Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 Iðnaðarráðherra á fundi um mikinn vanda skipasmíðaiðnaðarins í undírbúningí er að leggja ájöfnunargjöld Stálsmiðjan boðar 12,5% launalækkun starfsmanna LAUNASAMNINGUM hefur verið sagt upp við alla starfsmenn Stálsmiðjunnar í Reykjavík og þeim gert að taka á sig 12,5% launa- lækkun frá og með 1. febrúar nk. Þetta kom meðal annars fram á fjölmennum fundi starfsmanna Stálsmiðjunnar með forystu- mönnum verkalýðsfélaga, alþingismönnum og ráðherrum um vanda íslensks skipasmíðaiðnaðar í gær. í máli Sighvats Björgvins- sonar iðnaðarráðherra kom fram að í undirbúningi væri að leggja á jöfnunargjöld á ríkisstyrkt og niðurgreidd skipasmíðaverkefni erlendis frá. Öm Friðriksson, formaður Fé- lags járniðnaðarmanna, deildi mjög á ákvörðun stjórnenda Stálsmiðj- unnar og.sagði hún lýsti vantrú og uppgjöf stjómenda fyrirtækisins á framtíð íslensks skipasmíðaiðnaðar. Hann sagði að verkalýðsfélög myndu aldrei sætta sig við að launa- kjör íslenskra skipasmiða yrðu færð niður langleiðina í átt að „pólsku launastigi". Skúli Jónsson forstjóri Stálsmiðj- unnar varði ákvörðun fyrirtækisins og sagði að óhjákvæmilegt væri að skerða laun starfsmanna þar sem láunakostnaður væri yfir 55% af heildarútgjöldum fyrirtækisins. Hann benti á að fyrirtækið hefði einnig skorið niður stjórnunar- kostnað um yfir 25% og tekið á vanda fyrirtækisins með öðrum hætti. Innlend hlutdeild úr 70% í 8% Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- ráðherra sagði að hrun blasti við íslenskum skipasmíðaiðnaði. Inn- lend markaðshlutdeild hefði fallið úr 70% niður í 8% á síðustu tíu árum og á þessu tímabili hefði inn- lend markaðshlutdeild að jafnaði verið um 50%. Sighvatur sagði að hann myndi beita sér gegn fjölgun fyrirtækja í greininni með því að ákvæði í hafnarlögum um allt að 40% kostnaðarþáttöku ríkissjóðs í byggingu skipalyfta yrði ekki fram- kvæmd. Hann sagði að unnið væri að því innan ríkisstjórnarinnar að finna rök og réttlætingu fyrir því að íslendingar legðu fyrstir þjóða jöfnunargjöld á innflutt skipasmíða- verkefni. Hann sagði að samkeppn- VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 29. OKTOBER YFIRLIT: Miili Færeyja og S-Noregs er 1.036 mb hæð, sem þokast austur. Yfir suðvestanverðu Grænlandshafi er 995 mb lægð sem hreyf- ist norðaustur. SPÁ: SV kaldi og súld eða smá skúrir um sunnan og vestanvert landið en annars þurrt. Hiti 3-13 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Vestlæg átt, strekkingur á Norðurlandi og Vestfjörðum. Dálítil súld á Vesturlandi, en þurrt og víða bjart í öðrum landshlutum. Hiti 5-10 stig, en um nóttina kólnar víða niður undir frost- mark. HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Sunnan og suðvestan átt og áfram sæmilega hlýtt á landinu. Vætusamt um landið sunnan- og vestan- vert, en léttskýjað norðan- og norðaustanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30,.4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Q Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað ' Alskýjað r r / * f * f f * f f f f f * f Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma V Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrir, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær) Þjóðvegir landsins eru nú flestir greiðfærir og hálkulausir. Víða er unnið við vegagerð og eru ökumenn beðnir að gæta varúðar og aka þar eins og annarsstaðar, samkvæmt merkingum. Um færð á hálendinu er ekki vitað. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti ( síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEi kl. 12.00 í gær að ísl. tín hiti veður Akureyri 10 léttskýjað Reykjavlk 9 alskýjað Bergen 7 léttskýjað Helsinki 7 téttskýjað Kaupmannahöfn 7 þokumóða Narssarssuaq +1 skýjað Nuuk 0 skýjað Óslö 4 léttskýjað Stokkhólmur 9 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað AJgarve 19 léttskýjað Amsterdam 9 skýjað Barcelona 15 þrumuveður Berlín 7 mistur Chicago vantar Feneyjar 14 heiðskírt Frankfurt 8 mistur Glasgow 8 mistur Hamborg 8 skýjað London 11 skýjað Los Angeles 14 heiðskírt Lúxemborg 9 heiðskírt Madrtd 9 þokumóða Malaga 18 skýjað Mallorca 19 skýjað Montreal 4 skúr NewYork 11 skýjað Orlando vantar Parls 11 hélfskýjað Madeira 17 skúr Róm 20 léttskýjað Vín 8 léttskýjað Washington vantar Winnipeg 0 