Morgunblaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
t
Móðir okkar,
NÍELSÍNA (SÍNA) ÓSK DANÍELSDÓTTIR WIIUM,
andaðist í Landspítalanum 7. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sonja, Smári, Sigurður, Símon
og Dan Valgarð Wiium.
Minning
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
HJÁLMFRÍÐUR LILJA BERGSVEINSDÓTTIR
Ijósmóðir,
andaðist þann 10. október í Landspítalanum.
Guðrún Þórarinsdóttir, Nikulás Þ. Sigfússon,
Sigriður Þórarinsdóttir, Sigurþór Jakobsson,
Bragi Þórarinsson,
Fanney Gísladóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Dalbraut 20,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum föstudaginn
8. október.
Erna Bergsveinsdóttir, Guðjón Jónsson,
Unnur Bergsveinsdóttir,
Lísbet Bergsveinsdóttir, Elías Kristjánsson,
Bragi Bergsveinsson, Þorbjörg Jenný Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Jónas Bergsteinn
Bjömsson, Siglufirði
Héraðsskólanum á Laugarvatni
hafði verið slitið fyrir tveimur dög-
um. Nemendur af Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austfjörðum voru
flestir komnir til Reykjavíkur. Það
var fyrsti áfanginn á leiðinni heim.
Undir öllum venjulegum kring-
umstæðum hefðum við Norðlend-
ingar svo haldið áfram til heima-
haga með áætlunarbíl frá BSA —
Bifreiðastöð Akureyrar eða Stein-
dóri. Nú var sú leið hins vegar
lokið vegna ófærðar á vegum.
Enginn vissi hvenær úr því rætt-
ist. Það gat auðvitað skipt ein-
hverjum sólarhringum en páskar
fóru í hönd og kapp lagt á að kom-
ast heim fyrir þá, væri þess nokk-
ur kostur.
Svo vel vildi til að Drottningin,
— Dronning Alexandrine — var á
förum vestur og norður um land
kvöldið eftir að við komum til
Reykjavíkur. Ýmis okkar ákváðu
að drífa sig með henni þótt veð-
urspáin fyrir nóttina væri slæm
og okkur flest annað skár gefið
en sjóhreystin.
Hér var þó sá hængur á hvað
okkur Skagfirðinga áhrærði — við
vorum þrír — að viðkomustaðir
Drottningarinnar frá Reykjavík til
Akureyrar voru aðeins tveir: ísa-
íjörður og Siglufjörður. En við
treystum á bátsferð frá Siglufirði
til Sauðárkróks og þótt hún brygð-
ist þá vildum við heldur eyða pásk-
unum á Siglufírði en í Reykjavík.
Við fáum víst að vera klefafélag-
ar, sagði Jónas vinur mjnn Björns-
son frá Siglufirði, er við höfðum
kynnt okkur aðstæður um borð. —
Og komist þú ekki heim fyrir páska
þá verður þú bara hjá mér. Hvoru-
tveggja var mér mjög að skapi og
um kl. 11 um kvöldið öslaði Drottn-
ingin út á Faxaflóann í roki og
éljagangi. Þá höfðum við Jónas
hreiðrað um okkur í kojunum.
Fundum okkar Jónasar Björns-
sonar bar fyrst saman á Laugar-
vatni haustið 1936. Jónas var þá
„nýsveinn“ en ég hafði verið í skól-
anum veturinn áður. Við Jónas
urðum strax miklir mátar og bar
raunar margt til þess. Kannskj var
það þó fötlunin, sem þar dró drýgst
í byijun. Við vorum nefnilega báð-
ir talsvert mikið haltir. Jónas hafði
fengið berkla í mjöðm, sem leiddu
til þess, að annar fótur hans var
talsvert styttri en hinn. Ég hafði
aftur á móti orðið fyrir barðinu á
lömunarveikinni, sem kom upp í
skólanum veturinn áður. Lamaðist
nokkuð á báðum fótum, einkum
þó þeim hægri. Held ég að við
Jónas höfum verið ámóta lélegir
til gangs og annarra þeirra íþrótta,
sem útheimtu fótamennt. En við
áttum fleira sameiginlegt en helt-
ina. Við höfðum báðir ákaflega
gaman af söng og létum okkur
aldrei vanta í söngtímana hjá Þórði
mínum Kristleifssyni. Og þótt við
værum í þremur kórum hjá Þórði
nægði það okkur ekki heldur stofn-
uðum við, ásamt fáeinum öðrum,
svolítið söngfélag, sem við nefnd-
um X-kórinn. Lagði sá merki kór
r
Láttu EKKI glópagull samkeppnisaðllans
BLEKKJA ÞID
LITURINN GULLINN,
SKORPAN STÖKK,
BRAGOIO UÚFFENGT
L_
- ekta gullið rasp!
einkum fyrir sig dægurlagasöng á
skemmtunum í skólanum, en Pétur
Jónsson frá Hallgilsstöðum í Eyja-
firði orti textana.
