttir — Minning
Fædd 25. ágúst 1906
Dáin 5. október 1993
Lækkar lífdaga sól,
Iðng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
í dag kveðjum við með söknuði
eina af aldamótahetjum hús-
mæðrastéttarinnar, Arnþóru Sigf-
úsdóttur, sem ég er þakklát for-
sjóninni fyrir að hafa kynnst.
Arnþóra, eða Þóra eins og hún
var jafnan kölluð, var fædd á
Reykjum í Reykjahverfi í Suður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar
voru Sigfús Björnsson, oddviti og
hreppstjóri á Kraunastöðum í Að-
aldal, og kona hans Halldóra Hall-
dórsdóttir, húsmóðir, ættuð frá
Kálfaströnd við Mývatn.
Systkin Þóru voru dr. Björn,
fyrrverandi háskólabókavörður,
látinn; Halldór, fyrrverandi skatt-
stjóri, látinn; Pétur, verkamaður,
látinn og Hólmfríður, húsmóðir,
búsett í Reykjavík.
Þóra giftist Runólfi Jónssyni,
ættuðum úr Skaftafellssýslu, árið
1945 og eignuðust þau þijú börn,
Ragnheiði, gifta Snorra Björns-
syni, þau búa á Kálfafelli í Vestur-
Skaftafellssýslu og eru börnin þijú;
Jón Skúla, starfsmann við blaða-
útgáfu á Akureyri, ókvæntur og
barnlaus; og Bjarneyju, sem er
starfsmaður Skattstofunnar í
Reykjavík og húsmóðir, gift Braga
Agnarssyni og eru börnin tvö.
Þóra og Runólfur slitu samvist-
Við Qallavötnin fagurblá
er friður tign og ró.
(Hulda)
Þessar ljóðlínur koma fyrst í
huga minn þegar ég sest niður til
að skrifa nokkur kveðjuorð til
frænku minnar og vinkonu, Lauf-
eyjar Sigurðardóttur, sem borin er
til moldar í dag. Það ryðjast fram
svo margar minningar frá æsku-
árum okkar sem við áttum við fal-
iega vatnið og fjaliahringinn fagra.
Það er sunnudagur, heiður himinn
og logn, vatnið er spegilslétt og í
dag er messa í Reykjahlíðarkirkju.
Við Laufey erum komnar í spari-
kjólana okkar; hún er ósköp fín í
rauðum flauelskjól með hvítum
blúndukraga og hvítan silkiborða
bundinn í fallega gullna hárinu. Við
sitjum á grasigrónum kálgarðs-
veggnum og fylgjumst með bátnum
frammi á vatninu. Allir koma á
bátum til messunnar þegar veður
er svona gott. Bátarnir leggja að
landi og fólkið gengur heim túnið.
Þá hljóma kirkjuklukkurnar, því að
afi okkar er að samhringja. Nokkru
síðar er litla kirkjan við hraunið
þéttsetin fólki og allt er svo hátíð-
legt. Þetta er aðeins lítið minningar-
brot af svo ótal mörgum sem fylla
huga minn, er ég hugsa til æskuára
okkar Laufeyjar.
Þetta var löngu áður en hávaða-
mengun menningarinnar hélt inn-
reið sína.
Laufey Jónína Sigurðardóttir var
fædd 27. mars 1910. Hún var dótt-
ir Sigurðar Einarssonar, bónda í
Reykjahlíð við Mývatn, og konu
hans, Jónasínu Jónsdóttur. Hún var
elst átta systkina og eru nú sex
þeirra horfin yfir móðuna miklu.
um er yngsta barnið var átta ára.
Eftir þetta bjó hún ein með börnin
í Gnoðarvoginum, þar til Bjarney
stofnar til hjúskapar og búa ungu
hjónin þar í nokkur ár með börnin
sín, Drífu og Agnar Braga. Flyst
þá íjölskyldan að Melabraut á Sel-
tjarnarnesi og síðan árið 1984 að
Fiskakvísl 1 í Ártúnsholti.
Það er aðdáunarvert hve vel
hefur farið á með þessum þremur
ættliðum, samvinna og hjálpsemi
í hvívetna. Bjarney hefur ávallt
starfað utan heimilis, og meðan
börnin voru lítil gætti Þóra heimil-
isins af sömu ljúfmennsku og alúð
er auðkenndi allt hennar líf.
