Morgunblaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.10.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1993 44. ársþing Landssambands hestamannafélaga Sameiningarmál og félagsleg staða hesta- manna aðalmálin Tillaga um skyldunotkun reiðhjálma í gæðingakeppni lögð fyrir þingið _________Hestar____________ Valdimar Kristinsson SENN styttist í ársþing Lands- sambands hestamannafélaga sem nú verður haldið í Varma- hlíð í Skagafirði í lok mánaðar- ins. Tillögur eru nú komnar í hús á skrifstofu LH en þeim ber að skila fjórum vikum fyr- ir þing. Aðalþema þingsins að þessu sinni verður umræða um félagslega stöðu samtakanna og meðlima hennar en einnig er talið líklegt að umræða um reiðvegagerð og æskulýðsmál verði nokkuð fyrirferðarmikil. Sameiningarmál í brennidepli Vitað er um þijár tillögur sem allar ganga út á að stjórn sam- takanna leiti eftir viðræðum við Hestaíþróttasamband íslands um sameiningu samtakanna. Svo virðist sem þeirri skoðun að sam- eina beri samtökin í ein heildar- samtök aukist stöðugt fylgi þrátt fyrir að nefnd sem stjórn LH skipaði á síðasta ári til að kanna kosti og galla sameiningar hafi talið óráðlegt að gera slíkt að svo komnu máli. Reyndar hafa vinnu- brögð nefndarinnar og greinar- gerð sem hún skilaði af sér verið gagnrýnd af mörgum og því hald- ið fram að nefndin hafi engan veginn gert það sem henni var falið að gera. Aðildarfélög LH áttu að senda inn álit á því sem fram kom í greinargerð nefndar- innar en eins og venjulega sendu fá félög inn svör, innan við tutt- ugu af tæplega fimmtíu aðild- arfélögum. Af þeim svörum sem hafa borist er áberandi að þau félög sem hafa sett sig vel inn í málin gagnrýna málsmeðferð nefndarinnar og telja að ekki sé hægt að setja fram rökstudda skoðun á því hvort beri að sam- eina LH og HÍS. Önnur félög virðast hafa lesið yfir greinargerð nefndarinnar og skilað áliti í sam- ræmi við meirihlutaskoðun henn- ar. Gera má ráð fyrir að þetta mál muni tvinnast mjög inn í umræðuna um félagslega stöðu LH. Handónýtur reiðvega- samningur Þá er líklegt að reiðvegamál muni nokkuð bera á góma en hestamenn virðast nú loks hafa fengið staðfestingu á því að margumræddur samningur milli LH og Vegagerðar ríkisins sem gerður var fyrir ellefu árum er í raun marklítið plagg. Vegagerðin túlkar samninginn á allt annan máta en hestamenn hafa gert og virðist að þar séu peningar aðal- bitbeinið. Ari eftir að samningur- inn var gerður kom upp ágrein- ingur um túlkun hans. Var því haldinn fundur samningsaðila þar sem segir í öðrum lið minnis- blaðs frá fundinum að þegar um Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Amor frá Keldudal þótti bæði ættgöfugur og efnilegur sem ung- ur hestur en féll úr tísku og átti sér vart viðreisnavon sem kyn- bótahestur hér á landi og því seldur til Italíu fyrir lítið fé. Mynd- in er tekin á fjórðungsmóti á Melgerðismelum ’87, knapi er Helgi Eggertsson. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Fyrir rúmri viku réttuðu Vestur-Húnvetningar hross í Víðidals- tungurétt þar sem komu að um 700 hross sem hér eru rekin til réttar. sé að ræða gerð reiðleiða fram með vegum sem þegar hafa verið byggðir verði að kosta fram- kvæmdina með reiðvegafé eða afla sérstakrar fjárveitingar. Ekkert er kveðið á um það hver skuli hafa frumkvæði að útvegun fjármuna, hvor um sig væntan- lega haldið að hin aðilinn gerði það. í þriðja lið minnisblaðsins segir að eðlilegt þyki að sam- starfsnefndir sem gert er ráð fyrir í hveiju umdæmi skuli starfa að frumkvæði LH. Ekki er ólíklegt að hestamenn muni velta fyrir sér hvað hafi brugðist í samstarfi LH og VR. Börnin gjaldfrí Ýmislegt hefur verið gert í æskulýðsmálum á vegum LH síð- ustu árin en sjálfsagt geta allir verið sammála um að stórefla þurfi þann þátt í starfsemi sam- taka hestamanna því ef grannt er skoðað eru ótrúlega fá ung- menni innan vébanda LH í samanburði við önnur íþrótta- sambönd. Komið hafa fram tvær tillögur frá æskulýðsnefnd LH sem lagðar verða fyrir þingið. í annarri tillögunni er lagt til að felld verði niður gjaldtaka af tólf ára börnum og yngri. Reyndar eru komnar fram tvær tillögur um sama efni. Samkvæmt upp- lýsingum frá skrifstofu LH er þar um að ræða 6% af tekjum af félagsgjöldum. Þá leggur