Við vorum miklir áhugamenn
um félagsmál og ákaflega pólitísk-
ir. Jónas var sjálfstæðismaður en
ég framsóknarmaður. Þessir flokk-
ar voru þá, eins og lengi síðan,
fyrirferðamestu andstæðingar í ís-
lenskri pólitík. Þannig var það líka
í skólanum, þótt allir flokkar ættu
sér þar málsvara utan einn: Þjóð-
ernissinnar eða nasistar. Því var
það, að þegar við efndum eitt sinn
til opinbers stjórnmálafundar í
skólafélaginu, einskonar fram-
boðsfundar, þá áttum við í vand-
ræðum með að fá ræðumann fyrir
Þjóðernissinna. En Jónas réð vel
fram úr því vandamáli. Honum
hugkvæmdist að biðja Grím Thor-
arensen frá Selfossi, — son Egils
kaupfélagsstjóra — að taka að sér
málsvörn fyrir nasista. Og eftir að
Jónas hafði spjallað stundarkorn
við Grím og gefið honum vel í
nefið, féllst hann á að taka að sér
hlutverkið. Ég held að engum hefði
tekist að telja Grím á þetta nema
Jónasi. Jónas var svo vinsæll með-
al skólasystkina sinna, að þau vildu
allt fyrir hann gera.
Stundum fórum við Jónas saman
í gönguferðir. Fór vel á því sam-
starfi þar sem við vorum álíka
„hraðskreiðir". Fjallið fyrir ofan
Laugarvatn er vaxið skógi nokkuð
uppeftir. Kannski var, á þessum
árum, eðlilegra að tala um kjarr
en skóg. Ofan við kjarrið taka við
brattar skriður en um kletta er
naumast hægt að tala. Eitt sinn
sem oftar löbbuðum við Jónas upp
. í skóg. í förina slóst góðvinur okk-
ar og skólabróðir, Tómas Magnús-
son frá ísafirði, bróðir Sigrúnar
leik- og söngkonu. Undanfarið
hafði snjóað töluvert, síðan blotað
án þess að snjó tæki upp að ráði
og loks fryst. Skriðurnar ofan við
skóginn voru því þakktar glerhörðu
og flughálu hjarni. Er við félagar
höfðum staulast upp fyrir skógar-
mörkin stakk ég upp á því, að við
reyndum að príla alla leið upp á
fjallið. Ekkert leist þeim félögum
mínum á þessa tillögu og lái þeim
hver sem vill. Tómas harðneitaði
að fara lengra, sagðist ekki hætta
lífi og limum fyrir svo heimskulegt
ferðalag, enda heppilegra að ein-
hver væri í færum til þess að kveðja
á vettvang björgunarsveit ef með
þyrfti. „Fátt segir löngum af ein-
um,“ sagði Jónas, „og mun ég
fylgja þér svo lengi, sem mér er
fært.“ Héldum við svo á brattann.
Jónas gekk jafnan við staf og kom
hann nú í góðar þarfir. Hefðum
raunar ekkert komist án hans. Með
honum gátum við pjakkað spor í
hjarnið og að endingu náðum við
brúninni. En svo torsótt sem það
var að komast upp var þó niður-
ferðin hálfu erfiðari, því þá urðum
við að þoka okkur afturábak.
Misstum við tá- eða handfestu lá
ekkert annað fyrir en rúlla niður
hjarnið en upp úr því stóðu hér
og þar steinar, sem gátu orðið
okkur skeinuhættir. Lok's náðum
við niður að skógatjaðrinum og ég
held að þá fyrst höfum við áttað
okkur fyllilega á því hvað þetta
ferðalag var frámunalega
heimskulegt. Kannski gætti þó,
undir niðri, ofurlítillar hreykni hjá
okkur báðum. Við höfðum a.m.k.
sannað það fyrir sjálfum okkur,
að okkur voru ýmsir vegir færir.
Tommi okkar hafði staðið í sömu
sporum allan tímann. „Ég segi
ykkur það satt, strákar, að ég hef
staðið hér stjarfur frá því að þið
fóruð af stað. Ég á bara ekki orð
yfir þennan hálfvitaskap ykkar. .
