Morgunblaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993
17
Davíð Oddsson á fundi Evrópuráðsins
Lagði áherslu á vernd-
un þjóðernisminnihluta
Þú ræður engu um greind þína, en...
þú ræður öllu öðru um getu þína til náms. Margfaldaðu lestr-
arhraða þinn og þættu námstæknina og árangur þinn í námi
mun batna verulega... með minni fyrirhöfn en áður! Ánægja
af lestri góðra bóka vex einnig með auknum lestrarhraða.
Viljir þú vera með á síðasta hraðlestrarnámskeiði ársins,
sem hefst fimmtudaginn 28. október, skaltu
skrá þig strax f síma 641091.
LEIÐTOGAFUNDUR Evrópu-
ráðsins hófst í Vínarborg sl.
föstudag. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra ávarpaði fundinn
á laugardag. í ávarpi sínu lagði
hann meignáherslu á tvennt.
Annars vegar á nauðsyn þess
að vernda þjóðernisminnihluta
og hins vegar á sérstaka áætlun
Evrópuráðsins um aðgerðir
gegn kynþáttahatri, útlendinga-
andúð, gyðingahatri og vægðar-
leysi í skoðunum.
Þetta er fyrsti leiðtogafundur
Evrópuráðsins. Eftir lok kalda
stríðsins hafa níu Mið- og Austur-
Evrópuríki fengið inngöngu í Evr-
ópuráðið. Aðildarríkin eru því orð-
in 32 talsins en auk þess hyggja
átta Austur-Evrópuríki, sem
gestaaðild eiga að ráðinu, á inn-
göngu í það. Fundurinn er haldinn
að tillögu Francois Mitte»rand
Frakklandsforseta til að ræða
framtíðarhlutverk Evrópuráðsins,
nú þegar ráðið eftir lok kalda
stríðsins nálgast það meginmark-
mið sitt að koma á samvinnir allra
Evrópuríkja.
Á fundinum benti forsætisráð-
herra á að Evrópuráðið hafi upp-
haflega verið byggt á þeirri von
að Evrópuríkin gætu, með því að
bindast fastari böndum, staðið
vörð um lýðræði, mannréttindi og
frið í heiminum. Evrópuráðið setji
jafnframt ströng skilyrði fyrir inn-
göngu nýrra aðildarríkja. Þetta
veiti ráðinu sérstöðu meðal evr-
ópskra samtaka. Sérhvert aðildar-
ríki verði að viðurkenna grundvall-
arreglur réttarríkisins og að öllum
einstaklingum innan vébanda þess
skuli tryggð mannréttindi og
grundvallarfrelsi.
Forsætisráðherra sagði enn-
fremur að vegna þessara ströngu
skilyrða fyrir aðild að Evrópuráð-
inu mætti líta á þátttöku í því sem
viðurkenningu á lýðræðislegri
stjórnskipun. Evrópuráðið sé í
sími 622262
ALLT TIL AD
ÞRÍFA BÍLINN
þessum skilningi eins konar nálar-
auga, sem ríki verði að komast í
gegnum til þess að verða gjald-
geng til fullrar þátttöku í evr-
ópskri samvinnu. Sérstaklega beri
að leggja áherslu á að þátttökuríki
fullnægi þeim kröfum sem aðild
að Evrópuráðinu geri til þeirra. í
því sambandi sagðist forsætisráð-
herra telja afar mikilvæga þá sam-
þykkt ráðgjafarþings Evrópuráðs-
ins að fylgst skuli náið með því
að ný þátttökuríki virði skuldbind-
ingar sínar. Eftirlit með framfylgd
þeirra sé nýtt og mikilvægt verk-
efni sem ráðgjafarþingið hafi tekið
að sér. Þar fyrir utan sé auðvitað
mikilvægust sú athugun sem Evr-
ópuráðið lætur framkvæma á
stjórnarháttum og lýðréttindum í
löndum sem sækja um aðild að
ráðinu.
H RAÐLESTRARSKOLIN N
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
B3 1978- 1993 d
s-iooo
Steypustyrkur
á h e i m s m æ I i k v a r ð a
Rekstrarfélagið Hraun hf. í samstarfi við
Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hefur fyrst
íslenskra steypustöðva framleitt hástyrkleikasteypu
sem opnar nýja möguleika í notkun steinsteypu
hérlendis og veldur þáttaskilum í gerð mannvirkja
sem verða að standast mikið álag.
S-1000 hástyrkleikasteypan var þróuð og notuð í
fyrsta skipti við gerð á nýjum hafnarkanti í
Hafnarfirði I ágúst sl. Við óskum samstarfsmönnum
okkar í þessu verkefni, starfsfólki Rannsóknar-
stofnunar byggingariðnaðarins, Vita- og
hafnamálastofnunar ríkisins, Böðvars Sigurðssonar
og hafnarstjórnar Hafnarfjarðar, til hamingju með
árangurinn og þökkum þeim fyrir samstarfið og
öllum öðrum sem tóku þátt í verkefninu.
Við erum stoltir af að hafa tekið forystuna í þróun
og framleiðslu á hástyrkleikasteypu hér á landi.
Rekstrarfélagið Hraun hf
Suðurhrauni 2, 2I0 Garðabæ.
Sími: 65 I4 44. Fax: 65 24 73.