Síðan geta þau, er ævidegi hall-
ar hjá Þóru, endurgoldið umhyggju
fyrri ára á sömu lund.
Þóra fer mjög ung að Grenjaðar-
stað til presthjónanna sr. Helga
Hjálmarssonar og frú Elísabetar,
sem hún ætíð nefndi svo, til aðstoð-
ar við heimilisstörfin og minntist
dvalarinnar þar með hlýju og sagði
oft frá því hvað það hafi verið
yndislegt, þegar hún var komin í
rúmið á kvöldin að heyra frú Elísa-
betu leika á orgelið. „Því hún spil-
aði líka svo vel frúin og við þessa
hljóma sofnaði ég svo vært,“ eins
og hún orðaði það. Svo fylgdi jafn-
an í lokin: „Þau hjónin voru svo
skemmtilegar og góðar manneskj-
ur.“
Þær verða undirritaðri ógleym-
anlegar stundirnar, þegar við sát-
um tvær einar í rökkrinu og hún
rakti ættir sínar og minningar frá
því hún fyrst mundi eftir sér. Hún
sagðist ekki hafa verið gömul þeg-
ar hún sat og hlustaði á Mývetn-
ingana syngja á æskuheimili sínu,
er þeir áðu þar á ferðum sínum á
leið yfir heiðina. „Þeir sungu líka
Aðeins tvær systur eru á lifí af
þeim stóra hópi. Við ólumst upp í
sama bænum, því að feður okkar
voru bræður sem bjuggu í Reykja-
hlíð ásamt þriðja bróðurnum og
einni systur. Öll voru þau gift og
áttu börn svo að þar ólst upp stór
barnahópur. Við áttum þarna öll
yndislega æsku bæði í leik og starfi.
Ég var tæplega fimm ára þegar
Laufey fæddist, og man ég hvað
mér þótti gaman að Jónasína eign-
aðist stúlku, því að ég átti bara
bræður og fannst þetta vera eins
og kærkomin systir, enda áttum við
eftir að eiga saman margar gleði-
stundir.
Laufey naut þeirrar menntunar
sem barnaskóli þeirra tíma gat
veitt. Síðar fór hún í Húsmæðra-
skólann á Laugum. Hún var músík-
ölsk og lærði að spila á orgel hjá
Guðfinnu á Hömrum en það var
draumur margra unglinga á þeim
árum. Hún vann á heimili foreldra
sinna þar til hún fór til Reykjavíkur
til að læra að sauma og vann hún
nokkra vetur við saumaskap enda
var hún orðin mjög fær saumakona
bæði við kjóla og kápur og var hún
með þeim fyrstu sem fékk sveins-
próf í kápusaumi. Alltaf fór hún
heim á sumrin til að hjálpa við sum-
arstörfin. Þegar Laufey kom til
Reykjavíkur var ég svo lánsöm að
við hjónin vorum flutt í okkar eigin
íbúð og gátum leigt henni herbergi
og varð hún þá ein af heimafólk-
inu. Það var mikil gleði fyrir mig
að fá til mín eitt úr leiksystkina-
liópnum að heiman.
Laufey giftist 11. ágúst 1949
Þorbergi Magnússyni bifreiða-
stjóra. Þau eignuðust einn son, Sig-
urð Jónas, raftæknifræðing. Hann
svo ákaflega vel.“
Þóra hafði alla tíð mjög gaman
af að hlustá á tónlist og góðan
söng, enda söng hún sjálf mjög
vel. Hún lærði að syngja hjá frú
Lissy á Halldórsstöðum, sem hún
dáði mjög. Ung fór hún að syngja
með kór Reykjahlíðarkirkju og oft
einsöng við ýmsar athafnir þar.
Það var henni mjög minnis-
stætt, þegar hún fór með kórfólki
í „Dimmuborgir“ og þau sungu
þetta undurfagra lag við ljóðið „Þú
komst í hlaðið á hvítum hesti“ og
svo söng hún það gjaman fyrir
okkur að frásögn lokinni. Þótt 85
árum hafi hún náð, komu oft fleiri
lög á eftir, en þegar við fórum að
hæla henni fyrir dugnaðinn, hló
hún bara og sagði sem svo: „Æi,
jæja, þetta er bara'hálfgert gaul.“
En við sem á hlustuðum vorum
henni ósammála.
