Morgunblaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
231. tbl. 81. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Búist við litlu
af Japansför
Borís Jeltsíns
Moskvu, Tókíó. Daily Telegraph. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kom í gær í opinbera heim-
sókn til Japans aðeins viku eftir að hafa barið niður upp-
reisn harðlínumanna í Moskvu. Hann sagði það aldrei hafa
vafist fyrir sér livort hann ætti að fara þar sem fjandmenn
hans sætu nú á bak við lás og slá í „rammgerðu virki“.
Greiðslu-
stöðvun hjá
Fossbanka
í Færeyjum
Þórshöfn. Frá Grækaris Djurhuus Magn-
ussen, fréttaritara Morgunblaðsins.
EFNAHAGSHRUNIÐ heldur
áfram á Færeyjum. Klukkan sex
í gærmorgun var bankastjóra
minnsta banka Færeyja, einka-
bankans Fossbanka, tilkynnt
um að bankinn yrði að fara í
greiðslustöðvun.
Það var danska bankaeftirlitið
sem tók ákvörðun um greiðslu-
stöðvunina. í fréttatilkynningu frá
bankaeftirlitinu segir að eiginfjár-
staða bankans standist ekki kröfur
þær sem settar eru í bankalögum
og muni ekki standast þær.
Til að standa vörð um hagsmuni
þeirra, sem eiga innistæður í
bankanum, hafi bankaeftirlitið því
tekið ákvörðun um greiðslustöðv-
un.
í kjölfarið tók stjórn bankans
ákvörðun um að honum yrði lokað
í ótilgreindan tíma. Ekki liggur
fyrir hvenær og jafnvel hvort Foss-
banki verði opnaður á ný. Hjá bank-
anum starfa 25 manns.
Hlupu út
ágöturaf
skelfingu
Tókíó. Reuter.
ÖFLUGUR jarðskjálfti
skók byggingar og mann-
virki I Tókíó 55 mínútum
eftir miðnætti að staðar-
tíma í gær. Ein kona dó
og nokkrir menn slösuð-
ust af völdum skjálftans.
Skjálftinn mældist 7,1 stig
á richter-kvarða. Upptök hans
voru 400 km á hafi úti frá
Tókíó og þungamiðja á 390
km dýpi.
Nokkur hræðsla greip um
sig og hlupu margir á götur
út er skjálftinn reið yfir. Eink-
um varð fólk sem hrökk upp
af værum blundi skelkað.
Jeltsín sagði við
brottförina frá
Moskvu að hann
vonaðist til að
gestgjafar hans
myndu hlífa sér
við því að hefja
máls á deilunni
um Kúrileyjar sem
Jeltsín Japanir hafa gert
tilkall til frá því
Sovétmenn hertóku þær í lok
seinna stríðsins. Það væri einungis
til þess fallið að eyðileggja ferðina.
Japanskir embættismenn sök-
uðu Jeltsín um ókurteisi og gáfu
til kynna að ekki væra að búast
við miklum árangri af heimsókn
forsetans. Rússar hafa sóst eftir
japanskri efnahagsaðstoð og jap-
önskum fjárfestingum í Rússlandi.
Japanir hafa ítrekað látið í ljós að
þeir vilji fyrst sjá stefnubreytingu
af hálfu Rússa varðandi Kúrileyjar.
Stefnubreyting
Jeltsín gaf í gær út tilskipun þar
sem hann boðaði kosningar til
Sambandsráðsins í desember og
er tilgangur þeirra að uppræta
völd afturhaldsafla í héruðunum.
Ætlun Jeltsíns er að Sambandsráð-
ið verði efri deild væntanlegs lög-
gjafarþings, sem einnig verður
kosið til í desember. Er það stefnu-
breyting því hann hafði áður kynnt
hugmyndir um að efri þingdeildin
yrði skipuð leiðtogum 88 héraðs-
stjórna og sjálfstjórnarsvæða.
Útgefanda „Söngva Satans“ í Noregi sýnt banatilræði
iReuter
Hættulegt samstarf
WILLIAM Nygaard, útgefandi „Söngva Satans“ í Noregi ásamt Salman Rushdie höfundi bókarinnar
í fyrra. Skotið var á Nygaard fyrir utan heimili hans í gær, að talið er vegna útgáfu bókarinnar.
Grunur beinist að isl-
ömskum öfgamönnum
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
WILLIAM Nygaard, norskur útgefandi „Söngva Satans",
eftir Salman Rushdie, liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi
eftir skotárás fyrir utan heimili sitt í Ósló í gærmorgun.