alskýjað Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veðurspó kl. 16.15 í gær) 12.00 ÍDAGkl. Morgunblaðið/Sverrir Fjölmennur fundir STARFSMENN Stálsmiðjunnar fjölmenntu á fund í gærmorgun um stöðu innlends skipasmíðaiðnaðar með alþingismönnum og borgar- fulltrúum. isstaða íslensks skipasmíðaiðnaðar væri óviðunandi þegar ríkisstyrkir hjá Norðmönnum næmu 13% og um 30% hjá Evrópubandalagsríkj- um. Sighvatur sagði að ríkisstjórnin hefði komið hörðum mótmælum á framfæri við norsk stjórnvöld vegna aukinna ríkisstyrkja til skipasmíða- stöðva í Norður-Noregi til að gera þeim kleift að taka við viðhaldsverk- efnum fyrir fiskiskipaflota Rússa. Iðnaðarráðherra sagði að Svíar hefðu sömuleiðis mótmælt auknum ríkisstyrkjum Norðmanna. Á fund- inum í Stálsmiðjunni sagði iðnaðar- ráðherra að sér þætti óeðlilegt að opinberir fjárfestingarlánasjóðir á íslandi láni peninga skattgreiðenda til þess að fjárfesta í niðurgreiddum erlendum skipasmíðaverkefnum. Vandkvæði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði mörg vandkvæði á því að leggja jöfnunargjöld á slíkan iðnað þar sem ekki væri hægt að miða við fast heimsmarkaðsverð. Fjármálaráðherra kvaðst fylgjandi þvi að leysa vandamál ójafnrar sam- keppnisstöðu með viðræðum við þær þjóðir sem í hlut ættu um frjáls viðskipti. Ef það dygði ekki til væri það þrautaráð að leggja á jöfnunar- gjöld. Ritið „Islandske Maanedstidender“ Aðeins þijú ein- tök til í landinu AÐEINS er vitað með vissu um tvö heilleg eintök af frumprentun „Islandske Maanedstidender“ hérlendis, og er annað í læstum hirsl- um á Landsbókasafni íslands, en fram kom í Morgunblaðinu í gær að Bókasafni Páls Jónssonar í Borgarnesi hefði borist tímaritið að gjöf frá nafnlausum gefanda. Samkvæmt heimildum Morgunbiaðsins var fyrir um tíu árum í sölu eintak af tímaritinu í einu bindi, og var það selt á um hálfa milljón króna og er nú í einkaeign. Fram- reiknað til verðlags dagsins í dag er söluupphæð þess eintaks um 2 milljónir króna. Bragi Kristjónsson bóksali segir torvelt að meta verð árganganna þriggja af tímaritinu því viðmiðun skorti, en kveðst helst telja raun- hæft að miða við Jónsbók sem til er í tveimur til þremur eintökum. „Slíkir hlutir hafa ekki fengist í hálfa öld og voru seldir á verði sem svarar íbúðarverði þegar þeir voru seldir. Þetta hleypur á einhveijum milljónum," segir Bragi. Horfið eintak Bragi segir að eintak af „Is- landske Maanedstidender" hafi horfið frá Konungsbókhlöðinni í Kaupmannahöfn á milli 1952 og Laxveiðin 12,4% lak- ari í ár en í fyrra 1956. „Opinber söfn auðkenna sér yfirleitt bækur á innanvert titilblað en það er auðvelt fyrir lagtæka menn að nema slíkt á brott. Ekki þarf að vera að það eintak sem hvarf hafi verið auðkennt með stimpli bókhlöðunnar því þar voru til fleiri en eitt eintak af mörguml bókum, þó að enginn segi að eintak- ið sem barst til Borgamess sé tiltek- ið eintak,“ segir Bragi. Erlendis er talið nær öruggt að til séu eintök af tímaritinu í Fiske- safninu í íþöku í Bandaríkjunum, Háskólabókasafninu í Ósló, Kon- ungsbókhlöðunni og hugsanlega víðar. SKOÐUN og skráning úr veiðiskýrslum stendur nú yfir á Veiðimála- stofnun en bráðabirgðatölur segja að heildarlaxveiðin á stöng hafi verið 37.000 laxar sem er um þremur prósentum yfir meðalveiði síð- ustu tíu ára, en 12,4% lakari veiði en sumarið 1992, sem þótti ákaflega gott. Það sumar veiddust 42.309 laxar, en það var 34% betri veiði en 1991. Spár um jafngóða eða betri veiði í sumar en í fyrra gengu ekki eftir og veiddist minna í flestum ám í sumar. Tvær ár náðu yfir 2.000 laxa veiði, Norðurá, sem var efst með 2.100 laxa, og Hofsá í Vopnafirði, sem gaf 2.025 laxa. Laxá í Aðaldal var í þriðja sæti með 1.960 laxa og síðan kom Þverá ásamt Kjarrá með 1.550 laxa. Slæm skilyrði Almennt voru veiðimenn sammála um að slæm skilyrði hafi venju fremur ráðið ferðinni í veiðiskapn- um og víðast hefði heildarveiði orð- ið meiri en raun bar vitni ef ótíð hefði ekki gert veiðimönnum erfitt fyrir. Kuldar og vatnavextir norð- austanlands, kuldar og þurrkur vestar á Norðurlandi og vorkuldar og síðan langur þurrkur á Vestur- og Suðvesturlandi. Ekki segir þetta þó alla söguna því Guðni Guðbergs- son fiskifræðingur hjá Veiðimála- stofnun sagði að auk þessara þátta yrði að segjast eins og er að víðast gekk minna af laxi en í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.