Já, það var oft glatt á hjalla,
þegar komið var á Fiskakvíslina
og mikið sungið og hún lét ekki
sitt eftir liggja. Það var með ólík-
indum hve ógrynni af lögum og
textum hún kunni, enda hreif hún
okkur með sér. Börnin hennar eru
líka ákaflega söngelsk og kunnu
að taka lagið með henni. En það
var oft sem Ragnheiður og Jón
Skúli komu og dvöldust hjá Bjarn-
eyju systur sinni og fjölskyldu
hennar í lengri eða skemmri tíma.
Þótt húsrými væri kannski ekki
mjög mikið, er hjartarými fjöl-
skyldunnar stórt.
Það sem auðkenndi þessa hæg-
látu, frábæru konu, var jafnaðar-
geð og jákvæðni um menn og
málefni, þrátt fyrir að ekki færi
lífið alltaf um hana mjúkum hönd-
um. Þóra þakkaði skapara sínum
oft fyrir góða heilsu og þegar henni
hrakaði og hún lagðist tímabundið
inn á sjúkrahús á sl. sumri, var
sama lífsviðhorfið og stutt í glettn-
ina. Þegar hún sárþjáð var með
bros á vör að segja okkur hjónun-
um hvað allt starfsfólkið væri gott
og indælt þurfti hún að halla sér
útaf, en vildi svo fljótlega setjast
upp og spjalla við fólkið, eins og
er kvæntur Hafdísi Þorgeirsdóttur
og eiga þau eina dóttur saman,
Laufeyju, og var hún mikill sólar-
geisli í lífi ömmu sinnar. Einnig á
Sigurður fósturdóttur, Kolbrúnu
Valgeirsdóttur, dóttur Hafdísar, og
reyndist Laufey henni hin besta
amma.
Mann sinn missti Laufey 2. októ-
ber 1990. Þau áttu það sameigin-
legt hjónin að búa sér fallegt heim-
ili f litla húsinu sínu við Melabraut-
ina og í fallega garðinum þeirra
átti Laufey sér unaðsstundir í skjóli
stórra steina og fagurra trjáa um-
vafin fögrum blómum sem þau létu
sér svo annt um að rækta.
Laufey hefur átt við mikla van-
heilsu að stríða undanfarin ár og
naut hún mikillar umhyggju frá
MINNINGARKORT SJÁLFSBJARGAR
REYKJAVÍK 0G NÁGRENNISÆfa
ii178 <wfi
'mTOH Innheimt með gíróseðli laama
hún tók til orða, en það var henni
erfitt, þá hraut henni af munni:
„Ójæja, fyrr má nú vera faðir minn,
að flugurnar springi af hita.“ Það
var ótrúlegt hve oft hún brá fyrir
sig málsháttum, sem maður hafði
ekki heyrt fyrr.
Við, sem á miðjum aldri förum
oft hratt yfir dagsins önn og stöldr-
um of stutt við til að leggja við
hlustir og nema það sem hverfandi
kynslóð hefur frá að segja — drúp-
um höfði.
Með Þóru fór hafsjór af fróðleik,
sem hún var svo fús að miðla af.
Rödd hennar hljómar enn í eyrum
mér, en ekki á snældu eins og til
stóð. Hún sagðist hafa nægan tíma
fyrir slíkt núorðið.
En tíminn leið hjá hvað sem
okkur mannfólkinu líður. Ég minn-
ist Þóru með gleði og aðdáun í
huga. Hún bar virðingu fyrir lífinu
og var þakklát fyrir það sem kom
í hennar hlut. Á sama hátt þakka
ég það sem kom í minn hlut frá
henni, lifandi frásagnir um liðna
tíð, amstur hversdagsins, sam-
ferðafólkið og lífsmátann, sem hún
syni sínum og tengdadóttur svo að
hún gat alltaf verið heima á fallega
heimilinu sínu þar til á liðnu sumri
að hún þurfti að fara á sjúkrahús
og átti ekki afturkvæmt.
Síðustu mánuðina dvaldist hún á
Hjúkrunarheimilinu Eir. Að kvöldi
4. október gafst veika hjartað henn-
ar upp. Það hætti að slá og andi
hennar sveif út í geiminn. Kannski
hefur hann komið við hjá vatninu
okkar fagra á leið sinni til æðri
heima.