En nú skuium við taka lagið.“
(Tómas var góður söngmaður.)
„Hvernig væri að taka: Vel er
mætt til vinafundar?" Og það gerð-
um við.
Þegar ég fer að rifja upp minn-
ingarnar frá samverustundum
okkar Jónasar þennan vetur þá
finnst mér þar hvergi þrot né end-
ir á. En þetta er þegar orðið meir.a
mál en ég ætlaði og er þó flest
ósagt. En einhvern veginn hefur
þetta streymt fram úr pennanum
eins og ósjálfráð skrift.
Og nú erum við staddir um borð
í Drottningunni á leið til Siglufjarð-
ar. „Þrútið var loft og þungur sjór“
en þó fundum við Jónas ekki til
sjóveiki, hvernig sem á því hefur
staðið. Og ekki höfðum við fyrr
fast land undir fótum á Siglufirði
en til okkar gengur vörpulegur
maður. Var þar kominn Björn, fað-
ir Jónasar. Fagnaðarfundur verður
með þeim feðgum. „Og þú verður
einn af ijölskyldunni þar til þú
kemst til þinna heimahaga," segir
Bjöm við mig. Snjór er yfir öllu á
Siglufirði en Björn er mættur
þarna á bryggjunni með hest og
sleða og ekur okkur heim til sín.
Það fór svo, að ferð féll ekki til
Skagafjarðar fyrr en upp úr pásk-
um. Er skemmst af því að segja
að þarna hjá Jónasi vini mínum
og hans indæla fólki lifði ég dag
hvern í dýrlegum fagnaði. Síðan
hafa þessir páskadagar ekki liðið
mér úr minni.
Jónas Björnsson fæddist á Siglu-
firði 25. október 1916. Foreldrar
hans voru hjónin Guðrún Jónas-
dóttir og Björn Jónasson. Þau flutt-
ust til Siglufjarðar árið 1914 og
áttu þar heima upp frá því. Árið
1945 kvæntist Jónas Hrefnu Her-
mannsdóttur „og það er mitt mesta
lán í lífinu, vinur,“ sagði Jónas
eitt sinn við mig. Hrefna er dóttir
þeirra merku sæmdarhjóna, Her-
manns Jónssonar og Elínar Lárus-
dóttur, sem um langan aldur
bjuggu á Ysta-Mói í Fljótum og
gerðu þar garðinn frægan.
Á heimili þeirra Hrefnu og
Jónasar þótti öllum gott að koma.
Gestrisni og glaðværð sátu þar í
öndvegi. Börn þeirra eru fjögur,
öll hið mætasta fólk, svo sem
vænta mátti.
Jónas átti alla sína ævi heima á
Siglufirði. Gegndi þar ýmsum
störfum en lengst mun hann hafa
unnið við Siglufjarðarhöfn og
Skattstofu Norðurlandsumdæmis
vestra á Siglufirði. Störf sín öll
leysti hann af hendi með þeirri
alúð og trúmennsku, sem honum
var í blóð borin.
Jónas var maður Iistfengur og
félagslyndur. Um 40 ára skeið
söng hann í Kirkjukór Siglufjarð-
ar, auk þess í karlakórnum Vísi
og kvartettum. Þá var hann og lið-
tækur við störf hjá Leikfélagi
Siglufjarðar. Og sjálfstæðismönn-
um á Siglufirði var hann betri en
enginn.
Jónas Björnsson var maður
þeirrar gerðar að honum voru
margir vegir færir. Hann hefði átt
auðvelt með að ryðja sér braut í
stærra samfélagi en því, sem hann
lifði og starfaði í á Siglufirði. Ég
spurði hann eitt sinn að því, hvort
honum hefði aldrei dottið í hug að
flytjast þaðan? „Nei, aldrei, ekki í
alvöru a.m.k.,“ svaraði Jónas. „Hér
vil ég una ævi minna daga,“ eins
og þar stendur. Og því skyldi ég
líka vera að flytjast héðan? Mér
þykir vænt um þetta umhverfi, um
Fjörðinn til sjós og lands, um íjöll-
in hérna í kring, um bæinn, um
fólkið, sem hér býr. Hér hef ég
fundið hamingjuna. Því skyldi ég
fara frá þessu? Auðvitað kemur
að því, að ég verð að kveðja. En
það er nú samt ekki víst, að ég
fari langt.“
Og nú hefur Jónas vinur minn
kvatt. En ætli Siglfirðingum sé
samt sem áður ekki óhætt að trúa
því, að hann hafi ekki farið langt?
Magnús H. Gíslason.
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
PERI.AN
sími620200