Norska lögreglan telur hugsanlegt að islamskir hryðjuverka-
menn hafi staðið á bak við tilræðið.
Nygaard er útgáfustjóri hjá Asc-
hehoug-forlaginu, sem gaf út þýð-
ingu á „Söngvum Satans“ fyrir fjór-
um árum en þá hafðþ Ayatoílah
Khomeini, erkiklerkur í Iran, dæmt
Rushdie til dauða, svo og alla þá sem
þýddu eða gæfu út bækur Rushdie.
Nygaard var skotinn þrisvar
sinnum í bakið og er líðan hans
alvarleg. Ekki er vitað hver eða
hvetjir stóðu að árásinni. Sjónar-
vottar voru ekki að árásinni en lög-
reglan hefur beðið bílstjóra þriggja
bifreiða sem voru í nágrenni árás-
arstaðarins um það leyti sem til-
ræðið átti sér stað að gefa sig fram.
Þó að allar likur bendi til þes's
að heittrúaðir múslimar hafi verið
að verki, segist norska lögreglan
ekki útiloka aðra möguleika. Ráðist
hefur verið á tvo þýðendur bóka
Rushdies eftir að Khomeini kvaddi
upp dauðadóminn og lést annar
þeirra. Talsmenn Salmans Rushdie
sögðu hann vera sleginn vegna
árásinnar sem hann teldi að hefði
verið sér ætluð.
Norðmenn hafa óttast að at-
hygii hryðjuverkamanna myndi
beinast að landinu í kjölfar þess
að Johan Jorgen Holst, utanríkis-
ráðherra, miðlaði málum milli ísra-
ela og Palestínumanna á þessu
ári. Þegar eftir skotárásina var
eftirlit hert á flugvöllum, í höfnum
og við landamæri.
Misjöfn viðbrögð við kosningasigri gríska sósíalistaflokksins
Ottast að ráðdeild í efna-
liag’sstjórn víki fyrir bruðli
Aþenu, Brussel. Reuter.
SIGUR grískra sósíalista í þingkosningum á sunnudag veldur
áhyggjum i aðalstöðvum Evrópubandalagsins, EB, og Atlantshafs-
bandalagsins, NATO. Er sósíalistar voru síðast við völd á níunda
áratugnum gagnrýndi leiðtogi þeirra, Andreas Papandreou, NATO
oft harðlega, hótaði að reka á brott bandaríska herliðið í Grikk-
landi og dró í mörgum tilvikum taum Sovétmanna. Innan EB ótt-
ast margir að sósíalistar taki á ný upp bruðl- og ríkisafskipta-
stefnu sein valdið hefur geigvænlegri efnahagskreppu í landinu.
Viðbrögð ráðamanna í Evrópu við
sigri Papandreous voru misjöfn,
spænskir sósíalistar sögðu þó að
hann myndi styrkja EB. Alain Juppé,
utanríkisráðherra Frakka, var ekki
jafn kurteis. Hann sagði úrslitin sýna
að fólk væri fljótt að gleyma.
Stjórn hægrimannsins Konstant-
íns Mitsotakis, er tók við 1989,
reyndi að taka upp aðhaldsstefnu
en kjósendur hafa nú hafnað þeirri
leið. Er Papandreou var við völd var
byggt upp mikið velferðarkerfi sem
varð til þess að skuldir ríkissjóðs
hrönnuðust upp og verðbólga fór úr
böndunum. Sjálfur hefur Pap-
andreou sagt að sýnt verði aðhald
að þessu sinni en hætt er við að
kjósendur vænti nú margir betri tíð-
ar.
Þótt embættismönnum hjá EB lít-
ist ekki á blikuna er bent á að þar
á bæ hafi menn vopn í höndunum
reyni sósíalistar ekki að sýna festu
í ríkisfjármálum. Bandalagið geti
neitað að láta Grikki fá fé úr sérstök-
um þróunarsjóði nema stjórnvöld í
Aþenu reyni að uppfylla skilyrði
Maastricht-samningsins um að-
haldsstefnu. Grikkir eiga rétt á 300
milljörðum króna á ári.
Papandreou hefur enn fremur
gefið í skyn að stefnan gagnvart
NATO verði vinsamlegri en síðast
enda aðstæður gerbreyttar eftir lok
kalda stríðsins.
Sjá einnig „Aðhald varð
stjórn ..." á bls. 22.