Ég þakka Laufeyju alla vináttu
og gleðistundir sem við höfum átt
saman á liðinni ævi og sendi syni
hennar, fjölskyldu og systrum mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Ég vil kveðja hana með eftirfar-
andi orðum skáldsins:
Dagur er liðinn, dðgg skín um völlinn.
Dottar nú þröstur á laufgrænum kvist.
Sefur hver vindblær sólguðs við pllin.
Senn hefur allt að skilnaði kysst.
Dvel hjá oss guðssól hverf ei með hraða.
Himneskt er kvöld í þinni dýrð.
Ljósgeislum tendrast lífsvonin glaða.
Lýs vorri sál er burt þú flýrð.
(Stgr. Thorst.)
Guð blessi minningu Laufeyjar
frænku minnar.
Guðrún Jónsdóttir.
gaf okkur hlutdeild í á kjarnmiklu
og skýru málfari.
Ég heyrði Jesú’ himneskt orð:
„Kom hvíld ég veiti þér.
Þitt hjarta’ er mætt og höfuð þreytt,
því halla’ að bijósti mér.“
(H. Bonar^- Stefán Thordarsen)
Innilegar samúðarkveðjur til að-
standenda. Guð blessi minningu
mætrar konu.
Halldóra V. Steinsdóttir.
í dag þegar ég kveð ömmu mína
langar mig að minnast hennar í
örfáum orðum. Amma var einstak-
lega góð kona, hún var lífsglöð og
þegar heilsan fór að segja til sín lét
hún það ekki aftra sér, enda var
hún ávallt jákvæð og bjartsýn. Hún
kvartaði aldrei og má segja að hún
hafi yfirleitt alltaf verið í góðu
skapi.
Amma hafði skemmtilegan húm-
or, sem þó allt of fáir kynntust.
Þannig leyndi hún svolítið á sér.
Stundum sagði hún til dæmis ótrú-
legustu hluti sem engan hefði órað
fyrir að gömul kona vissi. Þegar
ég minnist þessa dettur mér í hug
allar þær skemmtilegu sögur sem
amma sagði mér en þó sérstaklega
sagan af því þegar „Dóri datt í
lækinn“. Þá sögu hef ég heyrt all-
oft, en þó að ég kynni hana utan
að fannst mér alltaf jafn gaman
að heyra hana aftur og aftur.
Eitt það skemmtilegasta sem
amma gerði var að syngja, enda
skorti hana ekki hæfileikann. Eng-
inn hafði þekkt ömmu lengi öðru-
vísi en að hún væri búin að taka
lagið fyrir hann, og hvarvetna sem
hún kom og söng fékk hún mikið
hrós fyrir, jafnvel eftir að hún var
komin á níræðisaldur.
Elsku amma.
það er einkennilegt að hugsa til
þess að nú sért þú farin frá okkur,
en minningin um þig mun lifa með-
al okkar og ég trúi því að nú sért
þú á góðum stað í öruggum höndum
og að þér líði vel.
Takk fyrir allt það sem þú hefur
gert fyrir mig og allar stundirnar
sem við áttum saman.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar vilj-
um við þakka læknum og starfs-
fólki á deild B5 á Borgarspítalanum
fýrir góða umönnun Arnþóru síð-
ustu mánuði. Einnig viljum við
þakka Hrönn hjúkrunarkonu, Guð-
rúnu sjúkraliða og Hrefnu, sem
annaðist hana á daginn síðustu vik-
urnar.
Sigríður Drífa Elíasdóttir.
Elskulega amma mín, Arnþóra
Sigfúsdóttir, féll frá hinn 5. október
síðastliðinn.
Þegar ég fékk tíðindi þessi var
mér brugðið því amma hafði verið
svo hress undanfarna daga.
Þetta stutta innlegg tileinka ég
henni og minnist um leið góðvildar,
kærleika og hugrekkis sem hún bjó
yfír. Þótt andlát ömmu minnar hafi
verið reiðarslag í fyrstu má ekki
gleyma aldri hennar. Það eru ekki
allir sem ná 87 árum. Ekkert „and-
legt minnisleysi" hijáði hana og hún
bjó í heimahúsi með fjölskyldu sinni
til dauðadags. Ég mun vissulega
sakna ömmu en kannski er betur
fyrir henni komið handan „móðunn-
ar miklu“. Vertu sæl, elsku amma.
Friður verði með þér.
Agnar Bragi Bragason.
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Laufey Sigurðardóttir
frá Reykjahlíð íMý-
vatnssveit - Minning