nefndin til að bætt verði við einum æsku- lýðsfulltrúa á launum en fyrir er starfandi fulltrúi á launum. Eitt hestamannafélag leggur til að komið verði á skyldunotkun reið- hjálma í gæðingakeppni eins og nú tíðkast í keppni eftir reglum HÍS. Að síðustu má geta laga- breytingartillögu frá hesta- mannafélaginu Hring á Dalvík og nágrenni þar sem lagt er til að framvegis muni aðeins þurfa einfaldan meirihluta til að breyt- ingar á lögum samtakanna nái fram að ganga. Nú þarf atkvæðj 2/3 mættra þingfulltrúa. I greinargerð með tillögunni segir að mjög óeðlilegt og ólýðræðis- legt sé að minnihluti þingfulltrúa geti staðið í vegi fyrir eðlilegum breytingum og lögum samtak- anna. Er í því sambandi bent á að á hinu háa Alþingi ráði ein- faldur meirihluti framgangi mála. Þegar þetta er skifað hefur ekkert frést af lagabreytingartil- lögu en slíkar tillögur hafa kom- ið fram á síðustu þingum en ávallt felldar í krafti ofan- greindra ákvæða í 13. grein laga LH. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ársþing LH. A * Islenskir hestar á Italíu Amor frá Keldudal aflífaður eftir fótbrot Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson íslendingar hafa átt góðu gengi að fagna á skeiðmeistaramótun- um eins og til dæmis í fyrra þegar Höskuldur Aðalsteinsson Trausti Þór Guðmundsson, Angantýr Þórðarson og Snorri Dal einokuðu skeiðmeistarakeppnina. Alþjóðlega skeiðmeistaramótið Á annað hundrað hross skráð til leiks Fall er fararheill segir mál- tækið og skulum við vona að það eigi við um ræktun ftala á íslenska hestinum því í vor keyptu þeir stóðhestinn Amor frá Keldudal og fluttu til ítal- íu en ekki tókst betur en svo til að hann brotnaði á aftur- fæti. Varð að aflífa hann eftir um sjö klukkustunda aðgerð sem virtist hafa tekist vel. Engin skýring fékkst á því hvernig óhappið vildi til en kom- ið var að hestinum í girðingu með brotinn fótinn en þijár hryssur voru hjá honum. Ekki sáust nein ummerki um að hann hefði fest sig eða eitthvað annað sem skýrt gæti brotið. Brotnaði hann rétt fyrir neðan hné en brotið þótti mjög óvenjulegt því leggurinn hafði að því er virtist klofnað langsum. Farið var með hestinn á dýraklínik þar sem aðstæður voru eins og best var á kosið og var talið að aðgerðin hefði tekist með miklum ágætum en þegar hann vaknaði var eng- inn til staðar og braust hann um og braut upp allar umbúðir þann- ig að allt var unnið fyrir gýg. Var jafnvel talið að ástæðan fyr- ir bramboltinu í hestinum megi rekja til þess að flugvél flaug yfir skömmu eftir aðgerðina og jafnvel talið að hann hafi vaknað við hávaðann fyrr en ætlað var og því brugðist svo illa við. Eftir þetta var hugleitt að senda Amor Alþjóðlega skeiðmeistara- mótið á islenskum hestum verður haldið um næstu helgi í Þýskalandi. Mótsstaðurinn, Roderath, sem er mörgum ís- lendingum vel kunnur frá því haldið var þar Evrópumót 1983, er um 50 km suðvestur af Bonn. Mótið hefst á föstudag með til Bandaríkjanna í aðgerð en fallið frá því og hann aflífaður. Talið er að Amor hafi tekist að fylja í það minnsta eina hryssu þannig að hann skilur þó eitt- hvað eftir sig. Er það sannarlega leitt að svona skuli fara en ítalir hafa ekki lagt árar í bát og hyggjast jafnvel kaupa annan stóðhest frá íslandi. 150 og 250 metra skeiði, á laug- ardag fer fram keppni í A-flokki gæðinga og skemmtun um kvöld- ið. Dagskrá sunnudagsins hefst með forkeppni í tölti T 1:1 eða slaktaumatölti eins það hefur verið nefnt á síðum Morgunblaðs- ins. Einnig verður keppt í gæð- ingaskeiði og úrslit í gæðinga- keppninni og töltinu og endað með skeiðmeistarakeppnini sem verður bæði 150 og 250 metrar. Ekki er ljóst hversu margir ís- lendingar munu taka þátt að þessu sinni en þeir hafa látið verulega til sín taka á undanförn- um árum og raðað sér í efstu sætin. Skeiðmeistaramótin eru eingöngu ætluð alhliða hestum, vekringum og gæðingum og segja má að þessi mót séu ein skeið- veisla frá upphafi til enda. Áhugi fyrir skeiðinu er mjög mikill í Þýskalandi og fer þeim stöðugt fjölgandi sem ná góðum tökum á alhliða hestum. 150 hross eru skráð til leiks í það heila, 120 í gæðingakeppni, 120 gæðinga- skeiði, 77 í tölti, 50 í 150 metra skeiði og 56 í 250 metra skeiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.